Þjóðólfur - 23.11.1894, Síða 3

Þjóðólfur - 23.11.1894, Síða 3
919 að sanna, liver heppilegastur er til að flytja fé okkar og selja í Bretlandi? Tök- um árið í fyrra, hvernig þá fór með farm Björns Kristjánssonar, ogafhverju? Ept- ir því sem sjáanlegt er, að eins af þeirri ástæðu, að manninn vantaði næga þekk- ingu til þess starfs. í ár er það aptur minnst 5 kr., sem að öllum líkindum hefði fengizt meira fyrir hverja þá kind, er hann seldi, ef Zöllner hefði selt þær. Yfirleitt hefur fengizt fyrir það fé, sem Zöllner hefur selt í ár frá 12 kr. 21 a. til 17 kr. 4 a. fyrir hverja kind til jafn- aðar, að frádregnum öllum kostnaði, allt eptir því, hvernig féð hefur verið, og hvort mikið hefur verið af veturgömlu fé í því. Sjálfur Slimon, sem allir vita, að er gamall og vanur fjárkaupmaður gat að eins fyr- ir fyrsta farminn sinn náð um 10 kr. „netto“ til jafnaðar! Þarf fremur vitn- anna við? Enn þá má spyrja: „Af hverju er mest útlit fyrir, að Zöllner nái hœstu verði, sem kostur er að fáu? Af þessum ástæðum, — kaupendur vita, að hann kann að láta fara vel með féð á leiðinni, vita það af reynslunni, að þegar hann er búinn að láta taka verstu kindurnar úr hverjum farmi, sem hann ætíð gerir og selur sér, að þá er þeim óhætt að kaupa hitt upp á það, að van- höldin hjá þeim úr því muni verða tiltölu- lega lítil, vegna þess, að féð er heilbrigt og hraust. — Hinsvegar vita kaupendur lika ofboð vel, að þeim er ekki til neins að bjóða honum nein skammarboð, þegar ástæður eru til fyrir því, að þeir geta gefið meira og haft upp úr því; hann hef- ur sýnt þeim, þegar svo iiefur borið und- ir, að hann hafi ekki verið nauðbeygður til að selja fyrir hvaða verð, sem þeir hafa viljað fá þið fyrir, en aptur á móti er þeim líka kunnugt, að féð er laust strax og þeir bjóða það verð, sem féð í það og það skiptið að réttu lagi á. Hvers vegna mæli eg með Zöllner? Eg mæli með honum sem umboðsmanni okkar við fjársölu á Bretlandi, af því að það er mín sannfæring, að hann sé beztur HI þess starfs, af þeim, sem reynt hafa að flytja og selja fé okkar þar. Dæmin og reynslan sýnir það. — Eða hvers vegna skyldi ekki nota það, sem gefur oss mesta vissu fyrir mestum hagnaði? Eg þekki engan betur til þess starfa fallinn, eins og stcndur, annars skyldi eg benda á hann, því þetta virðist mér vera of mikilsvert máleíni, til þess að nokkuð persónulegt megi koma til greina, og eg hef tekið til máls, af því eg sé mjög vel, hvernig far- ið hefur, og einnig hvernig að öllum lík- indum hefði mátt fara, — veit ósköp vel, hvaða læripeninga íslendingar þegar eru búnir að borga í þessu atriði. Tökum t. d. fjárfarm Björns Kristjánssonar i fyrra, þar fóru um 20,000 kr’onur. í ár hefur hann aptur selt að mínu á- liti minnst 5 kr. lægra hverja kind, held- ur en Zöllner mundi hafa uáð; sá mis- munur nemur um 11,000 kr’onur. Þá kemur þar næst sú upphæð, sem féð í heild sinni hefur selzt lægra á Bret- landi í ár, heldur en það sjálfsagt mundi hafa selzt, ef að eins Zöllner hefði selt það einn. Það er lítill mismunur að gizka á 2 kr. fyrir hverja kind, sern meira hefði fengizt, ef þannig hefði verið niðurraðað; samt nernur það fyrir að eins fé félag- anna um 80,000 krbnur, og þá er þó sleppt því, sem þeir ensku hafa keypt og borgað út með sama, það eru þeirra eigin peningar, sem þeir hafa tapað, að segja, ef þeir