Þjóðólfur - 31.01.1896, Page 4
20
framhaldist og haft tækifæri til að sýna
það gagn, er vænta má af því.
Reykjavík 28. jan. 1896.
Porbjörg Sveinsdóttir. Kristín Benedildsd.
Ingibjörg Bjarnason. Ingibjörg Jóhnsen.
Elín Eggertsdóttir.
Öllum þeim æðri og lægri, er sýndu
mér hluttekningu í sorg minni við
fráfall míns elskaða eiginmanns J 6 n s
háyfirdómara Péturssonar og heiðr-
uðu jarðarfðr hans 25. þ. m. með nær-
veru sinni, flyt eg, ásamt nærstðddum
og fjarstöddum hörnum liins látna og
nánustu venzlamönnum, mitt hjartan-
legasta þakklæti.
Reykjavík 28. jan. 1896.
Sigþrúður Friðriksdóttir.
C. ZIMSEN
hefur einkaútsölu fyrir ísland
Quibells Sheep Dip & Cattle Wash.
Ágætt baðlyf
á kindur og aðrar skepnur.
Eeglur fyrir brúkuninni verða prentaðar
á íslenzku.
Lífsábyrgðarfélagið „Star“.
Umboðsmenn félagsins eru:
Borgari Vigfús Sigfússon, Vopnafirði.
Verzlunarm. Ármann Bjarnason, Seyðisfirði
Verzlunarm. Grimur Laxdal, Húsavík.
Ritstjóri Páll Jónsson, Akureyri.
Verzlunarm. Kristján Blöndal, Sauðárkrók.
Séra Bjarni Þorsteinsson, Siglufirði.
Verzlunarm. Jón Egilsson, Blönduós.
Bókhaldari Theodor Ólafsson, Borðeyri.
Sýslumaður Skúli Thoroddsen, ísafirði.
Séra Kristinn Daníelsson, Söndum í Dýraf.
Kaupmaður Pétur Thorsteinsson, Bíldudal.
Kaupmaður Bogi Sigurðsson, Skarðstöð.
Bóksali Gísli Jónsson, Hjarðarholti í Dalas.
Verzlunarm. Ingólfur Jónsson, Stykkishólmí.
Kaupmaður Ásgeir Eyþórsson, Straumfirði.
Kaupm. Snæbjörn Þorvaldsson, Akranesi.
Læknir Skúli Árnason, Hraungerði, Árness.
Verzlunarm. Magnús Zakaríasson, Keflavik.
Ólafía Jóhannsdóttir, Reykjavík.
Skrifstofa félagsins er í Kirkjustræti 10,
opin hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 og
5—7 e. m.___________________________
Jarðir til sölu.
Hvammur í Holtum, Bolafótur í Njarð-
víkurhreppi, */4 úr Stóra-Hólmi í Leiru og
Tjarnarkot í Njarðvíkurhreppi ásamt
2/g úr stóru og vönduðu íbúðarhúsi, sem
stendur á lóðinni.
Mjög aðgengilegir borgunarskilmálar.
Lysthafendur snúi sér sem fyrst til undir-
skrifaðs, sem af skiptaráðandanum í Kjós-
ar- og Gullbringusýslu er falið að selja
ofanskrifaðar fasteignir ‘undir hendinni’.
Áshjörn Ólafsson,
Njarðvík.
Jörðin Laugardælur
í Árnessýslu er nú þegar til sölu. Tún
gott, mest 200 hestar af töðu. Úthey-
skapur töluverður, bæði mýri og valllendi.
Dúntekja í hólmum í Ölfusá um 40 pund
(að aukast). Laxveiði mikil, opt yfir 1000
krónur á ári. Liggur örstutt frá Ölfusár-
brúnni. Kartöflur í heitum garði nálægt
laug í túninu, um 30 tunnur á ári.
Timburhús ágætt.
Menn snúi sér til Sturlu Jónssonar
kaupmanns í Reykjavík.
