Þjóðólfur - 13.11.1896, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 13.11.1896, Blaðsíða 3
211 Það virtist ekki ólíklegt um stund, að til þess kynni að draga áður mjög langt liði, að ariska kynið gerði bandalag mót hinu mongólska, hinir hvítu mót hinum gulu, og mundi þá friður hafa orðið innan Evrópu takmarka. Dáinn er 8. þ. m. úr taugaveiki próf- astur Sœmundnr Jónsson í Hraungerði. Hans verður síðar minnzt nánar í blaðinu. Eldsvoði. í fyrradag kl. 4 e. m. kom upp eldur mikill í húsi nokkru í E>ing- holtsstræti, sem er eign kaupmanns H. Th. A. Thomsens. Hafði kviknað í reykháfn- um; brann þekjan af efra Ioptinu, og skemmdist húsið mjög; auk þess ónýttist þar talsvert af matvæium, fatnaði o. fl. Aflahrðgð. Afli er sagður góður í Höfnum, Grindavík og á Miðnesi. Net hafa verið lögð í Garðsjó og nokkuð aflast í þau. Botnvörpuveiðendur munu nú vera farnir, en líklega vitja þeir hing- að aptur snemma. Hefur þeim gengið veiðin hjer svo að í ráði var á Englandi að gera út hingað 100 botnvörpuskip næsta ár og er það ægilegur floti og horflr til hins meta tjóns fyrir flskiveiðar vorar. Prjónavélar. Hinar alkunnu prjónavélar Simon Olsens má panta hjá undirskrifuðum, sem hefur aðal-umboðssölu þeirra á íslandi. Yélar þessar reynast mjög vel og eru efalaust hinar beztu, sem flytjast til ís- lands, og jafnframt hinar 'odýrustu, þar sem þær seljast með 10°/o afslætti gegn borgun í peningum við móttökuna. Vélarnar eru sendar kostnaðarlaust á allar þær hafnir, sem póstskipið kemur við á. Vélarnar eru brúkaðar hjá mér og fæst ókeypis tilsögn að læra á þær. Þeir, sem ekki nota tilsögnina, fá vélarnar 10 krónum ódýrari. Nálar, flaðrir, og önnur áhöld fást alltaf hjá mér og verðlistar sendast, sé þess óskað. Vélarnar má líka panta hjá herra Th. Thorsteinsson (Liverpool) Beykjavík, er gefur allar nauðsynlegar upplýsingar og veitir mönnum kost á að sjá þær brúkaðar. Eyrarbakka 30. júní 1896. P. Nielsen. HÉS, vel byggt, fæst keypt; gott verð, ef samið er fyrir næsta nýár. Nán- ara á afgreiðslustofu Þjóðólfs. Góð jörð til sölu. Snæringsstaðir í Svínavatnshreppi í Húnavatnssýslu, metin 24,4 hndr., sem sér- staklega hæg og notagóð jörð hefur þótt eptir stærð, og jafnan verið vel á henni búið fyrir lengri tíma, hún hefur gott tún, hægar engjar og beitiland. Jörðin getur verið laus til ábúðar i næstkomandi far- dögum 1897, ef svo um semst. Frekari upplýsingar gefur undirritaður ábúandi jarðarinnar. Lysthafendur snúi sér til á- búandans fyrir 30. desember þ. á. SnæringBBtöðum, 8. ágúst 1896. Hallgr. Hallgrímsson. „Yggdrasill—Óðins hestríá. Ný skýring hinnar fornu hugmyndar eptir Eirík ílagnússon bókavörð i Cam- bridge. Verð: 1 kr. Fæst hjá kaupm Ben. S. Þórarinssyni, Reykjavík. Brúkuð íslenzk frímerki borgar undirskrifaður hærra verði en nokk- ur annar á Islandi. Stokkseyri við Eyrarbakka 12. júní 1896. Jón Jónasson verzlunarstjóri. í Borgarnesi er í óskilum poki með kvennfatnaði, áklæði, mókvísl, og poki með smáfiski í og viðbundnum riklingi. % Um litla manniim, sem vildi vera stór. (Dálítið æfintýri, Jiýtt úr ensku). Eg ætla að segja yður dálitla sögu. Hún er ekki lygasaga. Marga hefur dreymt og dreymir enn um sama efni. Það getur vel verið, að þjóðir líði undir lok, há- sæti konunganna hrynji og heilar kynslóðir hverfi með öllu af jörðunni, en meðan nokkurt mannkyn er til, verða jafnan til menn, er segja við sjálfa sig: „Eg vil feginn vera stór“. Maður nokkur átti 2 sonu. Aunar var stór og digur, en hinn lítill og grannur. Hann hét Tobbi, og þar eð hann var svo lítill, var hann kallaður „litli Tobbi“. „Eg vil verða stór“, sagði Tobbi við þá, sem köll- uð« hann litla Tobba, og hann kallaði á bróður sinn, staðnæmdist við hlið hans, tyllti sér á tær og spurði: „Er eg nú stærri?“ »Nei“, sögðu hinir. — Þá sá Tobbi, að hann varð ekki stærri, þótt hann tyllti sér á tær, og hugsaði með sér: „Eg verð að taka eitthvað annað til bragðs“. Þá varð hann skáld og orti kvæði, jafnfögur sem Schiller, og sorgarleiki jafufagra sem Shakspeare og gamanlciki jafnsmellna sem Moliére — það er að segja, 85 ekki um þess konar hégóma. Vín og kökur verður þú að bjóða, en portvín fyrir 1 kr. 50 a. er fullgott — og nánustu ættingjum okkar verður þú að bjóða að borða miðdegisverð, en þú mátt ekki eyða og sóa; fiskur og steik nægir“. „En flnnst þér ekki, að við ættum að fá dálítinn prinsessubýting á eptir?“ sagði frú Bisby snöktandi. „Jú, þið megið fá hann. En eg ætla að segja þér það, Henrietta, að eg vil láta kistuleggja mig vel og vandlega, og eg vil, að nýju lökin mín séu látin utan um mig. Það væri nú raunar rétt eptir þér að Iáta gömul lök í kistuna mína og taka sjálf nýju lökin mín, því það hefur alltaf verið versti gallinn þinn, að þú ert svo ákaflega eigingjörn". Röddin varð alltaf Iægfri, eptir því sem meir dró af henni. „Og eigingirnin hún — er — vondur — vondur galli“. Höfuð hennar hné niður á koddann, og ekkja Kildenbauers var l'átin. Jarðarförin fór fram með mikilli viðhöfn. Það var reist upp heiðurshlið, alþakið grenivið, og börnin gengu öll á undan hinni blómskreyttu kistu og voru í nýjum svörtum fötum; þau báru blómsveiga og þótti mjög skemmtilegt að vera við jarðarförina. Allir höfðingjarn-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.