Þjóðólfur - 31.01.1896, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 31.01.1896, Blaðsíða 2
r ups, að kosning hr. Þorv. Brynjólfssonar til utanþjóðkirkjuprests, öðlist ekki allra- hæsta staðfestingu „fyr en það sé nægi- lega sannað, að söfnuðurinn hafi fengið sér kirkjubygging, er sé útbúin öllu því, er sé nauðsynlegt til venjulegrar guðsþjón- ustu og ekki sé notuð til neins annars“ o. s. frv. — Mál þetta hefur Iegið mjög lengi á döfinni og rekizt fram og aptur hér innanlands milli sóknarprestsins, próf- astsins, biskupsins og landshöfðingja, og því næst siglt til ráðaneytisins, kennslu- málastjórnarinnar og Sjálandsbiskups, og kemur svo þaðan aptur til að byrja nýja hringferð, er getur staðið lengi yfir, og svo loks þá er öllum skilyrðum verður fullnægt, þá neitar þjóðkirkjan algerlega að leggja nokkra blessun yfir starfsmann hins nýja safnaðar, euda þótt hann að öllu leyti fylgi hinni sömu trúarjátningu sem þjóðkirkjan og sömu helgisiðum í öllu verulegu. Þetta dæmi sýnir, að það er ekki svo auðhlaupið að því, sem margur hyggur, að slita sambandinu við þjóðkirkj- una, og að fríkirkjumálið, er nokkrir and- legrarstéttarmenn hafa haldið fram í seinni tíð, er ekki svo auðsótt, sem sumir for- mælendur þess virðast hafa ímyndað sér. Nú verður kandídat utanþjóðkirkjumanna í Yallanessprestakalli að sigla til Ameríku og taka þar vígslu af Winnipegbiskupn- um, ef hann vill fá einhverja kirkjulega blessun. En það er dálítill ónotakrókur og óþarfa lykkja á leiðinni að vorum dómi, úr því að vér höfum biskup launaðan af landsfé, er sannarlega ætti að vera heim- ilt að framkvæma öll sómasamleg embættis- verk og leggja kirkjulega blessun yfir samtrýinga sína. Starfsemi kvennfélagsins. Síðan hið íslenzka kvennfélag var stofn- að hér í bænum í hitt eð fyrra hafa þess- ar aukadeildir verið stofnaðar: í Keflavík deild með 20 meðlimum (forseti frú Anna Thoroddsen), fyrir Vatnsleysuströnd og Voga deild með 30 meðlimum (forseti frú Ingibjörg Sigurðardóttir, Kálfatjörn), í Hafnarfirði deild með 20 meðlimum (for- seti frú Valgerður Gísladóttir), á Húsa- vík deild með 14 meðlimum (forseti frú Elísabet Jónsdóttir). Kvennfélagið hefur gefið 1763 krónur til hinnar fyrirhuguðu háskólastofnunar, eins og áður hefur verið skýrt frá bæði í Þjóðólfi og ársriti félagsins. Það hefur og gengizt fyrir stofnun bindindisfélags ís- lenzkra kvenna, sem hefur gengið í sam- 18 band við alheimsbindindisfélagið „Hvíta bandið“. Einnig hefur félagið sent áskor- anir til þingsins í kvennréttindamálinu og tekið þátt í Þingvallafundinum með því að senda fulltrúa á Þingvöll, sem fundur- inn veitti bæði málfrelsi og atkvæðisrétt. Einnig hefur félagið haldið uppi mjög ó- dýrum akstri á þvotti í Laugarnar síðan í maí síðastl. m. fl., er kvennfélagið hef- ur haft á prjónunum og til nytsemdar má horfa, þótt ekki sé enn komið í kring. Af skýrslu þessari má sjá, að kvenn- félagið hefur þegar starfað mikið í Reykja- vík, og auk þess hafa deildirnar út um landið ekki legið á liði sínu, og kemur skýrsla um starfa þeirra út í næsta árs- riti. Sökum þess, að svo stóð á stærð ársritsins í þetta sinn, gat ekki þessi skýrsla komizt þar að, en kemur í næsta. ársriti, ásamt skýrslu og reikningum kom- andi árs. Hvað fjárhag félagsins snertir, átti það í sjóði 1. janúar 1896 kr. 74,60. Bitnefnd kvennfélagsins. Um fréttaþráð til íslands hefur ís- landsvinurinn raag. Carl Kuchler í Leipzig ritað stutta grein í vikutímaritinu „Die Kritik" í Berlín, og skýrir þar frá því, hvað hingað til hafi verið gert í þessu máli, og hverja ályktun alþingi samþykkti í sumar. Hvetur hann aðrar þjóðir til að rétta íslendingum hjálparhönd, og bendir á, hversu ómetanlegt gagn gæti orðið að fréttaþræði hingað, einkum fyrir veður- fræðina og rannsókn heimskautalandanna og heimskautahafanna. Er greinin rituð af mikilli velvild í vorn garð, og getur leitt til þess, að erlendar þjóðir fari að veita máli þessu meiri eptirtekt en hingað til. Þess má geta, að hr. Kiichler lætur sér mjög annt um þau