Þjóðólfur - 22.11.1895, Blaðsíða 3
1
Nærri lá, að taðan brynni, en varð þð ekki að mun,
því menn komu af mörgum bæjum til að bjarga.
Eldavél var nýiega komin í húsið, og hafði kvikn-
að frá pípunni.
Heilsufar hefur verið i lakara lagi. Hefur víða
verið kvillasamt, og greinir lækna hjá oss á um
sjúkdðmana. í Héraði þykir þeim leitt, að fá ei
reyndan og ráðinn lækni, er setjist að á hentug-
um stað. Hefur þeim opt orðíð að hugsa til lækna-
skipunarinnar um byrjun þessarar aldar, og hefði
þð verið meiri ðánægja yíir þessu ásigkomulagi, ef
ekki hefði verið allhægt um hönd að leita tii lækn-
isins á Seyðisfirði, G. Schevings, er mörgum hefur
orðið að góðu“.
Norður-fJingeyjarsýsIu 24. okt.: „Sum-
arið, sem nú er að kveðja, má teljast með betri
sumrum. Framau af var tíðin ágæt, þurkar þð of-
miklir, svo spretta varð minni á harðvelli, og tún
brunnu sumstaðar, votengi aptur ágætt. Nýting
heyja og góð um öndverðan slátt og reyndar aldrei
vond, en kalt var og ðþurkasamt er áleið, svo
stðrum tafði, einkum fyrir votengismönnum. Voru
tíðast norðan-þoku-sveljandar. En um heyskapar-
lokin brá til sunnanvinda, sem opt voru hvassir og
rosafengnir, og á þessu gekk fram tíl september-
loka, og var þá jörð alauð.
Heilbrigði er almenn og engir nafnkenndir dáið.
Og þó hefur læknirinn okkar Ásgeir Blöndal aldrei
frið. Sýnist svo sem fólkinu aukist stórum krank-
leikur, er það hefur gððu lækuana. En það kemur
eðlilega af því, að hvað lítið sem gengur að, er
þeirra ððara vitjað, og það opt meira en góðu hófi
gegnir, og fá þeir því meira ómak, sem þeir eru
Bkylduræknari og betri. Skaði mikill þykir okkur,
219
ef Ásgeir fer frá okkur; hans likar eru ekki
víða.
Af pðlitiskum hreyfingum er fátt að segja; þær
móka svona með haustinu. Þykir enn hafa illa
tekizt um sundrunguna á þingi og minni von sig-
urs meðan svo gengur".
Eptirmæli.
Hinn 12. júli næstl. andaðist að Brekkukoti í Skaga-
firði húsfreyja Ingibjörg Ólafsdóttir, 35 ára að aldri.
Hún var dðttir merkisbóndans Ólafs hreppstjóra
Guðmundssonar, er léngi bjó í Litluhiíð í Lýtings-
staðahreppi, og ekkja Sig. Sigurðssonar óðalsbónda
i Brekkukoti. — Ingibörg sál. var vel að sér ger,
greindar kona og sköruleg, guðhrædd og greiðasöm
og rækti köllun sína með dugnaði og sæmd.
(J.).
Hinn 16. ágúst síðastl. andaðist að heimili sínu
Jónshúsi í Kefiavík merkisbóndinn Jón Jónsson,
eptir langa og þjáningamikla legu. Jón sál. var
fæddur 30 maí 1835 að Vörum í Garði, en fluttist
með foreldrum Bínum til Keflavíkur 4 ára gamall.
Eptir það dvaldi hann allann sinn aldur þar, fyrst
hjá foreldrum sínum, svo nokkur ár lausamaður,
og stundaði hann mest sjómennsku og var einkar
lipur og heppinn formaður. Framan af var hann
og nokkur ár við verzlun, því greind hafði hann
góða, og var vel að sér til munns og handa, svo
segja mátti, að hvert verk léki i höndum hans.
Framan af æfi hans græddist honum því töluvert
fé. 3. nóv. 1866 gekk hann að eiga ungfrfi Sig-
ríði Helgadóttur, Teitssonar, fyrverandi verzlunar-
manns og merkisbónda í Keflavík. Þau voru í
hjónabandi 30 ár, en varð eigi barna auðið.
