Þjóðólfur - 22.11.1895, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr
Erlendis 5 kr.— Borgist
fyrir 15. Júlí.
Dppsögn. bnndin vifi áraroót
ógild nema komi tilútgefanda
fyrir 1. október.
ÞJÓÐÖLFUE.
Reykjayík, ftistudaginn 22. uóvember 1895.
Nr. 55.
XLYII. árg.
„Ekki er allt sem sýnist“.
Eptir Sigurð Sigurðsson.
E>ví verður nú alls eigi neitað, að
menntun og upplýsing hefur allmjög auk-
izt á hinum síðari árum, og að flest al-
þýða er nú betur að sér, að því er hið
bóklega snertir, heldur en hún var fyrir
20—30 árum. Mönnum hefur í seinni tíð
verið gert að ýmsu leyti hægra fyrir að
afla sjer menntunar. Skólar hafa verið
settir á stofn, svo sem gagnfræðaskólar,
búnaðarskólar, kvennaskólar, barnaskólar
o. s. frv., þar sem alþýða hefur notið
og nýtur fræðslu á. Þessir skólar veita
að vísu ekki nemendum þeim, er á þeim
dvelja lengri eða skemmri tíma, von um
neina sérstaka „stö9uu í lífinu, eða em-
bætti að afloknu námi, heldur verða þeir,
er á þá ganga að treysta á sig og „for-
sjónina", og bjargast áfram með sínum
eigin hDúum og á sínar eigin spítur, ef
þeir vilja heita menn með mönnum. En fyrir
þessa sök hefur sumum gömlu bændunum
þótt það ekki ómaksins vert að senda
sonu sína á þessa skóla, úr því embættis-
vonin var ekki öðru megin, og er það
nokkur vorkun.
En sé það nú viðurkennt; að mennt-
unin hafi aukizt hin síðari ár, og því munu
fáir fara að neita —, þá liggur næst að
spyrja: „Hvar sjást ávextimir"? Mérmun
svarað, að þeir sjáist og komi fram i
auknum framförum og allskonar menningu
þjóðarinnar. Gott og vel. Því skal eigi
neita, að framfarirnar séu nokkrar, en
mikið meir munu þær þó í orði en á borði
Menntun almennings, sem mest part er
bökleg menntun eða hálfmenntun, er ekki
eins holl og notasæl, þegar betur er að-
gætt, og mörgum virðist í fyrstu. Hún
hefur á sér, ef eg mætti svo að orði
kveða, falska „gyllingu“; gem máist fljótt,
og á illa við íslenzkt loptslag, Ávextir
menntunarinnar koma ef til vill helzt fram
í því, að nú er rneiru eytt en áður var,
en minna aflað. Þetta kann nú að þykja
miður rétt ályktun, og er því vert að at-
huga það betur. Það, sem einkennir hér
alla menntun, er það, að eptir að menn
hafa orðið hennar aðnjótandi, hvort held-
nr er á skólum eða utan þeirra, þá gera
þeir meiri kröfur til lífsins en áður, og
vilja lifa „fínna11 sem kallað er. Þetta,
að vilja lifa fínna, eiga betri daga, geng-
ur sem rauður þráður gegnum allt skóla-
líf vort, frá þeim hæsta til hins lægsta.
Þessar auknu kröfur, er menn gera til
lífsins, eru nú margskonar, og koma fram
í fínni og dýrari klæðaburði, þægilegra
viðurværi, kostnaðarsamari híbýlum, skraut-
legri innanhússmunum og fl. Þessar kröf-
ur nefna menn svo þarfir, er þeir þykjast
illa geta án verið, en hvort þær eru allar
svo ákaflega nauðsynlegar í raun og veru
getur verið álitsmál. Eitt er víst, þær
eru gerðar nauðsynlegar þessar þarflr, og
þeim er fullnægt eptir föngum af flestum.
Til þess nú að geta fullnægt þessum þörf-
um á réttan og eðlilegan hátt, verða menn
að afla meira en áður var, ef vel á að
fara, en það vantar á, að það sé gert í
réttu hlutfalli við eyðsluna. Væri það
reglan, að spara útgjöldin, að þau færu
aldrei fram yfir tekjurnar, mundi hagur
þjóðarinnar, og hvers einstaks meðlims
hennar standa betur en hann nú gerir.
