Þjóðólfur


Þjóðólfur - 09.08.1895, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 09.08.1895, Qupperneq 1
Arg. (60 arfeir) kostar 4 hr Erlendifi 5 fer.— Borgist fyrir 15. .1*11. Uppeögn, bnndin viö Aramót, ögild nema homi tilútgefanda fyrir 1. ofetóber. Þ J 0 Ð Ó L E U E XLVII. árg. ReyfejaTík, föstudaginn 9. ágúst 1895. Nr. 39. Opinberu auglýsingarnar, Eins og kunnugt er, lagði stjórnin fyrir alþingi 1893 frumvarp til laga um afnám veðskuldbindinga úr veðmálabókum, og var það umræðulaust samþykkt af þinginu. Þá vakti enginn máls á því, að frumvarp þetta væri að neinu leyti athugavert, eða mundi baka landsjóði neinn kostnað. Hvorki iandshöfðingi né aðrir lögfræðingar á þingi minntust á þetta einu orði, og mætti þó ætla, að þeir hefðu getað séð það fyrir, að það mundi draga einhvern dilk á eptir sér, eins og raun hefur á orðið, því að það mun ekki fara fjarri. að landssjóður hafi greitt ísafold og Beriingatíðindunum 8—10,000 krónur(H) fyrir veðmála aug lýsingarnar þetta ár. Um þetta fé má með sanni segja, að því sé fleygt í sjóinn að gamni sínu, því að nytsemi laganna á aðra hlið er harla lítil, og naumast nema frá „formlegu" sjónarmiði, til að hreinsa dá- lítið til í embættisbókum sýsiumanna. Þetta dæmi sýnir eitt með öðru, að þingmenn verða að gefa nánar gætur að þeim frumv., sem stjórnin laumar inn á þingið, hversu mein- laus, sem þau sýnast að ytra búningi. Þar getur stundum falizt úlfur í sauðargæru. En hvað þetta frumvarp snertir, þá hafa þingmenn sjálfsagt ekki gætt þess, að aug- lýsingarnar þyrfti jafnframt að birta í Berlingatíðindunum dönsku, heldur að eins í íslenzka stjórnarblaðinu „fsafoldw. En svo úrskurðaði landshöfðingi á eptir, að aúglýsingarnar skyldu einnig birtast í »Berlingi“. Þetta mál hefur vakið allmikia eptir- tekt hja ýmsum, er ekki láta sér á sama standa, hvernig fé landssjóðs er varið. Menn furða sig stórum á því, hvernig því víkur við, að opinberu auglýsingarnar eru ekki gerðar á einhvern hátt arðberandi fyrir landssjóð, en að fé þessu er stungið þegjandi ár eptir ár í yasa einstaks manns, ún nokkurs endurgjalds frá hans hálfu. Menn geta alls ekki skilið í því, að verð- leikar þess blaðs, sem opinberar auglýs- ingar hefur flutt, séu svo miklir, að ástæða sé fyrir ailt landið að launa útgefanda þess með jafn-riflegum bitling. Og þótt jafnmikill hvalreki, sem veðmála-auglýsing- arnar í vetur, komi ekki árlega á fjörur „ísafoidar", þá er enginn vafi á því, að „í meðalári" gæti landssjóður haft 2—300 króna beinar tekjur af opinberu auglýs- ingunum, ef þær væru boðnar upp (t. d. til 5—10 ára í senn), eins og stungið var upp á í grein eptir hr. B. B. í 37. tölubl. Þjóðólfs 7. ágúst f. á. Það er ofur-eðlilegt, að „ísafold" sé allhróðug yfir glappaskoti þingsins 1893 og hælist um á eptir. En hálf-óviðkunnan- legt er það samt og ekki mjög kurteist af því blaði, sem hefur rakað saman of- fjár af vangæzlu þingsins og á kostnað þjóðarinnar. Til að koma í veg fyrir aðra eins yfirsjón eptirleiðis frá þingsins hálfu, ber Þorleifur Jónsson upp í efri deiid frumvarp um, að auglýsingar um að afmá 20 ára gamlar veðskuldbindingar úr veðmálabókunum skuli jafnan birtar smátt og smátt í B-deild Stjórnartíðind- anna, og má segja um það, að betra er seint en aldrei. Það er betra að byrgja brunninn, þótt barnið sé dottið í hann, heldur en gera það alls ekki. Eins og