Þjóðólfur - 04.04.1896, Blaðsíða 4
68
Jens Hansen
Testergade 15, K,jöbenliavn K
hefur hinar etærstu og ódýrustu birgðir í
Kaupmannahöfn af eldavélum, ofnum og
steinolíuofnum. Eldavéiarnar fást hvort
menn vilja heldur fríttstandandi eða til
þess að múra upp og eru af mörgum stærð-
um frá 17 kr. Yfir 100 tegundir af ofn-
um. Magasinofnar, sem hægt er að sjóða í,
líka öðruvísi útbúnir frá 18 kr. af beztu
tegund; ætíð hin«r nýjustu endurbætur og
ódýrasta verð. Nánari upplýsingar sjást á
verðlista mínum, sem er sendur ókeypis
hverjum, er þess óska og sem skýrir frá
nafni sínu og heimili. Yerðlistinn fæst
einnig ókeypis á skrifstofu þessa blaðs.
Hannyrðabókin og Rauðbetta fæat á
skrifstofu „t>jóð61fs“.
Uppboð.
Hér með auglýsist, að föstudaginn hinn
15. maímán. næstkomandi verður að Árbæ
í Holtum haldið uppboð á allskonar bús-
munum og skepnum, sauðfé, kúm og hross-
um, tilheyrandi Páli amtmanni Briem á
Akureyri. Uppboðið byrjar kl. 11 f. m.
og verða uppboðsskilmálar þá birtir.
Skrifstofu Rangárvallaaýslu 26. marz 1896.
Magnús Torfason.
Flutningsgóss vantar frá „Thyra“,
Kommóða, sem eptir „Manifest“ Fr.
Wendels á að hafa farið frá Þingeyri á
Dýrafirði með ágústferð „Thyra“ 1895 og
átti að fara til Reykjarfjarðar við Húna-
flóa, er ekki kominn og hefur ekki spurzt
til hennar enn.
Adressan var:
Læknir Oddur Jónsson.
Reykjarfjörð.
Hver, sem veit, hvar hún er niðurkom-
in, er beðinn mót þóknun að gera mér
aðvart.
Smáhömrum við Steingrímsfjörð 1. febr. 1896.
Oddur Jónsson.
Singers-saumavélar fást avaiit í
verzlun Sturlu Jónssonar.
Prjónavélar.
Undirskrifaður hefur, eins og hingað
til, aðal-umboðssölu fyrir ísland á hinum
vel þekktu prjónavélum frá Simon Olsen,
og eru vélar þessar að líkindum þær beztu,
sem fást.
Af vélum þessum eru nú hér um bil
40 í gangi hér á landi, og hef eg ekki
heyrt annað, en að öllum hafi reynzt þær
mjög vel.
Vélarnar eru brúkaðar hjá mér, og
fæst ókeypis tilsögn til að læra á þær.
Þeir, sem ekki nota tilsögnina, fá eptir-
leiðis vélarnar 10 krónum ódýrari.
Vélarnar sendast kostnaðarlaust á all-
ar þær hafnir, sem póstskipið kemur við á.
Nálar, fjaðrir og önnur áhöld fást alltaf
hjá mér, og verðlistar sendast, ef þess er
óskað.
Áreiðanlegir kaupendur geta fengið
borgunarfrest eptir samkomulagi.
Pantanir óskast sendar hið fyrsta til
P. INTlelsen,
Eyrarbakka.
Bigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorstelnsson, cand. theol.
FélagsprentsmiDjan.
30
arnir farnir að segja, að það mundi vera ímynd vonar-
innar um vesturheimssæluna.
Að þessum þrem dögum liðnum fóru þeir, sem næst
áttu heimili, að tínast burt aptur; þó var „agentinum"
ekki mjög um það gefið.
Svona leið hálf þriðja vika; ekki kom skipið. Fólk-
ið beið flest á ströndinni, sumt í kaupstaðnum, sumt á
bæjunum í kring. Fargjöldin tóku fremur að skerðast.
Á hverjum degi komu menn i hópum til „agents-
ins“ að tjá honum vandræði sín og spyrja hann ráða,
en hann hafði alltaf að eins sömu svörin: að skipið
hlyti nú að koma í nótt, og það væri ekkert annað en
að taka því með ró, þótt ekki yrði hægra að losast frá
íslandi en lifa þar; Ameríka skyldi bæta það margfallt
upp aptur, þegar þangað væri komið.
Þórður fór aptur heim að Grund. Hann talaði
fátt. Stöku sinnum varð honum þó að segja, að það
væri auma andskotans útgerðin þetta. Anna varð hress-
ari með hverjum degi sem leið. Og loks fór hún að
vona — og síðast var það nærri því vissa — að hún
mundi fá að verða kyr heima á íslandi, án þess að
hafa mikið fyrir því.
* * *
En — það var á sunnudagsnótt. Klukkan á Grund
hafði rétt ný-slegið tvö. Smali stökk upp fram í göng-
31
um með svo miklu gelti, að allt fólkið vaknaði í bað-
stofunni. Það hlaut einhver að vera kominn. Litlu síð-
ar heyrðust dynkir, svo skruðningar við baðstofuvegg-
inn, og þar með fylgdi mannamál, orð og orð á stangli:
„anskots,, — „hvar í helv..." Loksins var skriðið að
einum glugganum, og kallað með organdi rödd:|
„Gott kvöld!“
„Gott kvöld!“ var svarað inni.
„Er Þórður frá Seli hér?“
Því var játað.
„Eg þarf að finna hann út, fljódd!“
Svo skreið maðurinn burt aptur og tautaði í sífellu.
Allir í baðstofunni stóðu á öndinni. Þórður flýtti
sér að tína utan á sig eitthvað af klæðum og komast
til dyra. Hann kom brátt aptur, og fylgdi honum þá
hljómurinn framan úr dyrum: „Veri’ þi nú helvídi fljód;
eg rek eptir“.
„Það er nú loksins komið þetta skip, trúi eg“, sagði
Þórður þunglamalega, „og á ekki að stanza lengi. Það
á að fara af stað klukkan tvö í dag“.
Allir í baðstofunni þrifu fötin sín og stukku á fæt-
ur. — Heimapiltar fóru undir eins að leita hestanna.
Það gekk illa að finna þá, því kafdimm þoka var.
Anna var eins og þrumulostin. Hin eina von, sem
orðin var svo rík, hvarf nú allt í einu, og ekkert und-