Þjóðólfur - 30.04.1897, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 30.04.1897, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr. Erlendie 5 kr. — Borgist fyrir 15. júlí. iUppsögn, bundin yið áramöt, ögild nema komi til dtgefandá fyrir 1. október. ÞJÖÐÓLEU E. XLIX. árg. Reykjayík, föstudaginn 30. apríl 1897. IJúnaðarskólamálið. Eptir Rwnólf Bjarnason frá Hafrafelli. I. Aðalatvinuuvegir vor íslendinga eru sem stendur tveir: iandbónaður og sjávar- útvegur. Frá hálfu þingsins var næsta lítið gert til, að efla sjávarútveginn, þar til það veitti fé til sjómannaskólans. Sjómannaskólinn hefur nú, um hin fáu ár, er hann hefur staðið, aflað sér á- lits og virðingar, svo að efnilegustu synir sjómannanna sækja nú skólann, og reyn- ast, sem skipstjórar vonum betur, enda verður ekki annað séð, en sá áhugi, sem nú er vaknaður fyrir að fjölga þilskipum til fiskveiða, verði að mestu rakinn til skólans. Landbúnaðarmál vort hefur verið meira í afhaldi á dagskrá þjóðarinnar, og í til- liti til fjárhags vors, hefur stórfé verið veitt til að hrinda þeim atvinnuvegl í rétt horf. En hvað er orðið? Það er spurning, sem hver einasti íbúi þessa lands, er tilfinuing hefur fyrir því, að hanu liflr í félagi við aðra menn, hlýtur að leggja fyrir sig. Spurningunni svara menn á ýmsa vegu (sbr. dagblöð vor), en því getur eng- inn sanngjarn maður neitað, að uppskeran er næsta lítil í samanburði við það, sem niður hefur verið sáð. Euginn hyggiun einstaklingur breytir þannig, að leggja árum saman talsverða upphæð af tekjum sínum, til fyrirtækis. sem í fyrstu gáfu honum góðar vonir, að yrði honnm mjög arðberandi, en skilaði ekki aptur nema ákaflega litlum parti af höfuðstólnum. Þessi einstaklingur myndi hugsa á þá leið: „Þá er eg hóf þetta fyrir- tæki, var eg sannfærður um, að það lé er eg legði til þess, væri ekki einungis vel geymt, heldur gæfl hundraðfalda vöxtu Nú hefur þetta gefið öfuga raun. Af þessu verð eg að álykta svo^ð eg hafl hlotið að beita óheppilegri aðft), þar sem eng- inn getur efazt um, að takmarkið hefur verið rétt. Eg byrja því fyrirtæki þetta frá grunni, afla mér allrar þekkingar, sem mér er unnt, vanda alla bygginguna, sem framast má verða, með tilliti til gagn- semdar og frambúðar“. Þetta einstaklings dæmi má heimfæra til búnaðarskólamáls vors. Yér reisum búnaðarskóla sinn í hverjum landsfjórð- ungi, í þeim góða tilgangi, að veita efni- legum bændasonum, þá þekkingu og fram- takssemi í búnaðarháttum, að þeir verði fyrirmynd bænda í búskap. Miðað við efnahag vorn, kosta skólar þessir árlega stórfé. í milli 10 og 20 ár hafa skólar þessir staðið og eru nú um land allt dreifðir út írá þeim, hinir svonefndu bú- fræðingar. Engin byggð er víst svo af- skekkt, að hver vitkaður íbúi hennar viti ekki jafnglögg deili á þessum mannflokki og hverjum öðrum. Það mætti því ætla, að búnaðurinn væri nú byrjaður að stíga lang- stíg fótmál í búnaðarframkvæmdum og að hann stæði nú á tryggari grundvelli en hann stóð, þá skólarnir hófu göngu sína. Eg þarf ekki að kveða upp neinn sér- stakan dóm yfir búnaðarskólunum og nem- endum frá þeim; þjóðin í heild sinni hef- ur gert það, þótt alþingi hafl ekki tekið það tillit til hans, sem