Þjóðólfur - 13.11.1896, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 13.11.1896, Blaðsíða 2
210 merki, að nýjar stærðir koma fraui í Evrópu, sem taka verður til greina. Róm- önsku og Slafnesku þjóðirnar vakna og byrja nýtt líf. Ítalía hefur þrátt fyrir hina svívirðilegu óstjórn, sem hún varð undir að búa, tekið einkar miklum framförum á síðustu 25 árum. Á sviði andlega lífsins hefur hún framleitt marga ágætismenn. Hún er eitt af andlegu stórveldunum. Þar er svo mikið ágengt orðið, að maður sannfærist um, að Iand þetta, sem er svo ágætt og auðugt af náttúrunnar hendi, mundi með duglegri og viturri stjórn hafa unnið furðuverk, og að það með tímanum, þegar góð og öflug stjórn er algerlega komin í stað hinnar gömlu vanstjórnar, muni í öllnm greinum fyllilega geta staðið jafnfætis Þýzkalandi og Frakklandi og ræt- ist svo draumar þeirra öaribaldi og Mazzini — því þrátt fyrir nútíðar ástandið mun reynslan sýna, að það voru þessir lang- sæju hugsjónamenn, sem höfðu á réttu að standa. Einnig á Spáni er að glæðast nýtt Iíf. Hver veit nema háskólarnir spænsku verði að 25 árum liðnum búnir að ná aptur frægð þeirri, er þeir höfðu undir yfirráð- um Serkja. — Rússland er þegar eitt af stórveldum andans og fallbyssnanna og væri því mannlega og skaplega stjórnað, þá gæti þetta feikna ríkisflæmi, sem hing- að til hefur legið lítt notað, orðið eins konar Ameríka Norðurálfunnar og Austur- álfunnar. Ríkin á Balkansskaga taka miklum framförum upp úr ástandi hálfgerðrar villi- mennsku. Ungaraland umskapast í amer íkska stefnu. Að einum aldar fjórðung liðnum munu ekki framar finnast dofa- og dauðablettir í Evrópu; hin sama fram- þróun siðmenningarinnar mun taka yfir alla álfuna og tengja hana saman. Það er mjög svo eptirtektavert, að þessari endurreisn sofnaðra þjóðerna er samfara sívaxandi, allsherjar-mannleg sam- skyldis tilfinning. Þjóðrækni og föður- landsást standa ekki lengur í gagnstæðis- horfi við hinn yfirgripsmeiri mannkærleika eða tilfinninguna fyrir því að vera heims- borgari. Föðurlandsástin stendur líkt af sér við heimsborgara-skapinn, eins og heimilis- elska hins einstaka borgara stendur af sér við föðurlandsástina. Eíns og heimilis- ást einstaklinganna er undirrót og lífsafl föðurlandsástarinn&r, eins mun föðurlands- ástin að eins verða til þess að styrkja öll milliþjóðaleg bönd. Þannig má vera að vér sjáum hina endurglæddu föðurlands- ást á Spáui taka sig á og vinna landi og riki til uppbyggiugar með harðfengi og dugnaði, en það verður með vaxandi þokka og vinsemd út á við. Föðurlandsástinni verður ljúft að afla sér vinfengis á allar hliðar. II. Þangað til nú fyrir skemmstu vorum vér einhvern vegínn ósjálfrátt þeirrar skoð- unar og trúar, að hvernig sem færi og hvað langt sem takmörk heimsins færðust út, þá mundi það samt ávallt verða ariska kynið, sem stýrði og stjórnaði og væri forkólfur hér á jörðu. Það væri sem sé æðsta kynið. Það kynni að vera að veldis- miðpunkturinn flyttist til Washington eða Melbourne, en allténd yrði hann samt á stöðvum hvíta kynsins. Hin kynin mundu fá siðmenninguna hjá hvíta kyninu og verða sjálfstjórnandi með tímanum, en aldrei komast hærra en að verða í annari röð. Hvíti maðurinn mundi ávallt bera veldissprotann. Aldrei mundi heirainum verða stjórnað frá Peking eða Tokio. 