Þjóðólfur - 17.03.1896, Side 4
52
Póstskipið „Laura" kom hingað að
kveldi 14. þ. m. Farþegar með því voru:
Björn Q-uðmundsson kaupmaður, Daníel
Daníelsson ljósmyndari, Pétur Hjaltesteð
úrsmiður, og Berry meðeigandi verzlunar-
innar „Edinborg“ hér í bænum; ennfrem-
ur spunavélameistari danskur til Björns
Þorlákssonar á Álafossi, Nielsen að nafni,
og þrjár danskar Hjálpræðisherdömur, til
liðveizlu og huggunar hermönnunum hér
heima.
Embættaveitingar. Landritaraembætt-
ið er veitt af konungi 28. f. m. Jbni Magn-
ússyni sýslumanni í Vestmannaeyjum, og
önnur málsfærslumannssyslanin við landsyf-
irréttinn 29. s. m. cand. jur. Oísla ísleifs-
syni.
Embættispróf í lðgum við háskólann
hefur tekið Björgvin Vigfússon með 2.
einkunn.
— Fyrri hluta læknaprófs hefur tekið
Kristján Kristjánsson með 1. einkunn og
fyrri hluta fjöllistaprófs (polyteknisk Exa-
men) Sigurður Pétursson frá Ánanaustum
með 2. eink. góðri.
Stórkaupmaður P. C. Knudtzon er
orðinn einn af bankastjórum við þjóðbank-
ann í Kaupmannahöfn, með 12,000 kr. laun-
um um árið. Hann er áður fyrirliði í hernum
og konungkjörinn alþingismaður, auk þess
sem hann, eins og kunnugt er, rekur verzl-
un hér á landi: í Reykjavík, Hafnarfirði og
Keflavík. Er mælt, að þessar verzlanir
eigi að hætta bráðlega, ef ekki tekst að
selja, með því að hr. Knudtzon vill losa
sig við störf sín hér.
Innflutningsbannið á lifandi fénaði til
Bretlands er, eins og áður er getið hér í blaðinu,
ekki enn komið í kring, en eptir pví sem frétzt
hefur, kvað vera mjög tvísýnt, að nokkur undan-
þága fáist, að þvi er ísland eða önnur lönd snert-
ir. 1*6 er mælt, að Norðmenn geri sér fremur
vonir um það, hvað Noreg snertir, og er líklegt,
að ísland yrði þá sömu hlunninda aðnjótandi. Væri
ðskandi, að betur rættist úr þessu, en áhorfist. —
Hér á landi er að vonum mikill uggur og ótti við
bann þetta, og fundir hafa víða haldnir verið í
sveitum til að ræða um þessi vandkvæði, en eins
og eðlilegt er, getur það ekki haft mikla þýðingu
eða áhrif úr þessu. ÍJr Þingeyjarsýslu er ritað
19. f. m., að kaupfélagið þar hafi afráðið að senda
mann til Skotlands til að reyna að koma á kjöt-
flutningi í ís héðan og þangað, ef bannið verður
lögleitt. Fundur var og haldinn á Stórólfshvoli
2. þ. m. og landshöfðingja skrifað um málið. Má
ganga að því vísu, að hann geri allt, sem í hans
valdi stendur, til að fá voðabanni þessu afstýrt,
hver sem árangurinn verður.
Fyrirspurnir og svðr.
Um 1862 sá eg, að hékk í Skálholtskirkju stór
olíumynd, af Finni biskupi. Nú heyri eg sagt, að
hún sé horfin úr kirkjunni. Hvar er hún nú og
hvers eign er hún? Spurull.
Svar: Olíumynd þesBi mun nú vera í eign ekkju
Hilmars Finsens Iandshöfðingja eða barna þeirra í
Danmörku. Bigendur Skálholtskirkju (Bjarni amt-
maður Thorsteinsson eða synir hans) höfðu, að því
er mælt er, gefið hana Finsen landshöfðingja, sem,
eins og menn vita, var sonarsonarsonur Finns
biskups.
Eg er búandi á kirkjujörð, sem fyrir fám árum
var prestssetur, og á kirkjan allt heimaland og
ítök í annari jörð. Mér er nú byggð jörðin með
öllum þeim hlunnindum, sem presturinn átti. Missi
eg eða kirkjan þessi ítök fyrir það, að þeirra var
ekki getið, þegar landamerki jarðanna voru gerð?
Svar: Nei.
