Þjóðólfur - 25.09.1896, Page 3

Þjóðólfur - 25.09.1896, Page 3
179 Lundúna, í þeim hluta hennar, er City Defnist, skamnit frá St. Pálskirkjunni, og er þar sá staður í London, sem mest er Umferð um. Þar eru allar stærstu búðirn- ar, skrifstofur dagblaðanna o. m. fl. Þar er líf «g þar er fjör. Það er ómögulegt fyrir ókuuna menn að gera sér hugmynd um það. Þar standa alstaðar lögregluþjón- ar á miðjum götunum, og gæta þess, að ^agnarnir keyri ekki yfir fóikið. Þar er blátt áfram hættulegt að komast yfir þvera götuna, því opt eru svo margir vagn- ar á götunum í senn, að allmikinn fim- leika þarf til að sneiða á milli þeirra. Jafnmikla umferð mun hvergi að sjá í nokkurri borg heimsius, enda eru nú í Lundúnum um 5 miljónir manna og öll borgin er hér um bil 20 enskar mílur um- mále. Má þar af ráða, hversu feiknastór hún er. Mun fáum verða svefnsamt fyrstu nóttina, er þeir sofa við aðalgötu í City, nn smátt og smátt venst maður við vagna- skröltið, svo að það verður að eins konar vöggusöug. Milli kl. 1 og 3 á nóttunni er °furlitið hljóðara á strætunum, en eptir kl. 3 °g einkum kl. 4 er hávaðinn afarmikill; þá eru þeir, sem eiga verzlunarbúðir inni í h°rginni, að aka þangað, en á kveldin um 7 • 6~~7 fara þeir aptur heim til sín utar í borgina. j fyrra dag fórum við að skoða St. Pálskirkjuna, sem var skammt frá veit- ingahúsi því, er við bjuggum í. Er það afarmarkverð bygging, reiat á áruuum 1675—1697 eptir bruna hinnar eldri Páls- kirkju 1666. Bygging hennar kostaði um l31/s miljón króna. Hún er og 500 fét á lengd frá austri til vesturs, 225 feta há undir lopt, en öll hæð hennar frá grunni UPP á turnspíru er 365 fet ensk. í hliðar- gongurn kirkjunnar eru afarmargar mar- maralíknekjur af ýmsum heiztu mönnum Englands, og eru margar þeirra hin mestu snilldarverk. Svo fórum við niður í graf- hvelfingu kirkjunnar og eru þar margir legsteinar mjög merkilegir. A.ð því búuu gengum við upp í hvelfiuguna og þaðan upp í stöpulinn. Var þaðan afarvíðsýnt í allar áttir út yfir borgina, enda var veð- ur allbjart, sem kvað vera fremur sjald- gjæft í Luudúnum. Mjög fagur skraut- garður er kringum kirkjuna með gosbrunni í miðju, og gengum við nokkra stund um hann. St. Pálskirkjan er eflaust að öllu saman lögðu hin merkasta kirkja í Norður- álíunni, auk Péturskirkjunnar í Róm. — Þá er við höfðum skoðað Pálskirkjuna, geng- Um við niður að ánni Tames (Tems). Velt- Ui: hún þar fram kolmórauð og er vatnið Vo gruggugt eins og í forarpolli, en svo er hún lygn, að varla verður greint í hverja átt hún reunur. Ekki ægði okkur breidd hannar, því að óvíða mun hun vera breiðari en Ölfusá hjá Laugardælum, og víða mjórri. Eiunig er hún fremur grunn, og naumast geta stórskip gengið lengra upp eptir henni en að Towerbrú, sem er skammt frá kastalanum Tower. Er sú brú hin langstórfenglegasta, er yfir Tems liggur og gengum við upp á brúarstöpui- inn, sem er afarhár, og er þaðan víðsýni hið bezta yfir borgina. — Daginn eptir (26. ág.) skoðuðum við kastalann Tower ásamt leíðsögumanni, er hið stóra ferða- félag Cook & Sons í London útvegaði okk- ur. Tower er harla merkileg bygging og afarforn, því að elzti hluti þessa kastala var reistur á dögum Vilhjálms bastarðs Euglakonungs (ý 1087). Þar sáum við hlið það, er fangarnir voru fluttir inn um, og stóð letrað yfir aftökuklefanum: „Bloody Door“ (Blóðhliðið). Stóð þar inni högg- stokkur mikill úr tré, mjög líkur því, sem haft er til að kurla við á heima hjá oss, og var letrað á hann, að Lovat lá- varður hefði þar verið hálshöggvinn 1747. Þar hjá var exi mikil og allhöfug, er höfð var til að hálshöggva með. í Tower eru geymd öll tignarmerki konungsættar- innar á Englaudi, og þar