Öll búskaparár sín mun Jón sál. hafa stundað
sjómennsku, þar til hann á seinni árum eigi gat
að staðaldri stundað þá atvinnu, með jafnmiklu
kappi og áhuga, eins og á yngri árum, sökum
heilsulasleika, einkum brjóstveiki, sem mun hafa
dregið hann til dauða; þó voru þau hjón ávallt
heldur veitandi, en þurfandi.
Eins og áður er ávikið, var Jón sál. greindur
og vel að sér, enda þótt fáir út i frá hefðu mikið
af því að segja, því hann var framúrskarandi dul-
ur, og frá sneiddur því að láta mikið á sér bera,
enda var hann einstaklega stilltur og gætinn í
allri framgöngu. (e-j-r).
Fólksljöldinn á ailri jörðunni var árið
1891 talinn 1480 œiijónir. Þar af voru í
Asíu 826 miljónir, í Evrópu 357, í Afríku
164, í Ameríku 122, og í Ástralíu 11
miljónir.
Sjálfsmorð eru ávallt að farast í vöxt
í Norðurálfunni. Minnst ber á þeim bjá
slafnesku þjóðunum, eins og sjá má af því,
að á Saxlandi stytta sér aldur 311 manns
af hverri miljón íbúanna, á Frakklandi
240, á Prússlandi 133, 1 Austurríki 130,
í Bayern 90, á Englandi 66, en á Rúss-
landi að eins 30 af hverri miljón.
Auðugasti svertingi í Chicago er
Louis Bates nú sjötugur að aldri. Hann
er algerlega ómenntaður, gengur í gauð-
72
„Hvaða yndi hef eg af drengnum", sagði hann,
„þá er Feliknaz mín er látin ?“
„Murad“, kallaði eg, „Feliknaz þín er hér“.
Þá fiýtti hann sér til mín og tók mig í fang sér,
en sleppti mér skjótt til þess að horfa á mig, kolsvarta
af reyk, og með tárin í augunum kyssti hann andlit
mitt og hár hvað eptir annað.
Hann sneri sér nú við og sagði með glaðri röddu:
„Vinir mínir! Eg hugði mig öllu sviptan, en Allah
hefur gefið mér bezta dýrgripinn minn aptur. Vorkennið
mér ekki, eg er sæll“.
Við misstum mikinn hluta af eigum okkar í þess-
um eldsvoða. Ambáttir okkar struku og tóku með sér
allt, er þær fundu fémætast.
Murad er sanntærður um, að ambáttirnar hafi kveykt
í húsinu, en í stað þess að harma og kveina yfir missi
eigna sinna, gerir hann allt, sem í hans valdi stendur,
til að bæta úr böli okkar, ber enn meiri umhyggju fyr-
ir mér en áður, og það eitt hryggir hann, að sjá mig
þjóna sér.
En ef hann ymprar hið minnsta á því, vef eg að
eins örmum mínum um háls honum og hvísla:
„Ertu þá alveg búinn að gleyma því, að hún
Feliknaz er ambátt þín?“
69
stökk á svipstundu upp úr rúminu og gekk út að glugg-
anum. Þá sá eg, að breiður eldstrókur stóð úr húsinu
okkar þráðbeint í lopt upp og eg heyrði brakið í rjáfr-
inu og sá reykinn leggja í allar áttir. í einhverju
dauðans ofboði tók eg barnið í fang mér, þreif gim-
steinaskrín mitt, varpaði yfir mig hvítum, löngum lín-
feldi og hljóp svo til dyra. Æ! Þær voru læstar.
Fyrir utan gluggann var autt steinlagt svæði og her-
bergi mitt var á öðru lopti.
„Eg heyrði kallað: „Eldur, eldur!“ og með ótta og
skelfingu heyrði eg óp þetta endurtekið, unz það berg-
málaði allt í kring.
Allah, miskuna mér“, kallaði eg. „Barnið mitt,
barnið mitt“. Eg varð lafhrædd og hrollur fór um mig
alla, er mér datt í hug, að við kynnum að brenna þarna
inni og að eg gæti ekkert gert til að frelsa drenginn
minn.
Eg kallaði út um gluggann, en enginn heyrði, því
að hávaðinn í fólkinu við framhlið hússins deyfði ger-
samlega rödd mína.
Eg reyndi að stilla mig eins og mér var framast
unnt; eg gekk aptur að hurðinni og hristi hana af afli,
en ekkert dugði. Eg leit aptur út um gluggann, en
sá okkur þar að eins skjótan og geigvænlegan bana bú-
inn. Eg heyrði nú, að þakið var farið að hrynja, og
Á