Þjóðólfur - 06.09.1895, Síða 2

Þjóðólfur - 06.09.1895, Síða 2
174 þingsins, hið svonefnda „Skúlamál" hafi verið haft á bak við eyrað, þá er tillagan var samin. Það gat t. d. orðið óþægilegt fyrir landshöfðingja — enn óþægilegra en það varð — í því máli, ef öll neðri deild hefði t. d. myndað einn hér um bil sam- stæðan flokk í öllum stórmálum, þar á meðaí fyrst og fremst í stjórnarskrármál- inu. Að vísu verður það ekki sagt með neinni vissu, að „leglarnir“ í neðri deiid hafí með titlögu sinni í stjórnarskrármál- inu verið að hlaða skíðgarð kring um landshöfðingja í Skúlamálinu, en furðan- lega fylgdust þeir samt að einu máli í mótspyrnunni gegu Skúla, svo að það leit út, sem eins konar landshöfðingja varðlið, en það hefur líklega verið af tilviljun, að menn völdust svona saman í þessum tveim- ur málum. — Hvað tillöguna sjálfa snert- ir, þá hefur verið skýrt frá heuni hér áð- ur í blaðinu, og sýnt Ijóslega fram á, hversu óformleg hún var í aila staði, þótt hún batnaði dálítið við breytingarnar að | síðustu. Það eru heldur engin líkindi til, að stjórnin sinni að neinu leyti öðru eins „viðrini“, eins og einn þingmaður í neðri deild kallaði tillögu þessa. En hvað sem um tillögu þessa verður sagt, og það má margt misjafnt um haua segja, þá fer því svo fjærri, að húu geti hrundið máli þessu nokkuð áleiðis, að hún hlýtur miklu frem- ur að verða því til mikils ógagns og tálm- unar, því að gagnvart stjórninni ber hún auðsæjan vott um apturkipp, áhugaleysi, hik og hálfvelgju af hálfu meiri hluta þingsins, og stjórninni gat því ekki verið gerður meiri greiði en þessi. Eu þessi apturkippur á alls ekki rót sína hjá þjóð- inni, ef vel er að gætt, þótt fylgjendur tillöguunar væru jafnan að bera það fyr- ir sig. Það kom meðal annars berlega í ljós á Þingvallafundinum, þar sem komn- ir voru saman kjörnir fulltrúar úr 13 kjör- dæmum landsins, en ályktanir þess fund- ar áttu auðvitað að vera markleysa ein, og sumir þingmenn gerðu sjer mjög mikið far um að tala óvirðulega og hæðilega um þann fund, af því að hann var ekki stofn- aður að þeirra vilja. Sérstakiega gekk Guðlaugur Guðmundsson bezt fram í því, enda hafði hann berlega sagt heima í hér- aði, að Þingvallafundurinn væri settur hon- um til höfuðs(l) og eru það harla kynleg ummæli. Þá er á allt er litið mun engum skyn- bærum manni geta dulizt, að þessi stefnu- breyting í stjórnarskrármáíinu nú á þessu þingi var harla óheppileg og engu betri en miðlunin frá 1889. En svona fer það jafnan, að þá er oss ríður einna mest á að halda hóp einhuga, þá verða jafnan ein- hverjir til þess að sundra samheldninni og hlaupa undan merkjunum, svo að ekki geti orðið neitt úr neinu, og aldrei sje haldið strykinu, heldur ávallt gengið í bugðum og hlykkjum með hneigingum og beygingum frammi fyrir þeirri stjórn, er margsinnis hefur sparkað í oss. Það er ekki ósvipað því, er barinn hundur sleikir hönd þess, er lamdi hann. Sú aðferð er harla óharðmannleg og aumingjaleg að minusta kosti, hversu voldugur sem and- stæðingurinn er. „Atdrei að víkja“ frá rjettmætum, sanngjörnum kröfum ætti að vera einkunnarorð allra drenglundaðra þjóðfulltrúa vorra, hver sem í hlut á, og það voru einkunnarorð Jóns Sigurðssonar. En menn virðast hafa hér um bil gleymt honum nú. „Ávallt að víkjau er nú orð- ið efst á baugi, að því er virðist. Það er vonaudi, að næsta þiug 1897 taki dálítið öflugra í taumana gaguvart Danastjórn, en