Þjóðólfur - 17.03.1897, Síða 3

Þjóðólfur - 17.03.1897, Síða 3
51 stórveldin voru að átta sig á þessu, hafði grískur herforingi, Vassos, gengið á land á Krít skammt frá höfuðborginni Canoa, tekið vígið Aghia á náttarþeli og náð 100 tyrkueskum föngum á sitt vald. Þetta var 15. febr. Eu í sama bili komu 28 herskip með 11,000 manna frá ölíum stór- veldunum, er nú höfðu orðið ásátt um að skerast í leikinn. Þorði þá Vassos ekki að hafast neitt frekar að næstu 4 daga. En svo ætla menn, að hann haíi fengið skipun heiman að, að láta eigi við svo búið standa, og gerði hann sig þá líkleg- an til að taka vígið Bukolis. En þá þótt- ust stórveldin ekki lengur geta staðizt mátið og tóku að skjóta á Grikki og upp- reistarmennina. Og mælt er að þeir hafi leyft tyrkneska hernum að skjóta á Krít- eyinga meðan þeir voru að taka upp hina særðu og dauðu úr liði sínu, og hefur það hvívetna mælzt illa íyrir og snarpar um- ræður um það orðið í euska parlamentinu. Þá er svo var komið var Grikkjum uauð- ugur einn kostur, að láta staðar numið, því að herfioti stórveldanna ógnaði þeim, ef þeir hreyíðu sig frekar. Smáir herflokk- ar af grísku sjálfboðaliði voru annaðhvort stöðvaðir á miðri leið til Krít og reknir heim til Grikklauds aptur, eða bönnuð laudgauga á eyjunni, er þeir voru þaugað komnir, og er það allt verk stórveldauna. Við þetta situr eptir síðustu fréttum, og er enginn efi á því, að Grikkir verði neydd- ir til að hörfa algerlega burtu og sleppa öliu tilkalli til eyjarinnar. Gladstoue gamli hefur í bréfi nokkru farið þessum orðum um tiltæki stórveldauna: „Ef þér óskið að vita mína skoðun um alla hegðunstór- veldanna næstliðin tvö ár, þá játa eg, að eg er bæði hryggur og reiður, og einmitt nú virðast stórveldin vera að fylla mæli siunar eigin svívirðingar“. Á sömu skoð- un munu flestir hinna göfuglyndari þjóð- málaskörunga vera í þessu máli. Á Kuba rekur hvorki né gengur, en uppreistarmenn hafa jafnan góðar vonir um, að þeim muni takast að losna undan oki Spánverja. Á Indlaudi gengur voðaleg pest eða „svartidauði", er drepur fólkið unnvörpum, einkum í Bombay. Þar deyja daglega að meðaltali 170 manns í Karachi dóu 293 af 320, er sýktust, og á öðrum stað 129 af 180. Allar ráðstafanir til varnar þess- ari voðalegu drepsótt hafa reynzt árang- urslitlar, því að íbúarnir skoða þetta sem refsidóm himuaföðursins, er eigi verði um- flúinn 0g hirða því alls ekki um noinar hreinlætisfyrirskipanir, en þvo sér og baða sig í sama ílátinu, sem þeir drekka úr. Dr. Friðþjófur Nansen hefur verið á einskouar sigurhelgiför um Eugland og Skotland og haldið þar fyrirlestra um i norðurför sína. Hefur honum sem vænta má, verið tekið með kostum og kynjum, | og sæmdur alls kouar heiðursmerkjum, gullmedalíum o. s. frv. Hefur prinzinn af WalesL meðal annars mælt fyrir minni hans. Þykir nú enginn maður frægri en Nansen, enda hefur duglega verið slegið til hljóðs fyrir honum, og þó fann hann ekki „pólinn“. Dr. Þorvaldur Thoroddsen í Noregi. Eptir beiðni Iandfræðisfélagsins í Kristian- íu hélt Þorv. Thoroddsen fyrirlestur í fé- laginu um ísland hinn 10. febrúar; tal- aði hann um ástand íslands eins og það