Þjóðólfur - 07.08.1894, Síða 2

Þjóðólfur - 07.08.1894, Síða 2
146 og þau voru samþykkt á tveimur undan- förnum þingum. En oss virðist betur við eiga — ef því yrði viðkomið — að sam- bandslögin gengi á undan stjórnarskrár- breytingunni. Oss skilst það vel, að þess- ara sambandslaga hefði ekki þurft, ef hin svokölluðu stöðulög hefðu ekki komið út, né þeim að sumu leyti þvingað upp á hina íslenzku þjóð, því þau eru að sumu leyti mjög nauðsynleg einkum 3. gr. og fleiri þar á eptir, því sambandið mátti taka skýrara fram í frumvörpum þingsins, en gert hefur verið. En þar stöðulögin eru til, og stjórn- in byggir svo mikið á þeim, sem er móti vilja vorum, þá sýnist oss óumflýjanlega nauðsynlegt, að sambandslög séu samin og send til staðfestingar, svo stjórnin fái að sjá og heyra, hveruig íslendingar vilja að sambandið sé, því þeir fengu ekki að taka nokkurn þátt. i tilbúningi stöðulaganna, jafnvel þó þingið væri þá að eins ráðgef- andi, svo stjórnin þurfti eigi að taka til- lögur þess til greina, meira en hún sjálf vildi. Vér vitum ekki í hverju hin „sér- skildu landsréttindi“ íslands eru fólgin svo teljandi sé, þó það hafi löggefandi þing að nafninu, sem opt hefur þó að eins orðið ráðgefandi í framkvæmdinni, og öll lands- stjórn landsins ábyrgðarlaus í verkinu, þó hún sé nefnd á bréfinu, og hefur lands- • sjóður vor hlotið talsverðan skaða af því. Landsréttindi íslands virðast oss því sára lítil, þegar til framkvæmdanna kemur, og svo mun verða, á meðan öli yfirstjórn þess er í fjarlægu landi, þar sem allir þeir, sem í henni eru, þekkja eigi og geta eigi þekkt hagi vora né þarfir til hlýtar, og því ekki bætt úr þeirn á hagfeldan hátt. 0. J. J. J. A. B. Athgr. ritst. Grein þessi, sem rituð er at þrem- ur almúgamönnum, lýsir svo miklum áhuga á þessu velferðarmáli voru, stjðrnarskrármálinu, og meiri umhugsun en almennt gerist meðal alþýðu, að vér höfum ekki hikað við að láta hana koma fyrir al- menningssjðnir. Það er svo sjaldan, sem alþýðu- menn rita um hina svonefndu „stðrpðlitik“ í blöð- in, að það væri meir en meðal ófrjálslyndi að synja þeim rúms fyrir sínar skoðanir, þá er þær hyggj- ast á einhverjum skynsamlegum grundvelli. Það er til mikils hnekkis stjðrnmálum vorum, hversu alþýðan lætur Big litlu skipta um þau, en varp- ar öllurn sínum áhyggjum á einstaka menn, og viil helzt ekkert hugsa neitt í þá átt eða styðja fulltrúa sína neitt verulega í ræðu eðariti. Grein sú, sem hér hefur verið birt, er að mörgu leyti skyn- samlega rituð, enda þðtt eflaust verði skiptar skoð- anir manna um það, hvort sérstök sambandslög milli íslands og Danmerkur séu bráðnauðsynleg eða þurfi að ganga á undan fulikominui stjðrnar- skrárbreytingu. Þeir munu vera margir, er ekki vilja láta skorða sambandið með sérstökum lögum en væri það gert, þyrfti stjðrnin síður að ðttast „grímulýðveldi" hér á landi, sem hún virðist vera svo ðgnarlega hrædd við, ef hún samþykkir stjórn- arskrárbreytinguna. Frá hennar sjðnarmiði ætti henni þvi að vera áhugamál að tryggja sambandið sem bezt. Opinberar auglýsingar. Það sýndist ekki óeðlilegt, að lands- sjóður hefði einhvern peningahag af hin- um opinberu auglýsingum, eins og sumir á síðasta alþingi vildu að væri; en til- laga þessi, að láta prenta þær í Stjórnar- tíðindunum, var ekki heppileg, af því að mjög fáir halda þau og lesa. Engu að síður sýndist þó ekki vera með öllu ó- mögulegt, að landssjóður gæti haft nokk- urn hag af auglýsingunum og menn samt haft hægan aðgang til að kynna sér þær, en þetta gæti orðið, ef landsstjórnin byði þær upp á uppboði og þær væru að eins sleguar einhverjum þeim blöðum, sem koma út í Reykjavík og eru almennast haldin um land allt. Það væri ekki ólíklegt, að lands- sjóður gæti haft um 200 kr. á ári eða meira upp úr þeim með þessu móti, og 200 kr. draga sig saman í mörg ár. Ef þessar 200 kr. væru látnar í sjóð t. a. m. í háskólasjóðinn árlega í 50 ár, ykist, hann fyrir þær um 10,000 kr, með rentu og renturentu yfir 20,000 kr.; en engin