Þjóðólfur - 17.05.1895, Side 2
94
stjórn landsins verða mjög svipaður j>ví,
sem nú er. Og þótt svo væri, að hann
yrði ofurlítið meiri, þá væri það harla lít-
ilmannlegt af þjóð vorri, að vilja ekki
láta neitt af hendi rakna, til þess að fá
alinnlenda, kunnuga og hagfelda stjórn
með fuilri ábyrgð fyrir aiþingi o. s. frv.
Sé hugsunarháttur manna svo smásálar-
legur, þá er íslandi ekki viðreisnarvou,
og þá er til einkis að berjast fyrir frelsi
þess og framförum. Menn fá aldrei þýð-
ingarmiklar réttarbætur með því, að tíma
ekki að leggja neitt í sölurnar tíl að fá þær.
Hvað aukaþingin snertir, þá hefur hr.
Sigurður búfræðingur Sigurðsson ritað ræki-
lega og röksamlega grein um nytsemi
þeirra í 15. tölubl. Þjóðólfs þ. á. (29.
marz), og látum vér nægja, að vísa til
hennar hér.
Samkvæmt því, sem nú hefur lauslega
verið drepið á, virðist oss, að öllum geti
verið Ijóst, að vér eigum að halda máli
þessu áfram eindregið og hiklaust, ekki
að eins sakir hinna miklu réttarbóta, sem
fólgnar eru í frumvarpinu sjálfu, og vér
höfum ofurlítið minnzt á, heldur einnig
sakir þess, að það er bein skyida hvers
íslendings, að halda uppi heiðri þjóðar
sinnar, en forðast að gera henni smán með
óhæfilegum heigulskap og hringlanda. Það
eru þessar tvennskonar ástæður, sem eiga
að knýja oss til að halda málinu fast fram,
bæði svo nefndar innri ástæður, fólgnar
i réttarkröfum, er málið sjálft hefur að
geyma, og ytri ástæður, sprottnar af sið-
ferðiskröfum og fólgnar í þjóðernismeðvitund
og sómatilfinningu hinnar íslenzku þjóðar.
Þessar síðar töldu ástæður eru harla mik-
ilsverðar. Danska stjórnin hefur með ýmsu
atferli sýnt oss greinilega fram á, að hún
ætlar sér að fara með oss eins og kögur-
börn, að hún ætiar að kirkja úr oss allan
kjark og þrótt með eintómu þrályndi og
sífelldum lagasynjunum, og bíður því róleg
þess tíma, að hún sjái ávöxt breytni sinn-
ar í því, að íslendingar glúpni og gugni
og hopi aptur á bak í baráttunni, nöldr-
andi um ieið í gaupnir sér: „Það er ekki
til neins að halda áfram lengra, snúum
aptur sem fljótast og hvílumst-lengi,-Iengi“.
Svona tala íslendiugar, sem aldrei hafa
gengið Danakonungi á hönd. Þá hafa
Norðmenn frændur vorir annað lag. Það
er ofurlítið meiri í þeim hitinn. Þeir
hafa vakið eptirtekt alls hins menntaða
heims, með hinni snarplegu, einörðu fram-
komu sinni gagnvart Svíastjórn.
„Sú þjóð, sem veit sitt hlutverk, er helgast afl í beim,
eins hátt sem lágt má víkja fyrir kraptinum þeim“.
Svo hefur norskt skáld kveðið. En sú
þjóð, sem ekki veit sitt hlutverk:
Hvað er hún? ....
Löghlýðin stjórn.
Af því að eg gizka á, að mörgum af
lesendum „Þjóðólfs“ muni eigi þykja það
ófýsilegt að sjá og heyra af stjórnarinnar
eigin munni, hvernig hún virðir dómstól-
ana, og að hún gerir þeim eigi öllu hærra
undir höfði, en löggjafarvaldi alþingis,
þegar henni býður svo við að horfa, bið
eg yður, herra ritstjóri, að birta í blaði
yðar eptirfylgjandi bréf, sem mér barst nú
samstundis:
„Landshöfðinginn yfir íslandi.
Reykjavik 7. maí 1895.
Ráðgjafinn fyrir ísland hefur í bréfi,
dags. 22. f. m., lagt fyrir mig að tjá yður,
að hann sjái sér ekki fært að setja yður
inn aptur í embætti það, er þér hafið haft
á hendi sem sýslumaður í ísafjarðarsýslu
og bæjarfógeti í ísafjarðarkaupstað, en telji
óhjákvæmilegt, ef það á annað borð eigi
að geta komið til mála, að þér séuð í
embættum eptirleiðis, að þér flytjizt í
annað sýslumannsembætti, er þér eptir því
sem fram er komið, ekki séuð álitinn
ófallinn til að gegna.
