Þjóðólfur - 25.09.1896, Side 2
c
kring. Þá vill hann og, að læknaskólinn
sé umbættur og aukinn að kennslukröpt-
um. — XJm œttjarðarást er næsta greinin,
fyrirlestur eptir Einar Hjörleifsson, í 4
köflum, nokkuð sundurlausar hugleiðingar
á víð og dreif um þetta efni, sem í sjálfu
sér er svo afarmikilsvert og því skemmti-
legt, en þó um loið töluvert erfltt viðfangs,
með því að rætur þess eru svo margar og
liggja svo djúpt. í þremur fyrstu köflun
um hefur höf. tekið fram nokkur hin
helztu atriði, er grundvöllur eru ættjarðar-
ástarinnar: ást á landi og þjóð (sbr. og
upphaf 4. kafla), en ástin tóm er eigi ein-
hlít, er eigi ættjarðarást 1 þeim skilningi,
er allar þjóðir leggja í þetta orð, heldur
verður ástin að vera starfandi, einlæg og
ósérhlifin, svo að menn tími að leggja
fram alla sína krapta, andlega og líkam-
lega, í sölurnar fyrir þjóð sína, svo sem
höf. hefur vikið á í 3. kaflanum, en þó
hvergi nærri tekið nógu skýrt fram og
skilmerkilega, þar sem hér er um megin-
atriði að ræða. En þótt nú fáir, — þeir
kunna að vera miklu fleiri, en renna megi
grun í að óreyndu, — beri svo ríka ást í
brjósti á landi sínu og þjóð, sem hér er
kraflzt, þá er síður en svo nokkur ástæða
til að lítilsvirða nokkurn einstakan þátt í
þessu kerfi tilfinninga og vilja manna, er
vér nefnum ættjarðarást, að miklu fremur
ber að virða hverja alvarlega tilrauu,
hversu iítilvæg sem hún kann að sýnast,
til umbóta á hugsunarhætti þjóðarinnar
og tii framfara í andlegum efnum og
líkamlegum; úr mörgum smáum þáttum
má flétta fagurt band, ef vel og viturlega
er á haldið. En það er auðséð, að höf.
hefur ekki kunnað til hlítar að gera grein
á þessum frumþáttum ættjarðarástarinnar
og af því stafar ýmisiegur misskilningur
og mótsagnir í þessum 3 fyrstu köflum,
t. d. sagan um Gunnar á Hlíðarenda (57.—
58.bls.), menn sem ekki geta fengið af sér að
skreppa til Færeyja af tómri ættjarðarást
(67. bls.), keriingin í Skagafjarðardöiunum
(67.—68. bls.), vinnukonan, sem kunni ail-
ar kenningar og ísl. fornsögur o. fl. (61.—
62. bls.), og ummæli höf. um þá, er feug-
izt hafa við skýringar þessara fræða (66.
og 68. bls.); að öðru leyti eru þar margar
einstakar athuganir góðar. í 4. kaflanum
talar höf. um gönuskeið eða giapstigu ætt-
jarðarástarinnar, og telur til þess „upp-
tektasemi fyrir almennings hönd, sem sum-
ir menn þjást af, hræðslan við það og
þykkjan út af því, að allt af sé verið að
gera alþýðu manna einhverja skömm“, að
vera „svo sem af sjálfsögðu mótsnúinn
178
allri stjórn, öllum yfirvöldum, hvort sem
þau hafa mikið til unnið eða lítið, nokkuð
eða ekkert", og virðist höf. gera allt of
mikið úr þessu hvorutveggja; þá talar
hann um það, sem honum finnst átakan-
legasta dæmið upp á afvegaleidda ætt-
jarðarást, mótspyrnuna gegn Vestrheims-
ferðunum. En sú mótspyrna var næsta
eðlileg og óhjákvæmileg afleiðing þess níðs,
er um tíma var ausið yflr Iand og þjóð í
blöðum vestan hafs, sérstaklega Lögbergi
og Sameinungunni, í sérstökum bækling-
um og á mannfundum, til þess að draga
úr landsmönnum hug og dug til að bjarg-
ast hér áfram, með því að vekja hjá þeim
vantraust á landinu sem lífvænlegum bú-
stað siðaðra manna, og ala á þeim skap-
lesti (mótþróa gegn allri stjórn), er höf.
