Þjóðólfur - 08.02.1895, Síða 1
irg. (60 arkir) kostar 4 kr.
Erlendis 5 kr.— Borgist
fyrir 15. Júlí.
Uppsögn, bundin viö úramút,
ögild nema komi tilútgefanda
fyrir 1. október.
ÞJÓÐÓLFU K.
XLYII. árg. ReykjaTÍk, fiistudaginn 8. febrúar 1895. Nr. 7.
Um bráðapestina.
Eptir Sigurð Sigurðsson.
I.
Bráðapestin, sem opt hefnr geisað hér
á iandi og gert stórkostlegt tjón, hefur nú
í haust og vetur verið skæðari, en jafn-
vel nokkru sinni fyr, og drepið fjölda fjár.
Hún hefur verið svo almenn i þetta sinn,
að úr lienni hefur farizt meir og minna
í flestum ef ekki ölium héruðum lands-
ins. Einna svæsnust hefur hún verið á
Suður- og Vesturlandi, eptir því er frétt-
ir segja. Á Vesturlandi mun hafa drepizt
einna flest í Dalasýslu og Snæfellsnessýslu
t. d. í Helgafellssveit um eða yfir 700 fjár
(sjá „Þjóðólf“ þ. á., 3. tölubl.). Einnig hef-
ur farizt úr pestinni mjög margt í Húna-
vat.ns- og Skagaíjarðarsýslum. Það má því
óhætt fullyrða, að í annan tíma hafi pest-
in aldrei verið almeunari en nú, og aldrei
drepið jafnmargt í einu sem nú. Hún hef-
nr auðvitað opt gert hér voðatjón, t. d.
haustið 1891 og mörgum sinnum áður.
Veturinn 1842—43 drapst hér margt úr
pestinni; missti þá einn bóndi í Árnessýslu
100 fjár, og nokkrir 20—40 kindur, en
eigi mun hún þá hafa verið mjög almenn.
Á árunum 1849—1854 segir dr. Jón Hjalta-
lín, að farizt hafi úr pestinni til jafnaðar
6000 fjár árlega. En þetta er ekki mikið
á móti því, er farizt hefur í haust og vet-
ur, er bráðum mun sýnt.
í Árnessýsiu hefur pestin verið mjög
hamröm í vetur, og sárfá heimili hafa
komizt hjá henni algerlega. í Eystri-
Hreppnum (Guúpverjahr.) eru rúmir 30 bú-
endur, og hafa í þeirri sveit farizt full
900 fjdr, eptir því sem eg hef heyrt.
Skeiðahreppur er fremur fjárfá sveit, bú-
endur kringum 40; þar hafa drepizt
nálægt 600 fjár í vetur. í Hraungerðis-
hreppi hafa farizt yfir 500 fjár, o. s. frv.
Eptir því er eg hef komizt næst mun vera
dautt úr pestinni í Ámessýslu full 6000
fjár, og mun sízt oftalið. Tæpur J/a af
þessu fé eru lömb; hitt er fé á annan
vetur og sauðir á þriðja vetur. Víðast
hvar fór pestin ekki að drepa fyr en
eptir þann tíma, að búið var að „farga“
(skera og selja) það er þurfti af fé, og
verður skaðinn þvi enn tilfinnanlegri fyrir
þá sök. Flest eða allt það fé, er farizt
hefur úr pestinni, hefur verið œtlað til lífs
eða ásetning í vetur, og verður því að
miða skaðann við það verð, er fá hefði
mátt fyrir það næsta vor. Það mun nú
ekki fjarri sanni, að reikna hverja kind
8 kr. til jafnaðar samkvæmt áður sögðu.
En frá þessu verður svo að draga verð
hinnar dauðu skepnu, eða réttara sagt það,
sem hafzt hefur upp úr hverri kind, er
drapst. En það er eigi hægt að fara hátt
með þann reikning, því margt af þessu
fé hefur farizt „út á víðava.ngi“, jetizt
upp og ekki orðið að neinum notum. En
þótt kindin náist heil eða ósködduð, eink-
um ef hún „sjálf-drepst", þá eru not henn-
ar lítil, kjötið allt blóðhlaupið og skemmt
og til lítilla búdrýginda, þótt það sé hirt,
skinnið mjög lítilfjörlegt, og er það þá
helzt ullin, sem verð er í. Til þess nú að
gera ekki skaðann ægilegri en hann er í
raun og veru, dreg eg frá áðurnefndu
kindarverði 3 kr., og met eg þá hreint
tap á hverri lcind 5 lcr. Skaðinn verður
þvi allur í þessari einu sýslu 6000X5
= 30,000 kr. Þrjátíu þúsund krbnur er
skaðinn í Árnessýslu einni af völdum bráða-
pestarinnar i vetur, og mun eigi ofhátt
reiknað, því fjártalan, er farizt hefur í
sýslunni er óefað hœrri, en hér er talið.
