Þjóðólfur - 27.03.1896, Síða 1

Þjóðólfur - 27.03.1896, Síða 1
Arg. (60 arkir) koator 4 kr. Krlendia 5 kr.- Borgiit fyrir 15. jftli. Cppsögn, bnndln viö Aramöt, ógild nem» komitilútgefand* iyrir 1. október. ÞJÓÐÓLFUE. XLYIII. árg. Erindreki páfakirkjunnar hefar sent mánaðarritinu „Yerði ljós!“ kveðju sína og það jafnvel í tveimur blöð- um vorum sama daginn, ‘Þjóðólfl’ (nr. 13) og ‘Fjallkonunni’ (nr. 12). Það má þá ekki minna vera en að einhver af oss, sem við útgáfu mánaðarritsins erum riðnir, þakki fyrir kveðjuna og þann heiður, sem blaði voru hefur verið sýndur með þessu, því að öðruvísi verður það ekki skoðað, þar sem sá, er kveðjuna sendi, er hvorki meira né minna en sendiboði hins „heilaga föður“ í Rómaborg, hins volduga eptirmanns post- ulans Péturs. Hr. Frederiksen í Landa- koti hefur þótt ástæða til að „bregða ljósi yfir upplýsingar þær“, sem stóðu í síðasta tölubiaði mánaðarritsins um páfakirkjuna á Norðurlöndum og evangelisku kirkjuna á Suðurlöndum. Slíkt er aldrei nema góðra gjalda vert, sé ljós það, sem upp er brugðið, ekki villuljós. En sannast að segja virð- ist oss svo vera hér. Eg fæ ekki betur séð, en að upplýsingar þær, er stóðu í blaði voru, haíi þolað ljós hr. Frederiksens, því að ýmist staðfestir hann það með grein sinni, sem í blaðinu stóð, eða blaðið hefur aldrei sagt það, sem hr. Frederiksen ber því á brýn. Hið síðara skal hr. Frederik- sen til vorkunnar virt, því annaðhvort hefur hann ekki skilið íslenzkuna til fulls, eða sá, sem útlagði greinarnar fyrir hann, ekki haft næga dönskukunnáttu til að út- leggja þær rétt. Eg vil þá taka hr. Fr. mér til fyrir- myndar og byrja aptan á efninu, og þá fyrst snúa mér að því, sem hann hefur raisskilið í blaðinu eða álítur að standi þar, þótt það standi þar alls ekki. Hr. Fr. endar grein sína með þeirri rúsínu, að „Yerði ljós!“ kalli kaþólsku trúna heiðindöm. Slíkt hefur „Yerði ljós!“ ekki gert. Þegar «agt er í blaðinu, að Lúther hafi flæmt burtu „myrkur hins rómverska beiðindóms“, þá ætti hverjum manni að geta skilizt það, að með því er ekki meint, kaþólska trúin, heldur liin heiðinglega villa, sem blandazt hafði saman við hina kaþólsku trú, og sem huldi sannleiksatriði trúarinnar fyrir mikium þorra manna og gerði myrkt í sálum þeirra, svo að þeir sáu ekki hið sanna Ijós fagnaðarboðskaparins. Þetta er Ileykjsvík, föstudaginn 37. rnarz 1896. sögulega sannað, svo að „Yerði ljös!“ finn- ur enga hvöt hjá sér til að taka það apt- ur. Það var heiðindómur í kirkjunni, þeg- ar páfarnir sendu erindreka sína út um löndin og seldu mönnum syndafyrirgefn- ingu fyrir peninga út í hönd, — og það grúfði myrkur yfir sálum manna, er menn létu féfletta sig þannig, köstuðu eignum sínum út fyrir slíkan hégóma, að eins til þess að auðga ýmsar af þeim ófreskjum í páfaskrúði, er á 15. öldinni sátu á „stóli Péturs“, ófreskjum eins og Jóhannesi 23., Innócens 8. og Alexander 6. — svo eg lengi ekki listann yfir þessa heilögu feður. Það var heiðindómur í kirkjunni, þegar því var haldið fram, að ekki að eins Krist- ur, heldur fjöldi helgra manna, hefðu gert miklu fleiri góðverk, en skyldan heimtaði, og að kirkjan því hefðiheilan „sjóð góðverka“, sem hún svo gæti — auðvitað fyrir ríflega þóknun — miðlað þeim úr, sem engin eða of fá góðverk hefðu, til þess að þeir gætu óskelfdir lifað og dáið, — og það grúfði myrlcur yfir