Þjóðólfur


Þjóðólfur - 10.08.1894, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 10.08.1894, Qupperneq 3
fundizt í Ohio 1 Ameríku. Á sama stað hafa áður fundizt tvær beinagrindur af þessu horfna dýri. Þyngd þessarar ný- fundnu beinagrindar er 170 fjórðungar. Að lægja öldugang með olíu hefur, eins og kunnugt er, alllengi tíðkazt. Með vísindalegum rannsóknum hafa menn nú fundið, að það eru að eins vissar olíu- tegundir, sem að gagni koma, og því betur sem olían er eldri og lakari, þar sem aptur á móti ný og góð olía reynist gagnslaus. Af þessu hafa menn komizt að raun um, að það er eiginlega hin svo- nefnda olíusýra, eða efni það, sem gerir olíuna óhreina og þefilla* er hefur þann eiginleika að lægja sjóganginn, og því hefur þýzkur vísiudamaður nokkur, Richter að nafni, búið til svonefnda „öIduoliu“, er tekur venjulegri olíu langt fram í þessu augnamiði. Skcmmtiskúta úr „aluminium“ hefur nýlega verið byggð á Frakklandi og er það hið fyrsta skip, sem byggt hefur verið eingöngu úr þeim málmi. Eigaudi skút- Unnar er greifi nokkur i Parísarborg. Norskt mánaðarrit, er „Noru nefnist, er nýfarið að koma út í Kristjauíu. Það er með myndum og kemur út 1 örk á mán- uði, kostar að eins 2 kr. 20 a. um árið. í fýrstu heptunum, er munu liggja til sýn- is í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, eru meðal annars myndir af dr. J. Fritz- ner, Ole Bull, Ivar Aasen, Wedel-Jarls- berg, Ingvald Undset o. fl. ásami stuttum æfisögum. Aðalmarkmið tímaritsins er að flytja fræðandi og skemmtandi greinir margskouar efnis, sérstakiega að því er \ snertir lifnað og þjóðháttu Norðmanna að fornu og nýju. Tímarit þetta er snyrti- lega úr garði gert og efni þess einkar vel valið og mjög fræðandi; mun það því vera einkar hentugt fyrir oss íslendinga til að kynnast frændþjóð vorri Norðmönnum, sem vér erum harla ófróðir um, engu siður en þeim er ókunnugt um vora hagi. Fleðulætin í Birni. í ofurlitlum greinar- Btúf með fyrirsögninni „Járnbrautarmálið“, sem prentaður er í síðafita nr. „ísafoldar“, hefur ritstjór- j inn að vanda fundið hvöt hjá sér til þesfi, að reyna j að slá tvær flugurnar í einu högginu, að níða Skúla Thoroddsen, en skjalla Magnús landshöfðingja, enda er þetta hvorttveggja auðsjáanlega fyrir löngu síðan orðinn aðal „programm-punkturinn" í hinni flekkóttu „pólitík" ritstjórans, som ýmsir eru nú farnir að annála. í grein þessari er Magnús landshöfðingi, eins og vita mátti, látinn jarteikna sakleysið sjálft, en óvætturinn, eða illgresið, er Skúli, sem ofsækir hann og hrekur á þingfundinum 6. þ. m., svo að ölium þingheimi ofbýður, og allir landar vorir eiga nú að aumka hann í tilbót, en óska þess, að illgresið verði upprætt og í eldinn kastað. Er það auðsætt á öllum lotum, að ritstjóri „ísafoldar“ telur það sjálfsagt, að allir þingmenn eigi á þingmannabekkjunum, í baráttunni fyrir hagsmunum og réttindum þjóðarinnar, að temja sér alveg sömu fleðuinælin gagnvart hjartabarni hanB, landshöfðingjanum, eins og hann, ísafoldar- ritstjórinn sjálfur, af auðskildum ástæðum, telur sér hollast að beita í baráttunni fyrir sinni eigin tilveru og tímanlegri nauðþurft, því að um annað er líklega öllu minna hugsað. En af því eg var einn á þessum annálaða þing- fundi, tel eg mér skylt að láta þess getið, að