Þjóðólfur - 24.05.1895, Side 2

Þjóðólfur - 24.05.1895, Side 2
98 ljósi aðra skoðun, þótt hinn heiðraði höf. hafi ef til vill aldrei fyllt þann flokk. Ef höf. fengi vilja sínum framgengt með það, að bændasynir hættu að læra, þá mundi, eins og hann sjálfur drepur á, myndast nokkurs konar embættismanna- aðall í landinu, og þess eru dæmin degin- um ljósari, að þar sem slíkt hefur átt sér stað, þar hafa komið upp flokkadrættir og ójöfnuður, og þótt þeir tímar séu nú liðn- ir hér hjá oss, þegar vopnin eða hnefarn- ir voru látnir skera úr málurn, þá hafa fundizt þess dæmi, að yfirvöldin hafa gert sér mannamun, þótt ófagurt sé, en síð- ur er hætt við, að alþýðan þurfi að óttast það, ef embættismennirnir eru jafnt af hennar flokki; ættu því sem flestir bænda- synir að ganga menntaveginn, sem hafa góða hæfilegieika til þess, ef þeir að eins geta það með nokkrum leyfilegum ráðum, en ekki láta fjötra sig með öðru eins apturhaldsbandi, sem rekja má í gegnum alla grein höf. Það litur annars út fyrir, að hann hafi farið aldavillt; hann hefur máske minnt, að hann lifðí á 18. öldinni, en það var ekki; alþýðan hefur vaknað síðan, og höf. má trúa mér til þess, að honum tekst aldrei að binda svo fyrir hin andiegu augu hennar, að hún fari eptir öðrum eins Loka-ráðum, sem grein hans hefur inni að halda. Multitudo. Nýtt kúafóður. Það er eigi undarlegt, þótt vér íslend- ingar vitum lítið um búnaðarframfarir í útlöndum, þegar menn hér í næstu sýsl- um við Dalasýslu vita ekkert um hið nýja fóður, sem við Dalamenn erum farnir að brúka. Ég hef talað við menn úr Mýra- sýslu, er ekkert vita um þetta mál. Þetta kemur af því, að oss vantar búnaðardag- blað, er kæmi út að minnsta kosti einu sinni á hverjum mánuði, því Búnaðarritið, er út kemur einu sinni á ári er oss all- sendis ónógt. Ég ímynda mér, aðjafngott væri, þótt hinum aimennu dagblöðum fækk- aði um tvö, en aptur kæmi út tvö dag- blöð fyrir atvinnuvegina, annað fyrir sjáv- arútveginn, en hitt fyrir landbúnaðinij. Ritstjórar þeirra gætu þá kynnt sér allt hið helzta, er útlend fiskiveiða- og land- búnaðardagblöð hafa nýtt að færa, og frætt oss um það. Sjávarútvegur vor stendur þá betur að vígi með framfarir, því hann er í meira sambaudi við útlönd, heldur en landbúnaðurinn. Þessi atvinnu- vegur vor stendur alveg einangraður án frjóvgandi framfaraáhrifa frá útlandinu, og þess vegna eru útleDdar þjóðir í þeirri grein orðnar oss þeir keppinautar, er ná- lega ætla að gera út af við oss í barátt- unni fyrir tilverunni. Hversu framfarirn- ar eru litlar, sést þegar á því, hve áburð- urinn er, rétt á hverjúm bæ, illa notaður, og eigi hafður húskofi yfir hann, né safn- að áburði undan mönnum. Það er heldur varla von, að menn hafi hús yfir áburðiun, sem þó væri nauðsynlegt, meðan að eins fáir menn eiga hús yfir hey sín, heldur rista árlega upp jörðina til að þekja þau. Jafnóðum og túnin eða ræktaða landið batnar, þarf það líka að stækka og afurð- in að vera ugglaus fyrir öllum þeim skemmdum, sem hægt er við að gjöra. En þetta allt er nú nokkuð fyrir utan efnið, er eg ætla að tala hér um. Fóður það, sem nefnt er í fyrirsögninni er hval- mjöl, sem tilbúið er úr þversti hvalsius. Hvalveiðararnir á Vestfjörðum hafa verk- vélar til að þurka það og mala, svo að það verður sailasmátt og geymist ágæt- lega. í Noregi er sagt það hafi all- lengi verið haft til fóðurs, og 1 pund af því jafngildir 5 pundum af töðu að gæð- unj, svo ef kúnni er af því gefið 1 pund á dag, má