Þjóðólfur - 27.11.1896, Side 2
218
að þeim yrði beitt framvegis. — Þetta er
þá, árangurinn af 1. umræðu fjárlaganna,
að ráðaneytið, sem hefur það ætlunarverk,
að semja milli þinganna og flokkanna, hef-
ur lofað að hjálpa ekki öðrum flokknum
til að kúga hinn. En allt bendir það á,
að hitinn er farinn að rjúka af mönnum.
Drachmann varð 50 ára nýlega og um
sama leyti voru 25 ár síðan fyrsta rit
hans kom út. Það átti að halda honum
veizlur í höfuðstaðnum, en hann vildi ekki
þiggja óg fór úr landi, en félag frjálslyndra
stúdenta (Studentersamfundet) hélt Drach-
mannshátíð.
í liði frjálslyndra manna á Englandi
er sundrung. Rosebery lagði niður stjórn
út af því að Gladstone lagðist á móti hon-
um í utanríkismálum. Líklegt er, að
Wiliiam Harcourt verði flokksforingi í hans
stað.
Eru komin aldarlok ariska kynsins?
(Eptir L. Hearn í Atlantic; pýtt úr „Kringsjaa11).
y.
Kínverjar og Japanar eru að öllum lík-
indum engu síður gáfaðir og fjölhæfir en
Aríar. Þeir eru naumast minni kaupsýslu-
menn; en þar sem Gyðingar aðallega hafa
keppt við oss í verzluninni, þá eru Mon-
gólar iðnaðar þjóðkyn frá fornu fari.
Þeir munu keppa við oss á öllum sviðum
iðnaðarins með sömu þrautseigju, dugnaði
og ötulleik sem Gyðingar í verzluninni.
Og þeir eru 50 sinnum fjölmennari en
Gyðingar. Þeir gerast þegar útflytjendur
og dreifa sér yflr öll lönd, eins og Gyðingar
og samkeppni þeirra verður að sínu leyti
eins tilfinnanleg. Það eru viðlíka hreyfingar
mót Kínverjum i Ameriku og Ástralíu
eins og móti Gyðingum í Evrópu.
Yfirburðir ariska kynsins nú sem stend-
ur stafa mestmegnis af öndvegisstöðu þess
í verzlun og iðnaði. Það hefur eitt sér
átt í höndum verknaðargögn nýja tímans
og haft allan heiminn að markaði. Hin
iðnaðarlega framför Japans sýnir ljóslega,
að Mongólinn getur komizt upp á að nota
þessi verknaðargögn fnilt eins vel og Ev-
rópumaðurinn. Eins og japanski dátinn
nú orðið stendur jafnfætis hinum þýzka,
eins jafnast vélarverkmaðurinn japanski
við hinn enska eða ameríkska; þar á ofan
lifir hann á örlitlu og er þó kraptagóður
og starfsamur. Japanska verksmiðjan
getur keppt við hina ensku. Og heims-
markaðurinn er nú ekki fyrir ariska kynið
eingöngu fremur en vélar, verkfæri og fundn-
ingar nýja tímans, sem það nú ekki íremur
getur einokað fyrir sig.
Verksmiðjur Englands hafa blómgazt
af því að varningur þeirra hefur getað
orðið útfluttur til allra heimsins landa.
En það er eflaust bráðum búið að vera.
Það er ekki nóg með það, að Japan er
farið að birgja sjálft sig með allar nauð-
synjar og munaðarvörur nýja tímans, heldur
flytur það þegar út evrópskar vörur til
annara austlægra landa og enda til Ástralíu
og Afriku. Og samkeppni þeirra er eins
skæð fyrir Aríana í þessari grein, eins og
Gyðinganna í peningalegum efnum.
Og þó er samkeppni Japans ekki mik-
ið hjá því sem Kína mun fá gert að verk-
nm, þegar land þetta með 4—500 miljónir
íbúa að 20—30 árum liðnum verður eins
á veg komið í iðnaði og Japan er nú. Jap-
anar játa sjálfir, að Kínverjar séu sér
fremri í öllu sem verzlun og viðskiptalíf
snertir; þeir eru þar efstir á blaði af Asíu-
búum, alkunnir fyrir hreinskiptni og áreið-
anleik, svo þeir enda í Japan stýra tals-
verðu peningavaldi. í hvers konar iðnaði
og verknaði eiga þeir hreint að segja engan
sinn jafningja. Og þeir lifa og þrífast
vel af kauptekjum, sem enda Japanar
mundu fúlsa við. Hvervetna þar sem kín-
verskum og hvítum verkmönnum lendir
saman fara hinir síðari halloka. Kínverska
verzlunarmenn hittir maður nú um heim
allan og alstaðar koma þeir ár sinni fyrir
borð; þeir beita gróðaviti sínu á kaup-
mannasamkundunni í New York og græða
dag hvern á áhrifum þeim, sem hinar póli-
tisku horfur í hvert sinn hafa á silfurverðið.
