Þjóðólfur - 04.12.1896, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 04.12.1896, Blaðsíða 2
222 Þjóðverjar þessa tróða „Contorsionisten“ (vindingamenn), en Danir kalla þá „Slange- mennesker" (höggormsmenn) og er list þeirra, ef list skyldi kalla, harla óþekkileg. Frá Hamborg lögðnm við af stað snemma morguns 25. sept. með hraðlest austur til Kílar, framhjá smábænum Neu- miinster. Er landið á þeirri leið mjög vot- lent að sjá, sem ef tíl vill hefur verið fremur venju sakir undanfarinna stórrign- inga. En slægjuland virtist þar gott og mjög greiðfært. — Kíl er fremur snotur bær að sjá og Jiggur á smáhæðum við Kíl- arfjörð. Þar er ágætt herskipalægi, og hið mesta þing fyrir Þýzkalandskeisara, er hefur þar eina aðaiherskipastöð sína. Sáum við allmarga þýzka bryndreka þar á höfninni. Misstu Danir þar drjúga sneið af kjúkunni sinni, er þeir urðu að sleppa Slésvík og Holsetalandi með Kílarhöfn í greipar Þjóðverja. í Kíl höfðum við enga viðstöðu, því að við hlupum úr gufuvagn- inum, jafnskjótt sem hann nam staðar, nið- ur á skip, er þá þegar létti atkerum og flutti okkur til Krosseyrar (Korsör) á vest- anverðu Sjálandi. Ganga jafnan 2 gufu- skip millum Kílar og Korsör á hverjum sólarhring, annað á daginn, hitt á nóttunni, og er það eitt til marks um, hversu Þjóðverj- ar stinga Dönum undir rassinn á sér í öll- um greinum, að þeir láta danskt skip pauf ast á nóttinni þarna á milli, en sjálfir hafa þeir dagferðirnar, sem auðvitað eru miklu þægilegrí og arðmeiri, þar eð fólksflutning- urinn er jafnaðarlegast miklu meiri að degi en að nóttu. Var ekki laust við, að við ertum Dani með þessu, og þótti þeim leitt og sögðu, að svona væri helvízkur Þjóð- verjinn. — Sigldum við rétt austan við eyjuna Langaland, sem ber nafn með rentu og er öll á einn veginn. Sáum við þá óglöggt Láland í suðri, en suðuroddann á Fjóni, þá er lengra dró norður eptir. Kl. 4l/a stigum við á land í veldi Danakon- ungs við Korsör, þar sem Karl 10. öústaf Svíakonungur lenti forðum (1658) í litlum vinahug, gagnvart Dönum. í Korsör eru hér um bil jafnmargir íbúar, eins og í Eeykjavík, og eigi er bærinn öllu stórfeng- legri að sjá, en höfuðstaður vor. Þar skoðuðn tollþjónarnir farangur okkar, eins og lög gera ráð fyrir. Eru þeir einkum á veiðum eptir vindlum og tóbaki, en hvor- ugt heppnaðist þeim að ná í hjá okkur og getur vel verið, að eigi hafi verið nógu vandlega skoðað. — Eptir klukkutíma dvöl í Korsör stigum við á járnbraut til Kaup- mannahafnar, fórum fram hjá Slagelse, Sórey, Ringsted og Hróarskeldu. og kom- um til Hafnar kl. 8 um kveldið. Landið miili Korsör og Hafnar, þar sem víð fórum um, er allfrjótt að sjá og vel ræktað, með smáhólum og dældum, og víðast hvar reifað skógi. Einkum ern miklir skógar í nánd við Sórey, og eru þær lendur allar eign hins gamla Sóreyjarskóla. Hefur mörgum þótt fagurt á þeim stöðvum og svo þótti Jónasi. Þar bjó Ingemann, og þar var landi vor Jón Eiríksson nokkur ár. í næstu pistlum mun eg lýsa því, hvern- ig mér leizt á kóngsins „Kaupinhafn“. Eru komin aldarlok ariska kynsins? (Bptir L. Hearn í Atlantic; þýtt úr BKringsjaa“). (NiJurL) Yér höfum líka vanalega ramskakka skoðun á íhaldssemi Kínverja. Vér ímynd- um oss, að hún sé fólgín í tómlæti um allt nýtt og seigri fastheldni við allt gamalt, að Kínverjar geti ekki lagað sig eptir nýum tímum og öðrum siðum. Því er ekki heldur að neita, að Kínverjar eru íhalds- samir, en þeir eru það einungis hvað trúar- siði og ’serímónur' snertir; lengra nær ihalds- semi þeirra ekki. Það er ekkert í eðlis- fari Kínverjans eða