Þjóðólfur - 04.04.1896, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 04.04.1896, Blaðsíða 2
66 Sýslufundur Dalamanna. Úr Dalaaýsla er Þjóðólfi ritað 21. f. m.: „Merkastu fréttir héðan eru, að nýlega var haldinn sýslufundur og rædd þar ýms mál að venju. Flest snerti þetta vana- lega, en þó bar nokkuð nýtt á góma, og má nefna þetta helzt af því sem samþykkt var: 1. Að á komandi vori á að baða allt sauð- fé í sýsluuni, fullorðna féð þegar það er tekið úr ullu og lömbin áður en þau eru rekin á fjall. Bræia skal innan öll fjárhús með sterkum meðulum. Allt saman til varnar fjárkláða. í hverjum hreppi á að setja mann til að annast um þetta málefni, sem vissulega er mik- ils vert og væri óskaudi, að fleiri héruð tæki slíkt upp til eptirbreytni. 2. Sýslunefndin veitti 100 kr. til að láta mann læra búlusetning á sauðfé til varn ar bráðapestinni. 3. Samþykkt var að sýslan tæki 10,000 kr. lán til að kaupa steinolíu-gufubát til ferða um Hvammsfjörð og Gilsfjörð, svo framariega sem upplýsingar þær, er um báta þessa geta fengizt hjá mönn- utn er gott vit hafa á, gefa góðar von- ir um, að slíkur bátur muni vel duga. 4. Nokkrir helztu menn í héraðinu hafa, fyrjr fagra forgöngu sýslumanns vors, sem er upphafsmaður málsins, tekið sig saman um að stofna með tillögum í 10 ár, uppfræðslusjöð fyrir unglinga í sýslunni. Var stofnun þessi nú lögð undir sýslunefndina, sem innheimta skal féð og stjórna sjóðnum. Fyrirtækið er mjög veglegt í alla staði, og væri lík- legt, að efnabændur í sýslunni, er hér eiga eignir og óðul, styrktu duglega þetta mál, því mest líkindi eru til, að þeirra niðjar verði hér og njóti góðs af sjóðnum. Embættismennirnir hér, sem sumir eru þó næsta fátækir, hafa fall- lega gengið á undan í þessu. 5. Lœknaskipunarmálið var tekið til um- ræðu, og varð sú niðurstaðan á því, að minnka læknisumdæmið hér þannig, að eyjarnar og Klofningsbæirnir á Skarð- strönd yrði lagt undir iækninn í Stykk- ishólmi, því fólki er hægra að sækja þangað lækni sjóveg; sömuleiðis var tal- að um, að Bæjarhreppur í Strandasýslu yrði skilinn frá umdæminu, hvernig sem það gengur. Samþykkt var einn- ig sú heppilega tillaga, að landssjóður keypti jörð haDda lækninum tilábúðar á hentugum stað í héraðinu. Eptirgjald ætlast menn tii að komi upp í laun hans. Þannig færi án efa bezt, að al- staðar væri upp til sveita. 6. Samþykkt hafði og verið með meiri hluta atkvæða, sú kynlega tillaga, að biðja landshöfðingja, að ákveða ekkert um það, hvar kauptún skuli vera við Hvammsfjörð (þegar búið er að mæla hann upp), fyr en næsta alþingi kem- ur saman. Vilji uppástungumanns er víst sá, að biðja þingið að afnema lög- gildinguna aptur. En slíkt er að mis- brúka þingsins dýrmætatíraameð hringl- andaskap, þar sem héraðsbúar hafa áð- ur eindregið beðið um löggildingu við fjörðinn, enda virðist eigi vanþörf á því, þar sem hér er svo afarlangt í kaupstað. Líka myndi mönnum norð- anfjalls í hafísárum, þegar engin skip komast inn á Húnaflóa, koma það vel, að hér væri kauptún. í sumar löggilti þingið Salthólmavík við Gilsfjörð fyrír innan Skarðstöðvarkaupstað,eptir beiðni fárra manna, án þess að sýslubúar vissi almennt nokkuð af því, en eigi er síður ástæða til að fá löggilding við Hvammsfjörð. Það er því hætt við, að einhverjir, innan skamms, yrðu til að óska á ný eptir kaupstað inn í Hvamms- firði. Rödd hevrðist á síðasta vori frá sama manni í þá átt, að biðja þingið að hætta við hina margumbeðnu upp- mælingu á Hvammsfirði, en láta það aptur gefa Dalamönnum peningana, er til þess eiga að ganga, til að kaupa fyrir gufubát handa sér, en því sinntu menn eigi sem betur fór og hefði sýslu- nefndin helzt átt að láta eins fara um þessa flugu. Að líkindum verður tillög- unni eigi gegnt. Lítið gagn virðist enn þá vera víða- hvar, að samþykktarlögum þeim sumum, sem þingið hefur gefið