Samfara því að lifa „fínna“ vilja margir
þessara menntuðu manna komast sem mest
hjá allri líkamlegri stritvinnu, að minnsta
kosti hinni gröfari; því er svo varið um
allt of marga, það verður eigi útskafið, að
eptir að hafa dvalið á skóla um lengri eða
skemmri tíma þykir þeim sumpart of lítil-
fjörlegt („simpelt"), sumpart of erfltt að
leggja á sig stritvinnu. Eru þeir þá opt
tímum saman iðjulitlir, af því þeir fá ekki
neitt að gera, er þeim þykir við sitt hæfl.
Flestir 'vilja reyndar og þurfa að hafa
eitthvað fyrir stafni til þess að geta lifað;
en þegar ekki fæst sú atvinna, sem er
við hæfi mannsins, honum samboðin, hvað
á þá að segja? Verzlunarstaðan þykir
mörgum fýsileg, af því að hún er hæg
og fín; vilja því margir komast í þá stöðu,
og sýna dýrð sína fyrir innan búðarborðið,
þessi bevönd kúgunar og ófrelsis. Og þá
eiga þessir herrar ógn hægt með að sýna
sauðsvörtum almúga, hverjir þeir eru, enda
skortir þá opt ekki miður kurteist við-
mót og ónot við þá, er þykja „ódannaðir“,
ekki nógu fínir, og mega sín lítið.
Þessi skaðlegi hugsunarháttur, að vilja
ekki vinna nema einstök verk, sem öðrum
fremur þykja þægileg og þokkaleg, er því
miður of algengur hjá skólagengna fólkinu,
en að hinu leytinu mjög hættulegur, og
getur vart haft nema illar afleiðingar.
Hann er sprottinn af rangri athugun á
lífinu, og því, hvað útheimtist til þess að
þjóðinni og hverjum einstakling hennar,
fari fram að menningu og manndómi.
En með fram á hann rót sína að rekja
til „heldra fólksins“, embættismanna og
verzlunarmannalýðsins, sem ekki virðast
hafa sérlega mikið fyrir, en lifa þó konga-
lífi. Og það eru engin undur, þó ýmsum
verði það á, að taka slíka menn, slíkar
stéttir til fyrirmyndar í því, sem öðru,
enda þótt það gefi slæma reynd þeim, er
ekki hafa annað við að styðjast, en það
er þeir af eigin ramleik geta aflað sér
með súrum sveita. (Niðurl.).
Skaðabótaneitun. Eins og minnst var
á í Þjóðólfi í sumar höfðu farþegar, er
biðu á höfnum eptir „Thyra“ á 2. ferð
hennar umhverfis landið í næstl. júnímán-
uði, ritað Iandshöfðingja og krafizt skaða-
bóta af hinu sameinaða gufuskipafélagi
fyrir tjón það, er þeir biðu við seinkun
skipsins, en nú hefur ráðgjafinn skrifað
landshöfðingja 9. sept. þ. á., að ráðaneytið
sjái sér ekki fært, eptir samningi(I) þeim,
sem gerður hafi verið við gufuskipa-
félagið, að koma fram af hálfu hins opin-
bera neinni ábyrgð gegn félaginu fyrir
þetta, og að hiutaðeigendur sjálflr geti
ekki fengið framgengt kröfu um, að fé-
lagið bæti þeím þann halla; þeir verði þá
að leita úrskurðar dómstólanna, ef þeir
láti sér ekki lynda þennan úrskurð.
Hvort landshöfðingi hefur mælt með skaða-
bótarkröfunni við ráðgjafann eða ekki,
verður ekki séð af bréfinu. Það er ekki
í fyrsta skipti, að danska ráðaneytið og
sameinaða gufuskipafélagið stinga svona
löguðu munnkefli upp í íslendinga, er dirf-
ast að bera sig upp undan gerræði félags
þessa, sem virðist hafa einkar hagfellda
og frjálslega samninga að fara eptir, en
miður hagkvæma fyrir oss. En það tjáir
lítið að tala um það. Munum heldur, ef
svo skyldi fara, að félag þetta yrði hér
ekki eitt um hituna framvegis.