Þjóðólfur - 04.01.1895, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 04.01.1895, Blaðsíða 4
4 „Piano“- verzlun „Skandinavien“, verksmiðja og sölubúð Kongens Nytorv 22, Kjöbenhavn. Verksmiðjunnar eigið smíði ásamt verðlaunuðum, útlendum hijóðfærum. Birgðir af Orgel-Harmonium. Er allt selt með 5 °/0 afslætti gegn borgun í peningum, eða gegn afborgun. Q-ömul hljóðfæri tekin í skiptum. Yerðskrá send ókeypis. Haustið 1892 vantaði mig af fjalli mðrauða í gimbur veturgamla, með mínu eyrnamarki: tvær J fjaðrir fr. h., miðhlutað, biti apt. v., og mínu horna- marki: Benid. B., og hreppsmarki: H. 8. En i haust var hún dregin mér eptir allar réttir, með einhverju soramarki, en þð svo, að mitt mark sást vel; einnig var hún brennimerkt upp með „Dðrðnr“, en hin brennimörkin tálguð af. — Skora eg því á hvern þann, er haft hefur á þeasa undir höndum, að sanna eignarrétt sinn á henni og heimild hans að marki mínn, og geti hann það, fær hann kind- arverðið eða kindina sjálfa að frádregnum öllnm kostnaði og borgun fyrir þessa auglýsingn. Hrappstöðum í Víðidal 8. des. 1894. Benedikt Bjarnarson. Lífsábyrgöarfélagið „Star“. Allar upplýsingar félaginu viðvíkjandi geta menn fengið hjá mér undírritaðri, og er mig að hitta í Kirkjustræti 10 frá kl. 12—2 og 5—7 e. m. á hverjum degi. Umboðsmenn félagsins annarsstaðar en hér eru: Fyrir Eyjafjarðarsyslu: Páll Jónsson ritstjóri á Akureyri. Fyrir Skagafjarðarsýslu: Kristján Blöndal verzlunarm. á Sauðárkrök. Fyrir Borgarfjarðarsýslu: Snæbjörn Þor- valdsson kaupm. á Akranesi. Fyrir Árnessýslu: cand. med. Skúli Árna- son í Hraungerði. Leiðarvísir féiagsins fæst hjá umboðs- mönnum þess og ritstjórunum. Ólafía Jóhannsdóttir, Reykjavík. ÞJÓÐÓIFUR 18 95. lœtur nýja kaupendnr sína fá ókeypis 5., 6. og 7. bindi af Sögusafni „Þjóðólfsu (1892, 1893 og 1894) auk 3. heptis Kambs- ránssögu, er kemur út í sumar, því að þetta hepti fá allir kaupendur blaðsins, gamlir og nýír, ökeypis með þessum ár- gangi. Nýir kaupendur eru beðnir að athuga, að þeir geta átt kost á að fá keypt þau tvö hepti af Kambsránssögu, sem út eru komin fyrir 1 krbnu bæði og geta þeir látið þá borgun fylgja með andvirði ár- gangsins að sumri og verða þá heptin send jafnharðan og kaupendum að kostn- aðarlausu. Aðrir en þeir, sem gerast kaup- endur blaðsins fá alls ekki keypta þessa fröðlegu sögu. Þeir sem vilja eignast alla sög- una ættu því að liraða sér, áður en fyrsta heptið er þrotið. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorstelnsson, cand. tkeol. Félagsprentsmifijan. 2 sömu sveigana, og fleygðu sér svo allar niður í sama holtinu í sömu röð og áður, alveg eins og þær gera enn; einstöku hrafn flökti og lygndi um loptið, og skygndist eptir einhverju ætilegu — en það var ekki að fá — og svo renndi hann sér ofan í berjarunna upp í fjalli, og fór að tína sér krækiber í sultinn; einstöku hópar af helsingjum flugu gjallandi hátt í lopti, og mynduðu oddafylkingu; þeir voru að ieita sér hlýjari vetrar en hér á landi væri auðið að fá. Að öðru leyti var þunglamaieg dauðadepra yflr öllu; það var eins og héraðið — nei, allt landið væri troðið einhverri þungri möru, sem það væri alveg upp- gefið af, og gersamlega hætt að hugsa tii að velta ofan af sér. Og maran var tii — voðalegri en allar aðrar mörur, sem ísland hafa troðið — nema einokunarverzlunin og hafísinn. Þessi maran, sem ísland tróð, var öskufallið og eyðileggingin frá Skaptáreldinum, sem kallaður er, og eyddi mestum bjargarstofni íslendinga, það var hungur- vofan. Já, þetta var um kveld, og sólin var að ganga undir, eins og áður er sagt; Bjarni á Vaði var að hjakka í mónum fyrir sunnan og neðan túnið — hann hafði 3 fengið að slá þar í tvo daga hjá sambýlismanni sínum( og var kaupið það, að hann átti að fá að borða tvær máltíðir á dag. Sambýlismaðurinn hans bjó svo vel, að hann átti eina kú og átta ær á lífi, svo að hann gat gráblandað handa sér og fólkinu grasalímsgraut á morgn- ana; svo hafði hann fengið einhverja ögn af fiski utan frá sjó, og var bitakorn af honum síðari skammturinn; þetta var vellíðan í þá daga. Bjarni var ekki einn um lífið; hann átti konu og tvö börn á fjórða og öðru árinu; svo átti hann líka eina kvígu, sem stóð til að bera um veturnæturnar. En það voru þrjár vikurnar fullar til vetrar enn; þangað til bafði hann ekkert til að borða; þessa dag- ana hafði hann og hyski hans lifað á þessu, sem hann fékk í sláttukaup. Um sólsetursbilið leit hann upp úr slægjunni; hann hélt hann væri búinn með það, sem auðið væri að naga þar úr mónum; honum var næst að ganga heim; en svo leit hann enn i kringum sig; það voru enn eptir fáein- ir snarrótartoppar, sem voru sláandi; hann var svo þreyttur, að hann treysti sér varla til að standa. En samt herti hann sig upp og hjakkaði þangað til ofan í snarrótarkollana, að öll stráin iágu faliin; svo tók hann orfið og brýnið og gekk heim.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.