0g þetta umfram allt: aldrei mun hvíta kynið verða bolað út af hinu gula. En svo kom ófriðurinn milli Japans og Kína, sem eflaust mun standa fram- vegis í veraldarsögunni eins og eitt af hinum stóru umskiptamörkum, sem vel mundi við eiga að telja frá nýtt tímabil; hann kom — og þá í sama vetfangi skildu menn, að gleymt hafði verið einum gjör- anda, sem ekki mátti sleppa úr framtíðar- útreikningnum; þess hafði ekki verið gætt, að yfirburðir og æfinleg yfirráð ariska kynsins eru engan veginn svo áreiðanlega viss sem áður hafði verið haldið. Ófriður þessi hafði sannað tvennt, sem menn höfðu haft næsta litla trú á að undan- förnu, það sem sé, að mongólsk þjóð get- ur á 25 árum hafið sig frá því stigi, sem Kína var á fyrir 10 árum, á það stig, sem vér sjáum Japan vera á nú í dag, meðal annars sem stríðheyjandi veldi; og að mongólsk þjóð getur fyrirhafnarlitið og á stuttum tíma fullkomlega lært að berjast bæði á landi og sjó með evrópskum vopn- um og að Evrópumanna hætti. Her Jap- ana reyndist svo ágætur að skipulagi og heraga, elju, þrautseigju og dyggleik undir merkjum sínum, að þeir, sem sjónarvottar voru að því, hikuðu ekki við að taka hann til jafns við þýzka herinn undir forustu Moltke, og svo mikla hugprýði og og föðurlandsást sýndu hinir einstöku liðs- menn, að það minnti á fegurstu dæmin í sögu Frakklands, Það varð auðsætt, að ef til styrjaldar kæmi, þá dygði ekki að senda móti 10,000 Mongólum færri en 10,000 af evrópsku kjarnaliði, ef ekki ætti að vera við ósigri búið. Og það, sem Japan hefur gert, get- ur Kína vafalaust gert. Að 25 árum liðnum mundu báðar þessar mongólsku þjóðir saman geta reist fimm, sex milljóna her með jafnmiklu varaliði, vel að gæta, þann her, sem að öllu leyti jafnaðist við hina beztu Evrópu heri. Og mundi ekki vera allmikil freistni til að nota slíkt ofurefli? Mundu ekki gula kyniuu klæja lófar til að hirta hina hvítu fyrir yfirburði þeirra fyrrum og á- leitni — já, ef til vill, líka til þess að auka landeign sína og vinna lönd frá hvíta kyninu? Væri ekki sennilegt, að Kína, þegar það væri orðið voldugt, vildi ráða yfir Síberíu og endurreisa hið forna Mon- gólaríki á Indlandi? Menn muua víst eptir því, að þegar friðurinn var saminn, leit svo út sem Japan í raun og veru hefði fengið yfir- ráð yfir Kína. Menn þóttust sjá fyrir, að hið litla Japanska eyjaríki mundi draga hið heljarmikla ríki undir umráð sinnar fyrirtækjasemi og dugnaðar, að Kína yrði stjórnað frá Tokió og að bæði ríkin mynd- uðu öflugt bandalag mót hvíta kyninu og drottnunarkröfum þess. Menn bjuggust við, að Japan mundi hið bráðasta dubba Kína upp til hinnar nýju menningar og sjá um, að það eignaðist her og flota, sem gæti boðið öllum heiminum byrginn. Áður langt um liði mundu svo báðar þessar bandaþjóðir geta sett hverri hvítri þjóð samningskosti og reist rönd við hverju stórvelda sambandi. Þegar Kína með sín- ar 400,000 miljónir íbúa væri komið í al- væpni, yrði enda Rússland og England ekki annað en veldi í annari eða þriðju röð, sem yrði að lúta þeim, sem aflið hefði meira. Hér væri þá að óttast ofurefli Asíu- þjóða, svo að Evrópuþjóðir yrðu að taka saman höndum til sameiginlegrar varnar móti ’barbörunum' austurlenzku. Það væru Persastríðin í stærri stýl, því nú væri það ekki örikkland eitt, heldur öll Evrópa, sem væri í voða, og hinn nýi Xerxes mundi koma, ekki með eina miljón, heldur tíu miljónir liðs með kúlnaþeysum og dýna- mít-Ioptförum. Eins og Grikkir urðu fyrr- um samtaka mót Persum, eins yrðu Evr- ópumenn að gera varnar-samband sín á milli móti Mongólunum. Gegn þcim yrði Evrópa öll á einu bandi og enda Frakk- ar og Þjóðverjar samherjar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.