Þjóðólfur


Þjóðólfur - 10.05.1895, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 10.05.1895, Qupperneq 3
87 hefur verið á, en kaupskip til Norðurlands- ins eru sögð ýms hér úti fyrir í ísnum eða fyrir ntan hann, svo sem skip Gránu- félags, „Rósa“ og „Grána“, en eitt af skip- um þessum, er norður áttu að fara, brotn- aði í ísnnm í fyrra morgun (29. apríl) 6—7 míl. undan landi, og sökk á vetfangi, svo skipverjar gátu með naumindum kom- izt í skipsbátinn og bjargazt til lands (í Brúnavík); komu skipverjar hingað í gær- kveldi. Skip þetta hét „Aktiv“ og átti að fara til verzlunar konsúl J. Havsteens á Oddeyri. „Stamford“ kom hingað 17. f. m. með vörur til „pöntunarfélagsins“ og kaup- manns Sig. Johansens; þjappaðist ísinn svo utan um skipið, meðan það lá hér á höfn- inni, að optlega varð eigi skipað upp, og einn daginn (21. apríl) rak það með ísn- um út í fjarðarmynnið. Héðan komst „Stamford11 loks 28. apríl norður á Yopna- fjörð, og iagði þar upp vörur til pöntun- arfélagsdeildarinnar þar, en lengra komst skipið ekki fyrir ís, og sneri því hingað aptur, og er nú að leggja hér á land vör- ur þær, er íara áttu á Húsavík (til Þing- eyinga), og fer héðan utan í kveld. „Vágen“ kom hingað 18. f. m. með vörur til stór- verzlunar 0. Wathne’s, og fór héðan með vörur suður a Hornafjörð. „Egill“ kom hingað 9. f. m. með vörur til sömu verzl unar, og nú kom „Egill" aptur hingað í gær. „Riukan“, gufuskip það, er stór- kaupm. Thor. Tulinius hefur nú í förum, og sem flytja átti og vörur hingað, komst ekki lengra en í fjarðarmynnið, og sneri þar aptúr suður á Eskifjörð og lagði farm- inn þar á land. — Veðuráttan hefur verið mjög óstöðug og breyúieg síðan ísiun kom, eins og jafnan á sér stað, þegar hanu ligg- ur fyrir landi, ýmist hríðar og frost, eða sólskin og blíðviðri“. t Þórarinn prdfastur Böövarsson r. af dbr. í Görðum á Álptanesi andaðist 7. þ. m- sjötugur að aldri. Hann var fædd- ur í Gufudal 3. maí 1825. Foreldrar hans voru: Böðvar prófastur Þorvaldsson (próf- asts Böðvarssonar), síðast prestur áMelstað, og fyrri kona hans Þóra Björnsdóttir prests í Bólstaðarhlíð Jónssonar, ein hinna nafnkunnu „Hlíðarsystra“. Séra Þórarinn var útskrifaður úr Reykjavikurskóla 1847, og af prestaskólauum 1849 með 1. eink- unn, vígður s. á. aðstoðarprestur föður síns að Melstað, fékk Vatnsfjörð 1854, varð prófastur í norðurhluta ísafjarðarsýslu 1865, fékk Garða á Álptanesi 1868, og varð próf- astur í Kjalamesþingi 1872, en riddari dannebrogsorðunnar 1874. Hann sat á öll- um þingum frá 1869 sem þjóðkjörinn þing- maður fyrir Kjósar- og Gullbringusýslu, og var tvisvar forseti neðri deildar (1891 og á aukaþinginu 1894). Með konu sinni Þórunni Jónsdóttur (prófasts í Steinnesi Péturssonar), er andaðist í fyrra vetur, átti hann 3 börn, er upp komust: Jón skóla- stjóra í Flensborg, Önnu konu Kristjáns yfirdómara Jónssonar og Elizabetu konu Þorsteins Egilsens kaupmanns í Hafnar- firði. Auk þess misstu þau hjón einn son, Böðvar að nafni, mesta efnispilt, er dó í latínuskólanum. Séra Þórarinn var fyrirmannlegur sýn- um og hinn öldurmannlegasti á velli, höfð- ingi í lund og manna hjálpsamastur, fast tækur og fylginn sínu máli. Hann var jafnan mikils metinn í héraði, og bar margt til þess. Hann auðgaðist allmjög í Vatnsfirði, og hélt þeim