gefa henni náiega helming út- hey án þess hún geldist, en því betra ef tóm taða er gefin með því. Hvaímjölið er hrært út í vatni þanuig, að það verður líkt og deig mold, og svo er það látið uppí kýrnar meðan verið er að kenna þeim að eta það, sem optast gengur vel, því það er ekkertvont á bragðið, að eins íbeiskt, en dálítill lýsislyktarkeimur er af því. Þegar kýrnar hafa lært að eta það, sleikja þær það sjálfar úr íiátiuu og eru ólmar í það, en sagt er að eigi sé vert að gefa þeim meira hverri en 1 pd. á dag, því fitan í því er svo mikil, að þá getur lýsiskeimur orðið á mjólkinni. 8á sem fyrstur kom með þetta fóður hingað í hér- að, var hinn mikli framfaramaður og nýrra tilrauna frömuður, sýslumaður vor Björn Bjarnarson á Sauðafelli. Hann brúkaði hvalmjöl í fyrra vetur, og hafði þannig fengið sér það rúmu ári eptir að byrjað var að framleiða það hér í landinu. Hval- mjölið hjá honum sýndi þegar ágæti sitt til fóðurs og er næsta ódýrt, sekkurinn (200 pd.) að eins 10 kr. í Stykkishólmi, því Berg hvalfangari á Dýrafirði sendir það kaupendunum að kostnaðarlausu með strandferðaskipinu. í sumar er leið gat svo sýslumaðurinn fengið 6 menn hér um sveitir til að panta ásamt sér hvalmjöl, og hafa þeir allir brúkað það í vetur og gefa því bezta vitnisburð. Eg sjálfur hef einnig haft það í vetur handa kúm, og get því af eigin reynd borið um gæði þess. Kýrnar hjá mér geltustmiklu seinna, þeg- ar þær fóru að fornbærast, sem kallað er, heldur en vanalegt er, og þakka eg það hvalmjölinu og það því heldur, sem allt hey hér um slóðir er venjufremur létt í ár. Nú hafa þegar 20 menn hér í sýsl- unni pantað hvalmjöl hjá herra Birni til brúkunar næsta vetur, og sýnir það ljós- an vott þess, að Dalamenn eru töluverðir framfaravinir og fúsir að breyta til og taka upp nýjar aðferðir, þegar þeim gefst færi á að vita um þær. Eg og rnargir fleiri vorum í fyrra vantrúaðir á gæði hval- mjölsins, en nú er sú vantrú horfin, enda sýnir þessi reynsla, er vér höfum fengið í þessu efni, að opt er gott að sleppa gömlum venjum og gera tilraunir með nýjungarnar. Eg hygg, að margir ís- lendingar séu nú líkir oss Dalamönnum í því, að vilja taka upp ýmislegt nýtt, ef menn vissu gerla um það. Hefði Björn sýslumaður eigi verið hér, vissum vér líklega enn þá ekkert um þessa hval- mjölsgerð né gæði þess, en hann kaupir norskt landbúnaðardagblað (Landmands- bladet) er fræddi hann um þetta, sem ekk- ert íslenzkt blað gat sagt honum. Þetta sýnir, hversu gott og nauðsynlegt er að hafa eitthvert málgagn fyrir þennan höf- uðatvinnuveg vorn, en það sýnir lika, hversu herfilega vér erum staddir, og & eptir tímanum í öllu verklegu. Þ»ó ætti að vera hvöt til þess að slíkt væri eigi leng- ur þannig. Að endingu vil eg hvetja alla landsmenn, er kýr eiga, til að reyna hval- mjöl og einhvern færan búfræðing til að gefa út landbúnaðarblað. Kvennabrekku, í marz 1895. jóhannes L. L. Jóhannsson. Aukaguðsþjónustan í dómkirkjunni. Eg vil mælast til þess við yður, herra ritstjóri, að þér vilduð leiðrétta það, sem er ekki nákvæmlega rétt í blaði yðar 14. þ. m. um skipun docents séra Jóns Helga- 8onar, þar sem þér segið svo: — „en án beinnar skuldbindingar til að gera prests- leg aukaverk frekar en honum sjálfum þóknast“. Af því að þetta gæti valdið misskilningi, skal eg setja hér orðréttau kafla úr skipunarbréfinu: w— þá er mér sönn ánægja með þessu bréfi mínu að skipa yður, eptir að þér

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.