Þjóðólfur - 24.08.1895, Síða 2

Þjóðólfur - 24.08.1895, Síða 2
166 sagður til að reka málið gegn Sk. Thor- oddsen, eða gegna embætti hans, því að hann er ekki nefndur í bréfinu. En Iands- höfðingi hefur talið hann sjálfsagðan til þess, og setur hann með bréfi 29. ágúst til að gegna sýslumanns- og bæjarfógeta- embættinu og halda rannsókninni áfram. Pinnst nefndinni, að landsh. hafi ekki haft fulia heimiid til þess samkvæmt ráðgjafa- bréfinu, og því síður til að gefa L. B. svo víðtækt umboð, sem gert er, og eru orð nefndarinnar um það á þessa leið: „En þar Bem landshöfðinginn felur hinum setta sýslumanni ’auk þess að rannsaka allt það, er hon- um kann tortryggilegt að þykja viðvíkjandi em- bættisfærslu Skhla Thoroddsen og framkomu hans sem dðmara einnig í öðrum málum’, þá fáum vér eigi séð, að hann hafi haft heimild til þess frá ráðgjafanum, en teljum djarft til tekið af honum að bæta slíkri skipun við frá sjálfum sér í svona löguðu máli“. Nefndin hefur ekki grennslazt eptir að- gerðum stjórnarinnar, að því er sjálfan málareksturinn snertir, með því að hún taldi það ekki hlutverk sitt. Eu það hefði verið nógu fróðlegt að sjá eitthvað af því, sem farið hefur milli landshöfðingja og ráðgjafa á tímabilinu frá því í sept. 1892, unz hæstaréttardómur féll í febrúar þ. á. Sú rannsókn hefði auðvitað orðið allerfið og umfangsmikil og í sjálfu sér ekki leitt til annars, en þegar er framkomið við þessa rannsókn. — Nefndin hefur svo apt- ur tekið til athugunar gang málsins, eptir að hæstaréttardómur var felldur í febrúar, og verður þá fyrst fyrir bréf ráðgjafans (o: frá A. Dybdal í umboði hans) 28. febr. þ. á. út af hæstaréttardóminum, þar sem hann „beiðist umsagnar landshöfðingjans um það, hvað réttast kynni að vera að gera, eptir því sem fram hafi farið, að því er snertir stöðu bæjarfógeta Thoroddsen". Þessu bréfi svarar landshöfðingi aptur 30. marz þ. á., og af því að það bréf er í sjálfu sér allþýðingarmikið og sýnir greini- lega afstöðu landshöfðingja í málinu yfir höfuð, þykir réttast að taka það hór orð- rétt, forvitnum Iesanda til ilits og athug- unar. Það er svo látandi: „í þóknanlegu hréfi dags. 28. þ. m. hefur hið háa ráðaneyti sent hingað eptirrit af dómi hæsta- réttar uppkveðnum 16. f. m.. þar sem súspenderað- ur bæjarfógeti Skúli Thoroddsen er sýknaður af kæru sækjanda í dómsmáli því, er höfðað hafði verið gegn honum fyrir ýmisleg embættisafglöp, þó þannig, að honum er gjört að greiða ’/s máls- kostnaðar, jafnframt og ráðaneytið getur þess, að verjandi Thoroddsens fyrir hæstarétti hafi sótt hans vegna/ um það, að hann yrði settur aptur inn í embætti sitt sem bæjarfógeti í ísafjarðarkaupstað og sýslumaður í ísafjarðarsýslu, og hefur svo hið háa ráðaneyti óskað álits míns um það, hvað mundi, samkvæmt því, er fram hefur farið, vera réttast að gera með tilliti til stöðn Thoroddsens, sem nú er súspenderaður, en hefur veitingu fyrir greindu em- hætti. Út af þessu skal eg leyfa mér undirgefnast að taka fram það, sem nú skal greina. Af ástæðum þeim, er fylgja áðurnefndum dómi hæstaréttar kemur í ljós, að sýslumaður og bæjar- fógeti Thoroddsen er sýknaður af kæru sækjanda í dómsmáli því, er gegn honum var höfðað, með því að við rannsóknir þær, er baldnar voru, ekki þótti næg sönnun, er dómfelling yrði byggð á, fengin fyrir því, að hann hefði gert sig sekan í embættisbrotum þeim, er hann var sakaður um, en með því er engan veginn sannað, að framkoma hans sem embættismanns hafi verið svo fullnægj- andi, að hann geti álitizt hæfur til að halda á- fram að gegna embætti því, er hann hefur verið leystur frá að þjóna um stundarsakir; þvert á móti eru fyrir hendi, að minni ætlan, nægar sannanir fyrir því, að hann hefur í embættisfærslu sinni sýnt mjög mikinn skort á þeirri reglusemi, sam- vizkusemi og óhlutdrægni, sem heimta verður af hverjum embættismanni. Þessir gallar á embætt- isfærslu hans stafa ekki af því, að hann skorti gáfur þær og þekkingu, sem nauðsynleg er til að geta gegnt sýslumanns embætti á fullnægjandi hátt, heldur af tilhneigingu hans til að gefa sig við málum, sem eru óviðkomandi embættisstöðu hans, og verja mestum tíma sínum til þeirra; þannig hefur hann, nálega frá því hann tók við embætti, sumpart leynilega, sumpart opinberlega verið ritstjóri blaðs, sem komið hefur út á ísafirði, svo og aðalforstjóri verzlunarfélags (eins konar kaupfélags) i ísafjarðarsýslu, en sér í lagi hefur hann jafnt og þétt haldið fram harðsnúnum pólitisk- um æsingum í fjandsamlega stefnu gagnvart stjórn- inni, sem auk þess að vera ósamrýmanlegar við embættisstöðu hans, hafa