Þjóðólfur - 31.01.1896, Side 3
19
smíðað af Samúel trésmið Jðnssyni á Eyrarbakka.
Yígði prðfastur hana að viðstöddum 2 prestum“.
Prestkosning fór fram í Útskálapresta-
kalli 25. þ. m. Af 270 kjósendum á kjör-
skrá sóttu 188 fundinn. Kosningu hlaut
Bjarni prófastur Þórarinssou á Prests-
bakka með 113 atkv. Séra Janus fékk
72 atkv. og séra Þorkell á Keynivöllum
3 atkv.
Bruni. Aðfaranóttina 28. þ. m. brann
fjós hjá Erlendi sýslunefndarmanni Er-
lendssyni á Breiðabólstöðum á Álptanesi,
og brunnu þar inni þrjár kýr, er hann
átti. Ætla menn, að eldurinn hafi kvikn-
að af neista, er fallið hafl ofan í moðið
kveldið áður, er kýrnar voru mjólkaðar.
Mjög þakklátir geta Hafnfirðingar ver-
ið nafnleysingjanum í 4. tölubl. ísafoldar
fyrir það, að hann hefur íest hina leiðin-
legu síldarsögu um aldur og æfi við Hafn-
firðinga, því að annars mundi fáum hafa
verið það kunnugt, að saga þessi (í 2. tbl.
Þjóðólfs) ætti einmitt við Hafnfirðinga-
Og hvað leiðréttir svo þessi herra í frásögn
Þjóðólfs? Ekkert. G-rein hans virðist byggð
á tómum misskilningi og engu öðru. Aðal-
atriðið á að vera, að í fyrri ádrættinum (?)
hafi verið dregnar að landi um 60 tuunur
(ekki 600) og af því hafi tapazt um 30
tunnur(I). En hvernig getur þessi herra,
sem sjálfur segíst elcki hafa verid viðstadd-
ur, ætlazt til, að menn taki orð hans trú-
anlegri, en þeirra manna, er viðstaddir
voru, og gizkuðu á, að um 600 tunnur
hefðu verið króaðar í netinu, áður en því
var sleppt, en þar af hefðu náðzt um 60
tunnur við ádrátt þá þegar á eptir?
Höf. virðist blanda þessu saman við annan
8íðari ádrátt, er fór fram nokkrum dög-
um síðar og alls ekkert er minnzt á í
Þjóðólfi. En frásögnin þar er beinlínis
tekin eptir 2—3 merkum Hafnfirðingum,
er vissu gerla um þetta síldarhneyksli og
við það verður að sitja, enda hefur ísafoldar-
Hafnfirðingurinn, er sumir þykjast renna
grun í, hver vera muni, harla lítið bætt
úr skák með þessari marklausu athuga-
semd sinni við rétta frásögn.
Hið íslenzka kvennfélag hefur ákveð-
ið að stofna útsölu („bazaru) á íslenzkum
iðnaði næstkomandi sumar, er standi yfir
2V9 mánuð, frá miðjum júní til ágústmán-
aðarloka.
Tilgangur þessa fyrirtækis er sá, að
gera mönnum hægra fyrir að koma í verð
því er þeir kynnu að vilja selja, og jafn-
framt að hvetja menn til meiri vandvirkni
og iðjusemi.
Þeir munir, er sendir yrðu á útsölu
þessa, geta verið margvíslegir, jafnt unnir
af konum sem körlum, t. d. má nefna alls-
konar tóskap og hannyrðir, einnig ýmis-
konar smíðisgripi úr málmi, tré eða horni.
Þeir, er kunna að senda eitthvað á út-
sölu þessa, eru beðnir að skrifa utan á
það til útsölunefndar kvennfélagsins i
Reykjavík eða til einhverrar af okkur
undirrituðum, er kosnar höfum verið til
að annast um útsölu þessa. Hver hlutur,
er sendur er, verður að vera með fast-
ákveðnu verði og greinilega merktur nafni
þess, er sendir.
