Þjóðólfur - 04.01.1895, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 04.01.1895, Blaðsíða 2
Snæfell hátt, 6, Snæfell hátt. Löngun heit í hjarta ungu, hríf þig burt frá efni þungu. Sofðu sára þrá. Líttu’ á heiðan himinboga, hættu villta sál að loga, reyndu ró að fá. Helga nótt, ó, hlyti’ eg frið himinborinn faðm þinn við, faðm þinn við, já, faðm þinn við. Skaðar af ofviðri. Aðfaranóttina 28. des. var hér syðra ofsarok af útsuðri með geysimiklum sjávargangi af stórstraums- flóði, svo að elztu menn þykjast varla muna jafnmikið hafrót og sterkviðri. Urðu allmiklar skemmdir af því hér í bænum: tveimur bryggjum sópaði alveg burtu en flestar skemmdust til muna, þar á meðal hin marglaskaða bæjarbryggja. Kola- geymsluskúr við W. Christensens verzlun féll gersamlega að grunni, og hliðin á „bryggjuhúsinu“ brotnaði annarsvegar og tók þar út nokkrar vörur. Búð Helga kaupm. Helgasonar beið þó eiuna mestar skemmdir, brotnuðu hliðveggirnir beggja megin að neðanverðu, og skemmdist þar allmikið af vörum, 50—60 sekkir af ujjöli, nokkuð af kaffi og sykri m. fl. Fiski- skútuna „Sleipni", eign Guðna bónda á Vatnsnesi, tók út af stakkstæði og rak upp annarsstaðar, allmikið brotna. — Hjá Jóni bónda í Skildinganesi brotnaði sex- mannafar í spón og tveir bátar til muna. Víðar urðu og skemmdir á skipum og Bjávargarðar löskuðust meira og minna. Geymsluhús í Hvassahrauni skekktist í hafrótinu og tók þar út allmikið af mat- björg jarðarábúendanna. — Um fjárskaða í veðri þessu hefur ekki frétzt, nema hjá Jóni bónda Ólafssyni á Bústöðum, fátækum manni. Hann missti um 20—30 fjár, er rotaðist í fjörunni undir klettunum í Foss- vogi. — Austanfjalls (á Eyrarbakka og þar í grennd) kváðu ekki hafa orðið neinar verulegar skemmdir af veðriuu, euda kveð- ið þar miklu minna að því. Bráðafár í sauðfé hefur verið óvenju- lega mikið næstl. haust, einkum á Suður- og Vesturlandi, en miklu minna nyrðra, og minnst á Austurlandi. Hefur það lagzt einna mest á unglömb og veturgamalt. í Árnanesi í Hornafirði var dautt um 100 fjár snemma i desbr. í Árnessýslu hefur fárið verið einna skæðast á Skeiðum og í | Grímsnesi. Er skrifað þaðan, að Gunn- laugur bóndi á Kiðjabergi hafi misst nál. öll lömb sín. í Kjósinni hefur fárið gert afarmikinn usla, drepið t. d. helming alls fjár hjá sumum bændum, t. d. hjá Guðna bó.nda í Eyjum. Úr Dalasýslu er ritað 14. des., að á allmörgum bæjum þar hafi drepizt 40—70 og jafnvel 80—90 kindur. Sagt er og, að Bjarni bóndi á Reykhólum hafi misst um 100 fjár. — Sá maður ætti mikil laun skilið, er gæti fundið nokkurn veginn óyggjandi meðal gegn þessari land- plágu, er veldur slíku stórtjóni á eignum manna. Úr Eyjafirði 1. desbr.: Herra ritstjðr i! Bg hefði gjarnan viljað skrifa yður ofurlitinn fréttapistil héðan úr firðinum, en annaðhvort er, að eg man ekki svo sem neitt markvert nú í svip- inn, eða þá, að fréttir eru fáar, sem í letur sé fær- andi, og er þó sannast að segja, að blöðin eru ekki ofþyngd af fréttum úr Byjafirði.j Tíðarfar í sumar, er óhætt að segja, að var dæmafátt að blíðu og hagstæði og entist það allt fram að veturnóttum. Það var varla að skúr kæmi úr lopti í allt sumar og haust; varð þvi harðvelli og hálfdeigjur sumstaðar ekki vel sprottið, en þó er óhætt að segja, að heyvöxtur hafi almennt orð- ið í betra lagi og nýting hin bezta. Bptir vetur- nætur fór tíðin að breytast til austanáttar og rak niður töluverðan snjó, svo sumstaðar varð jarðlaust, mest þó fyrir áfreða. Bn eptir miðjan nóvember fóru að koma ákafar austanrigningar, svo snjórinn tók mikið upp, og 24.—26. var sunnan asa-hláka og mikil rigning, svo allan snjó tók langt upp í fjöll. Siðan hefur verið mjög óstillt tíð og óvana- legar rigningar. Bé var með vænna móti í haust. Heimtur af afréttum víða Blæmar. Kaupmenn á A'kureyri keyptu töluvert af fé af bændum .