og leitt huga hans frá embættisstörfunum og haft áhrif á embættisþjón- ustu hans. Væri nú Thoroddsen settur aptur inn í embætti sitt, Bem bæjarfógeti á ísafirði og sýsiu- maður í ísafjarðarsýslu, er enginn efi á þvi, að hann mundi, ef ekki opinberlega, þá samt leyni- lega, halda áfram starfi sínu, sem ritstjóri, verzl- unarstjóri og pólitÍBkur æsingamaður, og sakir þessarar þrefóldu starfsemi, vanrækja embættis- skyldur sínar, en eins og jeg þegar af þessarí á- stæðu ekki get ráðið til að hann verði settur inn í emhætti sitt, svo verð jeg og að leggja sérlega áherzlu á, að veiti stjórnin fulla uppreisn manni eins og Thoroddsen, sem hefur sett sér það fyrir mark og mið, að vekja óánægju hjá þjóðinni með athafnir stjórnarinnar og beinlínis gert sér far um að sýna yfirboðurnm sínum lítilsvirðingu, mundi það brjóta niður alla hlýðni og virðingu hjá und- irgefnum embættismönnum gagnvart yfirboðurum þeirra. Jafnvel þótt það þannig, eptir minni ætlan, mundi hafa óheppilegar afleiðingar, ef Thoroddsen væri settur aptur inn í stöðu sína, svo sem ekkert heiði í skorizt, álít eg hann eigi, út af fyrir sig, óhæfan að gegna sýslumannsembætti, svo framar- lega sem hann notaði tima sinn og hæfileika til gæzlu embættis sins, en ekki til annara óviðkom- andi starfa, og þó ekki verði búizt við slíku, með- an hann dvelur á þeim stað, er hann hingað til hefur rekið sín margháttuðu störf, virðist mega vænta þess, að hann, ef hann yrði fluttur í annað embætti, sérstaklega sýslu upp í landi, svo sem Rangárvallasýslu, mundi þá láta reynsluna kenna sér að hætta við hina fyrri starfsemi sína, er ekki snertir embættið, og helga starfsþrek sitt gæzlu embættisins, svo við megi hlíta. Með skírskotun tíl þess, sem eg þannig hef tekið fram, leyfi eg mjer undirgefnast að leggja til, að áðurgreindur Skúli Thoroddsen verði ekki settur aptur inn í embætti sitt, sem bæjarfógeti á ísafirði og sýslumaður í ísafjarðarsýslu, heldur að hið háa ráðaneyti, með tilkynningu til hans em- bættisveginn, gefi honum kost á, að verða skipað- ur í annað sýslumannsembætti, svo sem Rangár- vallasýsla, sem nú er laus, ef hann sækti um hana og að hann, svo framarlega, sem hann þiggur ekki slíkan flutning, verði leystur frá embætti, með ept- irlaunum samkvæmt eptirlaunalögunum“. Nefndin hefur í áliti sínu tekið ítar- lega fram hin einstöku atriði í þessu eptir- tektaverða landshöfðingjabréfi, og krufið þau til mergjar, og kemst hún að þeirri niðurstöðu, að ekki hafi verið nein ástæða til að svipta Skúla Thoroddsen embætti þvert ofan í sýknudóm hæstaréttar. Þá virðist henni og tilboðið um Rangárvalla- sýsln smánarboð, og hyggur, að þar sé að ræða um brot á 4. gr. stjórnarskrárinnar, án þess hún þykist geta ráðið til, að reynt sé að koma fram ábyrgð á hendur ráð- gjafanum fyrir það, sakir þess, hve ábyrgð hans sé illa tryggð með lögum, og sama sé að segja um ábyrgð á hendur lands höfðingja fyrir misbeiting á valdi síuu, þótt nefndinni þyki hann eigi hafa beitt því réttilega (Nefndarál. bls. 11—12). Rúms- ins vegna verða hér ekki tekin nema ör- fá atriði úr áliti nefndarinnar, er standa í sambandi við landshöfðingjabréfið 30. marz. En meðal annars kemst hún svo að orði: . . . „Obs þykir landshöfðingi og gera of Utið úr dómi hæstaréttar, að þvi er það snertir að meta sakaratriði þau, er um er að ræða og getum eng- an veginn fallizt á, að fram hafi komið nægar sannanir fyrir þeim undir rekstri málsins, þar sem dómur hæstaréttar segir beinlinis hið gagnstæða, og álítum, að vafalaust beri að meta dóm hæsta- réttar meira en álit landshöfðingja í þessu efni og að því hafi alls ekki verið fyrir hendi svo miklar sakir, að valdið gætu fullkominni afsetning frá em- bætti, einkum þar sem ætla má, að ekkert muni hafa verið vanrækt af rannsóknardómaranum í máli Skúla Thoroddsens, til að fá þær sakir sannaðar, er á hann voru bornar. Þess vegna verðum vér að álíta, að engin næg ástæða hafi verið til að víkja Skúla Thoroddsen frá embætti fyrir fullt og allt, fyrir þau brot á hegningarlögunum, er - hann var sakaður um, og að rannsóknin gegn honum frá uppbafi með þar af leiðandi málshöfðun og afsetning um stundar- sakir hafi verið óþörf, með því að yfirsjónir nefnds embættismanns hafi eigi verið meiri en svo, að að- ferð bú, er amtmaður hafði gegn honum, hafi ver- ið hæfileg. Vér viðurkennum það auðvitað, að þegar um einhverjar ávirðingar er að ræða hjá embættismanni, þá geti það verið álitamál, hvernig með þær skuli fara og jafnvel geti þær verið á því stigi, að það

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.