Þjóðólfur - 13.11.1896, Page 1

Þjóðólfur - 13.11.1896, Page 1
írg (60 »rtir) to«t»r 4 kr. Krlenílie 5 kr.— Borgilt fyrir 15. jftll. Oppsögn, bnndin við iramftt, ögild E*ma komi tiifttgifanda íyrir 1. oktftbar. þjOðólpur. XLV'IQ, árg, Reykjayík, fðstudaglnn 13. nórember 1896. íír. 53. WfáF Einhleypur, reglusamur og æfð- ur Yerzlunarmaður, óskar að fá atvinnu Tið verzlun, helzt sem hókhaldari. Nákvæmari upplysingar fást hjá rit- stjóra þessa blaðs, er einnig tékur á móti tilboðum innan loka nœstlcomandi október- máu. þ. á. Útlendar fróttir. Fréttir frá útlöndum, er borizt hafa í blöðum með síðustu skipum, eru þær helzt- ar, að Rússakeisari með drottningu sinni fór hina áformuðu kynnisför sína, fyrst til Englands i öndverðum fyrra mánuði, og var houum þar vel fagnað, sem að líkind- um ræður, en öfgalaust. Þaðan héldu þau hjón til Frakklands, og fagnaði þjóðveldis- forsetinn Faure þeim í Cherbourg, og var þar haldin herflotasýning í virðingarskyni við keisarann. Þegar til Parísar kom, voru viðtökurnar svo dýrðlegar og svo miklu til þeirra kostað, að fádæmum skipti; beygði Parisarlýðuriim sig svo mjög í dupt- ið fyrir keisaranum og sýndi honum svo guðlega tilbeiðslu, að enginn skyldi ætla, að það væri höfuðborgarlýður þeirrar þjóð- ar, sem einu sinni ætlaði sér að vera þjóð- veldisJeg fyrirmynd annara þjóða, en það er og sumra ætlun, að þjóðveldið frakk- neska standi á völtum fæti og kuani von bráðar að snúast upp í eitthvert einveldi, konungsríki eða keisaradæmi eins og fyrr- um. Rússakeisari var við hersýningu í Chalons og í ýmsum veizlum; mælti hann þar stillilega og gætilega, sem honum er lagið, en af miklum vinarhug til hinnar frakknesku þjóðar og eru líkur til að af alhuga hafi verið mælt, hvort sem veru- legt bandalag býr undir eða ekki. Frá Erakklandi héldu keisarahjónin til Þýzka- lands og ætluðu þaðan til Ítalíu að heim- sækja Umbertó konung, og þaðan heim.— Um pólitiska þýðingu ferðar þessarar þykj- menn ógerla vita að svo komnu, en allt bendir til þeas, að Þýzkaland sé meira og meira að einangrast, og er af sem áður var, þegar Bismarck sat við stýrið. Að því er austræna málið snertir, þá er engin breyting á orðin, með því að stór- veldin hafa ekki komið sér saman um, hvað gera skuli, eða hvort nokkuð skuii gera annað en að áminna soldán eða hafa í heitingum til þess að láta hann hafa hitann í haldinu, og er þó fullreynt hve það er árangurslaust. Þó eru flotar þeirra á vakki þar eystra, en það skeyta Tyrkir lítt um, og seinast í septembermánuði drápu þeir 2000 Armeninga. Á Eng- landi er megn æsing gegn Tyrkjum út af grimmdarverkum þeirra — og fylgir Gladstone því máli, að England skerist duglega í leikinn, en Roseberry lávarður er sammála stjórninni og vill ekki að Eng- land hlutist neitt til þeirra mála nema á samningaleiðinni. Sagði hann í ræðu, er hann hélt í Edinborg á fjölmennum fundi, að yrði meira að gert, þá þýddi það stríð, og stæði Englandi sjálfu fyrst og fremst hinn mesti voði af því, og í annan stað mundu Armeningar og aðrir kristnir menn í Tyrkjalöndum þá verða drepnir niður unn- vörpum. Sökum