Þjóðólfur - 18.01.1895, Qupperneq 3
11
á skipum og sjávargörðum. Það hittist
líka svo illa á, að jafnframt veðrinu var
mjög stórstreymt, svo sjórinn gekk kærra
en vanalegt var. Á Miðnesi skemmdust
fjögur skip og víða hrundu sjógarðar til
grunna og þari ásamt með möl og þangi
fór iun yíir túnin; einkum urðu brögð
að því í KIöpp á Miðnesi og Lambastöð-
um og Hofi í Garði. Það er annars eptir-
tektavert, hve mikið hefur brotnað af land-
inu hér á suðurkjálkanum, á þessari öíd.
Þar sem gróður og jarðvegur og enda bæir
voru fyrir 100 árum, eru nú sker langt
út í sjó. Býjaskerseyri var grasivaxin
fyrir mannsaldri síðan, svo var Lambarif
fyrir sunnan Garðskaga og nú er sjórinn
kominn fast að Gamlakirkjubóli. Sjálfur
Garðskagi hefur náð miklu lengra fram
fyrrum; öll „Flösin“, sem nú er skerja-
garður vestur af Skaganum, var áður grasi-
vaxiu, þar sézt nú ekki á stein um fióð.
Á Naustarifi framundan Útskálum var kot
á fyrri öld og allstór grastorfa 1832, nú
er það allt í kafi um flóðið. Svo brotnar
hér ótt upp landið, að á 15 árum, liefur
sjórinn etið 12 faðma framan af Garðskaga
þar, sem ljóskerið steudur; það er því við
því búið, að það megi til að flytja það
hærra upp á Skagann, áður en langt um
líður. Bæirnir Hof og Lambastaðir eru
þegar komnir í sjó og túnin á Útskálum
og Gerðum brotna talsvert upp á hverjum
vetri. — Það er margt, sem mælir með
þeirri skoðuu, sem ýmsir hafa hér, að land-
ið sé að síga, en slíkt er samt varlegt að
fullyrða. Mestur hluti sjávarstrandariunar
samanstendur af lausu grjóti, en sjávar-
gangur er mikill, svo eigi er að furða, þó
sjórinn sverfi upp flæðarmálið. Lausir stein-
ar, sem öldurnar kasta fram og aptur, núa
og eyða hinum föstu skerjum og af því
sýnist mönnum þær lækka; í þær eru víða
komnir skessukatlar. —
Nýlega höfðu formenn í Garði fund með
sér og samþykktu að róa ekki fyr á
morgnana, en miðabjart væri orðið, á
tímabilinu frá nýári til 1. apríl; þetta
gerðu þeir vegna fiskiveiðasamþykktarinn-
ar, sem heimilar Garðmönnum einum, að
leggja lóðir í sjó innan vissra takmarka
& hinu umrædda tímabili. Veifur skulu
dregnar upp á morgnaua á 5 stöðum í
plássinu, 0g má enginn fara á sjóinn á
undan þeim. — Þessi haustvertíð er hin
rýrasta, sem lengi hefur komið hér, það
má svo heita, að mjög lítill fiskur sé af-
gangs því, sem hefur verið haft til heim-
ilisnautnar; og nú er aflalaust með öllu. —
Margir sjómenn hafa kvartað undan æðar-
fugiinum í vetur. Svo stendur hér á, að
á haustin afla menn beitu (krækling) ofan
úr Hvalfirði og innan af Nesjum, með ærn-
um kostnaði, leggja hana svo uiður hér í
lónum, þar sem hún getur fest sig, og taka
hana svo þaðan jafnóðum og henni er beitt.
Nú hefur æðarfuglinn lagzt á beituua, etið
hana upp og eyðilagt, og valdið stórskaða,
hefði aflaár verið. En nú er æðarfuglinn
heilagur, óstraflfanlegur og ábyrgðarlaus
eins og ráðgjafinn, svo ekki er gott við-
gerðar. Ef þessu heldur áfram, mun það
ekki auka á löghlýðui manna, við friðun-
arlög æðarfuglsius, sem aldrei hefur verið
afgangur af.
Slysfarir. Seint í sept. f. á drukknaði
ófermdur unglingur nálægt bænum á Hjart-
arstöðum í Eiðaþinghá. Hann var þar
gestkomandi og voru hann og fleiri ung-
lingar að leika sér að því, að vaða út í
tjörn eina litla, sein hann drukknaði í.
Hinn 10. des. drukknaði í Lagarfijóti,
stúlka á 11. ári frá Hóli í Hjaltastaða-
þinghá, með þeim atvikum, að móðir stúlk-
unnar fylgdi gesti á leið ásamt henni vest-
ur yfir fljótið, en er þær fóru heim aptur
var farið að rökkva og gengu þær í auða
vök á isnum, sem allur var ótraustur.
Móðirin hafði ekki þrótt til að halda henni
fastri, og missti hana því frá sér, rétt áð-
ur en mannhjálp kom og bjargaði móður-
inni.
