Þjóðólfur - 13.11.1896, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 13.11.1896, Blaðsíða 4
212 Nýprentuð BIBLÍUL JÓÐ eptir Yaldimar Briem fást hjá öllura bóksölum. Að eina fyrra bindið er út komið og kostar það 4 kr.— Hitt bindið kemur út að ári. Biblíuljóðin eru að ytra frágangi einhver hin fallegasta bðk, sem prentuð hefur verið hér á landi; — um hinn innri frágang þarf eigi að ræða; nafn höfundarins er næg trygging fyrir því, hvernig hann muni vera. Bnda var það af vitrum mönn- um sagt á sínum tíma um Biblíuljóðin, að þau væri „framúrskarandi skáldrit, eitt hið þýðingar- mesta, sem enn hefur verið kveðið á íslenzka tungu“. Slgurður Krist.jánsson. Á r s f u n (1 u r „hina íslenzka kvennfélags“ verður lialdinn í Goodtemplarahúsinu Iaugardaginn 14.þ.m. kl. 8. e. h. Allir meðlimir beðnir að koma. Af SMÁSÖGUSAFNI dr. P. Péturssonar er út komið YII. hepti og fæst hjá öllum bóksölum með sama verði og hin fyrri heptin (50 aur. heft, 60 aur. í bandi). Sigurður Kristjánsson. Nýprentuð Ensk-íslenzk orðabók eptir Gr. T. Zocga. fæst hjá öllum bóksölum. Kostar heft 4 kr., í bandi 5 kr. Hún er einhver hin þarfasta bók, er út hefur komið á seinni árum, og það því fremur sem löng- unin til að læra ensku fer sífellt vaxandi; enda er öllum ungum mönnum nauðsynlegt að nema ensku. Höfundur hðkarinnar er svo gððkunnur fyrir framúrskarandi vandvirkni og fjölhæfa þekkingu á enskri tungu, að eigi þarf að efast um áreiðileik hennar; enda hefur verið lokið lofsorði mikla á bðk þessa af mönnum, sem færir eru að dæma um hana. Sigurður Kristjánsson. Af ÍSLENBINOASÖOUNUM hef- ur komið út á þðssu ári: 13. ) Fljótsdæla saga .... 0,60 14. ) Ljósvetninga saga . . . 0,60 15. ) Eávarðar saga ísfirðings . 0,35 Alltaf geta menn orðið áskrifendur að íslend- ingasögum og fengið þær með sínu sama lága verði; þær verða aldrei hækkaðar eða lækkaðar í verði. Nýir áskrifeudur snúi sér til þess bðksala, sem hægast er að ná til. Hjá öllum bðksölum eru þær. Sigurður Kristjánsson. Y átryggingarfélagið Union Assurance Society London stofnað 1714, höfuðstóll ca. 46,000,000 kr., tekur i eldsvoðaábyrgð hús, bæi, þilskip, báta, húsgögn, vörubirgðir og álls konar lausafjármuni fyrir lægsta ábyrgðargjald, sem tekið er hér á landi. Aðaiumboðsmaður félagsins á íslandi er Ólafur Árnason, kaupmaður á Stokkseyri. Umboðsmaður félagsins í Reykjavik er Steingrímur Johnsen, kaupmaður. Um- boðsmenn á Norðurlandi eru: kaupmaður Clir. Popp á Sauðárkrók og trésmiður Snorri Jónsson á Oddeyri. Umboðsmaður á Austurlandi er kaupstjóri Snorri 0. Wium á Seyðisfirði. rgjt8?~ Saga íslenzka skáldskaparins á þessari öid eptir mag. Karl Kiichler í Leipzig, 1. hepti, fæst til kaups á skrif- stofu Þjóðólfs og kostar 2 hrónur. Ætl- azt er til, að bókin komi út í 3 heptum. Brúkuð íslenzk frímerki kaupir undirskrifaður afar-háu verði. Finnbogi G. Lárusson utanbúðarmaður við verzl. „Edinborg" I Rvlk. Eigandi og ábyrgðarmaönr: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Félagsprentsmiðjan 86 ir í bænum voru þar saman komnir. Afsettur tollþjónn, sem óefað hafði ágæta skáldskapargáfu, hafði orkt erfi- ljóð, sem voru prentuð á miða með svartri rönd, og þegar presturinn hafði lokið við ræðuna, gekk yfirkenn- arinn við borgaraskólann fram og flutti hinni látnu kveðju frá borgurum bæjarins. Meðal annars sagði hann: „Að vísu lifði hún ekki mörg ár meðal vor, eu þó nógu lengi til þess, að vér hlutum allir að virða hana og heiðra fyrir framkomu hennar, sem var hógvær og yfirlætislaus, og hún gerði mjög gott í kyrþey“. Þegir hann mælti síðustu orðin, leit hann með þykkjusvip, en þó mildilega á Kurick, er stóð þar niður- lútur og var að lesa verksmiðjunafnið á fóðrinu í hatt- inum sínum. Daginn eptir var skríninu lokið upp og þar fund- ust 400 kr. í silfri og gömlum seðlum. „Að eins 400 kr.!“ sagði frú Bisby. „Þetta er þá endurgjaldið fyrir allt, sem við höfum orðið að þola vegna hennar þessi ár, sem hún dvaldi hér. Án okkar hefði hún átt við skort að búa, og þó breytti hún svo við okkur, eins og hún gæfi okkur matinn af náð sinni“. „Hamingjunni sé lof fyrir það, að við getum kom- izt af án arfsins11, sagði málfærslumaðurinn, „enda þótt það hefði verið gott að fá hanu sem viðbót“. Andrea gekk inn í hliðarherbergið og Rurick fór 87 þangað á eptir henni. Grátandi vafði hún hann örmum sínum. „Fyrirgefðu mér, Rurick, reiðstn mér ekki. Þetta er ekki mér að kenna!“ „Hvað á eg að fyrirgefa?“ „Að þú fékkst engan arf eptir ekkju Kildenbauers. Ó, Óskar, eg fer nærri um það, að þú hefðir aldrei átt eins lítilfjörlega stúlku og mig, hefði eg ekki átt arfinn í vændum“. Maðurinn hennar tók innilega í hendina á henni. „Eg játa, að það var arfsvonin, er í fyrstunni lað- aði mig að þér, en brátt fór eg að elska þig vegna sjálfrar þín, og það fær mér mikillar gleði, að framvegis getur þú gengið úr skugga um að ást mín á ekkert skylt við peninga". „En þú varst samt svikinn um arfinn eptir móðnr- systur mína“. „Nei, eg var það ekki. Eg á það henni að þakka, að eg er fjáður vel og hef ótakmarkað lánstraust, en fremst af öllu þó, að eg hef eignast trygga og góða konu, og það var hinn bezti auður, er eg gat erft eptir ekkju Kiideubauers. Yfirkennarinn sagði satt. Hún gerði mjðg gott í kyrþey". Já, látum oss hugga oss við það, að allir menn geri eitthvað gott hér í lieimi, jafnvel þó þeir séu eins vond- ir eða vorri en ekkja Kildenbauers.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.