Þjóðólfur


Þjóðólfur - 10.08.1894, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 10.08.1894, Qupperneq 2
150 Skagafirði 24. júlí: „Þjóðólfur minn!. Það er liðinn æðilangur tími, síðan þú síðast fékkst fréttapistil frá mér. Eg verð því að reyna að sýna rögg af mér og hefja „þessa leit“ af nýju. Það eru hreinustu vandræði, að eiga að segja fréttir úr Bveitinni, þar sem aldrei ber nýrra til tiðinda. Það geta varla heitið tíðindi, sem í blöð séu tínandi, þótt menn fæðist og deyi, því að slíkt er þessi gamla margendurtekna saga, sem gengið hefur frá því þessi „forgengilega tilvera hófst hér á jarðríki"; þó hefur dauðinn gert óvenjulega mik- ið vart við sig á þessu sumri og vori, eins hér í Skagafirði sem annarsstaðar og olli því inflúenzan; en allt mun Þjóðólfur hafa spurt það, þar sem svo langt er um liðið. Af mönnum, sem dáið hafa, og eg hefi ekki séð nefnda í blöðunum, en eru þess verðir að þeirra sé minnst, skal eg þó geta um hjónin Jón bónda Qíslason á Þorleifsstöðum í Blöndu- hlíð og konu hans Jlólmfríði Qisladóttur; dóu þau bæði úr infiúenzu, hann 19. maí,,. húu 23. s. m. Þau hjón voru bæði hnigin á efra aldur, og voru hin mestu sómabjón, virt og elskuð af öllum, sem þau þekktu fyrir dugnað og framtakssemi í búnaði og greiðvikni og hjálpsemi. Af pólitík vil eg sem fæst segja, eg veit ekki nema að eg særi frelsistilfinningar og framfarahug „Þjóðólfs gamla“, ef eg færi nokkuð að ympra á almenningsálitinu í þá átt, ef eg skil það rétt, en eg vil helzt' eigi styggja neinn nú í þetta sinn. Það muudi máske vera réttast að segja, að menn hugsuðu lítið um slíkt. Samt get eg ekki að mér gert, að minnast dálítið á háskólamálið. Þjóðóifur veit það, að eg er því sinnandi í orði; en eptir því mér er kunnast, eru það víst sárfáir, eg vil ekki segja engir, sem eru því hlynntir hér í þessu kjördæmi. Að minnsta kosti eru það engir, sem eg hefi talað við, sem vilja háskóla. Mönnum finnst það allt of mikið í ráðizt að stofna háskóla fyrir okkur veslingana, sem berjumst áfram í skulda- basli og sífeldum kröggum. Sumir segja, að há- skóli hjá okkur verði aldrei nema nafnið tómt, þjóðin sé allt of fámenn og fátæk til þess, að slík stofuun geti farið í nokkru lagi hjá henui. Al- menningur sér þar útgjöld, sem ómögulega geti borgað sig, því að bókvitið verði þó „aldrei látið í askana“. Hann lítur á þetta, eins og tildur, eins og gullstáss á gamalli sýslumannsfrú, sem ekki er til neins nema að horfa á það. En eg fyrir mitt leyti lít svo á þetta mál, að séum við ekki færir um, með tímanum, að koma upp hjá okkur háskóla, þá getum við ekki verið sérstök þjóð, með sérstök- um þjóðarréttindum, og sérstökum þjóðareinkennurn. Við þurfum alls eigi að búast við því, að hjá oss skapist innlent þjóðlegt menntalíf, meðan við sækj- um beinlínis alla okkar æðri menntun til Dana. Fyrir mér er það þannig, að háskóli í Beykjavík eigi að vera sá milliliður, sem leiðir menningar- 8trauminn úr menntaða heiminum hingað til okk- ar, klæðir hann í islenzkan búning og gerir hann þjóðlegan. Menn, sem vit hafa á, segja að háskóli