Þeir eru slóttugir og djarflr fjárhyggju-
menn, bera Ijómandi gott skynbragð á öllu
fjárhagslegu og verður aldrei ráðafátt; þeir
keppa við „yankí“ kaupmanninn í New
York, við Englendinga, Þjóðverja, Hollend-
inga og Frakka í Afriku, Ástralíu og Aust-
indíum og aldrei er það Kínverjinn, sem
tapar. Amerika og Ástralía verður þegar
að verjast samkeppni þeirra og röðin mun
víst bráðum koma að Evrópu að gera
slíkt hið sama. Asíu-markaðurinn mun
innan skamms fá birgðir sínar frá Japan
og Kína og vér megum vera við því búnir,
að alls konar vörutegundir verði seldar
við lægra verði en vér getum selt þær
og það enda í sjálfri Evrópu. Hver veit
nema vér fáum einhverntíma beztu „kla-
vérin“ frá Peking og léttustu hjólhestana
frá Tokio.
Það hefur verið gömul trú manna, að
þau kynin, sem ekki eru arisk, þoli ekki
siðmenningu nútíðarinnar og deyi út fyrir
framsókn hennar líkt og hefur átt sér
stað um Indíana í Norðurameriku. En
þetta er undantekning ein og annað ekki.
Hitt er reglan, að ekki-arisk kyn þrífast
mæta vel við menninguna, svo að mann-
fjölgun verður enda meiri og örari en áð-
ur. Þetta sést sérstaklega á Mongólum.
Það er hrein furða, hve hægt þeim veitir að
fullnema allar listir og kunnáttu menning-
arinnar — svo hægt að óvíst er að vér í
þeirra sporum mundum fá leikið það ept-
ir —; og það, sem þeir nema, innlima þeir
í sína eigin fornu menningu og hugsunar-
hátt og er eins og þeir endumýist líkam-
lega og andlega, verði rafmagns-snortnir
við þessa breytingu. Þannig hefur fólks-
tala í Japan frá 1872 aukizt úr 33 upp
í liðugar 42 miljónir. Ef viðlíka fjölgun
yrði í Kina þá mundi íbúatala þess ríkis
verða um 500 miljónir að 25 árum liðnum,
og er landið fullrikt til að bera svo mikinn
fólksfjölda. Og jafnframt fólksfjölguninni
mætti gera ráð fyrir, að þar í landi kvikn-
aði sama fjör og atorka, sem raun hefur
á orðið í Japan.
Það er einnig þýðingarmikið, að þar
sem ariska kynið auðsjáanlega er norður-
heimsleg þjóðaætt, sem þrífst ekki, eða
í öllu falli getur ekki þreytt samkeppni
við litbreytt kyn með jafnri aðstöðu í
trópisku (heitu) löndunum, þá þrífst þar
á móti mongólska kynið alstaðar, frá Græn-
landi til miðjarðarlínunnar; því eru engin
takmörk sett, að því er loptslag snertir.
Kínverjinn getur sem verkmaður keppt
við svertingjana á stöðvum miðjarðarlínunn-
ar og hann mundi kunna eins vel við sig
upp í Finnmörk. Hann þolir mæta vel
hinar heimskautlegu vetrarhörkur í Norður-
ameriku. Menn reka sig á hann alstaðar,
frá Alaska til Eldlandsins, írá Kanada
til Borneó og Súmatra. Hvíti maðurinn
er ekki fær að gegna líkamlegri vinnu í
trópiskum landsplássum, hann þjáist af
kitanum og hann getur að eins haidizt
þar við meðan hann getur lifað á innlenda
fólkinu, sem hann kúgar og notar sér í
hag með menntun sinni og vitsmunum.
Það er því áreiðanlegt, að dvöl hans þar
getur ekki verið nema um stundarsakir.
Þar á móti geta Mongólar náð sama mennt-
unarstigi og þrifizt þó vel við harða vinnu
undir línunni. Það virðist þvi ekkert ólík-
legt, að þegar Kína vaknar og menntast
þá mun Japan og Kína þrengja Evrópu-
mönnum burt úr trópisku löndunum og
þrýsta þeim lengra og lengra mót norðri.
(Framli.).