ætla mætti. Dóm þennan roá lesa í ágripi, á þann hátt, meðal annars að athuga aðsóknina að skólunum, því aðsókn að skólum er háttað, séu þeir nýtir, eins og hverju því, er eptir- sóknarvert þykir, að þangað sækir múgur og margmenni og það ekki menn af lak- ara tagi. Fyrst meðan engin reynsla er fengin fyrir, hve heppilegt fyrirkomulagið er á búnaðarskólnnum, sækja ýmsir efnilegir menn þá, menn, sem hafa jafnvel efnalegt og andlegt sjálfstæði í byrjun. Þessir menn eru „hinar heiðarlegu undantekning- ar“, sem ýmsir hafa nefnt, þá þeir hafa verið að borja sér yfir ófullkomleik þeirra, sem frá búnaðarskólunum koma. Nú er komið svo, að heita má, að búnaðarskól- ana sækja ekki aðrir en unglingar, er lít- ið eiga að sér, sem verða að kljúfa þrítug- an hamarinn, áður eu þeir geti náð því takmarki að vera bændur öðrum til fyrir- myndar í sínu byggðarlagi. Þegar skól- arnir standa á þessu stígi, er næsta eðli- iegt, að vér sjáum margt eitt skipbrotið í þessu tilliti, og að þeim fjölgi ár frá ári, sem leggja árar í bát, þar sem þeir eru umkringdir skipreika mönnum. Hví er þessu þannig varið hljótum vér að spyrja? Og svarið liggur beint við, að það stafar Nr. 21. af því, að skólarnir eru ekki reistir á réttum grundvelli. Fjármarkaðir erlendis. Eins og yður mun kunnugt, tók eg mér fyrir að ferðast til Þýzkalands, Hollands, Belgíu og Frakklands til þess að komast eptir, hvernig bezt væri að haga innflutn- ingi og sölu á fé á fæti frá íslandi til þessara landa. Eg kom heim úr þessari ferð í nótt, og skal nú stuttlega skýra yður frá erindislokum. Á Fraklclandi er hinn stærsti markað- ur. Á hverju árí flytjast þangað um 1 ®/4 miljón sauðkinda, og það munar því ekki mikið um það, þótt allur útflutningur frá íslandi bætist við þessa tölu. Þar er selt alls konar fé; íslenzkt fé líkar dável. ís- lonzkt sauðakjöt hcfur vcrið selt í París- arborg á 63 aura pundið í stórkaupum; bezta íslenzkt fé hefur verið selt í Dunk- erque á rúmar 30 kr. kindin. En kostn- aður er feikna-mikill, áður en kjötið er selt. Innflutningstollur er 15 fr. 50 ctm. fyrir 100 kíló lifandi vigtar eða um 5 kr. 50 a. fyrir hverja kind. Þá er alls kon- ar annar kostnaður, er síðar skal nákvæm- lega getið. Líklegast mun að jafnaði geta fengizt fyrir kindina heima á íslandi 12— 17 kr., að öllum kostnaði frádregnum. — Bezt er að senda féð til Diinkerque og selja það þar við komu þess þangað, hið vænsta til Parísarborgar til slátrunar, en rýrara féð til Norður-Frakklands, einkum til Lille, þar sem bændur kaupa nokkuð af því og ala fram á vetur.— Féð er selt í umboðssölu; uppboðssala á fé á sér ekki stað. Það er varasamt, að senda féð til Frakklands fyrir eigin reikning; umboðs- menn reikna misjafut, kostnaðinn. Herra Zöllner í Newcastle hefur gert ýrasar til- raunir með, að senda íslenzkt fé til Frakk- lands, en segist ekki hafa verið ánægður með umboðsmenn þá, er hann hefur haft viðskipti við. Eg hef nú verið svo hepp- inn, að komast í kynni við hin stærstu og áreiðanlegustu verzlunarhús, sem taka að sér umboðssölu á fé, en samt mun ekki veita af, að íslendingar hafi góðan og áreiðanlegan milligöngumann, sem þeir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.