í haust fyrir Slimon? og gáfu hæst 15 kr. fyrir sauði 2. vetra og 10 kr. fyrir veturg. sauði. — Bráðapest hefur gert nokk- uð vart við sig á stöku bæjurn, drepið allt að 30 kindur á bæ. — Heilbrigði manna hefur mátt heita fremur góð, síðan Influenzunni lauk í sumar, og fáir nafnkenndir dáið. Nú er hinn nýi amtmaður kominn hingað, og búinn að taka við embætti sínu. Menn eru víst almennt mjög ánægðir yflr að hafa fengið hann fyrir amtmann, — úr því nokkur amtmaður þykir þurfa að vera. Bg hef nú fyrirfarandi verið að rusla dálítið í ruslakistu alþingis frá síðasta þingi, og verð eg að segja, að eg fann þar sára-lítið af gullkornum, — en meira af hinu. — Ef eg ætti að gefa því einkunn, yrði það í hæsta lagi einkunnin : „magurt", því það er, að mínu áliti í meira lagi þunnt í roð- inu. Stærstu málin á þessu þingi, eða sem þing- menn hafa mest lagt sig fram við, eru víst „stóra humbúgið11, sem sumir kalla „stóra máliðíl, og — Halldór Danielsson á Mýrunum, sem nefndin góða sá aumur á, og smeygði inn í þingsalinn, hvað sem kosningalögin segja. Óskandi er, að ekki ko mi mörg þing í röð jafn fátæk af gagnlegum fram- kvæmdum og þetta þing var, því verði það, eða þaðan af verra, er alþingi íslendinga alveg hor- ! fallið! Athgr. ritstj. Hinn háttvirti fregnriti tekur að vorum dómi nokkuð djúpt í árinni, að því er síðasta þing snertir. Að vísu var það ekki af- kastamikið, en þess var varla að vænta á svo stutt- um tíma. „Stóra“ málið var rætt rækilega og ef til vill með heldur miklu og óþarflegu kappi, en þingmönnum má virða það til vorkunnar, þá er um svo mikla nýjung var að tala. Annaðhvort varð að ræða það nokkuð eða vísa þvi algerlega á bug. Vér vonum að hinn háttvirti fregnriti fái ástæðu til að verða ánægðari yfir gerðum næsta þings. Undan Jökli 12. desbr.: Nú er þessi ver- tíð bráðum á enda, hún hefur verið einhver hin óarðsamasta, sem við höfum fengið í langan tíma, sem orsakast af hinni. umhleypingasömu tíð, sem verið hefur, því síðan 30. október hefur í Ólafsvík að eins verið róið 9 sinnum, og optast i mjög slæmu sjóveðri. Prá 19.—30. október var þar bezti kafl- inn af vertíðinni, þá var róið 7 sinnum og fiskað- ist á þeim dögum frá 100—150 í hlut af dágóðum fiski; síðan á Mikalismessu mun í mesta lagi vera um 300 meðalhlutar, sem undanfarin ár opt hefur verið um 800 meðalhlutar á sama tímabili. Það sem fiskazt hefur, hefur mest verið lagt inn í verzl- anirnar, enda hafa þær borgað fiskinn vel, frá 50 —76 au. fyrir 16 pd, eptir stærð; 50 au. verðsins hefur ekkert gætt, því svo smátt hefur ekki fisk- azt, heldur hefur hér um bil allt náð 60 og 76 au. verði, svo nú má heita, að enginn eigi fisk í salti nema verzlanirnar; þannig er einnig í hinum veiði- stöðunum, já hvergi betra en í Ólafsvík. Snjókoma hefur verið lítil, þar til fyrir viku, að snjó hlóð hér niður, svo jörð hefur verið næg til þess tíma, svo hestum og fé hefur nærfellt ekk- ert verið gefið. Kýr gera almennt litið gagn, og er það þfi að kenna, að hey eru létt.— Bráðapest hefur stungið sér niður víðast hvar hér í sýslu, sumstaðar að miklum mun, þó hvergi sem í Helga- felisveit, því þar geisar hún ákaft, svo útlit er fyrir að sögn, að fé gjöreyðist á sumum bæjum, ef þessu fer fram; á einum bæ er sagt, að sé dautt uin 100 fjár úr henni. — Enginn nafnkendur maður hefur ný- lega dáið, en í Ólafsvík er mjög kvillasamt, mest taugaveiki, í henni lágu þar 4 þegar seinast frétt- ist, voru sumir komnir á fætur aptur, eptir að hafa þó legið í henni. Verð á innlendri vöru var þannig í sumar: Þorskur 42,00, þyrsklingur 32,00, langa 36,00, ýsa 27,00, ull 60 au, þorskalýsi 20,00, hákarlslýsi 28,00, plattfiskur 80,00. — Útlend vara var: Húgur 6'/a a., bbygg 10 a., hrísgrjón 11 a., baunir 11 a., overh.mjöl 9 a., kaffi 1,25, sykur 36 og 40 a., melis 33 og 36 a., rulla 2,20, rjól 1,60. Framfarir eru liér engar, það er eins og ein- hver deyfðardrungi hvíli yfir öllu þess háttar, bæði í andlegu og líkamlegu tiliiti, því sá litli framfara- hugur, sem virtist vera að kvikna fyrir nokkrum árum, sýnist nú vera útkulnaður. Það er ljótt, en pað er satt, Jöklarar góðir. Kyennaskóliim í Ytriey. 1. deild: 1. Anna Bjarnadóttir frá Kleifum í Dalasýslu. 2. Anna Hlöðvisdóttir frá Stafafelli í Austurskapta- fellssýslu. 3. Anna Steffánsdóttir frá Geitagerði í Norðurmúlasýslu. 4. Guðrún Jóhannesardóttir frá Lýtingsstöðum i Skagafjarðarsýslu. 5. Ingunn Dan- ielsdóttir frá Kolugili í Húuavatnssýslu. 6. Krist-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.