Sjálfsmorð. Unglingsmaður á Akur-
eyri, Friðrik Guðjónsson að nafni, réð sér
bana 16. des. á þann hátt, að hann hnýtti
axlaböndum sínum saman og herti svo að
hálsinum með handafli. Hann hafði sömu
nóttina verið tekinn höndum, við innbrot
í vörugeymsluhús Sigfúsar kaupmanns
Jónssonar, og hafði alllengi áður stolið
þaðan á þann hátt.
lláiun 14. des. f. á. Sveinn Sveinsson
hreppstjóri í Haganesi í Fljótum eptir
langa og þunga banalegu, merkur maður
í sinni stétt.
Síldarafli hefur verið mjög mikill á
Reyðarfirði næstl. haust. Hafa gufuskip
Wathnes ávallt verið á ferðinni, til að
flytja hana jafnóðum á markaði erlendis,
og kvað hún vera þar í mjög háu verði
nú,‘ tunnan um og yfir 2Ö kr. — Fiskafli
hefur og verið mjög góður á fjörðunum
þar eystra, t. d. mokfiski á Vopnafirði fram
undir miðjan desember. — Veðurátta þar
eystra hin bezta, en nokkuð umhleypinga-
söm, eugin skepna t. d. komiu á gjöf í
Mjóafirði og Norðfirði fyrir miðjan desem-
ber, samkvæmt því, sem þá er skrifað úr
þeim sveitum. Af Norðurlandi er einnig
að frétta beztu tíð fram yfir jól.
Splunkurnýr embættismaður!!! Hin
nýjustu tíðindi héðan fir bænum eru þau, að binn
nafnkunni „ísafoldar“-ritstjðri hefur nú hátíðlega
dubbað sjálfan sig til embættismanns!! Hann hef-
ur líka lengi langað til að geta talizt í þeim flokki,
þðtt honum haíi verið varnað þess hingað til, sak-
ir þeBsarar ðiukkans lagaprófsvöntunar, sem bezt
er að hafa ekki hátt um, því að það kynni að
særa um of hinar viðkvæmu háspokihugmyndir
mannsinB um sjálfan sig. Bn nfi hefur hann skap-
að sjálfum sér spánnýtt embættisverksvið, sem allir
munu óska honum til hamiugju að hafa íundið,
þvi að þar virðist hann vera í essinu sínu, cnda er
embættið hávirðulegt og nafnið ekki siður, eins og
kunnugt er, svo að það er engin furða, þótt mað-
urinn sé hreykinn af því öllu samau. Og veldis-
sprotinn kvað vera griðarstór vöndur, er maður-
inn þykist hat'a roiddan um öxl til að vera við-
bfiinn að hirta þverbrotua syndara samkvæmt em-
bættisvaldi sínu. Og þessir þverbrotnu syndarar,
það eru fyrst og fromst íslenzku blaðstjórarnir, sem
hafa leyft sér að spretta fingrum að „ísafoldar"-
manninum og draga dár að voldissprota hans og
vindhöggum, þá er hann hefur verið að pata og
pata með vöndinn sinn fit i loptið, áður en hann
tókst embættið fullkomlega á kendur, en þá óvirð-
ingu þoldi hann auðvitað ekki. Nfi síðast þykist
hann hafa reitt embættis-veldissprotann sinn að
ritstjóra „Þjóðólfs11 í krapti laganna, og ritar um
það langa romsu í síðustu „ísafold11. Honum svið-
ur það sáran, manntetrinu, að það var dálítið hreyft
við stjórn hans á Bókmenntafélaginu, og sýnt fram
á allraargt, sem manninum hefur þótt óþægilegt,
en þá hefði hann aldrei átt að hleypa sér út á
það foræði að höfða málið, enda þótt dómurinn
félli honum í vil. Það er ekki sama sem almenn-
ingsdómur. Að hann fer í vandræðnm síuum að
setja deiluna við Fífuhvammsþingmanninn i sam-
band við þetta, það er harla undarlegt, þá er öll-
um var það fullljóst, að það var einmitt „ísafoldar“-
ritstjórinn — þessi dæmalausi stjórnarvöndur og
stjórnargæðingur — er spauaði þingmanninu — mein-
leysismann af náttúru — fit í ástæðulausan ffilyrða-
austur gegn ritstjóra „Þjóðólfs11. „ísafoldar“-ritstj.
ætti framvegis að varast að fá menn í sinn stað
til að verða sér til minnkunar. Það er nóg, að
hann verði það sjálfur, eins og hann hefur orðið
optar en einu sinni í deilum sinum við „Þjóðólf“,
því að önnur eins ffilyrðakássa, eins og hann þá
optast hefur hrfigað saman, er jafn skopleg sem
kauðaleg og alls ekki samboðin þoim munnsöfnuði,
er menntaðir meun hafa um hönd, eða þeir sem
vilja láta nefna sig þvi nafni. Maðurinn þolir
auðsjáanloga ekki hógværa ertni, og þess vegna er
líklega ekki gustuk að stríða houum, garminum,
þá er hann kann ekki betur að stjórna geði sínu
en hann hefur sýnt. Að síðustu virðist oss eiga
mjög vel við, að landar vorir hrópi „hfirra“ fyrir
þessum nýbakaða embættismauni með vöndinn sinn,
og „drekki eina skál til dýrðar hans sál", þessari
dómasál, er þykist hafa svo frábærlega gott vit á
öllu réttarfari, þótt hann líklega sé farinn dálítið að
ryðga í sumum greinum lögfræðinnar, karltetrið.