í Kvík sé svo fjarlægur menntalönduuum, að vér drögumst enn meira aptur úr, ef vér hættum að sækja menntun vora til Hafnarháskóla. En hér við virðist mér það athugandi, að ef háskóli kæm- ist á í Rvík er hann engan veginn bundinn við það, að sækja sína andlegu fjársjóði, sem hann miðlar okkur, til Danmerkur; — Danmörk er hvort sein er ekki neitt höfuð-menntaland, — hann sætti þeim annarsstaðar frá t. d. Englandi. og mér skilst það svo, að vér séum ekki ver farnir, að fá „mennta- stranmana11 frá Englandi á fyrstu hönd heldur en í gegnum bræður okkar Dani, þvi að litla gæfu höfum vér sótt í greipar Dana, eða svo hefur það verið allt fram á síðustu tíma. Með söfnin er eg í meiri vandræðum, þvi að þeirra þarf háskólinn, ef hann á að vera í nokkru lagi. — En hvað er eg annars að taia um þetta svoua í fréttapistils- ómynd? Það situr „dæilega“ á mér, sem aldrei hef komið út fyrir landssteinana, mér væri víst nær að þegja og beygja mig í auðmýkt og lítillæti undir álit „bræðranna11 sem sitja við Mímisbrunn- inn hinu megin hafsins; það má ætla að þar séu menn, sem vita, hvað þeir syngja i þessu máli“. „Svo að eg vaði nú úr einu og í aunað“ eins og menn segja, þá fer eg nú að tala um líðar- farið o. fl. Það hefur verið hið inndælasta í vor og sumar. Grasvöxtur er með bezta móti bæði á túni og engjum, og nýting til þessa góð, en mjög óvíða eru menn enn búnir að hirða tún sín. Túna- sléttun varð talsverð i vor vegna hinna góðu tíð- ar, sem byrjaði svo snemma, þó kippti veikin mikið úr. Það má annars sjá talsverðar framfarir nú á fám árum, hvað túnasléttun snertir og vatnsveit- ingar á engi, og má þakka það landssjóðsstyrkn- um og búnaðarskólum. Yerzlun er fremur dauf, lágt verð á nll; hvít vorull á 60 aur. pund. haustull hvít 50 aur. hvort- tveggja þvegin, en getur einnig lágt verð á út- lendri nauðsynjavöru sérstaklega á rúg 7 a. pund. Skuldir í kaupstað eru víst miklar, menn taka ó- hlífið út, og vinnufólks-hald er orðið bændum ærið dýrkeypt, þegar verðið á bús-afurðunum er svo lágt. Tóskaparvinna á vetrum er mjög að minnka, og þess vegua sækja menn það, sem til fatnaðar þarf í búðirnar. Heyrt hef eg, að Sigurður bóndi Ólafsson á Hellulandi sé hættur við að útvega tó- vinnuvélarnar, og er illt, ef það nauðsynjamál og framfaramál skyldi stranda við það. Fiskiafli hefur verið ágætur hér við fjörðinn síðan seint í júnímán. Fiskur er hér allur iagður blautur inn í verzlanirnar og er harðfiskur því næstum ótáanleg vara. Sveitaverzlun er annars yfir höfuð að leggjast niður, menn sækja allt til kaupmanna. Er ekki víst, að það horfi til hagu- aðar fyrir bændur og sjómenn. En hitt einnig al- veg óvíst, hvort batnandi samgöngur kipptu því aptur í liðinn, þvi að til þess liggja aðrar orsakir en samgönguleysi. Barnapróf voru haldin í vor, eins og að uud- anförnu; námsgreinar: lestur, kver, biblíusögur, skript, réttritun og reikningur. Eg stend í þeirri meiningu, að uppfræðing ungmenna sé, að minnsta kosti á Norðurlandi, mjög ábótavant og þyrfti al- varlega að takast til íhugunar. Það dugar ekki framar að láta