Þjóðólfur - 21.06.1895, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 21.06.1895, Blaðsíða 4
120 kand. Filippus Magnússon kosningu með öllum atkvæðum (31) þeirra, er kjörfund sóttu. Grímseyingar hafa hafnað hinum eina umeækjanda um það brauð, séra Jóni Jóns- syni á Hofi á Skagaströnd, en síðan hefur séra Matthías Eggertsson á Helgastöðnm sótt um brauðið, og fær hann eílaust betri byr. Lausn frá embætti hefur Halldór Kr. Friðriksson yfirkennari sótt um frá 1. okt. þ. á. Hann hefur verið kennari við lærða skólann nærfellt bálfa öld (síðan 1848). Fulltrúar á Þingvallaf'und kosnir í Þingeyjarsýslu: Friðrih Qudmundsson bóndi á Syðra-Lóni og Jakob Hálfdanarson borg- ari á Húsavík, en í Norður-Múlasýslu Indriði Einarsson endurskoðandi í Keykja- vik. Strandferðaskipið „Thyra“ fór héðan í gær og með henni fjöldi fólks, flest til Vestfjarða til að leita sér atvinnu, auk ýmissa farþega, er með henni komu að vestan. Athugasemd. í 52. nr. „ísafoldar“ 19. þ. m. segir rit- stjórinn, að hr. Quðjon alþm. Quðlaugsson á Ljúfustöðum hafi lagt það til, og feugið Kollabúðafundinn „nokkuð áleiðis með sér í það spaug11, að láta landið kaupa gufu- báta, jafnvel svo tugum skiptir. En af því að mér er málefni þetta nokkuð kunnugt, þar sem hr. Guðjón Q-uð- laugsson sendi amtsráðinu í Vesturamtinu til meðmæla samskonar tillögu, eins og hann bar fram á Koilabúðafundinum í vor, þá er mér Ijúft að geta þess, að þessi sögu- sögn „ísafoldar“ er uppspuninn einber. Hr. Guðjón GuðlaugsSon hefur aldrei lagt það til, sem „ísafold“ ber hann fyrir, heldur fer tillaga hans að eins í þá átt, að landið kaupi 5—6 gufubáta, til þess að gangaá stærstu fjörðum og flóum lands- ins, sem og með fram suðurströnd þess, og hvort sem sú tillaga hans fær meiri eða ) minni byr á þingi, — og um það ræður ! „ísafold", að eg voua, minnstu — þá held eg, að flestir verði að játa, að þessi rök- j samlega tillaga hans eigi að minnsta kosti allt annað skilið, en að henni sé heilsað með háði og útúrsnúningum, eins og „ísa- fold“ gerir. Annars er það leiði óvandinn, sem „ísa- | fold“ ætti helzt að reyna að leggja niður, að koma urrandi til dyranna, ef einhver hinna einarðari og fjölhæfari þingmanna úr framsóknarflokknum lætur eitthvað til sín heyra. Eg skil ekki, að landshöfðinginn heimti slíkt, eða að það sé nauðsynlegt til þess að halda blað-fleytunni ofan sjávar. p. t. Reykjavík ’95. Skúli Thoroddsen. Eptirmæli. Hinn 1. þ. m. andaðist í Holti nndir Eyjafjöll- um Loðvik Símonarson 4 18. ári, fðstursonur Kjart- ans prófasts Einarssonar og konu hans; hann var mjög vandaður unglingur og gott mannsefni, hafði lært að leika 4 orgel hjá ágætum organleikara Jóni PálsByni á Eyrarbakka. Dauðamein hans var meinsemd í fæti, sem bann iá íþrautafulla legu ná- lægt 15 vikur. r. Maður sá, sem getið var um í Þjóðólfl, að drukkn- að hefði í Selvogi 16. marz síðastl. var Einar Ein- arsson húsmaður frá Torfabæ i Selvogi; hann var fæddur 24. apríl 1835 í