út á síðustu árum, og heimila sýslunefndum að setja reglur um ýmsa þarflega hluti. Þannig er eigi nefnt á nafn að vernda skógana, þar sem þeir eru, væri það þó engin vanþörf, því nóg eru menn búnir að eyðileggja landið með upprifi þeirra. Eigi er hér heldur neitt talað um kynbætur hesta, sem óum- flýjanlega hljóta óðum að ganga úr sér, ef eigi er aðgert, þar sem engum líðst uú á dögum, vegna aroasamra uágranna, að eiga graðhest eldri en tvævetran, svo það verða jafnan ungar og lélegar skepnur, sem fylja hryssurnar. Þetta þarf að laga sem allra fyrst. Það væri óskandi, að aratmenu vor- ir, sem hafa yfirstjórn sveitamálanna, vildu herða á sýslunefndunum að nota þær heim- ildir, til að setja þarfieg lög, sem þær hafa fengið“. Prófastur skipaður í Borgarfjarðarsýslu 31. f. m. séra Jón Sveinsson á Akranesi í stað Guðm. prófasts HelgaBonar í B,eykkolti, er beiðast hafði lausnar frá þeim atarfa. Skólastjórasýslanin við búnaðarskólann á Hóluin er nú veitt húfræðingi Jósep Björnssyni breppstjóra á ásgeirebrekku, er þar var fyr aköla- Btjóri, áður en Hermann tók við, en undirkennara- sýslanin við skólann er veitt Guðmundi Loptssyni realstúdent og búfr. í Viðvík. TJm skólastjórasýsl- anina sóttu auk Jóseps búfræðingarnir: Hjálmar Jónsson (bróðir Árna próf. á Skútustöðum), Pétur Hjálmsson caud. theol., barnakennari á Blönduósi, og Pétur Pétursson veitingamaður á Sauðárkrók. Slys. Að kveldi 29. febrúar livarf á Hofsós verzlunarmaður Benedikt Friðriksson (frá Miklabæ í Óslandsblíð Níelssonar), kvæntur maður um þrí- tugsaldur, vel að sér ger og vel þokkaður. Br ætlun manna, að bann hafi farið ofan um vök á á Hofsá þar rétt við kaupstaðinn. „Vesta“í lamasessi. Eimskipsútgerð land- stjórnarinnar virðist þvi miður ætla að ganga brum- ult, að minnsta kosti nú fyrst í stað, því að 31. f. m. kom hingað sendimaður norðan af Akureyri með þær óhappafregnir, að hið leigða gufuskip „Vest.a" hefði bilazt á þann hátt, að stýrið hrökk í sundur við árekstur í lagnaðarís, þá er hún var að leggja af stað frá Akureyti 22. f. m. Skoðaði sýslumaður þegar skemmdirnar með tilkvöddum mönnum, og kom þá i ljós, að stýrið haföi veriö bilað eða hálfbrotið áður, svo að eigi virtist hafa þurft svo mikið til, að það færi alveg í sundur. Var óðar sendur maður til Austfjarða til aðalurn- hoðsmanns erlendra skipaábyrgðarfélaga hér á landi, O.Wathne, til að skýra honum frá þessu, og um leið sendi Thomsen farstjóri annan mann til Borðeyrar, og þaðan var sent beint hingað suður og svo vest- ur á ísafjörð, til að reyna að fá gufuskipið „Á. Ásgeirsson“ til að halda þessari ferð Vestu áfram, en það var um seinan, því „Á. Ásg.“ var farinn til útlanda, og annað skip fékkst ekki hjá lival- veiðamönuum þar vestra. Vörunum, sem eptir voru í Vestu (2öO tons) hefur verið skipað upp á Akur- eyri, on Thomsen farstj. kvað hafa von nm að geta komið skipinu til Noregs til viðgorðar svo fljótt, að 2. ferð þess þurfi eigi að falla niður, en það er víst mjög hæpið, enda ekki óhugsandi, að Vesta verði alveg að strandi. Það er svo sem auð- vitað, að ábyrgðarfélagið, er Vesta var tryggð í, hlýtur að taka einhvern þátt i þessu óhappi. í- hugunarleysi, að hafa ekki varastýri meðferðís, einkum um þennan tíma árs. Er slys þetta rojög bagalegt og harla leiðinlegt svona í fyrsta skipti, og ekki enn séð fyrir, hversu óþægilegar afleiðing- ar það getur haft fyrir iandsjöð og framhald þeBsa fyrirtækis eptirleiðis. Hvalveiðabátur frá EUefsen á Flateyri kom hingað í gær með Hanues Ilafstein sýslumann og frú hans og 2—3 farþega aðra, cr brugðið höfðu sér vestur með „Á. Ásgeirsson11 um daginn og ætl- uðu að koma aptur um hæl með „Vesta“, en er það brást, hljóp Ellefsen svona rösklega undir bagga með flutuinginn. Hafís kvað nú vera fyrir Norðurlandi sumB-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.