skyn- samieg ástæða virðist til þess í fátæku landi, að gefa einstökum manni eða ein- stöku blaði þessa upphæð, heldur virðist það skylda alþingis og stjórnar að hugsa um hag landssjóðs, og þar með hag lands- ins á hvern sómas&mlegan hátt sem hægt er, einkum þegar ekki þarf að gera það með nýjum eða auknum skatta álögum á landsmenn, heldur að eins með því að nota það, sem er fyrir hendi. Eéttast væri að skipa fyrir með lög- um, að allar auglýsingar frá sýslunefndum (þar á meðai um óskilafé) væru prentað- ar í auglýsingablaðinu. Ekki er það nauð- synlegt, að blaðið, sem fengi auglýsingarn- ar væri útbreiddasta blaðið í landinu. Það sýnir dæmið með blaðið „Suðra“ hérna um árið, er fékk þessar auglýsingar en var þó ekki eiun af „stóru spámönnunum11, að því er kaupendafjöida snerti, enda hljóta auglýsingarnar að valda því, að blaðið sé meira keypt og meira lesið, svo að ekki þarf heldur að óttast, að blaðaútgeí'endur vildu ekki borga eitthvað fyrir að fá þær, þótt þeim auðvitað þyki bezt að fá þær gefnar. Þar sem allar auglýsingar í blöð- um auka kaupendafjöldann, þá græða út- gefendurnir á þeim, eins og nú stendur, bæði beinlínis og óbeinlínis, með því að þeim jafnvel er borgað af almannafé fyrir að taka þær. Það virðist hæfilega langur tími, að bjóða auglýsingarnar til 10 ára. B. B. Þingmálafundur. Árið 1894 16. dag júlímánaðar var þingmála- fundur haldinn að Eydölum í Breiðdal. Til fund- arstjóra var kosinn alþingism. Guttormur Vigfús- son og skrifari Ari Brynjólfsson. Á fundi þessum kom til umræðu: 1. Stjórnarskrármálið. Fundurinn skorar á al- þingi, að halda málinu fram, eins og það var samþykkt á síðasta þingi o: 1893. 2. Samgöngumáliö. Fundurinn skorar á alþingi að breyta ferðaáætlun strandferðaskipsins, sem veittar voru til 25000 krónur á síðasta þingi, þannig að Breiðdalsvík verði tekin inn á hana að minnsta kosti í þremur ferðum (o: maí, júlí og seint í september. 3. Um telcjur kirkna. Fundurinn er fremur með- mæltur því, að breytt verði kirkjugjöldunum i þá átt, sem fram á var farið á síðasta þingi, en álitur bæði rangt og ósanngjnrnt að skylda húsráðendur til að innbeimta gjöldin hjá öðr- um en skuldaliði sinu. — Sameiginlegum kirkju- sjðði var fuudurinn algerlega mðtfallinn. 4. Aðskilnaður ríkis og kirkju. Eptir allmiklar umræður komst fundurinn að þeirri niðurstöðu, að heppiiegast mundi að fresta þessu mikil- væga máli fyrst um sinn. ð. Varnarþing í skuldamálum. Fundurinn er al- gert á móti því, að frumvarp i líka átt og far- ið var fram á á siðasta þingi, nái fram að ganga. 6. Um fjölgun kjörstaða. Eptir allmiklar ura- ræður komst fundurinn að þeirri niðurstöðu, að enga brýna nauðsyn bæri til að fjölga kjör- stöðum, en álitur æskilegt, að kosningar fari fram í júnímánuði í stað þess, eins og nú er, i septomber. 7. Fast þingfararlcaup. Meðan samgöngurnar eru ekki komnar í fastara horf, som þó er út- lit fyrir, að bráðum muni verða, óskar fundur- inn þessu máli frestað. 8. Sáttanefndir. Fundurinn skorar á alþingi að semja lög, er fari í sömu átt, eins og á síðasta þing'- „ . 9. Fátœkrareglugeröin. Fundurmn skorar á þing- ið að grennslast eptir, hvað gert hafl verið í því máli síðan á síðast.a þingi. 10. Fundurinn skorar á alþingi að breyta erföa- lögunum þannig, að ðskilgetin börn erfi föð- ur og mðður jafnt við skilgetin. 11. Bluttaka safnaða í veitingu brauöa. Fund- urinn ðskar þessu máli haidið áfram. 12. Kvennfrelsismálið. Fundurinn skorar á al- þingi, að semja lög, er veiti kvennþjóðinni ís- lenzku jafnrétti við karlmenn til að nota menntastofnanir landsins og sama aðgang að ombættum sem þeim. 13. Bankamáliö. Eptir alllangar umræður komst fundurinn að þeirri niðurstöðu, að æskiiegt mundi, að þingið heimtaði glöggan viðskipta- reikuiug milli landssjððs og ríkissjððs, hvað banka íslands snertir, ásamt skýrslu um gefn- ar póstávísauir, einnig um það, hve mikið af tekjum landsjóðs er árlega borgað inn í ríkis- sjóðinn.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.