Þjóðólfur - 23.04.1897, Side 2

Þjóðólfur - 23.04.1897, Side 2
78 á mörgum vörutegundum til mikils hagn- aðar fyrir þá, sem verzluðu á Borðeyri. Árið 1878 Jeið félagið undir lok; eignaðist Clausen hús þess og byrjaði fasta verzlun, og um sama leyti byggði kaupm. Yald. Bryde verzlunarhús á Borðeyri; hafði hann um mörg ár verzlað þar sem lausakaup- maður, en hafði síðan fasta verzlun til 1892. Árið 1890 eignaðist kaupm. R. P. Riis Clausens verzlun, og 1892 keypti hann Brydes verzlun; hefur hann síðan einn haft verzlun á Borðeyri. Var ekki laust við, að þær raddir létu til sín heyra, að all-óvæníega liti út með verzlun á Borð- eyri, þegar Riis væri orðinn þar einsamall, en það fór á annan veg, því verzlunin breyttist að mörgu leyti til batnaðar, og má segja Riis það til hróss, að hann hef- ur alltaf haft miklar birgðir af nauðsynja- vörum, en áður vildi það opt verða mis- brestasamt. Að öðru leyti mun óhætt að segja það um Borðeyrar verzlun yfir höfuð, að hún hafi opt verið betri en í sumum öðrum smáverzlunarstöðum landsins. í sambandi hér við má geta þess, að verzlunarfélag Dalasýslu hefur haft aðal- stöð sína á Borðeyri síðan 1891 að því leyti, að fjárflutningaskipin hafa tekið þar allt útflutningsfé af félagssvæðinu, og hús hefur það látið byggja þar til að leggja vörur upp í. Er kaupskapur í félaginu til mikils hagnaðar fyrir bændur, bæði beinlínis og óbeinlínis. Nokkrar byggingar eru á Borðeyri auk verzlunarhúsanna, en allar lítilfjörlegar. Veitingastaður hefur verið þar í nokkur ár. Nú eru íbúar verzlunarstaðarins því nær 40. Eins og sést af því, sem hér er sagt, hefur Borðeyri átt erfitt uppdráttar, og hún á ekkert skylt við borgirnar í Ameríku, sem hafa aukizt og margfaldazt á ciuum áratug. Er það að vonum, því hana vant- ar hin nauðsynlegu skilyrði til að geta vaxið, svo sem gott land til ræktunar, en þó einkum sjávarafla, og auk þess er hún innilokuð af ís fram eptir öllu sumri í hörðum árum. Þar sem Borðeyri stendur, skammt út frá Hrútafjarðarbotni, er innsigling þang- að mjög löng, og Húnaflóa hefur alltaf verið barið við, þegar ræða hefur verið um samgöngubætur fyrir Borðeyri og Stranda- sýslu yfir höfuð, enda hætti gufuskipa- félagið ekki skipum sínum hér inn, fyr en uppmælingin var búin, allt fyrir það, þótt ensk gufuskip kæmu hér áður árlega. Nú er ekki hægt að berja uppmælingunni lengur við; er því meiri von til samgöngu- bótanna, og gæti Borðeyri notið góðs af þvi, ef þær yrðu hentugar. Eg get ekki Ieitt hjá mér að minnast þess, að hingað til höfum við Strandamenn notið lítils góðs af strandferðunum, því það eru að eins 3 ár síðan strandferðaskipin byrjuðu að koma við á Borðeyri, og hafa þær ferðir verið bæði bnógar og öhentugar. Þegar það er nú búið að sýna sig, hversu óhentugt og kostnaðarsamt það er, að láta slíkt skip sem landsskipið krækja inn á hvern fjörð, mætti búast við, að menn sannfærðust um, að gufubátaferðir á flóum og fjörðum landsins séu hinar heillavæn- legustu samgöngubætur fyrir oss. Fyrir okkur Strandamenn mundu þannig lagað- ar ferðir reynast hagkvæmar. Eru hér úr sýslunni töluverð viðskipti við Vestfirði, einkum ísafjörð; ættu allir flutningar héð- an og þangað, og sömuleiðis innan héraðs, að vera á sjónum. Og þar sem eins stend- ur á og hér, að vegir eptir endilangri sýslunni eru víðast mjög torsóttir og sum- staðar afar-illir yfirferðar, tel eg það mik- inn kost, að sjóleiðin liggur hér að kalla má heim að hverjum bæ, því það verður seint — mér liggur við að segja aldrei — að hér verði lagðir góðir vegir. Það raskaði töluvert gamla lifnaðar- mátanum í