sálum manna, er þeir létu bjóða sér slíkan heilaspuna, sem var í beinustu mótsögn við guðs orð (sbr. Lúk. 17,io). — Það var heiðindómur í kirkjunni, þegar mönnum var kennt að ákalla og dýrka ekki að eins Maríu móður frelsaraus, heldur og fjölda annara dauðra manna, og slíkt talið nauðsyniegt til sáluhjálpar, — og það grúfði myrkur yfir sálum manna, er slík hjátrú var tekin trúanleg, þar sem þó guðs orð segir skýlaust: „Einn er meðalgangari milli guðs og manna, maður- inn Jesús Kristur (sbr. 1. Tím. 2,s). — Það mætti einnig lengja þennan lista, ef rúmið í blaðinu leyfði, en þetta, sem tilfært hef- ur verið, nægir vonandi til að sýna mönn- um, að „Yerði ljós!“ fer ekki með öfgar, þótt það tali um „myrkur hins rómverska heiðindóms“. Og það skal ekki að eins staðhæft, að svo hafi verið, heldur skal einpig staðhæft, að svo sé enn í dag í páfakirkjunni, og að myrkur grúfi enn yfir fjölda þeirra sálna, er standa undir föður- legri vernd páfans í Róm. — „Yerði Ijós!“ hefur aldrei sagt, að fagnaðarboðskapur- inn ekki hljómi í páfakirkjunni, eins og hr. Fr. eignar því. Því fyrst og fremst stendur í blaðinu, að erindrekar páfans Nr. 15. varist í löndum prótestanta að „láta bera á því, sem hættast er við að hneyksli prótestanta .. . . en reyni að fara sem næst hinni evang. kenningu“ — og virðist hr. Fr. þetta vera sama sem að segja, að fagnaðar- boð skapurinn hljómi ekki hjá þeim ? Og því næst hvað kenningu þeirra viðvíkur heima fyrir, þá neitar „Yerði ljós!“ þvíhvergi, að einnig þar heyrist fagnaðarboðskapurinn,en NB. áýmsan hátt blandaður hégiljum og mannasetningum, helgimannasögum, sem enginn fótur er fyrir o. fl. þess háttar. En að fagnaðarboðskapurinn sé höfuðstyrkleiki páfakirkjunnar heima fyrir, því neitum vér, því það vita allir þoir, sem eitthvað hafa lesið um hið andlega ástand almúgans í kaþólskum löndum, að það er ekki Jesús Kristur, sem guðsdýrkun hennar snýst um, heldur mun hitt almennast, að numið sé staðar við dýrkun helgra manna, Maríu, Jósefs o. s. frv., sem heldur ekki er furða, þegar öðru eins hneyksli er haldið fram í kirkjunni, og því „að erfitt séaðverða hólp- inn fyrir fulltingi Krists, en léttfyrirfulltingi Maríu“; og að „dýrkunin“ verði hér að „tilbeiðslu“ er engum efa undirorpið, því þótt guðfræðilega menntaðir páfatrúar- menn kunni að gera greinarmun á þess- um hugmyndum, er sízt við því að búast, að alþýðamanna þar suður frá geti það, með þeirri „uppfræðingu", sem henni er veitt. En ífprótestantisku löndunum er farið gæti- lega í þær sakir, að halda þessu góðgæti um of fram, heldur er, eins og stendur i blaðinu, „reynt að komast sem næst evan- geliskri kenningu“. Eg þarf því ekki að fara upp í Landakot til að sannfærast ura þetta, því eg efa það ekki, að þar hafi til þessa verið gætt „vanalegra hygginda". — Loks er það rangt hermt af hr. Fr., er hann segir, að „Verði ljós!“ kvarti yfir því, að pápistar kalli hina evang.-lútersku trú „villutrú". Slík kvörtun stendur hvergi í blaðinu. Miklu fremur finnum vér það næsta hugsunarrétt frá páfalegu sjónar- miði, að þeir kalli okkar trúarskoðun „villutrú11, þar sem páfakirkjan heldur því fram, að enginn okkar evangelisk-lúterskra manna geti sáluhólpinn orðið, heldur eig- um ullir eina og sömu vistarveru fyrir höndum þegar þessu lífi lýkur.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.