er nú, um þjóðina og atvinnuvegina og framfarir þær, sem orðnar eru á seinni árum. Yfir 900 manns hlustuðu á fyrir- lesturinn og eru langar greinir um hann í norskum blöðum. Eptir fyrirlesturinn hélt landfræðisfélagið dr. Þorv. Thoroddsen veizlu; í samsæti þessu voru margir frægír vísindamenn og heldri menn, sem sumir eru;kunnir>hér ;á landi t d. professor Mohn, prof. Gustafi Storm jarðfræðingarnir prof. Brögger, prófessor Helland, dr. Reusch ráðgjafarnir Steen og Astrup o. m. fl. For- maður landfræðisfélagsins óberst Haffner mælti fyrir skál dr. Thoroddsens, prof. G. Storm íyrir minni fslands og prof. Brögger fyrir skál dr. Thoroddsens sem jarðfræðings. í haust hélt dr. Þ. Thoroddsen fyrir- lestur um jarðskjálftana í landfræðisfélag- inu í Kaupmannahöfn; þar var konungur viðstaddur og fjöldi fólks. f Óli Finsen póstmeistari lézt á spítala í'Kaupmannahöfn 2. þ. m. af slagi. Hann sigldi héðan með „Lauru“ síðast til að leita sér lækniuga gegu steinsótt. Hafði skurðurinn tekizt vel, en banameinið þó iíklega að nokkru Ieyti afleiðing hans. ó. Finsen var læddur í Reykjavík 1. janúar 1832 og voru foreldrar hans Ólafur Finsen assessor í laudsyfirréttinum (sonur HanDesar biskups Finnssonar), og María dóttir Óla Möllers kaupmanns í Rvík. 1856 var Óli póstmeistari útskrif- aður úr lærða skólanum, eu 1872 var hon- um veitt hið Dýstofnaða póstmeistaraem- bætti. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Hendrikka Andrea, dóttir Morits Bjeriugs kaupmanns í Rvík og áttu þau 7 börn, en aðeins 2 þeirra eru á lífi, Ólafur læknir á Akranesi og María kona Ólafs Ámundasonar verzlunarstj. í Rvík. Með síðari konu sinni, Maríu dóttur Þórðar há- yflrdómara Jónassonar, átti hann 5 börn, sem öll eru á lífi. Óli Finsen var að mörgu leyti dugn- aðarmaður i embætti sínu, og vildi rækja það sem bezt. Eu staða hans var erfið og vandasöm, og verður þá opt miður þakkað en skyldi af þeim, er ókunnir eru. Hann var góðmenni og gæflyndur í umgengni, bezti heimilisfaðir og yfir höf- uð vel þokkaður af öllum, er nánari kynni höfðu af honum. Póstskipið „Laura“ kom hingað í gær. Með henni voru kaupmennirnir: Björn Guðmundsson, Friðrik Jónsson og Geir Zoéga, Helgi Jónsson cand. mag., Kristján Kristjánsson cand. med., Jeus Waage stú- dent, Hannes Thorarensen verzlunarmaður og Jón Jónsson skipstjóri í Melshúsum. Emhættispróf við háskólaun hafa þess- ir laudar tekið: Oddur Oíslason i lög- fræði með 1. einkunn, Helgi Pétursson í náttúrusögu elunig með 1. einkuun, Kristj- án Kristjánsson og Sæmundur Bjarnhéð- insson hvortveggja í lækuisfræði með 2. einkunn hinni betri hvor. Um stjórnárskrármálið heyrist hvorki stun né hósti frá danska ráðaneytinu. Svampar hvergi batri en i veizlun Eyþórs Felixsonar. • Ekta anillnlitir te t»r fást hvergi eins góðir og ðdýrir eine og rt- NH í verzlun íc P s= cö Sturlu Jónssonar cö Aðalstræti Nr. 14. Þ N— e-t' w •j»n«jnro» Oturslíinnshúflir ágætar í verzlun Eyþórs Felixsonar. LEIÐARYÍSIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsyn- legar upplýsingar. lESLeÐfö. fæst keypt í verzlun Eyþórs Felixsonar.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.