Þjóðólfur - 04.01.1895, Side 3
8
ín Priðlaugsdðttir £rá Syðrafjalli í Suðurþingeyjar-
sýslu. 7. Sigríður Sigurðardóttir frá Klambrasoli
í Suðurþingeyjarsýslu. 8. Sigrún Rögnvaldsdóttir
frá Pelli í Skagafjarðarsýslu.
2. deild:
9. Ingibjörg Sigurðardóttir frá Syðriey í Húna-
vatnssýslu. 10. Maria Jónsdóttir frá Hallgilsstöð-
ura í Eyjafjarðarsýslu.
3. deild:
11. María Jónsdóttir frá Hvassafelli i Eyjafjarðar-
aýslu. 12. Sigríður Bjarnadóttir frá ísafirði.
An'kadeild:
13. Quðbjörg Þorsteinsd. frá Broddanesi í Stranda-
sýslu. 14. Guðný Oddsdóttir frá Síðu i Húnavatns-
sýslu. 15. Guðriður Rafusdóttir frá Eyjarkoti í
Húnavatnssýslu. 16. Hallfríður Sigurðardóttir frá
Rangá í Norðurmúlasýslu. 17. Hólmfríður Hannes-
dóttur frá Þórormstungu í Húnavatnssýslu. 18.
Jónína Einarsdóttir frá Kollsstaðagerði i Suður-
múlasýslu. 19. Jóhanna Gísiadðttir trá Holtsmúla
í Skagafjarðarsýslu. 20. Kristín Sigurðardóttir frá
Skrapatungu í Húnavatnssýslu. 21. Kristín Tómas-
dóttir frá Bildudal í Barðastrandarsýslu. 22. | Oddný
Pétursdóttir frá Héraðsdal í Skagafjarðarsýslu. 23.
Oddný Guðmundsdóttir frá Tröllatungu i Stranda-
sýslu. 24. Pálína Jónsdóttir frá Egg í Skagafjarðar-
sýslu. 25. Sigurlína Guðmundsdóttir frá ísafirði.
26. Solveig Guðmundsdóttir frá Staðarbakka í Húna-
vatnssýslu. 27. Signý Halldórsdóttir frá LeyBÍngja-
stöðum i Dalasýslu. 28. Sigurlaug Indriðadóttir
frá Ytriey í Húnavatnssýslu. 29. Þorbjörg Prið-
riksdóttir frá Bildudal i Barðastrandasýslu. 30.
Þórunn Jóhannesardóttir frá Sveinseyri í Barða-
Btrandarsýslu.
Ytriey 8. desbr. 1894. Elín Ilriem.
Háskólamálið. Ungur námamaður
nyrðra, er hefur sent „Háskólasjóðnum"
2 kr. að gjöf, hefur jafnframt ritað „Þjóð-
ólfi“ á þessa leið um málið:
„Yegna kringumstæða minna get eg
ekki látið meira af mörkum í þetta sinn,
en jafnframt skal eg geta þess, að eg hef
ásett mér, að gefa 1 krónu árlega í sjóð
þennan framvegis, því það kemur mér
betur, vegna fátæktar minnar, heldur en
að leggja meira fé fram í einu lagi. Það
lýsir harla miklu hugsunarleysi, hversu
almenniugur lætur sig litlu skipta þetta
velferðarmál, það veitir ekki af að brýna
þetta opt og rækilega fyrir mönnum, ef
vera kynni, að áhugi manna vaknaði á
því. Það er alls ekki fé, sem oss vantar,
þegar um þetta mál er að ræða, heldur
einungis almennur áhugi og samtök, og
allt, sem ritað hefur verið á móti máli
þessu, er frá mínu sjónarmiði bara slúður;
hvað ætli það sæist á efuahag manna, þótt
hvert mannsbarn i landinu gæfi árlega
50 aura til sjóðsins? Það gæti þó komið
til að verða dálagleg upphæð með tíman-
um. — Það er mín trú og sannfæring, að
fátt, jafnvel ekkert, mundi fleygja oss meir
áfram á framfarabrautina, heldur en ís-
lenzhur háshöli, og þessi sannfæring mín
styrkist æ betur og betur, þrátt fyrir allt
það, er „Fjallkonan“ segir um þetta mál,
og eg fyrir mitt leyti álit það alls ekki
spilla, þótt hlutaðeigendur hafi trú á því
málefni, sem þeir berjast fyrir“.