Hvammi í Ölfusi; foreldrar hans voru Einar Egilsson frá Kiðabergi Jónssonar Grím8sonar og Sigríður Gísladóttir frá Reykjakoti í Ölfusi Guðnasonar þar. Einar sál. ólst upp hjá móðurbróður sinum Gnðmundi Gislasyni i Reykja- koti frá því hann var 5—6 ára, og var þar fram um þrítugt; þaðan fór hann að Núpum í sömu sveit vinnumaður. Var síðan lausamaður í Reykja- hjáleigu 10 ár og svo á Núpum 2 ár, þaðan fór hann að Hlíð í Selvogi sem húsmaður 1 ár, þaðan að Torfabæ og dvaldi þar til dauðadags. Einar sál. giptist ekki, og átti ekki afkvæmi á lífi, hann hafði arfleitt bústýru sína að eigum sínum, eptir sinn dag, og sýndi það meðal annars, hve tryggur og vinfastur hann var. Einar sál. var fremur vel greindur maður, iðju- og reglumaður, jafnlyndur og stilltur. G. N ý k o m i ð í verzlun H. Th. A. Thomsens: Prjónavélar fyrir heimilisiðnað. Saumavélar, margar tegundir. Bómullardúkar ýmsir o. ra. fl. Dálítið af tilMnum skófatnaði, inn- lendum og útlendum, sem selst með mjög vægu verði, hefur Jún Brynjólfsson, Bankastræti 12. Takiö eptir! Vissra orsaka vegna get eg ekki komið því við, að flytja hingað til bæjarins, eins og eg nýlega auglýsti, fyr en eptir í hönd farandi kauptíð. p. t. Reykjavík 19. júní 1895. Guðjón Sigurðsson, úrsmiður. Hannyrðabókin og Rauðhetta fæst á skrifstofu „Þjóðólfs11. Feitisvertu, 25 aur. dósina; skóreim- ar, 4 aur. parið; skósvertu, 4 aur. bréfið; stígvélajárn 20 aur. ganginn, selur Jón Brynjólfsson, Bankastræti 12. EEE-3EjEIEéEIE*rI=*=T::j;=TTj!EIE*EIrjt8!l „Piano“- verzlun „8kandinavien“, verksmiðja og sölubúð Kongens Nytorv 22, Kjöbenhavn. Verksmiðjunnar eigið smíði ásamt verðlaunuðum, útlendum hljóðfærum. Birgðir af Orgel-Harmonium. Er allt selt með 5 °/0 afslætti gegn borgun í peningum, eða gegn afborgun. Gömul hljóðfæri tekin í skiptum. Verðskrá send ókeypis. __ir=—H—»— 1 I V o 11 o r ð. Eg undirskrifuð hef ailmörg ár þjáðzt af gigt. óhægð fyrir brjósti og svefnleysí, og var mjög þungt haldin. Eg leitaði mér Iæknishjálpar, en árangurslaust,. Fyrir tæpu ári var mér ráðið að reyna Kína- lífs élixír hr. Valdemars Petersen’s, er eg einnig gerði, og á þessum stutta tíma hef eg nálega fengið heilsu mína aptur, og vona, að eg verði alheilbrigð áður en langt um líður. Með því að Kína-lífs-elixírinn hefur hjálpað mér svona vel, ræð eg sérhverjum, er þjáist af áðurgreindum eða svipuðum veikindum, að reyna hann. Kaldaðarnesi 23. nóv. 1894. Quðrún Emarsdóttir. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flostum kaup- mönnum á íslandi, Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kina-_ lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eptir V P því, að j. - standi á flöskunum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðan- um: Kíuverji með glas í hendi, og flrmanafnið Valdemar Petersen, Frederikshavn, Danmark. Eigandi og ábyrgðarmaður: Ilunnes Þorstelnsson, cand. theol. KélagsprentsmiBJan.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.