Þjóðólfur - 12.06.1896, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 12.06.1896, Blaðsíða 2
114 sér nú ekki minna, en sprengja parlament- ið í lopt upp, koma Indlandi undir Eússa, rífa írland undan Englum, og fleiri stór- virki. Hvaða fótur er fyrir þessu er alls óvíst, en ensk blöð dylgja um það, og blöð annara landa taka það upp eptir þeim. Transvaal. Enn hafa fundizt skilríki fyrir hluttöku enskra stjórnmálamanna í árás Jamesons, en Búar láta ekki nöfnin í Ijósi, enda eru ýmsir hinna helztu manna með Búum bendlaðir við málið — hafa látið múta sér af Englendingum, svo það er sannast að segja, að Kruger bóndi á í vanda að standa. Krítey og Tyrkland. Það hafa bor- izt fregnir af því í seinni tíð, að eitthvað væri í bruggi á Krít, en óljóst þó. Nú er það komið á daginn, að eyjarskeggjar hafa verið að undirbúa uppreisn móti Tyrkjum, og nú hafa þegar orðið orustur og mannvíg með þeím. Kríteyingar á Grikklandi búast sem mest þeir geta, og flýta sér til að taka þátt í uppreisninni. Þeir hafa farið til stjórnarinnar grísku, og skorað á hana, að „vera til taks“, stjórn- in hefur svarað þeim, að hún skyldi reyna að gera skyldu sína. England, Ítalía og Austurríki hafa þegar sent þangað her- skip, Grikkland býr sín í ákafa og Tyrk- land. Ekki vita menn, hvernig fer enn, en líklegast fá Tyrkir að halda eynni enn um stund. Því var fleygt, að Salisbury hafi stungið upp á að halda almennan fund um Krítarmálin, en það er borið tii baka. Danmörk. Stjórnarbreyting á það að heita, að samgangnaráðaneytið var lagt niður eptir Ingerslev dauðan, og lagt und- ir innanríki8ráðaneytið, en síðan stofnað nýtt ráðaneyti fyrir landbúnað. Mað- ur skyldi hafa haldið, að fyrir það yrði settur raaður, sem væri kunnugur sveita- lífi og landbúnaði, en það var öðru nær. Landbúnaðarráðgjafi varð Knud Sehested, forstöðumaður fyrir 2. deild innanríkis- ráðaneytisins, — aðalsmaður að ætt, og miklu kunnugri Kaupmannahöfn en sveita- búskap. Akrakarlar, sem þessi sneið var rétt að, létu sér fátt um finnast, og kalla hinn nýja manninn: ráðgjafa fyrir sveita- búskapnum í Kaupmannahöfn, en flestum þykir allt á eina bókina lært hjá Reedtz- Thott. Fyrir oss er það miklu mikilvægara, að Nellemann fer frá í sumar. Nú loks má telja það áreiðanlegt, því að stjórnar- blöðin hafa gefið það í skya. Eu enginn veit, hver verður eptirmaður hans; ýmsir eru til nefndir, svo sem Hansen borg- meistari í Kaupmannahöfn, Nyholm, dómari í hæstarétti o. fl. Oss má einu gilda, maður veit fyrirfram, að annar verður ekki tekinn en sá, sem fetar dyggilega í fótspor Nellemanns. Dr. Þorvaldur Tlioroddsen hélt fyrir- lestur um ísland og íslendinga í hinu konunglega danska landfræðafélagi. Þar var krónprinsinn, Lovísa dóttir hans og annað stórmenni. Skömmu síðar var hann í heimboði hjá krónprinsinum. Dr. Yaltýr í vísindaför. í Kam- bryggju, litlum háskólabæ hjá Boston í Ameríku, býr kona, að nafni Horsford. Faðir hennar var háskólakenuari, og fékkst lengi við að sanna, að íslendingar hefðu lent einmitt hjá Boston; hann skrifaði bók um það (Landfall of Leif Eirikson) og tók til þá staði, sem nefndir eru í Flateyjar- bók (Kjalarnes, Hópið o. s. frv.), og full- yrðir, að yfir höfuð sé landslagið í kring- um Boston alveg eins og í Flateyjarbók segir. Bókin er annars full af vitleysum. Dóttir þessa manns hefur síðan kostað miklu fé til þess að styðja rannsóknir föður síns, og þegar fornar rústir fundust á þessum slóðum fyrir ekki löngu síðan, safnaði