Slíkt embætti telur ráðgjafinn sýslu-
mannsembættið í Rangárvallasýslu, sem
nú er laust, og hefur því falið mér að tjá
yður, að ef þér sækið um nefnt embætti,
þá muni hann leggja til, að yður verði
veitt það. En ef ekki sé komið umsókn-
arbréf frá yður til ráðaneytisins í síðasta
lagi með póstskipi því, sem eptir ferða-
áætluninni á að koma til Kaupmanna-
hafnar 4. júní næstkomandi, þá muni hann
leggja hitt til, að yður verði veitt lausn
frá embættum þeim, er þér nú hafið, með
eptirlaunum eptir eptirlaunalögunum.
Þetta tilkynnist yður hér með.
Magnús Stephensen.
Hannes Hafstein.
Til
herra sýslumanns og bæjarfógeta Skúla
Thoroddsen á ísafirði".
Andinn i bréfi þessu leynir sér ekki,
og aðferðin þarf engrar útskýringar frá
minni hálfu.
Svar mitt var stutt, og að eg hygg
laggott eptir atvikum: „Eg læt ekki setja
mig niður sem hreppsómaga“.
Það er líka hér við athugandi, að em-
bætti það, sem stjórnin ætlar að vera svo
náðug að leggja til, að mér verði veitt,
er 2—3 þúsundum króna tekjuminna, en
embætti þau, sem eg enn í dag hef kgl.
veitingu fyrir, og sýnir það enn betur
aðferð stjórnarinnar, ofan á allt það fjártjón,
sem hún þegar hefur bakað mér með nær-
fellt þriggja ára „suspension" og allsendis
ástæðulausum máls eltiugum, svo sem dóm-
ur hæstaréttar vottar.
Eg þarf ekki að bæta því við, að ráð-
herrabréf þetta skapast þá fyrst, er ráð-
herrann hefur að vanda leitað álita lands-
höfðingjans Magnúsar Stepliensens, og er
það í fullu samræmi við aðra aðferð
Magnúsar í máli þessu, og kom mér því
alls eigi á óvænt.
En máske eg verði eíðar maður til þess
— þegar „fríið“ er fengið —, að skýra lönd-
um mínum nokkuð frekar frá aðgerðum
Magnúsar í máli þessu, því að eg hef
nokkuð getað grafizt eptir þeim, enda þótt
hann af einhverjum ástæðum virðist hafa
notað „privat“ bréfa-skriptirnar ekki síður
en embættisbréfin.
ísafirði 12. maí 1895.
Skúli Thoroddsen.
* * *
Þetta „smiðshögg“, sem landshöfðing-
inn og ráðgjafinn hafa nú loksins sett á
fratnkomu sína gagnvart hr. Skúla Thor-
oddsen, þrátt fyrir algerða sýknun hans í
hœstarétti, mun vera alveg einstaklegt
dæmi í sögu landsins, og er talandi vott-
ur þess, hversu stjórnarástand vort er í-
skyggilegt, og hversu brýna uauðsyn ber
til, að öll þjóðin verði samtaka í því, að
fá því breytt í betra og viðunanlegra horf.
Jafnvel hinir römmustu 9tjórnarsinnar, sem
áður hafa ekki viljað kannast við, að máls-
höfðunin og málareksturinu gegn Skúla,
hafi verið sprottinn af pólitiskura ástæð-
um frá stjórnarinnar hálfu, munu nú varla
dirfast að haida því fram lengur, er þeir
hafa lesið bréf það, er hér birtist. Það
tekur fullkomlega af skarið, um það hvern-
ig málinu er háttað. Hefði hr. Sk. Th.
sætt stórsektum í hæstarétti, þótt hann
hefði ekki verið dæmdur frá embættinu,
þá var þó heldur viðlit fyrir stjórnina, að
geta „fóðrað“ afsetningu hans frá sínu
sjónarmiði, en nú getur hún það ekki á
neinn veg, svona þvert ofan í sýknunar-
dóminn í hæstarétti. Að bjóða hr. Sk.
Th. anuað embætti miklu launaminna í
raun og veru, er auðvitað hreinn fyrir-
sláttur, því að það mátti ganga að því
vísu, að Sk. Th. léti sér það aldrei lynda,
að vera þannig „settur niður sem hrepps-
ómagi“, eins og hann sjálfur kemst að orði.