Þjóðólfur


Þjóðólfur - 17.04.1896, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 17.04.1896, Qupperneq 2
74 m. Nú munu sumir spyrja: Getum vér ein- ar 70,000 manns á strjálbyggðri, afskekktri eyju við norðurhjara heims ráðizt í svona stórkostlegt fyrirtæki fyrir fátæktar sakir og fámennis? Er það ekki fásinna? í fljótu bragði kann svo að virðast, þá er litið er til þess, hve lítið auðmagn vér höfum í samanburði við aðrar þjóðir, og hversu víðátta landsins, strjálbyggðin og ónóg samgöngufæri styðja að því, að sund- urdreifa vorum litlu kröptum. Yér stönd- um þvi óneitanlega miklu ver að vígi, en flestar aðrar þjóðir. En þá ber þess að gæta, að ef vér viljum heita þjóð, sérstök, nokkurn veginn sjálfstæð þjóð, þá hljótum vér að leggja fram vora ítrustu krapta til að halda þjóðerni voru og þjóðréttind- um uppi, því að annars erum vér dauð- ans herfang, annars dvínar og deyr allt líf' á voru kalda landi og vér líðum undir lok sem þjóð, missum öll séreinkenni, er vér höfum haft sem íslendingar frá því að land vort byggðist, og hverfum inn í annarlegt þjóðerni, eins og lítið, ómerki- legt brot, er hvergi gætir, eða vér hrökkl- umst algerlega aí eyju vorri, annaðhvort til Ameríku eða annað, og látum melrakkana og ísbirnina byggja hana í vorn stað, þvi hvar sem skilyrðin fyrir þróun hins and- lega lífs ekki eru fyrir hendi, þar vantar jafnframt hin allra-nauðsynlegustu skilyrði fyrir framhaldstilveru einstaklingsins og þjóðfélagsins í heild sinni. — Svo ber þess að gæta, að kostnaður sá, er stofnun há- skólans hér þyrfti að hafa í för með sér, er ekki nándanærri svo geigvænlegur, sem sumir mótstöðumenn málsins hafa haldið fram. Það er ein af þessum grýlum, sem menn hafa búið til, til þess að fæla menn frá þessu máli. Það er nfl. hreinasti mis- skilningur, að hér þurfi að byggja geysi- mikið stórhýsi fvrir 100,000 kr. eða meira undir eins og frumvarp um háskólastofn- un yrði að lögum. Það þarf alls ekkert hús að byggja sérstaklega. Það er t. d. ofurhægt að hafa alþingishúsið til að halda fyrirlestra í. Þing byrjar ekki fyr en 1. júlí og er úti síðast í ágúst. Alþingis- húsið uppi eða þingsalirnir eru því ónot- aðir 10 mánuði ársins, eða lengur en þann tíma, er fyrirlestrar á háskólanum mundu standa. Þessi var og tilætlun þingsins 1881, og voru engin önnur mótmæli hafin gegn því, að kennslan skyldi fara þar fram, önnur en þau, að það ætti ekki við að til- taka það í lögunum sjáifum, og einmitt sakir þess var það fellt úr írumvarpinu um landsskólann 1883. Háskólahússbygg- ing þarf því ekki að vera nein grýla í augum landsmanna, en með því að innan skamms mun óhjákvæmilegt að byggja stórhýsi fyrir söfn landsins: forngripasafn- ið, litmyndasafnið og handritasöfn m. fl., þá væri „praktisktu að hafa háskólann jafnframt í huga, svo að hann gæti t. d. haft herbergi á neðra lopti. Það munar ekki svo miklu, þá er byggt er hvort sem er, þótt húsið sé haft nokkru stærra. — Kostnaðurinn við kennsluna þyrfti heldur ekki að verða svo geypilegur. Tveir kenn- arar í lögfræði mundu ekki kosta meira en 6000 kr., og það eru engin ósköp. Að vísu ykist kostnaðurinn, þá er bætt væri við kennslugreinum auk þessara 3 aðal- deilda, en eg hef ekki hugsað mér, að minnsta kosti fyrst í stað, að fastir kenn- arar með fullum launum yrðu t. d. settir í væntanlega heimspekisdeild, heldur væru fengnir vel hæfir menn til að halda fyrir- lestra í einhverjum vissum greinum gegn dálítilli þóknun, t. d. 800—1000 kr. eða það- an af minna fyrir skólaárið, alveg á sama hátt og „docentar“ við háskóla í öðrum löndum, er sumir halda fyrirlestra ókeypis lengri eða skemmri tíma, eða þá með frem- ur litlum launum. Með því fyrirkomulagi, að