hafa borgað svo hátt verð iunanlands, sem fengizt hefur og myndi hafa fengizt hjá Zöllner, ef þeir ekki hefðu verið til að keppa við hann þar ytra. Hvað sem nú þessu líður, þá er það míu skoðun, að það ættu helzt ekki að eiga sér stað kaup jþeirra innanlands, er eg álít að eins stundarhag, ef það á annað borð er nokkur hagur. Ytra gera þessir mörgu bjóðendur, eins og eg hef sýnt fram á, að eins það að verkum, að þeir lækka verðið; en verðið þar er þó og verður aðalatriðið, eins og nú er komið, að landsmenn árlega senda mest af fé sínu út á eigin ábyrgð, heldur en það verð sem einstakir fjárkaupmenn ár og ár kunna að gefa á íslandi fyrir lítinn part af því fé, sem sent er út. Eins og eg hef beut á, er það alls minnst um 110,000 lcrbnur, sem beinlínis og óbeinlínis hefur tapazt á þessu fyrirkomulagi. Er ekki mál til kom- ið að nema staðar að svo komnu? Vér óskum eptir „verzlunar-erindsrek- um“! Hvers vegna þá ekki fylgja þeirra manna ráði, sem geta dæmt af eigin reynslu, hafa séð með eigin augum, hafa máske eins vel vit á þeim málefuum og sumir þeir, er heima sitja, og sem kannske vilja þjóðinni eins vel? — Eg sjálfur hef í haust einnig verið einn af þeim, sem hef haft skaða af þessu fyrirkomulagi, þótt hverfandi sé í samanburði við þau ósköp að fá alls ekkert fyrir fé sitt, eða þá lítið sem ekkert; en af því mér blöskr- ar að vita, að öllum þeim peuingum hefur verið fleygt út til einskis, og ef til vill meira og enn meira, sem getur farið á sama hátt seinna meir, hef eg hripað þess- ar línur, með því líka eg játa, að því betur sem bændum líður og því meira sem þeir fá fyrir vörur sínar að réttu lagi, því meiri von er um, að við kaupmenn getum þrifizt. Ýmsir munu ef til vill segja: „Enskir fjárkaupmenn eru oss nauðsynlegir, þeir færa oss peninga inn í landið“, en eg vil segja, engin vandræði munu verða, þótt þeir kaupendur hætti, því eru ekki kaup- menn víðsvegar farnir að kaupa fé til að senda út lifandi og borga talsvert af því í peningum? (Þeir hafa samt haft vit á að taka Zöllner sem umboðsmann). Og ef ykkur ekki líkar við þá, hvers vegna þá ekki senda fé ykkar út á eigin ábyrgð og fá peninga fyrir, sem hver einn getur hagnýtt sér eptir eigin geðþótta. Ætíð finnst einhver meðal ykkar, sem er fær um að ráðstafa svo litlu. Svo orðlengi eg þetta ekki meir, en bið Iesendur að taka viljann fyrir verkið, og vona eg, að þessi fáu orð alténd verði til þess, að þeir sjái. — „Ekki er allt sem sýnist“ í þessu sem öðru, að þótt verzl- unarkeppnin opt og tíðum sé góð og stund- um nauðsynleg, þá gengur hún hér samt í öfuga átt. Kitað í tómstundum á, skipinu S. S. „Linden“ í Atlantsliafi í nðvember 1894. Útlendar fróttir. Alexander Rússakeisari er dauður. Hann andaðist úr ólæknandi nýrnaveiki suður á Krímsskaga (í hölliuni Livadíu) 1. nóvember. og var þá ekki fullt fimm- tugur, fæddur 10. marz (26. febr. eptir rússnesku tímatali) 1845, eu hafði setið að völdum full 13 ár. Hanu var frjáls- lyndur, áður en hann tók við rikisstjórn, en hið hryllilega morð á föður hans (A1 exander 2.) 1881 hafði mikil áhrif á hann, og eptir það varð hann allur annar mað- ur, og bældi niður með harðri hendi allar frelsis- og sjálfstæðishreyfingar þjóðarinnar, hverju nafui sem nefndust. Hann var mjög dulur í skapi og fámæltur, en þeir

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.