efnum furðanlega vel við, þrátt fyrir mikinn og margvísleg- an kostnað. f 9. f. m. andaðist í Leith í Skotlandi Þorbjörn Jónasson kaupstjóri, er sigldi með „Laura“ síðast; var nýstiginn þar á land, er hann lagðist í illkynjaðri maga- veiki, sem hann hafði alllengi þjáðzt af. Hann var sonur Jónasar bónda i Arnar- holti í Stafholtstungum Jónssonar prests á Bergsstöðum Jónssonar og Bjargar Stef- ánsdóttur frá Keflavík í Hegranesi Sigurðs- sonar, föðursystur séra Sigurðar alþm. í Vigur og Stefáns kennara á Möðruvöllum. Þorbjörn heit. var vandaður maður og yfirlætislaus. Drukknun. 2. þ. m. drukknaði maður af bát suður í Vogum, og 2 dögum siðar fórst bátur af Akranesi í brimgarðinum þar úti fyrir lendingunni; drukknuðu þar 2 menn og 2, sem bjargað var með lífs- marki, dóu, þá er í land var komið. Skipstrancl. 3. þ. m. sleit upp kaup- skip í Þorlákshöfn og strandaði. Það var hlaðið vörum til Jóns kaupmanns Árna- sonar og Christensens verzlunar á Eyrar- bakka. Póstskipið Laura kom hingað 7. þ. m., viku á eptir áætlun. Með því kom fjöldi farþega, þar á meðal Mr. Franz fjárkaupa- máðurinn, 4 danskir leikendur, 2 undir- foringjar úr Sáluhjálparhernum og Einar Hjörleifsson, ritstjóri „Lögbergs“, frá Ame- ríku, alkominn hingað með konu og börn. — „Laura“ fór í fyrra dag aptur héðan til Vestfjarða. Strandferðaskipið „Thyra“ hafði ekki komizt lengra en að Sléttu sakir haf- iss, og sneri þar við sunnan um land til Austfjarða; hafði komið við í Vestmanna- eyjum 30. f. m. Dr. Þorvalclur Tlioroddsen hefur feng- ið La Roquette-gullmedalíuna frá laudfræð- isfélaginu í París. Handritasafn Bókmenntafélagsins. Félagsdeildin í Höfn hefur á fu. di 19. f. m. veitt stjórn sinni heimild til að semja um sölu handritasafnsins til Landsbókasafns- ins á sama hátt eins og Reykjavíkurdeild- in samþykkti að sínu leyti á fundi hér 18. marz (sbr. 14. tölubl. „Þjóðólfs“). Er vonandi, að saman gangi með sölu þessa, þvi að það væri afarmikill vinuingur fyrir Landsbókasafnið að fá safn þetta. Leiðrétting. Dinesen sá, er stytti sér ald- ur í Kaupmannahöfn síöast í marzmánuði, var ekki þingmaðurinn Lars Dinesen (f. 1838), eins og sagt var í siðasta tölubl. „Þjóðólfs“ (eptir þýzku blaði), heldur nafni hans kapt. A. W. Dinesen (f. 1845), kunnur sem rithöfundur, með dularnafninu ’Boganis’. Tóuskinn eru keypt í verzlun Sturlu Jónssonar. Óvanalega ódýrt selur undirritaður allskonar reiðtygi mót peningum út í hönd, svo sem: söðla með ensku og íslenzku lagi, huakka með virkj- um og einnig ágæta virkjalausa hnakka og barnahnakka líka, hnakka með járn- virkjum og söðla mcð fjaðrir í setum, ef pantað er, hnakktöskur, hlið.irtöskur, áburð- artöskur, klifsöðla, allskonar óiar, beizlis- stengur, svipur, og yfir höfuð allt, sem til reiðskapar heyrir. Gömul reiðtygi til sölu og reiðtygi til láns. — Pantanir og að- gerðir skulu fljótt og vel af hendi leystar. Flest sveitavara tekin, líka innskript til kaupmanna, en þá er verðið lítið eitt hærra. Reykjavík, Ingðlfsstræti 5. Sigurður Bjarnason. Haröfiskur fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. • Ekta anilínlitir te Pr •i—< fást hvergi eins góðir og ðdýrir eins og & VH •I-H í verzlun * c c 83 Sturlu Jónssonar h-> 93 Aðalstræti Nr. 14. JÍ e-t~ W •

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.