foreldrana bera alla ábyrgð og kostnað fyrir því; þjóðfélagið verður í heild sinni að leggja sinn ríflega skerf til þess og eptirlitið þyrfti að vera miklu nákvæmara og betra, hvernig almenna styrknura er varið. Eptirlitsskylda sú, sem hvílir á prestum og sveitarnefndum er af ýms- um ástæðum, sem eg hér kæri mig ekki um að nefna, ekki nærri því fullnægjandi. Eg klifa á þessu allt af eins og Cato gamli forðum á eyðingu Karthagoborgar, því að mér finnst það vera alvar- legt nauðsynjamál". — Húnavatnssýslu 30. júlí: Reyskapurinn gengur fremur vel, en það eru engin tíðindi, þótt hann gangi slysalaust yfirleitt. Þurkar af skorn- um skammti. Afli hefur verið ágætur í flóanum síðan hann kom snemma í júní, en þar á móti lax- afli mjög lítill, sem hefur talsverða þýðingu fyrir þetta hérað. Ullarverð hjá kaupmönnum 60 aur. hvít og 40—45 aur. fyrir misl. Allmargir hafa látið ull í pöntun, sem naumast getur álitizt heppi- legt, með því öll líkindi eru til, að eigi fáist jafn- hátt fyrir hana í því, sem hjá kaupmönnum. — Hrossasala allmikil til Yídalíns og Knudsens á Sauðárkrók, sem hefur gefið allvel fyrir og gert sér far um að fá góð liross. Frá útlöndum bárust engin stórtíð- indi nú með „Thyra“, en af enskum blöðum, er komu með „Stamford“ og ná til 2. þ. m., má sjá, að ekki hafa sættir komist á milli Japansbúa og Kínverja. Hafa hinir fyr- nefndu gengið á land í Kóreu og tekið konunginn þar höndum, en hann hefur skotið máli sínu til Evrópustórveldanna. Auk þess hafa Japansmenn sökkt nokkrum herskipum Kínverja, án þess menn viti þó með vissu, hvort reglulegur ófriður er hafinn millum ríkjanna, því að stjórnin í Kína hafði harðlega bannað að senda nokkur hraðskeyti þaðan úr landi, og þykir mörgum það grunsamt. Margar þúsundir Kínverja, er búsettir voru í Japan, hafa flúið þaðan heim tii ættjarðar sinnar. Gufuskipið „Stamford" kom hingað frá Newcastle 7. þ. m. með salt og kol til pöntuuarfélaga og kaupmanna. Með því kom eigandinn sjálfur, hr. L. Zöllner. Fer hann aptur með skípinu 13. þ. m. ásamt hr. Jóni Vídaiin og frú lians, er hafa dvalið hér 2 mánuði. Háinn er á Hjaltastað í Norðurmúla- sýslu Björn Oddsson, faðir prestsins þar, séra Magnúsar Bjarnarsouar. Hann dó úr influenza 30. júní þ. á. nál. 83 ára gamali. Harm var tvíkvæutur; átti ekki börn með fyrri konunni, en með hinni síðari, Rannveigu Sigurðardóttur, sem enn lifir, átti liann 6 börn, en eigi lifa nema 2 af þeim, séra Magnús og Oddur prentari í Kaupmannahöfn. Björn bjó á Leysingja- stöðum í Þingi °S Hofi í Vatnsdal og bjó jafnan fremur vel, enda var hann dug- mikill starfsniuður og myndarmaður. Hann var hinn vaudaðasti maður i orði og verki, guðrækinn og tállaus og vildi hvervetna koma fram til góðs. Hann ól upp að mestu eða öllu leyti 6 börn vandalaus, og reyudist jafnan hjálpsamur, er á þurfti að halda. Hann var skynsamur maður og fróður um margt, trygglyndur og áreiðanlegur, og var jafnan virtur og vel metinn. E. J. Heil beinagrind af hinu risavaxna fornaldardýri „Mastodon“ hefur nýlega

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.