það er ósatt, að forseti neðri deildar hafl veitt Sk. Th. nokkra, hvað þá heldur „alvarlega áminningu“, eins og „ísafold11 segir, enda gerðist þess alls engin þörf, því að engum þeim, sem ekki gengu með „ísafoldar" gráflekkóttu gleraugu, mun hafa fund- izt, að þinginu eða þingsköpunum væri misboðið í minnsta máta, þó að nokkuð djarft væri talað. t>að er og sannast að segja, að undir þessu gjaf- sókna fargani og málsókna moldviðri, sem nú dynur ytir þjóðiua frá hálfu þeirra, sem eitthvað eru við æztu innlendu stjórnina riðnir, eða vilja dandalast þar aptan í, þá má þaö varla minna vera, en að fulltrúar þjóðarinnar tali djarft og einarðiega á þingi, þegar þess þykir þurfa, þar sem alþingið er nú sá eini staðurinn, þar sem títuprjónsstingirnir og smásálarlegar krónu-útláta eltingar eigi kom- ast að. Hið eina, sem legið getur til grundvallar fyrir öfugmælum „ísafoldar11 er það, að forseti ympraði 60 „En frú Long“------------- „Þú mátt segja Önnu að láta hann fara strax út, og ef hún hleypi flækingum inn í húsið optar, skuli hún verða rekin úr vistinni“. „En hann er skjálfandi af kulda“. „Já“. „Og hefur ekki bragðað þurt eða vott í allan dag, og þekkir engan í bænum“. „Já, alveg rétt. Stendur heima. Þjófar eru allténd hungraðir og villtir og skjálfandi af kulda. Eg held eg Þekki þá. Hann náttúrlega tilheyrir einhverju stóru Þjófafélagi, og er nú að ujósna um húsakynni, og stela svo þegar minnst varir. Hauu er nú líklega búinn að sjá silfilrþ)0r^þ)^na^inn minn“. má ekki gefa honum að borða?“ „Ertu alveg frá þér? Það væri synd að gera slík- um mönnuin greiða. Eg gerði réttast í að hringja eptir lögregluþjóni, og íáta setja strákinn inn. Og farðu nú og segðu Önnu að reka hann út“. I sama bili opnuðust strætisdyrnar og séra Long með mági sínum kom inn. Þeir voru uppdúðaðir í dýrar og hlýjar loðkápur, og kenndu ekki kulda, hvernig sem vin'durinn hamaðist og snjórinn barði þá utan. „Heyrðu, góði minn“, sagði frúin, þegar hún kom auga á mann sinn. 57 átti að vera; því var hnýtt eins og rúsínubúðing aptan í ræðu um elsku til sjálfra vor og náungans. Það lá vel á kvenufélagskonum næstu daga á eptir. Það var auðheyrt, að þær höfðu fengið einhverja and- lega hressingu af stólnum. Þær heimsóttu nú prests- konuna daglega, og drukku nú aldrei minna en tvo tebolla í einu, — því enskar kveunfélagskonur drekka te, en ekki kaffi. Svona var nú gullúrið með uistinu til orðið. Vana- lega er það, að allt, sem frá kvenufélögum kemur, bless- ast vel; en þessu nisti fylgdi samt fremur lítil hámiugja. Atburður sá, sem hér skal frá skýra, bar til í des- embermánuði. Það var bliudhríð með stórviðri allan daginn, og varla fært fyrir hund úti. Þeir sem voru svo ólánsamir að þurfa að vera á ferð, dúðuðu sig upp í loðkápur, og nærri huldu andlitin, og samt, barði veðrið snjóinn svo framan i þá, að þeim lá við köfnun. í ljósaskiptunum um kveldið heyrðist mér vera barið hægt á bakdyrnar, og hélt eg þó fyrst, að það væri veðrið, og opnaði ekki. Var þá barið aptur, og harð- ara en fyr. Lauk eg þá upp dyrunum og sá, að úti stóð drengur, sem leit út fyrir að vera 12—13 ára gamall. Haun var í grárri treyju, sem hafði að líkicdum einhverntíraa verið ný, en var nú kominn á efri aldur.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.