Þjóðólfur - 04.04.1896, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 04.04.1896, Blaðsíða 3
67 staðar, einkum á Húnaílöa og fyrir Skagaíirði. Af Reykjarfirði skrifað um miðjan f. m., að eigi hafi jiar sést út yfir hann af hæstu fjöllum. Hroði kom á ísafjarðardjúp í f. m„ en var horfinn aptur nú um mánaðamótin. Bigi hafði ís heldur tálmað neitt för „Yesta“ til Akureyrar. Aflabrögð eru yfirleitt harla dauf enn hér við Plóann. E>ó hafði aflazt vel í netin fyrsta lagningardaginn á einu fiskimiði (svo nefndum „Set- um“) í Garðsjónum, en annarsstaðar ekki, og alveg fiskilaust hér að innanverðu í flóanum, svo að út- litið er allslæmt enn. Piskiskútur þær, er komu hingað nú um bænadagana, höfðu aflað misjafnt, mest 5500 (,,Stjernen“), en að jafnaði 2—3000 á hálf- Btn mánuði eða lengur, og mest fyrstu dagana. í Þor- lákshöfn er komiðj 500 i hlut hæst, og mun það Vera langmestur afli austanfjalls enn sem komið er. Prestaskólakennari, séra Jón Helga- son prédikar í dómkirkjunni á morgwn (páska- daginn) kl. 8 fyrir hádegi. Alþýðufyrirlestrar Studeiitafélagsins. Lektor Þörliattur Bjarnarson heldur fyrirlestur í Gtood-Templarahúainu 2. páska- ki. 6 e. h. Umræðuefni: Hvad má 9era til þess að prýða Heykjavík? Að- göngumiðar fyrir 10 aura fást í dag í búð Fischers, Ensku verzlaninni og við inn- ganginn. Mjög skemmtilegt húsnæði. í Vesturgötu nr. 12 (Merkisteini) fást leigð frá 14. maí næstkomandi 2 eða fleiri skemmtileg herbergi. Lysthafendur snúi sér ti! Jóh. snikkara Jósepssonar. Atvinna oskast. Maður, sem er alvanur verzlunarstörf- nm, óskar atvinnu. Ritstj. vísar á. fernisolía, terpentína, kítti, rúðugler m. m. fæst í verzlnn Sturlu Jónssonar. Eg hef lengi þjáðzt af óhægð fyrir brjóstinu og óreglulegri meltingu, en er eg hafði tekið inn 2 flöskur af Kína-Lífs- Elíxír frá hr. Waldœmar Petersen í Frede- rikshavn, get eg með ánægju vottað, að upp frá því hef eg ekki kennt fyrgreindra veikinda. í sambandi við þetta vil eg geta þess, að gömul kona nokkur hér á bænum (Sigríður Jónsdóttir) hefur neytt Kína-lífs-elixírs með bezta árangri gegn iliri meltiugu, er stafaði af ofmiklum kyr- setum innanbæjar, en hafði áður vanizt vinnu undir berum himni. Sömu reynslu hafa einnig ýmsir fleiri hér um slóðir, er hafa neytt og enn neyta bittersins gegn ýmiskonar lasleika. Eg get því með öruggri sannfær- ingu veitt Kína-Lífs-Elixírnum meðmælimín sem læknislyfi gegn fyrgreindum sjúkdóm- um, og því frernur, sem auðvelt er að hafa hann jafnan við heudina, með því að hann er ódýr í samanburði við það, sem önnur læknislyf og læknishjálp kosta. Grafarbakka 20. júní 1895. Astríður Jönsdóttir. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi. Til þess að vera viss um, að fá hiuu ekta Kína-iífs-elixír, eru kaupendur beðnir að títa vel eptir því, að ~ standi á flöskun- um í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Valdemar Petersen. FrederikshHvn, Danmark. Emil V. Abrahamson Kaupmannahöfn K. Þær vörur, sem firmaið sérstaklega flytur: Campechetré, kvistalaust, blátrjárextrakt, indigó- og aniiínlitir, pakkalitir og önnur litarefni. Ratechu til veiðineta. í haust var mér af vangá dregið hvítt gimbr- I arlamb, sem eg ekki á. Mark: sýlt, hiti fr. h.; sneitt fr. v. Réttur eigandi geíi sig fram fyrir næstu fardaga. Aratungu í Hrófhergshreppi 6. marz 1896. Guðmundur Jónsson. 32 anfæri virtist lengur mögulegt. Hún kólnaði upp og svita sló út um hana alla; henni fannst hún ekki geta hrært sig. Þannig lá hún kyr nokkra stund. Faðir hennar tók eptir því. — „Hvað ert þú að hugsa, Anna?“ kallaði hann, „eg held það komi sér ekki að liggja, þegar svona stendur á“. Anna fann, að helzt yrði hún að reyna að hlýða, til ^®8a að komast hjá meiri vandræðum; fyrir þeim fann ^ún að hún var ekki maður. Komumaðurinn var Jón Sunnlendingur. Hann hafði einhvern tíma verið kaupamaður hjá Þórði og þekkti því íolk hans. Nú var hann einn af vesturförunum, hafði gert sér góða daga í leiðinni og „tekið sér neðan í því“. Hann tók sér nú sæti á bæjarþrepskildinum, og þaðan kallaði hann ýmist út eða inn: „Ládið þið nú einu sinni sjá, að þið. séuð ekki sofandi41. — „Enskurinn er ekki upp á slaepinginn, og 6g ekki heldur“. — „Komið þér sælar, biessuð dúían“. „Sko, hve hún er nú orðin væn“. — „Þetta helvídi hjálpar ekki lengur“. — Hvar eru hest- aruir?“ — Svo stökk hann á fætur og út, og aptur inn í bæ; rak hann þá ýmist eptir, eða bauð Önnu lijálp sína. En Anna iét hvorki hjálpa sér, né hjálpaði öðrum. Hún var ferðbúin löngu á undan hinu fólkinu. Lædd- ist hún þá út, gekk ein að húsabaki og settist þar. — 29 ir aðra vesturfara, því við mörgu þurfti að snúast. Það var eitt, sem einkum var verk hans; það var að heimta saman smáskuldir, sem ýmsir höfðu að greiða vesturförum, áður en þeir færu. Allt þurfti auðvitað að greiðast í pen- ingum, og gekk Haligrímur svo vel fram í því, að hafa þá saman, að stundum var sent bæ frá bæ til þess að vita, hvort enginn gæti lánað nokkra skildinga, eða keypt eitthvað fyrir þá. Þórður bjó sig líka til farar. Honum datt ekki í hug að setjast aptur, fyrst hann eitt sinn hafði ráðið með sér ferðina; en naumast var hægt að sjá eða heyra, hvort honum líkaði allt þetta vel eða illa. Einungis mátti taka eptir því, að hann var venju optar nokkuð kenndur. Um fardagana varð hann að flytja sig alfarið frá Seli. En af því að flutningsskipið átti ekki að koma fyr en um miðjan júnímánuð, þá var svo ráðið, að hann og fólk hans dveldi að örund dagana, sem eptir voru. Svo kom 15. júní. ÖIl hjörðin stóð nú í fjörunni undir gæzlu „agentsins“ og mændi út á hafið. Það liðu þrír dagar. Menn þorðu naumast að taka sér iivíld eða sofna um nætur, enda var lítið um húsaskjól. Stund- um þóttust þeir, sem sjónskarpastir voru, sjá reyk hér eða þar líða frá hafinu upp í loptið, en hann hvarf og og enginn vissi, hvaðan hann kom. Loksins voru strák- l

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.