rétt áður var að víta, svo að hægra yrði
að spenna alla þjóðina, meira hluta henn-
ar að minnsta kosti, vestur um haf í þá
fullsælu, sem þar var sögð henni fyrir-
búin. Tilgangur þeirra manna, er fýrir
þessu gengust, var auðsær, þótt minna
yrði úr framkvæmdum, en til var ætlazt,
af ástæðum, er þeir fengu eígi við ráðið;
það er og eigi síður kunnugt, að forkólf-
um þessara tilrauna vestan hafs gekk tii
þess allt annað eu ættjarðarást, euda má
mótspyrnan gegn þessu bralli þeirra miklu
fremur heita því nafni, svo sem hver mað-
ur getur séð, er vili skoða þetta mál hlut-
drægnislaust. Að lokum minnist höf. á
háskólamálið og „finnst heldur mikið kenna
þess tilgangs hjá formælendum háskólans
ísleuzka, að Ioka menn inni fyrir útlend-
um áhrifum“. Þetta er vist að mestu
leyti misskilningur; það eru varla aðrir
en nokkrir klerkar, er hafa stutt háskóla-
hugmyndina meðal annars í þeim tilgangi,
að sporna við útlendu (dönsku) siðleysi og
trúleysi, er þeim þykir námsmönnum mundu
verða minni hætta af búin, ef þeir ættu
kost á að stunda fræði sín hér á landi, en
hvorki þeim né öðrum kemur vitanlega til
hugar sú fásinna að ætla sér með háskól-
anum að aptra straumum vísinda eða menn-
ingar heimsins umhverfls oss frá að ná til
vor og verma og vökva vorar köldu og
þurru lendur, fremur nú en á liðnum öld-
um, alla tíð síðan land bygðist, heldur
ætlast þeir til að háskólinn verði nokkurs
konar gróðrarstía til að hlyja að þeim fræ-
kornum, er þess eru verð og hingað hljóta
og eiga að berast með þessum straumum,
áður en þau séu gróðursett í ísl. jarðvegi
og 8íðar í uppvexti þeirra; þeir ætlast til,
að háskólinu verði hér, eins og í hverju
hverju öðru landi, lyplistöug innlends þrifn-
aðar og framfara í andlegum og líkamleg-
um efnum, í fyllsta máta þjóðleg stofnun.
— Þessu næst er grein um Sjálfstjórnar-
lcröfur Islendinga og stjórnarslcrármálið á
alþingi 1895 eptir Sigurð Stefánsson, lipurt
og ljóst samin; ber höf. sáttarorð milli
flokkanna í þessu máli á síðasta þingi og
hvetur þá til að gleyma ekki málefninu
fyrir óviðurkvæmilegu hnútukasti og rifr-
ildi um „leiðir og lendingar“ í þessu máli,
þar sem allir eru þó sammála um hvert
halda skuli í öllum aðalatriðunum. Ættu
menn að lesa þessa greiu rækilega. — Síð-
asta greinin í rítinu er um Fiskveiðar út-
lendinga hér við land á síðustu árum
eptir Bjarna Sæmundson, um veiðiaðferðir
Frakka, Englendinga, Norðmanna, Færey-
inga, Þjóðverja og Ameríkumanna, er þyrp-
ast hingað á hverju sumri til að moka
upp auðæfum hafsins við strendur vorar,
og um arð þann, er þeir fá í aðra hönd,
fróðleg ritgerð, er mjög svo snertir annau
aðalatvinnuveg vorn, sjávarútveginn, og
mættu sjómenn og aðrir, er þann atvinnu-
veg stunda, margt af henni læra.
Almanakið (1897) iuniheldur ýmis-
legan fróðleik, svo sem æfisögur Alexand-
ers Búlgarafursta (d. 1895), er var hinn
mesti kappi og nýtasti þjóðhöfðingi á síð-
ari árum, þótt lúta yrði haun að lokum
fyrir ofurefli Rússa, og Stambúlows, þess
er stýrði Búlgaríu um mörg ár með mikl-
um dugnaði, en var myrtur i fyrra; mynd-
ir fylgja æfisögunum. Þá eru töflur, er
sýna með ýmislegum litum laiidsbagi allra
ríkja í Norðurálf'unni, fyrst löud og höf á
jarðarhnettinum o. s. frv., stærð ríkjanna
og mannfjölda, þjóðerni, trúarbrögð, skrif-
andi menn og lesandi, herafla og herkostn-
að. Þar næst er Árhók íslands og ann-
ara landa, Um lwiksetningar eptir Guðm.
Magnússon, Smiðurinn og skrúfan, kvæði
eptir franskt skáld, um harðýðgi þá, er
verkamenn opt og tíðum verða að sæta af
félögum sínum, þá er verkföll eru gerð;
ágrip af verðlugsskrám o. fl. Munið eptir
eru bendingar, áskoranir og heilræði eptir
Tr. Gunnarsson, og að lokum skrítlur.
Kennir í almauakinu margra grasa, og er
kverið hið eigulegasta.
Feröapistlar
frá ritstjóra „Þjóðólfs“.
II.
London 27. é-gúst.
Yið komum til Lundúna að kveldi 24.
þ. m, og settumst að á veitiugahúsi einu
í Fleet Stroet, sem er eitt af aðalstrætum