Þjóðólfur - 22.11.1895, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 22.11.1895, Blaðsíða 4
220 rifnum fataræflum og lifir eins og bein- ingamaður. Hann kom allslaus til Chicago 1861 og fékk vinnu í verksmiðju nokk- nrri, en hefur nælt svo síðan, að eignir hans eru nú metnar 2 miljónir dollara eða um 7x/2 miljón króna. Stærsti demant í heimi kvað nýlega vera fundinn í gimsteinanámum í Bahía í Brasilíu. Hann er um 3100 „karat“ að þyngd, eða 2129 „karat“ meira en hinn stærsti, er menn hafa áður þekkt og að eins er 971 „karat“. Þessi feiknastóri demant er eign írakknesks félags nokkurs í Bahía, og er Brasilíustjórn tekin að semja við það um kaup á þessum dýrind- issteini handa gripasafninu í Rio Janeiro. Kand. theol. Geir Sæmundsson pré- dikar í dómkirkjunni á sunnudaginn kemur kl. 12. Tímaritið „Kringsjaa“ gefið út af Olaf Norli í Kristjaníu kemur út tvrnvar í hverjum mánuði, eða alls 24 hepti um árið, og kostar 12 krónur. Hvert hepti 80 bls. Fjölskrítðugasta og skemmtilegasta tíma- rit á Norðurlöndum. Ómissandi fyrir hvern menntaðan mann, er vill fylgja með tím- anum. Tímaritið má panta hjá flestum bóksöl- um á íslandi eða beint frá útgefandanum. ÞJÓÐÓLFUR 1896. Hlunnindi fyrir nýja kaupendur að næsta (48.) árgangi: Sögusafn Þjóðólfs fjflgur bindi (5., 6., 7. og 8.), 1892, 93, 94, og 95. AIls um 500 bls. Mjög skemmtilegt safn. Þar á meðal íslenzkar sögur t. d. „Magnúsar þáttur og Quðrúnar“ og „Hungurvofan“ eptir séra Jónas Jónas- son. Með því að búast má við, að sumir nýir kaupendur vilji eignast það, sem út er komið af hinni frbðlegu sögu af Þuríði formanni og Kamhsránsmönnum, geta þeir fengið keypt þessi þrjú fyrstu hepti, sem þegar eru prentuð, fyrir 1 kr. 75 a. öll. (þ. e. 1. hepti 75 a., 2. h. 50 a., 3. h. 50 a.). Það eru síðustu forvöð fyrir þá, sem vilja eignast alla þessa sögu, því að sárlítið er eptir af 1. heptinu. Þessi hepti verða ekki send neinum fyr en um leið og þau eru borguð, en vissara er að panta þau með blaðinu, ef menn ætla að kaupa þau, því að þá verða þau geymd. Engir aðrir en nyir kaupendur Þjbðolfs geta átt kost á að fá sögu þessa keypta. Fjbrða hepti sögunnar, er kemur út næsta ár, fá allir kaupendur blaðsins, gamlir og nýir, ókeypis. Þessi ofangreindu kjör standa nýjum kaupendum til boða obreytt til 1. marz 1896. WfT" Eptir nýár hefst í Uaðinu frum- samin íslenzk skáldsaga, byggð á sannsögu■ legum atvikum úr þjbðlífi voru. Hús til sölu, lítið en nýtt og vand- að, með háum og góðum kjallara, á skemmti- Iegum stað í bænum. Ritstj. vísar á. Hvíthyrnd ær hefur mér yerið dregin í haust með mínu marki, 4—5 vetra gömul, með undanfæringamarki: tvístýft fr. hægra, gert í hálft af fjöður eða stig apt. (þó fallinn broddur); stúfrifað og gagnbitað vinstra; hornamark óglöggt; brenni- mark máð svo, að ekki er hægt að lesa úr. Þessi kind hefur ekki verið hjá mér næstl. vetur, og get því ekki sagt hana mína eign. Sá, sem getur sannað eign sína á kind þessari, og borgað þessa auglýsingu, getur vitjað andvirðisinB til mín. Miðhúsum í Garði 28/10 ’9ð. Magnús Þórarinsson. Sítrónolía, eggjapúlver, gerpúlver, sukkat, kardemommer, lárberjalauf o. fl. fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Eigandi og ábyrgðarmaðnr: Hannes Þorsteinsson, cand. thcol. FélagsprentsmiSjan. 70 hefði eg verið ein, hefði eg eflaust fallið í ómegin, en eg mátti ekki láta hugfallast vegna barnsins míns. Þá mundi eg allt í einu eptir því, að rétt hjá her- bergi mínu var klefi nokkur, þar sem geymdur var sængurfatnaður og ýmislegt rusl. Á klefanum var lítill gluggi, sem vissi út á þakið á hesthúsinu, og datt mér í hug, að þaðan kynni að takast að komast brott. Eg vafði löngu og breiðu silkibandi utan um barnið mitt og batt það svo við mig, fór því næst út um glugg- ann og renndi mér fyrst, en lét svo fallast niður á hest- húsþakið. Umhverfis mig var allt hulið þykkum reyk; en þá víldi svo vel til, að snöggur vindblær dreifði hon- um, svo að eg gat glöggt séð, hvað eg hafðist að. Mér tókst þá að renna mér dálítinn spöl ofan af þakinu og hoppa þaðan niður. Annar fóturinn á mér fór úr liði um öklann og við byltuna meiddist eg á höfðinu, en drenginn minn sakaði alls ekki neitt. Eg hljóp kippkorn frá húsinu yfir strætið og fleygði mér niður bak við lágan múrvegg, sem ekki var á al- mannafæri, en þá féll eg í ómegin. Þegar eg raknaði við aptur var heimilið okkar skemmtilega ekkert annað en rjúkandi rústir, er slökkvi- vélarnar helltu án afláts vatni yfir. Þar var saman kominn mesti sægur af mönnum til 71 að svala forvitni sinni, og vildi ekki frá hverfa fyr en eldurinn væri gersamlega búinn að vinna hryðjuverk sitt. Þá þekkti eg álengdar manninn minn, er stóð þar í hóp vina sinna. Hann var fölur sem nár og augu hans voru sem brostin af harmi. Eg sá, að hann tók upp logandi spýtu^ eldibrand úr því húsi, þar sem hann hugði, allt, er honum var kærast og hjartfólgnast, hefði látið lífið. Hann rétti eldibrandinn að vini sínum til Þess hann gæti kveykt í vindli, og sagði: „Þetta er hin eina gestrisni, er eg get sýnt“. Eg varð hrædd, er eg heyrði rödd hans; í henni lýsti sér ógurieg örvænting, og eS að varir hans titruðu, er hann talsði. Eg þoldi ekki að sjá hann kveljast lengur, og kall- aði því til hans: „Syni þínum er borgið!“ Hann leit við, en feldurinn minn, sem var orðinn bæði rifinn og óhreinn, huldi mig, og eg sat í skugga, svo hann þekkti mig ekki. Röddin hefur einnig eflaust verið annarleg, Því eptir allar þær geðshræringar og þrautir, er eg hafði þolað, gat eg ekki haft vald yfir henni. Hann kom samt auga á barnið, er eg hélt eins hátt á lopti og eg gat, og gekk nær okkur.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.