er borðbúnaður Viktoríu drottningar undir glerhimni, og standa þar jafnau lögregluþjóuar, því að margir dýrindisgripir eru þar saman komn- ir. Þar sáum við kórónu drottningarinn- ar, og er hún skreytt 2783 gimsteinum og svo þung, að kerlingiu getur ekki haft hana á höfðinu, eu verður að láta bera hana á undau sér. Þar er og veldissproti hennar og aðrir skrautgripir, er notaðir eru við mjög hátíðleg tækifæri. Þar var og kóróna prinzins af Wales, öll úr skæru gulli, og þar var hinn frægi gimateinn Ljósfjallið (Cohinor), hinn stærsti gim- steinn í heimi; var hann á stærð við rjúpu- egg. í Tower eru og geymd vopn og verjur frá ýmsum tímum, eldgamlar byss- ur o. fl. Þar eru og margar líkneskjur í öllum herklæðum, þar á meðal flestir Eng- landskonungar síðan á 13. öld, og er elzt- ur þeirra Játvarður 1., er situr þar á hest- baki alvopnaður, og svo hver af öðrum. Er það allt harla markvert saf'n og ein- stakt í sinni röð. — Frá Tower fórum við á gufubát upp eptir Tems að Westminster- höllinni, er stendur audspænis Parlaments- húsinu. í Westminster eru merkustu meún Englendinga grafnir og þar eru afarmarg- ar líkneskjur, sem óþarft er að telja, því að meginþorri leseuda „Þjóðólfs“ mundu eigi kannast við þau nöfn. Til að skoða Parlamentshúsið að iunan, hefðum við þurft að fá leyfi frá einhverjum þingmanni, en nú stóð þing ekki yfir, svo að það var ekki unnt, enda sagði leiðsögumaður okk- ur, að þeir væru mjög fáir, er fengju að skoða það hús að innan. — Frá West- minster keyrðum við á járnbraut til Kryst- allshallarinnar, er liggur sunnarlega í bæn- um, langt fyrir sunnan Temsá. Höll þessi, sem var reist 1851 úr gleri og járni, er 1608 ensk fet á Iengd, og er afarskrautleg bygging, en umhverfis hana er svo ljóm- andi fagurt og íþróttlega ræktað svæði, að fegurri blett getur trauðlega að líta. Eink- um er þar afarskrautlegt á kveldin. Þá er söngur í höllinni og aðrar skemmtanir, en flugeidar úti fyrir og allt Ijósum ljóm- að. Er þar þá troðfullt af Lundúuarbúum, er aka þangað tii að skemmta sér og njóta fegurðarinnar, enda segja Englendingar svo, að þar sjái maður Paradís á jörðu, og við félagar vorum einnig sammála um, að fegurri sýn gæti varla. Að minnnsta kosti vonumst við ekki eptir að sjá neitt feg- urra. Inni í sjálfri höllinni eru afarmargar likneskjur úr marmara m. fl. og myndir af Indiánum og ýmsum dýrum og ákaflega stórt málverkasafn. Þar eru og stórar sölubúðir inn undir hvelfingunni, og allt er þar stórkostlegt. í dag höfum við haft hinu sama leiðsögu- mann um borgina. Hann segist tala þýzku, frakknesku, ítölsku, spánversku og portú- gizku, og hafa fylgt mörgum þúsundum ferðamanna um borgina, en aldrei neinum íslendingum fyrri. Var hann hinn við- kunnanlegasti maður. Fórum við fyrst til Trafalgar Square, og stendur þar á miðju torgi geysimikil líkneskja hí Nelson, og önnur standmynd miklu minni af Gordon hershöfðingja, er féll við Khartum 1884. Þaðan ókum við út í Keusingtongarð; þar er skrautlegt minnismerki yfir Albert ! mann Viktoríu drottningar, og skammt þar frá er höll sú, sem Viktoría var fædd í (1819). Steudur þar líkneskja liennar úr marmara, er á að sýna hana, er hún kom til ríkis 1837, 18 vetra gömul, en í höll- inni býr nú markísinn af Lorne, dóttur- maður Viktoríu, einn af hiuum mestu tign- armönnum á Englandi. — Svo ókum við til dýragarðsins og borðuðum þar miðdagsverð. Er þar margt að sjá, og yrði ollangt að lýsa því öliu. Svo skoðuðum við British Museum og er það afarmerkilegt safn, einkum af fornmenjum frá Egyptalandi, Assyríu, Indlandi, Grikklandi og Ítalíu. Er það eflaust citthvert hið fjölbreyttasta

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.