hafa sem fæst föst embætti við háskóla hér, sparaði maður ekki að eins mikið fé, heldur hefði það fyrirkomulag einnig þann kost í för með sér, að sem flestir nýir kraptar fengju að reyna sig, fengju að æfa sig í fyrirlestrum við háskólann, og vér erum enda sannfærðir um, að margir mundu bjóðast til þess fyrir ekki neitt. Við þetta myndaðist fjörugra vísindalíf, meiri samkeppni og meiri áhugi á ritstörf- um meðal hinna ungu menntamanna, auk þess, sem samvinna kennaranna við slíka menntastofnun mundi hafa hinar heilla- ríkustu afleiðingar fyrir sjálfa þá og aðra. Vísindalegar og verklegar framfarir myndu þá haldast í hendur og skapa nýtt tíma- bil í sögu þjóðar vorrar. Það er enginn efi á því. Mönnum af öllum stéttum, jafnt konum sem körlum, ætti að vera heimilt að hlýða á fyrirlestrana ókeypis, og það mundi sannast, að þeir yrðu vel sóttir. Það mundi flestum þykja fýsilegt að hlýða á fyrirlestra í almennri sögu, um íþrótt og bókmenntir erlendar og innlendar, um verklegar og vísindalegar framfarir, eðlis- fræði, efnafræði, stjörnufræði o. s. frv. Vér tökum þetta að eins til dæmis. Vér get- um trauðla búizt við því, að oss, sem nú lifum, auðnist að hlýða á fyrirlestra um þetta allt eða meira á íslenzkum háskóla, en vér ættum að geta gert oss nokkurn veginn vissar vonir um, að oss auðnaðist að líta þann dag, þá er vér ekki að eins heyrðum útlistuð á þessum háskóla hin fornu, þýðingarmiklu lög vor, heldur einnig heyrðum á fyrirlestra um hina fornhelgu, dýrmætu tungu vora, fyrirlestra úr íslenzkri sögu og bókmenntum, og ýmsan annau fróðleik um ástand landsins og búnaðar- háttu að fornu og nýju o. s. frv., því að fyrst og fremst ættum vér að gefa því gaum, sem sérstaklegt er fyrir oss sem þjóð, sem oss sjálfum getur að mestu gagni komið. Á þann hátt verður stofnunin þjóð- legri og festir betri rætur hjá oss. Að hafa eins konar allsherjar búnaðar- skóla í sambandi við þessa stofnun, eins og stungið hefur verið upp á, mundi vera mjög heppilegt og nauðsynlegt, og þá sæist það einnig bezt, hvort háskólinu yrði þýð- ingarlítill liður í eflingu verklegra fram- kvæmda, eða hvort hann væri ekki fær um að hrinda þjóð vorri áfram á braut meiri menningar og meiri velgengni, hvort hann yrði ekki einmitt það lífsali, er blési lifandi anda áhugans og framtakseminnar í þjóðlíkama vorn, og það lyptiafl, er „kæmi Landinu upp“ sem kallað er á illri íslenzku. (Framh.). Neyðaróp enska konsúlsins í „ísafold11 síðast er, eins og vænta mátti, alls ekkert svar gegn grein vorri í síðasta tölubl. „Þjóðólfs“, heldur eintómur skæt- ingur og hnjóðsyrði um framkomu „Þjóð- ólfs“ gegn konsúlnum, er hann telur bæði ósanngjarna, ódrenglynda og þar fram eptir götunum. Það er hreinn óþarfi að stæla lengi um það efni, því að „Þjóðólfs“-grein- arnar bera það ljóslega með sér, að vér höfum einmitt farið vægari orðum um kon- súlinn, en hann hefði ef til vill átt skilið, sem frumhefjandi þessarar deilu við „Þjóð- ólf“. Það er ofur-handhægt í röksemda og sannana stað, að skjóta slíkum skeyt- um, sem konsúllinn gerir í grein sinni, en þau detta alveg máttlaus til jarðar gagnvart „Þjóðólfi“. Og hvað snertir hina illu meðferð á konsúlnum frá vorri hálfu, sem hann er að kvarta um, þá munu fáir verða honum samdóma um það. Við nánari íhugun á hinum „officiellu" skýrslum konsúlsins, höfum vér athugað, að hann hefur skýrt ensku stjórninni frá, að hér á landi væri pestnœmur (contagious) Jcláði, og þetta segir hann, þrátt fyrir það, þótt hann geti ekki vitað neitt um eða hafi nokkrar sannanir fyrir því,| að svo sé, en hins vegar miklar líkur til, að kláði þessi sé einmitt elcki pestnæmur, samkvæmt

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.