Þjóðólfur - 21.06.1895, Side 2

Þjóðólfur - 21.06.1895, Side 2
118 kvæði, sem höf. hefði vel getað forðazt, ef hann hefði hirt að vanda sig enn meir. Óðinn ríður vetrarbrautina endilanga. Norð- urljósin eru jóreykurinn. Vígabrandar VÍgja veginn eldi. Stjörnur hrapa und- an hófum Sieipnis. Aðrir máttarviðir kvæðisins eru að mestu teknir óbreyttir úr goðafræðinni, en þeir eru mjög haglega tengdir saman. Eigin hugsanir höf. í þessu kvæði eru ekki meiri eða fleiri en svo, að hver skemmtilegur, menntaður maður léti jafngóðar fljóta tugum saman i samræðu á einu kveldi. Formið er allt í þessu kvæði. Eyðurnar eru víðast smekkvíslega fylltar, en þær eru óþarflega margar. „Yeginn þann sem fara þeir“, er of vatns- blandað. „Mjallahvítir mása kettir, mala sízt en blása hart“. Kettir mala ekki á hlaupum. Kettir mása ávallt, ef þeir blása hart“. Síðari hendingin hefur yíir höfuð enga „ástæðu til að vera til“. Síðasta erindið er illa tengt við heildina og á hvergi heima. Auk þess er þar allt of mikið borið i hversdagslega hugsun. „Þó að fornu björgin brotni, bili himiu, þorni upp mar, allar sortni sólirnar, aldrei deyr þó allt um þrotni, endurminning þess sem var“. Vér skiljum ekki betur eptir þessa vísu en áður, að endurminningin deyi ekki með því, sem endurminninguna á að bera. Alstaðar sjást djúp merki þess, að höf. er ekki frumhugsandi skáld. Sé vikið frá þræðinum í söguljóðinu eða einhverju bætt við aí eigin brjósti, verður það hjáleitt. Hin fáu kvæði í nýja safninu (c. 10 af c. 60), sem geta kallazt ort út af eigin efnum, eru yfir höfuð langt fyrir neðan meðallag, eins og t. a. m. „Vonin“, „Tveir fnglar“ o. s. frv. Hið síðastnefnda kvæði er gáta, sem engin leysing er á. „Svark- urinn“ er illa skemmt í endanum, eins og mörg önnur kvæði höf. — fyrir þá sök, að orðaskrauti og hnittnum hendingum er ekki beint í eina átt. Höf. á víðast illt með að sleppa frá lesaranum. Vér korfum á eptir skáldinu og fáum ekki svar upp á hina síðustu spurning, sem vér beinum að honum. Stundum endar slagurinu með ósamhreima eða magnlausu gripi, eins og í „Glámi“ eða „Blómin og brauðin“; stund- um er hnýtt aptan í endurtekningum, sem ekki réttlæta sig sjáifar, eins og „ÓIag“, eða allt of léttvægar „botnanir“ eins og í „Kvæða-Kela“. Mér þykir „Jarlsníð“ bezt ort af öllum kvæðum þessa safus, og eg man ekki eptir að hafa séð betur farið með „episkt“ efni. „Hvassar áttu tenn“. Enginn hefði sælzt til þess að hafa orðið „tenn“ á þessum stað — eins og þurfti — nema Gr. Th. Það eru fjöldamörg afbragðskvæði í þessu safni, eptir því sem hér gerist nú; en heldur kysi eg þó, að hann hefði steypt saman í eitt safn bæði hinu gamla og nýja og haft það nokkru minna en hið nýja safn. — Þýðingarnar eru, að því eg bezt fæ séð, allvel gerðar víðast, og finnst mér ekki saka neitt, þótt breytt sé háttum kvæða, sem svo langt eru flutt að. Eg býst við, að ýmsum mislíki, að eg dæmi svo djarft um skáldaöldung vorn, en eldist ekki og mönnum vex vit með aldr- inum, en það er ekki viturra manna að gleðjast yfir tómu lofi, sem þeir ekki eiga. Eg hef nú þegar eytt of miklu rúmi fyrir „Þjóðólfi“ — en ætti eg að telja það, sem mér þykir fagurt og haglega gert af Gr. Th., yrði það langt mál. Einu vil eg ein- ungis lýsa yfir með góðum íslendingum, að eg álít ekkert lifandi skáld hafa verið höf. þarfara fyrir framfarir þjóðarinnar í skáldmennt, og fyrir efling og endurlífgun þjóðernisástarinnar á íslandi. Gísli gamii Brynjólfsson var að sönnu rammíslenzkt stórskáld og listamaður, en hann mun ekki verða metinn til fulls