Eptir að munirnir eru komnir í hend-
ur útsölunefndarinnar verða þeir vátryggð-
ir og að öllu leyti teknir í ábyrgð.
Þegar útsölunni er lokið, verður hverj-
um sendir sínir peningar að frádregnum
10°/o af upphæðinni, er álitið er að þurfa
muni til útsölukostnaðarins. Þeir munir,
er ekki ganga út, verða endursendir á
kostnað eiganda, nema hann geri aðra ráð-
stöfun.
Að endingu viljum vér óska, að menn
vilji sinna þessu fyrirtæki, svo það geti
12
svo miklum mun verra, en það hafði verið áður, að það
eitt gæti verið orsökin. Hann fann, að ekki var nú
hægt að komast hjá að fá ýmislegt úr kaupstað, sem áður
hafði eigi þurft. Það var til dæmis fataefni handa
krökkunum. Móðir þeirra sagðist ekki kunna við að
sjá þau lakar til fara en annara manna börn, það væri
ómögulegt, að vaðmál klæddi eins vel og danska efnið;
og þó var ekki hægt að komast af með minni ull til
heimilisins en áður. — Þá var kaffið. Á fyrstu búskapar-
árum sínum hafði hann ekki keypt nokkra baun af því,
eu bráðum þótti þægilegt að liafa það handa gestum,
og þá sér til gamans rétt á hátíðum og við tækifæri.
pvi næst var tekið upp að hafa það í litla skattinn á
sunirin, og svo þótti það ómissandi, ef mjólk vantaði,
og nú voru allír sannfærðir um, að það væri mjög hollt
að hafa það á eptir miðdegismatnum. Þórður varð ásamt
öðrum að fylgja tizkunni. Hjúin voru vön að segja, að
svona og svona hefði það verið hjá honum Árna eða
Birni húsbónda sínum í fyrra, og húsfreyjurnar sögðu,
að þau mundu ekki vilja hafa það lakara hjá sér en
þau hefðu vanizt því. Þórður hafði hátt og í hljóði
bölvað þessum kaffikaupum og 0pt gert ráð fyrir að
hætta þeim; þó varð aldrei af því. Honum fannst þá
reyndar hálf-leiðinlegt að neita sér um það, skömmina
þá arna, úr því þessi vani var kominn á. Hann var
9
tók hann það fram, hve kvennfólkið ætti þar gott. Eg
hugsaði svona til hennar Gunnu minnar, kunningi, því
þótt hún hafi alizt upp hjá mér, þá væri ekki ómögu-
legt, að eitthvað gæti orðið úr henni, ef hún hefði það
sem húu þyrfti, því ekki er von, að þessi grey geti orð-
ið mikið, þegar þau hafa ekkert.-----------Mér sýnist, að
við ættum endilega að reyna að komast í sumar“.
„Eg held það sé nú ekki svo óálitlegt fyrir þig“.
„Þú værir viss að græða þar líka“.
„Og ekki veit eg nú hvað því líður; eg held mað-
ur þakkaði fyrir, ef maður gæti komizt þolanlega af.
En eg held það sé ekki fyrir fátæklingana að komast
svona hjálparlaust. Eg get ekki skilið, að eg hefði
peninga til þess, þótt hægt væri að selja þetta rusl
eitthvað, sem ekki mundi heldur ganga greitt".
„Og einhver held eg yrði lakar staddur en þú. Eg
er líka viss um það, að hann Stebbi minn mundi ekki
amast við þér, ekki sízt ef við værum báðir svona
saman“.
„Hefur þú annað,, en ef þú gætir fengið eitthvað
fyrir þessar kindur?“
„Og ekki býst eg nú við, að eg geti nú eiginlega
gert reikning upp á mikið annað; eg hugsa að eg kom-
ist kannske af með það. Helga mín hefur nú verið í
vist og ætlar að kosta sig sjálf“.