Þegar nú fjárdauðinn nemur þessu (30
þús. kr.) í einni einustu sýslu. þá er auð-
sætt, að hann skiptir hundruðum þás-
unda á öllu landinu, og er það svo voða-
legt tjón, að eigi er hægt að ganga þegj-
andi fram hjá slíku, og gefa því engan
gaum. Ætti þegar á nœsta vori að safna
skýrslum af öllu Iandinu um fjárdauðann,
til þess hægt væri að sjá, hvað farizt hef-
ur alls úr pestinni þetta „fardaga-ár“, og
hvað skaðinn er stór. Mundi mörgum
blöskra sú skýrsla, og eigi óiíklegt, að
eitthvað yrði þá gert af hálfu landsstjórn-
arinnar, til þess ef unnt væri að stemma
stigu fyrir þessum ófagnaði, og þvi illa,
er af honum leiðir.
II.
Fyrir nú utan þann skaða, er pestiu
gerir beinlínis, hefur hún annað í för með
sér, sem ekki hefur litla þýðingu. Hún
hindrar stórkostlega — að eg ekki segi
eyðileggur —[framfaraviðleitni manna að
bæta meðferð fénaðarins. Því hefur verið
haldið fram, að gbb meðferð á fénu mundi
draga úr pestinni, eða koma í veg fyrir
orsakir hennar, að miklu leyti. Því verð-
ur nú ekki neitað, að þessi skoðun hefur
allmikið til síns máls, og reynslan hefur
opt virzt benda til, að þetta sé á rökum
byggt, ekki talað út í bláinn. Snorri Jbns-
son dýral. segir í „Tidsskrift for Veter-
inærer“ 9. bindi 1879 bls. 164: „Höfuð-
atriðið er, að koma í veg fyrir sjúkdóm-
inn (pestina), og fleiri tilraunir hafa sýnt,
að það megi takast, t. d. með því, að hús-
in séu höfð rúmgóð, björt, þur og loptgóð;
taka lömb snemma á gjöf á haustin“ o.
s. frv.
Talið er að snögg veðra-breyting og
snögg uraskipti hita og kulda, hafi ill á-
hrif á fé, og æsi pestina. Öll fljót og bráð
umskipti, er koma fram við féð, svo sem
snögg fóðurskipti, umskipti hita og kulda,
o. s. frv., eru skaðleg, og því all-líklegt,
að slíkt geti með öðru verið orsök til pest-
arinnar. Meðferð fénaðarins hefur að vísu
batnað hin síðari ár, en þó hvergi nærri,
sem skyldi eða þyrfti. En þegar menn
nú sjá, að þessar tilraunir þeirra, að bæta
meðferðina verða að engu, í tílliti til pest-
arinnar, þá er mjög hætt við, að þeir leggi
„árar í bát“, enda hef eg heyrt menn segja,
að batnandi meðferð á fénu geri eigi ann-
að en æsa pestina. Að þessu leyti hefur
pestin afar skaðlegar afleiðingar, sem ef
til vill, gera meira tjón, heldur en þó hið
beina fjártap, með öllum sínum illu afleið-
ingum. Hvað nú sjálfan sjúkdóminn snert-
ir, þá hagar hann sér opt svo undarlega,
að ekki verður séð, hvað helzt hafi orsak-
að hann, eða stutt að honum. Það er held-
ur ekki gott að segja, hvað valdið hefur
sérstaklega hinum mikla fjárdauða í vetur.
Það mætti að vísu nefna, sem orsakir, þó
eigi verði neitt fullyrt, að í haust „féU
jörð snemma", grasið varð fremur venju
fljótt trjákennt, og þar af leiðandi þung-
meltanlegt og bhollt; veðuráttan umhleyp-
ingasöm, og hélur og hrímfall með meira
móti. Þessar orsakir og enda fleiri sýn-
ast að minnsta kosti, að hafa stutt að hin-
um mikla fjárdauða í vetur. Eitt er ein-
kennilegt við bráðapestina; hún virðist
„liggja í landi“ á sumum stöðum, eða