Bg er félaus maður, en er að reyna til að vinna
fyrir móður minni örvasa, svo hún ekki fari á
hreppinn, með því að vera í sjálfsmennsku, en
hreppsnefndin skyldar mig til að kaupa lausa-
mennskubréf og bannar mér að vera laus annars.
Svar: Hreppsnefndin hefur rétt til að krefjast
þessa samkvæmt lögum.
í sambandi við þessar fyrirspurnir skal þess get-
ið, að eptirleiðis verða engar fyrirspurnir teknar í
blaðið og svarað, nema borgun fylgi, eins og fyrir
hverja aðra auglýsingu (2 aura orðið). Br áríð-
andi, að þær séu sem styztar og greinilega orðað-
ar. Sakir rúmleysis í blaðinu höfðum vér hugsað
oss að sleppa algerlega öllum fyrirspurnum, en með
því að ýmsir fyrirspyrjendur hafa mikillega ðskað
að fá spurningum sínum svarað opinberlega, þá
munum vér gera það við og við fyrst um sinn,
eptir því sem rúm blaðsins og aðrar ástæður leyfa.
Bitstj.
Konur þær, er kynnu að vilja koma
ritgerðum í Ársrit bins íslenzka kvenn-
félags, eru beðnar að senda þær til for-
seta félagsins fyrir lok ágústmánaðar
næstk. Ritgerðirnar ættu helzt ekki að
vera lengri en lx/a örk, og hljóða annað-
hvort um kjör og réttindi kvenna eða eitt-
hvert almennt mál.
Sigþrúður Friðriksdóttir
(p. t. forseti félagsins).
Nýjar glatt-tennur úr agath, fyrir bók-
bindara, selur öuðmundur bóksali á Eyrar-
bakka með vægu verði.
Sami borgar manna bezt ógölluð, brúk-
uð, íslenzk frímerlci.
ísenliram ýæisi. kom
með „Laura“
í verzlun Sturlu Jónssonar.
Emil V. Abrahamson
Kaupmannahöfn K.
Þær vörur, sem firmaið sérstaklega flytur:
Campechetré, kvistalaust, blátrjárextrakt,
indigó- og anilínlitir, pakkalitir og önnur
litarefni. Kateeliu til veiðineta.
K.artÖHnr nýkomnar í
verzlun Sturlu Jónssonar.
Ekta dönsk normal Marseillesápa.
Einka-útsala í Reykjavík
hjá H. Th. A. Thomsen.
Sjá fylgiblaðið!
Farli, fernisolía, terpentína, kítti,
rúðugler m. m. fæst í
verzlun SturlU Jónssonar.
Brúkuö íslenzk frlmerki
verða jafnan keypt. Verðskrá send ókeypis.
Olaf Grllstad, Trondhjem,
Steinolia
fæst í verzlun Sturlu Jónssonar.
Kfllli., leskjað og óleskjað, einn-
ig sement fæst í
verzlun Sturlu Jónssonar.
Loirtan aí ýmsum tegund-
um fæst í
verzlun Sturlu Jónssonar.
• u Ekta anilínlitir
•fH •iH fást hvergi eins góðir og ódýrir eins og »
NH í verzlun * a
d se Sturlu Jónssonar HN
ce M Aðalstræti Nr. 14. S* <?4»
•
Peir, sem þjást af
hörundskvillum
með þurrum, vilsufullum eða hrúðri liuldum bólum
ásamt óþolandi kláða í liörundinu, sem samfara er
þessum sjúkleika, verða áreiðanlega læknaðir með
„dr. Hebra’s Flechtentod“ (dr. Hebra’B kláðalyf),
jafnvel þeir, sem áður hafa árangurslaust Ieitað
sér lækninga. Lyfið er óskaðvænt til útvortis
notkunar. Kostar 10 krónur, er greiðist fyrirfram
með póstávísun eða í frímerkjUm, og verður þá
lyfið þegar sent viðtakanda að kostnaðarlausu.
Sölustaður: St. Marien-Drogerie, Danzig. Tyskland.
Hónir og órónir sjóvetlingar
fást í
verzlun Sturlu Jónssonar.
13.1 og tilbúinn fatn-
aður með ágætu verði fæst í
verzlun Sturlu Jónssonar.
Singers-saumavélar fást ávaiit í
verzlun Sturlu Jónssonar.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorstelnsson, cand. theol.
Félagsprentsmiftjan.