Af þessu má sjá, að það er ekki alveg
sannleikanum samkvæmt að segja, að eng-
inn áhugi sé á þessu máli út um landið.
Þeir munu vera fieiri en þessi háttv. höf.,
sem hafa mikla trú á þessu fyrirtæki, sem
betur fer.
Sjónleiltir byrja
í leikhúsi herra W. Ó. Breiðfjörðs kaup-
manus 6. þ. m. kl. 8 e. m.
Nánara mcð auglýsingum á götunum.
íslenzk frímerki
kaupi eg með hæsta verði. Skildingafrí-
merki ættu allir að selja mér, því enginn
gefur jafnhátt fyrir þau.
Austurstræti 5.
Ólafur Sveinsson,
Úr og klukkur.
í verzlun E. Þorkelssonar í Austurstræti nr. g
í Reykjavík: silfur-auker- og cylinderúr af beztu
tegund i 8 og 15 steinum frá 24—50 kr.; nikkel-
anker- og cylinderúr frá 16—22 kr.; stofu- og skips-
klukkur frá 5—18 kr.. Birgðir af fallegum úrkeðj-
um og hornkössum og m. fl.
Úr og klukkur selt með fleiri ára ábyrgð, og
viðgerð fljótt og vel af kendi leyst.
4
Hann hitti sambýlismann sinn í dyrunum, og skil-
aði honum áhöldunum.
„Og svo sárlangar mig til, Árni minn, að biðja þig
nú að hjálpa mér urn, þó ekki væri nema einn fiskhelm-
ing, til þess að eg geti tekið hljóðin úr börnunum mín”
um, þegar eg kem heim“.
„Það er mér ómögulegt, Bjarni minn, því að eg á
nú ekki nema tvo fiska í eigu minni, og svo hef eg ekk-
ert; það er ekki gaman að lifa í þessari tíð“.
„En eg hef ekkert, blessaður Árni raínn, hjálpaðu
mér nú bara núna — það kann einhver að hjálpa mér
dag og dag, þangað til kvígan ber — en þangað til hef
eg ekkert“.
„Nei, þú verður að fara til einhverra annara, eg
er nú búinn að hjálpa þér í tvo daga — taki svo aðrir
við, eg gerj ekki meira“.
„Er það þá ómögulegt— bara svolítiun bita!“
„Ja — frá hverjum er að taka“, svaraði Árni, „nema
hungruðum börnum, eins og hjá þér — en bíddu samt
við —
Hann tók við amboðunum, og bar þau. inn í skála-
stofu, sem var þar suður úr bæjardyrunum; Bjarni sett-
ist á bæjarþröskuldinn á meðan, studdi höud undir kinn,
og blés þungan.
Hungurvofan.
Sögubrot úr reykjarharðiiHlununi.
Eptir séra Jónas Jónasson.
Sólin var að ganga undir fjallið fyrir sunnan og
ofan bæinn að Vaði. Lopt var heiðríkt, en þó var eins
og einhver glýja í öllu gufuhvolfinu; það hafði svo verið
um alit sumarið, þegar til sólar sá, og allan veturinn
áður, og allt sumarið þar áður; ailt loptið var þrungið
og eitrað af brennisteinsgufum; sólarbirtan var ekki
hvít, eins og hún á að sér að vera, heldur rauðmóleit,
og sjálf var ljóssins móðir á jörðu eina og dapurlegt
lýsisljós að sjá í fjarlægð.
Það var eyðilegt að sjá yfir sveitina; það mátti að
sönnu sjá mann á ferð á einstöku stað, en flestir voru
gangandi; en hvar sem litið var til fjalla eða lágleudis,
þá mátti ekki heita, að nokkur lifandi skepna væri þar
á vakki; lóurnar einar voru í liópura hingað og þaugað,
settust niður, tíndu sér smælki úr jörðunni, og flugu
svo upp aptur — allar í einu, flugu allar sama veginn,