afstöðu sinnar í þessu máli hefur Roseberry sagt af sér forustu frjálslynda flokksins, og er talið sjálfsagt, að William Harcourt takist hana á hend- ur í hans stað. Merk mannslát eru þessi: Benson, erki- biskup í Kantaraborg, gamall maður, fékk slag í kirkjunni á Hawarden (aðsetri Glad- stones); de Geer, greifi, merkur stjórn- málamaður í Svíþjóð, fyrverandi ráðherra (1858—70 og 1875—78), K. J. Y. R. Friis- Friisenborg, greifi á Jótlandi, fyrrum stjórn- arforseti Dana (1865—69), og Trochu, frakkneskur hershöfðingi (f. 1815), hann hafði aflað sér frægðar í Afríkuhernaði Frakka fyrrum, en 1870—71 stýrði hann vörn Parísar og þótti þá takast hrapar- Iega; hann dó 6. f. m., sama daginn og Rússakeisari kom til Parísar. Eru komin aldar lok ariska kynsins? (Bptir L. Hearn í Atlantic; þýtt úr „Kringsjaa11). I. Það er eitt, sem aðallega einkennir vora tíma, að sjóndeildarhringarnir rýmka í all- ar áttir. Heimurinn verður stærri, öfl hans og efni margbreyttari og yfirlitið torveld- ara. Það er ekki svo langt síðan að heim- urinn var hér um bil sama sem Evrópa; sá sem þekkti háttu og ástand í vestur- veldunum, hann þekkti allt það, sem veru- lega þýðingu hafði í siðmenningu hinna nýju tíma; prótestantisku þjóðirnar ásamt Frakklandi voru hennar einu merkisberar, undir þeim var framtíðin komin og hjá þeim einum voru þær lífshreyflngar, sem nokkuð kvað að. Ítalía og Spánn lágu i doða og dvala og Rússland var ekki ann- að en villimennskulegur óskapnaður. Fyrir utan Evrópu var autt og tómt, nema þar sem á stangli birti yfir einstöku blettum, — hinum hernumdu ítökum og nýlendum Evrópumanna. En síðustu árin hafa breytt þessu ger- samlega. — Það tjáir fyrst og fremst ekki lengur að lifa í þeirri ímyndun, að Evrópa sé eitt og hið sama sem heimurinn og sið- menningin. Að minnsta kosti Iiggur eitt af hinum stóru menningarlöndum fyrir handan hafið í nýja heiminum. Það er víst enda nú þegar efasamt, hvort nokk- urt einstakt land í Evrópu leggur fram eins rífan skerf til hins einkennilega fram- faralifs aldar vorrar eins og Bandaríkin, bæði í andlegum og líkamlegum efnum, og að 20—30 árum liðnum munu í hinum nýja heimi vera fleiri ríki, sem i öllum greiuum má setja jafnhliða fremstu þjóð- löndum Evrópu. Auðurinn þar fyrir hand- an í sambandi við nýleik jarðvegsins og það, að menn eru lausir við hina þjakandi her- kostnaðarbyrði, gera það enda að óráðnu máli, hvort þungamiðja siðraenningarinnar árið 1925 muni verða í Evrópu eða Ame- ríku. „Stjarna heims yfirráðanua er að færa sig vestur á bóginn“, segja Ameríku- menn sjálfir með sigur-öruggri borgin- mennsku. í Ástralíu, á Nýja Sjálandi og í Suður- Afríku eru sömuleiðis ungar þjóðir og ríki í bráðum uppvexti við vænlegnstu horfur. Hver veit nema að árið 1925 verði æðri menntan og auðugra andlegt líf í Kap- borginni eða í Brisbane, heldur en í Berlín eða Yínarborg; hafi menn í miani eld- fjör og áhuga, dugnað og harðfylgi, óþrot- leg náttúrugæði og vaxandi andlegan metn- að þessara ungu þjóða! Þessu jafnframt sjást þess einnig ijós

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.