sveitinni, að verzlun hófst á Borðeyri. Áður höfðu menn verzlun sína í Stykkishólmi eða Skagaströnd, sem eru 2—3 lestaáfangar aðra leiðina, enda stund- um á Reykjarfirði, sem er enn lengra; hvað aðflutningana snerti, hafði það því mikla kosti í för með sér, en allt má mis- brúka og svo fór einnig hér; var það eðli- legt á þeim tímum, þar sem það vill brenna við enn í dag, þrátt fyrir langtum meiri menntun og fullkomnari þekkingu manna á því sem illt er og hinu, sem betur má fara, að menn kunna ekki að færa sér réttilega í nyt hluunindi þau, sem fást við það, að nýir verzlunarstaðir rísa upp. Menn fóru hér brátt að kaupa meira til þæginda lífsins en áður, og er það ekki lastandi; menn fóru einnig að fara fleiri kaupstað- arferðir en nauðsyn bar til, en einkum var það þó brennivínskaup og drykkju- skaparóregla, sem allmjög fór í vöxt; menu riðu á stað á laugardögunum og komu síðau ekki heim fyr en á sunnudags- kvöld eða mánudagsmorgna og höfðu þá óspart dýrkað Bakkus. Á þeim árum var sá talinn hjáræna og vesalmenni, sem ekki fékk sér duglega í staupinu, og þeir full- orðnu sögðu, að drengirnir ættu að fá sér bragð og læra að vera með. Gekk það líkt þessu lengi frameptir, eptir að byrjað var að verzla á Borðeyri, og ekki fór drykkjuskapurinn verulega að breytast til batnaðar fyr en um 1878; þá var hér stofnað bindindisfélag, og þó það ætti sér ekki laugan aldur, miunkaði drykkju- skapurinn stórum, og nú eru þeir fáir hér, er drykkjumenn megi lieita. Á sama tíma eða síðan um 1880 hefur upplýsing manna aukizt mikið, og menn munu yfir höfuð betur menntaðir hér en víða annarstaðar. Bóka- og blaðakaup eru hér mikil og margir lesa ósköpin öll, en það þarf sannarlega dugnaðarmenn til að lesa alla dagbiaðasúpuua og þar að auki mikið af eldri og yngri bókum, með nógu mikilli eptirtekt, án þess að eyða allt of miklum tíma til þess; eru því miður miklir örðugleikar á því að vinsa úr það, sem nýti- legt er eu hlaupa yfir hitt, sem væri þó bezt. í pólitískum málum hafa menn hér frjálslyndar skoðauir og þeir, sem lengst hugsa, hafa allt af verið fýigjaudi stjórn- arskrármáliuu og hinum endurskoðuðu stjórnarskrárfrumvörpum, en miðlunar- og tillöguleiðin á sér hér fáa talsmeuu. Framfarir í jarðabótum eru hér al- mennt fremur hægfara, allt fyrir það þó meir en 20 ár séu síðan byrjað var á þeim. Það gerðu þeir sýslumaður S. E. Sverri son í Bæ og hreppstjóri Finnur Jónsson á Kjörseyri. Réðu þeir til sín Ólaf Sveins- son jarðyrkjumann, bróður Benedikts sýslu- manns Þingeyinga, og vann haun ásamt fleiri mönnum nálega eingöngu hjá þeim að jarðabótum í 3 ár; hefur sýslumaður síðan haldið þeim áfram, enda hefur ábýl- isjörð hans Bær tekið miklum stakkaskipt- um í jarðrækt og húsabótum síðan hann kom þangað. Er það vænlegra til fram- fara og meiri ræktarsemi við landið, þeg- ar þeir sem máttinu hafa, slétta túnin og byggja upp á jörðunum, heldur en hitt, sem sumra er siður að eignast sem flestar þúfurnar, eða með öðrum orðum sem flesta jarðaskikana, en láta allt að öðru leyti sitja í gamla horfinu. Það á vel við að geta í biöðunum all- mikils framfarafyrirtækis, sem Bæhrepp- ingar hafa gert, og er það brú yfir á. Saga hennar er þannig, að árið 1895 Ieit- aði hreppsnefndiu samþykkis sýslunefndar- innar til að mega taka allt að 1000 kr. lán til að brúa á hér í hreppnum, er Laxá heitir, og fór þess jafnframt á leit, að sýsluvegasjóður styrkti fyrirtækið, og fékk það ágætar undirtektir í sýslunefndinni. Þegar þetta var komið í kring, var Ein- ar dannebrogsm. Guðmundsson á Hraunum

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.