uppeldi, sem verið geti því til fyrirstöðu, að hann noti betri verkfæri, þegar þau berast í hendur hon- um, eða að hann líki eptir vesturþjóðunum í því, sem hann sér að getur orðið sér til gróða og hagsmuna. Þvert á móti er hann auðnæmur og fljótskarpur og frábær- lega vel sýnt um að laga sig eptir nýjum kringumstæðum og semja sig að nýjum lífsháttum. í Ameriku lærir hann að strjúka lín með gufuafli í stað handafls og á verzlunarsamkundunni í New York er hann óðara orðinn útsmoginn í öllum gangi kaupstarfa, gróðabrögðum og fé- hnikkjum vesturþjóða; í New York býr hann í raflýstu húsi með granítframhlið og á Súmatra í bambuskofa. En hvernig svo sem hann breytir til um ytri lífshætti, þá verður hann samt í sínu innra hinn sami og áður, sannur Konfúsíusar lærisveinn og dyggur tilbiðjandi feðranna. Hvernig sem hús hans er ásýnis að utan, þá á maður víst að hitta hinn sanna, óbreytan- lega Kínverja í innstu herbergjunum. Þjóðernið og hin óbifanlega staðfesta eðlis- farsins er rótfest í trúbrögðum hans og helgisiðum. Og það er einmitt þetta, sem gerir þjóðakynin öflug, seig og ósigrandi; lempnin út á við að geta lagað sig eptir kringumstæðunum en haldið þó inn á við óskertum kjarna eðlisfarsíns; annarsvegar fastheldni við trúbrögð og siðareglur, en hins vegar fullkomið hleypidómaleysi í verklegum efnum. í þessu er styrkur Gyðinga fólginn. í hinu ytra haga þeir sér eptir tíð og atvikum, í hinu innra taka þeir engum breytingum. Ennfremur ber þess að gæta, sem áður er á vikið, að Japanir og Kínverjar eru wt- flytjandi, nýleudustofnandi þjóðkyn eins og Evrópumenn. Kínverjar eru þegar komnir út um allt og þeir eru eins og fyr er fram tekið kaupstarfsmenn hins fjarlæga Austurheims. Japanir eru einnig byrjaðir á útflutningum. í Ástralíu er komið upp japanskt verkmannamál jafnhliða hinu kínverska. Og það er enda í ráði að stofna japanska nýlendu í Mexíkó. Herbert Spencer hefur sagt, að sá tími, sem vér lifum á sé yfrumfarar-tímabil úr hernaðar-standi í iðnaðar-stand. Hingað til hefur ríkið verið hernaðarlegt; framtíðar- ríkið mun verða iðDaðarlegt. Aðalverkefni ríkisins mun ekki verða vörn né sókn, heldur hitt, að stjórna verknaðinum og skipa til um hann, að gera lífið léttara og [hagfeldara og annast fyrirkomulag þess. Eíkið verður félagssamtenging manna til þess að eiga hægra með að afla sér nauðsynja og þæginda lífsins. En hér rekum vér oss á þann sannleik, að Aríar hafa aldrei verið iðnaðar kyn. Þeir hafa borið merki annarar hugmyndar í heimssögunni. Þeir eru miklu fremur, eða ef til vill, þeir eru einmitt hernaðar- lega kynið. Þeir eru aðilar hernaðarstands- ins, sem dæmt er til að líða undir lok. Er þá óhugsandi, að sjálft kynið líði einn- ig undir lok? Þar á móti hafa Mongólar þegar í ár- daga og þaðan af verið iðnaðar kyn. Þeir bera einmitt merki þeirrar hugmyndar í veraldarsögunni, sem Spencer hyggur að muni leggja undir sig heiminn — iðnaðar- standið. Vinna,en ekki hernaður, hefur verið undirstöðuhugmynd ríkis þeirra. Eigi nú þessi hugmynd að vinna sigur, er þá ekki hugsanlegt, að hinn forni aðili hennar vinni sigur, — og að hernaðaryfirdrottnun Aría rými sæti, en komi í staðinn iðnaðarlegt heimsfyirkomulag undir mongólskri for- ustu? VI. En það er líka annar skoðunarmáti mögulegur, sem bæði er vonarbetri frá arisku sjónarmiði og ef til vill sönnu nær. Því má ekki gleyma, að jörðin er stór og að bæði þessi kyn geta æxlazt og auk- izt svo öldum skiptir og samt ekki orðið meira [jágengt en að fylla verstu eyð-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.