hún mörgum fornfræðingum að sér víðsvegar um Ameríku — og þeir sögðu hver með öðrum, að rústirnar væru hvorki indianskar né amerískar. Hún vildi síðan fá dr. Valtý til þess að skoða rústir heima á íslandi og gera af myndir, en hann var á þingi og fékk Þorstein Erlings- son fyrir sig. Og nú hefur hún enn á ný beðið hann að koma vestur og líta á rúst- irnar, og skera úr, hvort þær muni vera norrænar eða ekki. Þorsteinn Erlingsson fór líka, því að hann hefur séð rústirnar heima með eigin augum. Dr. Valtýr gerir ekki ráð fyrir, að þessar rústir séu norræn- ar, en ætlar samt ekki ómögulegt að svo geti verið. Eins og kunnugt er, er dokt- orinn talinn manna fróðastur um húsa- skipan á Norðurlöndum í fornöld, og því er hann fenginn til þessarar farar. Um botnvörpu-spillvirkjana. Af því „Þjóðólfur“ er nú eitt hið fram- faramesta blað, sem Iandið hefur, og hver- vetna búinn til að styrkja öll velferðar- málefni landsins, leyfi eg mér að senda honum línur héðan frá sunnanverðum Faxaflóa. Hörmung er að sjá botnvörpuveiðarana, 9 eða 10 skip, vera nótt og dag á aðal- fiskimiðum okkar, eiumitt þar sem fleiri þúsundir manna hafa haft sitt aðal-lífs- framfæri á hverju vori, þar til nú, að eng- um dettur í hug að leita þar til fiskjar. Hvernig hugsar landstjórnin sér að hafa þetta framvegis? Ætlar hún að sitja alveg þegjandi hjá, meðan útlendir ofbeldismeun kreista lífið úr fleiri þúsundum mauna hér umhverfis Faxaflóa? Er þetta ekki aðal- atvinnuvegur landsbúa, að fiska ? Eða ætl- ar landsstjórnin að taka okkur og okkar á landssjóðinn, þegar alls engin ráð eru til að lifa, sem nú er komið á daginn^? Lands- höfðingi og danska stjórnin eiga þakkir skilið fyrir framkomu þeirra í fjársölu- bannsmálinu, sem kunnugt er. En um þetta fiskiveiðamál heyrist hvorki stun né hósti, að öðru leyti en því, að Danir senda hingað varðskipið „Heimdall“ til að gæta að botnvörpuveiðum í landhelgi. Þetta er vel gert af Dönum. En eitt skip nægir ekki til að vera alstaðar við strendur landsins. Að miunsta kosti koma botn- vörpuskipin mjög grunnt á nóttunni til að fiska, auk þess sem spillvirkjar þessir hafa bakað nokkrum útvegsbændum mikið veið- arfæratjón, t. d. Sæmundi bónda á Vatns- leysu, sem vantaði úr netatrossu sinni 13 þorskanet, sem alls enginn gat verið vald- ur að nema einhver af þeim botnvörpu- veiðurum, sem verið hafa hér, og eru enn í flóanum. Hvað gerði landshöfðingi af bréíi því með undirskriptum, sem við sendum hon- um í vetur, og beiddum hann liðveizlu til að koma á framfæri ? Síðan hefur alls ekkert heyrzt um það. Enginn hefur þó stungið því undir stól, og svaravert var það. Við verðum því að skora á lands- höfðingja vorn, að gefa það uppskátt, hvað hann hafi gert af því bréfi, og hverjar til- lögur honum hefur þóknazt að leggja fram með þeirri beiðni vorri, sem í bréfinu var. Er það líka lögum þeim samkvæmt, sem til voru búin gegn botnvörpuveiður- um af þinginu, að leyfa þeim að sigla inn á Skerjafjörð?! Verður landsstjórnin ekki kærð fyrir hirðuleysi eða skeytingarleyai sitt í því, ef hún líður þeim að sigla inu á firði með botnvörpur sínar? Eða er landsstjórnin ábyrgðarlaus í því sem öðru fleiru ? Það eru ósköp til þess að vita, að eng- inn skuli bera blak af þessum aðalatvinnu- vegi Iandsins, af þeim sem völdin hafa. Vér væntum einhverrar ítarlegrar fram- takssemi landshöfðingjans, áður en við verð- um sveltir inni af bjargarskorti, sem refir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.