framfaramál, sem nú eru helzt á dagskrá hjá oss. Um há- skólamálið hefur hann t. d. ritað ítarlega grein í „Academische Revue“ í Miinchen, eins og áður hefur verið minnst á hér í blaðinu, og nú nýlega í októberhepti þessa tímarits stutta skýrslu um lærða skólann m. fl. Hann skilur mæta vel íslenzku og getur ritað hana. Eptirmæli. Hinn 28. ágúst f. á. andaðist merkiskonan Gróa Ólafsdóttir að Tcigi í Fljðtshlíð, eptir mjög lang- vinnar og þungbærar þjáningar. Foreldrar Grðu sál. voru merkishjðnin Ólafur Einarsson stúdents að Skðgum undir Eyjafjöllum og Guðrún Auðuns- dðttir prests að Stðruvöllum, er var brððir Arnðrs prðfasts í Vatnsfirði. Gróa heitin var gipt 16. okt. 1868 Magnúsi Guðmundssyni á Teigi, sem var einn af afkomendum séra Lopts á Krossi i fjðrða lið. Þau eignuðust 4 börn; lifir af þeim ein dóttir, sem er gipt Guðjðni Jónssyni í Hlíðarendakoti, er hann kominn frá séra Lopti í fimmta lið. Gróa sál. varð ekkja 80. maí 1877. Giptist í annað sinn 16. júní 1881 Arnóri Einarssyni frá Seljalandi undir Eyjafjöllum, sem ber nafn frænda síns séra Arnðrs, er fyr var nefndur. Þau eignuðust 3 börn; Iifir eigi af þeim nema einn piltur 10 ára gamall. Grða sál. var kona trúrækin og guðbrædd, sérlega fyrirhyggjusöm og skyldurækin. Hjú sín hvatti hún mjög til iðjusemi og atorku og var þeim sjálf fögur fyrirmynd í því og allri gagnsemi, enda heppnaðist henni mjög vel að hylla þau að sér og manna unglinga þá, er til hennar komust. Öllum, er hún átti yfir að segja, reyndist hún sem göfug- lyndasta og raunbezta móðir, jafnt eptir að þeir voru frá henni farnir, eins og á meðan þeir voru hennar þjónar. Gestrisin var hún og sérlega gðð- gerðasöm við alla, en einkum stóðu hús hennar opin fyrir fátæklingum og öðrum nauðlíðandi mönn- um. Við fráfall hennar hefur því sveitin misst eina af hinum merkustu og mestu búkonum sínum.'' Hún var jarðsungin að Teigi 18. sept. að viðstödd- nm tveimur prestum, prófasti sýslunnar og íjölda fólks. (N. Þ.j. Hinn 23. septbr. f. á. andaðist hðndinn Helgi Bjarnason á Jörfa í Húnavatnssýslu eptir lang- varandi þjáningar af hrjóstveiki. Hann var fædd- ur að Hindisvík á Vatnsnesi 6. maí 1825. Eptir að hann var orðinn fulltíða, var hann mörg ár vinnumaður og ávann sér ætíð hylli og traust hús- bænda sinna fyrir trúmennsku, verkhyggni og fram- úrskarandi lægni við að hirða fénað. Hann var optast vinnumaður á stórbúum og mátti heita, að hann væri fremur ráðsmaður en vinnumaður, sér- staklega hvað fénaðarhirðing snerti. Mestan hú- skap sinn bjð hann á Jörfa í Víðidal, er hann tók við árið 1875, sem óálitlegu og niðurníddu klausturkoti. Á þessum 20 búskaparárum sínum á Jörfa byggði hann upp öll hús jarðarinnar, bæði peningshús og hæjarhús, sléttaði meiri hluta túns- ins og jók það út allt að kelmingi, og er þetta allt fráhærlega vel og vandlega gert. Helgi sál. varð snemma í búskap sínum mikill heyjabóndi og var mörgum sinnum bjargvættur annara, sérstak- lega má nefna vorið 1887, að þá mátti hann með réttu heita bjargvættur. Til sönnunar því, hve nákvæmur og góður fjár- hirðir hann var, má geta þess, að vorið 1887, þegar bændur i Húnavatnssýslu almennt misstu af fé sínu, einkum mikið af unglömbum, þá missti Helgi sál. að eins eitt unglamb (tvílembing). Þess væri óskandi, að land vort ætti marga hændur honum líka, því þá mundu jarðir brátt verða sætilegri en nú gerist og fjárbirðing betri; þar með væri þá þessum aðalbjargræðisvegi vorum betur borgið, en nú er orðið. Helgi sál var vel greindur og mjög trúrækinn, en stundum þótti sumum hann nokkuð sérlogur í skoðunum sínum. (Þ. Þ.j. Vestur-Skaptafellssýslu 30. desbr.: „í byrjun þessa mánaðar gerði hér slæmt kast með talsverðum snjógangi af landnorðri og síðan af út- suðri. Frost var einnig talsvert suma daga. Engir fjárskaðar urðu hér samt af hríðinni og snjór nú að mestu horfinn, því nú um tíma hefur verið mjög góð tíð og þeyvindur.—Ný kirkja var vígð að Reyni hinn 10. f. m. Er það allsæmilegt hús úr timbri,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.