áður var getið um hér í blað- inu bar séra Sigurður Stefánsson upp þingsályktunartillögu í efri deild þess efn- is, að blöðum í Reykjavík, sem hefðu að minnsta kosti 1500 kaupendur, væri gefinn kostur á með undirboði að taka opinberar auglýsingar til birtingar um 5 ár í senn- En tillögu þessa tók flutningsmaður aptur, eflaust af þvi, að hann hefur komizt að raun um, að hún hefði ekki nægilegt fylgi í deildinni, þótt undarlegt megi virðast. Ef til vill hafa sumir konungkjörnu lávarð- arnir verið smeikir við, að þá kynnu aug- lýsingarnar að lenda annarsstaðar, þar sem sízt skyldi, en það hefði naumast þurft að bera mikinn kvíðboga fyrir þvi, með því að „ísafold“ mundi trauðla sleppa þeim fyr en í fulla hnefana, en streitast við að gera hæst boð í þær, unz hún hefði engan hagnað af þeim nema til uppfyll- ingar og agnbeitu fyrir aðrar auglýsingar. En þá hefði þó landssjóður fengið dálítið í aðra hönd. Að efri deild skyldi ekki vilja fara þennan veg í þessu auglýsinga- máli, er því óskiljanlegra, sem Danir hafa einmitt hugsað sér, að afnema einkarétt- indi Berlingatiðindanna dönsku til að flytja opinberar auglýsingar, einmitt á þann hátt, að bjóða auglýsingarnar upp. Augu Dana hafa loksins opnazt fyrir því, að ríkissjóð- urinn ætti að hagnýta sér þessa tekjugrein, en ekki sletta jafnmiklu fé endurgjalds- laust í eitt einasta málgagn. Frumvarp um þetta hefur verið borið upp á danska þing- og þykir enginn efi á, að það verði sam- þykkt, og að Berlingatíðindin missi aug- lýsingaréttinn, svo framarlega sem blaðið vill ekki greiða jafnmikið fyrir auglýsing- ingarnar árlega, eins og önnur blöð höfuð- staðarins, sem gefinn verður kostur á að bjóða í þær. Þá er tillagan um uppboð á auglýsing- unum hafði verið tekin aptur í efri deild, bar sami flutningsmaður (Sigurður Stefáns- son) upp frumvarp um, að auglýsingarnar skyldi eptirleiðis birta í B-deild Stjórnar- tíðindanna. Nú með því að einstakir menn þar í deildinni vildu endilega fella þetta frumvarp, en höfðu ekki atkvæðamagn til þess, gátu 3 konungkjörnir (Hallgr. Sveins- son, Þorkeil Bjarnason, Kr. Jónsson) smeygt þeirri breytingartillögu að við 3. umr. — samkvæmt skýlausri tillögu landshöfðingj- ans við 2. umr.— að stjórninni væri heimilað að birta þessar auglýsingar í Stjórnartíð- indunum, og þessi meiningarleysa, sem auðvitað var fundin upp til að ónýta frum- varpið, marðist í gegn við 3. umr., einmitt sakir þess, að einn þingmaður, er greitt hefði atkvæði gegn breytingartill., var kall- aður út úr deildinni, rétt áður en atkvæða- greiðsla fór fram, án þess flutningsmaður frumv. gætti þess. Hvað neðri deild gerir við frumvarpið, eins og það nú er frá efri deild, er óvíst, en ganga má að því vísu, að hún láti það ekki fara frá sér 1 þessu formi, því það væri harla þýðingarlítið. Anuaðhvort verð- ur hún að breyta frumv. í hinn upphaf- lega búning, eða — sem að voru áliti væri öllu heppilegra — að hún semji nýtt frum- varp þess efnis, að auglýsingarnar skuli boðnar upp, því að það er allt, sem mæl- ir með þeirri aðferðinni, en ekkert á móti svipað því, sem sumir hafa verið að fetta fingur út í, að því er birting í Stjórnar- tíðindunum snertir. Efri deild hefur þá heiðurinn af að fella það, heiðurinn af því að vilja ekki unna landssjóði arðs af þess- ari tekjugrein. Þótt ekki væri nema

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.