Gnðxn. Guðmnndsson.
Fyrirlestur
um sköpunina og vísindin
heldur herra prestur J. Frederiksen á suuuudaginn
kemur 2. fehrúar, kl. 872 e. m., í Goodtemplara-
húsinu. Ágóðinn rennur í sjóð ThorvaldsensfélagB-
ins. Inngöngumiðar á 60 aura t'ást i Brydesverzl-
un laugardaginn 1. fehr. og við innganginn.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Porsteinsson, cand. theol.
Félagsprentsmiðjan.
10
Þórði var reyndar ekki um að eiga það á hættu að
styrkja Hallgrím til muna, og kom honum því vel svar
þetta. — „Hvernig ætli það sé með þessi útgjöld þar?“
spurði hann ennfremur. „Ætli þau séu hreint engin?“
„Aldeilis engin“, svaraði Hallgrímur fljótt, „það
sagði ‘agentinn’ mér“.
„Líklegt er þó, að einhverstaðar þurfi að taka það,
ekki er þar svo lítið ‘umvélis’“.
„Stjórnin kostar það allt saman, og svo gefur landið
það einhvern veginn af sér, held eg“.
Ja, það er nú aldrei munur eða hérna, þar sem
hver skildingur er herjaður út af þessum bændaræflum.
Um minna má draga“.
Þórður fór að engu óðlega. Hann spurði Hallgrím,
og Hallgrímur leysti úr öllu með því, sem ‘agentinn’ hafði
sagt honum. Þegar þeir voru komnir út á hlað, sagði
Þórður, að það væri ekki aldeilis fráleitt að hafa þetta
í huga, ef einhver skepnan tórði til vorsins. Það þyrfti
ekki að geta um það fyrst um sinn. Hann þyrfti að
minnast á það við konuna o. s. frv.
Svo kvöddust þeir. Þórður gekk til baðstofu, og
þegar hann var kominn úr snjóplöggunum, settist hann
með prjóna sína og mælti ekki orð allt kveldið.
* * *
Þórður hafði búið allan búskap sinn, milli 20 og
n
30 ár, á Seli. Jörð sú lá í dálitlum dal upp af aðal-
héraýinu. Tengdafaðir hans hafði átt hana hálfa — hinn
helmingurinn var kirkjueign — og fengið dóttur sinni
Þórunni, þegar hún giptist heiman. Þær systur voru tvær,
— hin yngri þeirra hét Anna — og var svo kært með
þeim, að þær höfðu heitið því, að nefna í höfuð hvor á
annari fyrstu dætur sínar.—Þau Þórður og Þórunn höfðu
byrjað búskap með mjög litlum efnum, en svo smá-
fjölguðu þau fé og urðu fremur veitandi en þurfandi,
enda lagðist sá orðrómur á, að Þórður gamli væri ekki
að hampa skildingnum, þótt honum innhentist hann, en
hann mundi sjá um sig. Nú á síðustu árum fannst
Þórði, að sér og búskap sínum hnignaði meir og meir, og
það var líka að nokkru leyti satt. Sjálfur var hann kom-
inn um fimmtugt og farinn að finna mjög til lúa og
lasleika. Börn þeirra hjóna voru 3: Ólafur 21 árs,
Anna 18 ára og Guðmundur 16. Þau voru að vísu
komin svo til vinnu, að eigi þurftu foreldrar þeirra að
hafa vinnufólk nema einn kveunmann. En þau þurftu
líka margs með, svo sem gerist á þeim aldri. Þórður
átti á síðustu árum erfitt með að verjast kaup-
staðarskuldum. Opt hafði hann hugsað um, hvað ylli
þessari apturfór, en það var ekki svo auðvelt að sjá
það í fljótu bragði. Auðvitað áttu útgjöldin og vaxandi
hreppsþyngsli nokkurn þátt í því; en þetta var þó ekki