þetta þing heíur gert, og sýni henni áþreifanlega fram á, að enn sé ekki frosinn allur kraptur úr kögglum ís- lendinga og í þeirri von kveðjum vér þetta þing, sem yfirleitt getur kallazt með- alþing, að því er málafjölda snertir, en tæplega í meðallagi að gæðum. Eitt er víst, að séu bráðabirgðarfjárlög í vændum, eins og landshöfðingi var að ögra með út af Skúlastyrknum þá verður það hið bezta og áhrifamesta meðal til að hleypa fjöri í þjóðiua og sýna henni fram á, að hún þarf' að „vera á verði“ til að gæta þjóðréttinda sinna gagnvart gerræðis- fullri erlendri stjóru, og þjóðíulltrúum þeim, er hana styðja. En vonandi er, að stjórn- in grípi ekki til þeirra örþrifráða. Tvö kvæöi. Bptir Raymond Pilet1. Lofnar-blóm. Ljúfa Lofnarrós, legg þitt hjarta unga, bjarta, opið dags i ljós. >) B. Pilet dr. juris ferðaðist hér í fyrra, til þess að safna íslenzkum þjóðlögum, á kostnað frakknesks vísindafélags, og hefur hann skrifað alllanga ritgorð um sönglist á íslandi í frakkneskt tímarit; hann fer þar mjög hlýlegum orðum um íslendinga, og meðal annars færir hann glögg rök móti kenning Maurer’s um það, að þjóð vor sje „ósöngvin". Höf. er vei kunnur á Frakklandi fýrir tónskáldskap og ljóðagerð. Hann hefur sett lög við nokkra söngva eptir Einar Benediktsson, „Sumarmorgun“, „Vetrar- sólhvörf11 o. fl., og þykir honum mikið koma til kveðskapar íslendinga. Það hefur heyrzt, að hann ætli sér að koma aptur til íslands, og að hann hafi í hyggju að semja söngsögu íslands frá elztu tímum. Hvort þú elskar áttu’ að segja, en svo verður þú að deyja, dómi lífsins höfuð hneigja. Ráð þér bana með eldi ástar, sem þú ber, bana með því að sjá, hvað áBtin er, Blómsál búðu þér bana um leið þú sér, hvað ástin er. Hreina, bjarta, blóm míns hjarta, átt þú svar til, sem eg óska’ og vil? þá skal jeg af gleði gráta — fleygja tening, brenna báta. Bn ef þú vilt ekki játa skal jeg okkur til bana bæði gráta, böl skal jeg okkur báðum gráta, búa sama veg. Við skulum saman lífið láta. Ástarbót. Þið bláeygu konur, sem fenguð lif í ijóðum, þið Solveig og Senta með gullið geislahár með sálum himinhreinum, hjörtum engilgóðum, til ykkar hefst minn hugur heitur og ástarsár, Jeg sigli um Ægis auðnir, útlagi, dæmdu fleyi; sem Pétur Gautur geng jeg gleymdur, á fárra vegi. Mun Sentu hönd mér hjáipa’ í himininn upp til sín? Mun Solveig Ijóð mér lesa’ og loka augu mín? Hvort þoldi jeg ei þrautir svo þungar sem jeg kunni? Var gleymt að glæða nokkurn gneista þá jeg unni? El' jeg hef syndgað svo, skal mín sekt til enda leidd — mín ástar skuld skal aptur með ást að fullu greidd. E. B. „Stamford“, skip Zöiluers o. fl. kom hingað frá Euglaudi í fyrra dag og fór aptur samdægurs til Austfjarða og Norð- urlands. Með því kom Jón Magnússon sýslumaður í Vestmanneyjum, og fór apt- ur með því um hæl tii eyjanna. Til Seyð- isfjarðar fór Einar próf. Jónsson alþrn., og til Sauðárkróks Jón Jakobsson alþm. á Víðimýri, nýkvæntur (24. f. m.) ungfrú Kristínu Vídalín. Áleiðis til útlanda fóru þau hjón Jón Vídalíu kaupm. og frú hans. Með „Stamford“ bárust engin merk tíðindi frá útlöndum. Tíu enskir trúboðar höfðu verið myrtir liroðalega í Kína, og urðu blöð á Englandi óð og uppvæg yfir því illvirki, og skoruðu á stjórn Breta, að skerast nú alvarlega í leikinn austur þar. Gufuskipið „Anglia“ for héðan í fyrra dag með nokkra hesta (um 130) til

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.