af íslendingum fyrst um sinn. Um séra Matthías hygg eg það eitt nóg að segja, að það er allur munur, hvort maðurinn sjálfur veit, hvað hann segir eða ekki. Séra Matthías hefur aldrei getað gert grein á gildi þess, sem hann hefur sjálfur kveðið, hvort heldur það er leirburður eða „sólarljóð“, en það veit Gr. Th. jafnan, hver sem í hlut á, svo enginn veit það betur. Hið nýja safn er ódýrt og vel úr garði gert. Fylgir góð mynd af höf. og stuttur formáli hans um þýðingarnar. Vonandi er, menn taki vel móti þessari bók, því hún á það að öllu samtöldu betur skilið en önnur kvæðasöfn, er sést hafa um langan tíma. Einar Benediktsson. Laugaaksturinn. Eg verð að hefjast máls á laugaakstr- inum, ef eun kynni að verða bót á því ráð- in, að þetta mannúðlega og þarflega fyrir- tæki kvennfélagsins veslist ekki upp og verði að engu sakir frábærilegs áhugaleysis kvennþjóðarinnar. En ekki er nýstofnuðu, blásnauðu félagi láandi, þótt það fremur kysi að hætta við fyrirtæki þetta, heldur en að bíða talsvert fjártjón, sem það alls ekki má við svona í byrjun. Eina ráðið til þess að akstrinum verði L. haldið áfram er, að talsvert fleiri noti hann hér eptir en hingað til hefur átt sér stað. Það gengur býsnum næst, að meir en^helm- ingur þeirra húsmæðra, er skrifuðu sig fyr- ir honum, skuli alls ekki nota hann, því þótt verðið væri hækkað um 5 aura af hálfum poka og 10 aura af hoilum, sem að eins var gert af því, að ekki fengust nógu margir áskrifendur, þá er laugaaksturinn samt sem áður svo ódýr, að allar konur, sem nokkuð geta, ættu að bindast samtök- um að nota hann. Þetta fyrirtæki er ekki stofnað í gróðaskyni, heldur almeuningi til gagns og heilla, enda er verðið mjög lágt. Það er venja, að borga karlmanninum krónu fyrir burð á heilum poka inn í laug- ar og til bæjarins aptur, en kvennfélagið tekur að eins 40 aura fyrir að aka heilum poka báðar leiðir, en 20 aura fyrir hálfan poka. Og þegar nú þess er gætt, að verð- ið yrði enn lægra, ef konur almennt létu aka þvotti sínum, þá getur engum dulizt, lxversu bráðnauðsynleg samtök eru í þessu efni. Hér er ekki átt við fátæk- linga, er ekkert hafa til að borga og verða að þræla baki brotnu, heldur við konur þær, sem svo eru efnum búnar, að þær eiga hægt með að sjá af fáeinum krónum árlega til þess að hlífa vinnukonum sínum við hinum erfiða og heilsuspillandi laugaburði, er hneykslar bæði útlendinga og sveitafóik. Að vísu er nú samhliða laugaburðiuum farið að tíðkast að beita þvottakonum, eins oghestum,fyrir laugavagninn; slá þánokkr- ar sér samau og draga vaguiun, en þegar vond er færð, er erfitt að draga haiin, einkanlega með voturn þvotti, eins og opt vill til, þegar ekki er hægt að þurka í laugunum. Hjólsleða er og ógerniugur að draga í vondri færð, og eru opt mestu vandræði íyrir viuuukouurnar að koma þvottinum heim að vetriuum til. Margar húsmæður hafa líka verið sáróáuægðar með þetta fyrirkomulag, enda þótt þær hafi neyðzt til að hafa það svona. Eu nú býðst tækifæri til að breyta þessu, bæði húsmæðr- um og vinuukonum i hag, og væri því ráð fyrir góðar konur að sinna laugaakstriuum meir en þær hingað til hafa gert, því ef svo illa fer, sem helzt lítur út fyrir, að kvennfélagið ueyðist innau skamms til að hætta við hann, þá verður þess ugglaust leugi að bíða, að tilraun verði aptur gerð til þess enn á ný að koma á fót þessu þarfa fyrirtæki, og væri því mjög óheppi- legt, ef húsfreyjur bæjarins létu það nú deyja í fæðingunni. En það er von- andi, að þær athugi þetta betur.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.