Þjóðólfur - 30.04.1897, Síða 3

Þjóðólfur - 30.04.1897, Síða 3
83 Nú míii fagta Fljótshlíðin fagnar geislum þínum, lát þar morgunljóma þinn lýsa Btöðvum mínum. Jeg á þar marga ljúfa laut, lengBt sem jeg mun Bakna; Bigndu þar mitt sumarskraut, sem fer nú að vakna. Signdu jökuls svalan tind, sem mig löngum dreymir, signdu hverja silfurlind, Bem þar niður streymir. £>á i anda eg þangað svíf þegar morgna tekur, þín dýrðarsjón mér sendir líf og sálu mína vekur. Er brekkur árdags eld við þinn orna blómum sinum vildi jeg feginn sérhvert sinn sjónum líta mínum. Ó, þú himins geisla glóð, guðleg er þín Baga; skapara þinn mín lítlu ljóð lofl alla daga. J. Þ. tir Þingeyjarsýslu (13. marz). • IL (Kynliætur sauðfjár.—Presturiun á HelgastöJum.— ösanngirni landstjornarinnarj. Helzta hreyfingin i búnaðarlegu tilliti er ráða- gerðin um kynbótastofnun eða Btofnanir fyrir sauð- fé. Helzti forgöngumaður þessa máls er Pétur á Oautlöndum, og er því máli því nú svo komið, að vafalaust kemst það bráðlega á góðan rekspöl; en ofsnemmt er enn, að skýra nokkuð ítarlegar frá þvi máli. Mönnum er hér vel ljóst, að vegna enska fjárbannBÍns er enn brýnni nauðsyn að bæta féð, og gera það sem bezt til frálags, enda má heita, að þetta kynbótamál hafi fengið beztu undirtektir almennt. Hin góðu áhrif, sem kaupfélagsskapurinn hefur haft 4 fjárræktina, hafa meðfram opnað augu manna fyrir þessa málefni. í byrjun kaupfélagsins voru sauðir þess að meðaltali nál. 110 pd., en hin aíðustu ár hafa þeir verið 125—127 pd., og er það mikill munur á einum 12 árum. Og þó hafa engar reglubundnar eða vieindalegar tilraunir verið gerðar. Hvað mundi mönnum þá hafa orðið ágengt, ef fjár- ræktin hefði verið reglulega og vísindalega stund- uð um hundruð ára? Það er nefnilega alveg ó- reynt, hve mikium umbótum sauðfé vort getur tekið, einungis moð réttri meðferð, hvað þá heldur með kynbótum og réttri kynblöudun. Að vísu hafa ein- Btakir fjármenn sýnt, að langt má komaBt frá því, gem almennast er, en hversu langt? Það veit eng- inn. Nú er tímí og séretök hvöt að hefja reglu- bundnar tilraunir í fjárræktinui, og settu allar slík- ar tilraunir að fá styrk af almannafé. Mikia hluttekningu hafa ófarir jarðBkjálftasveit- anna vakið hjá almenningi hér um slóðir, og hef- ur samskotum verið safnað í öllum gveitum. Hér í sveit urðu tveir voðalegir húsbrunar á næstl. ári (á Helgastöðum og Litlulaugum), bvo þrjár fjöl- skyldur urðu húsvilltar en fjórar liðu stórtjón, og var þetta sveitinni mikill hnekkir, en samt söfnuð- ust á örstuttum tíma um 100 kr. í samskotum til jarðskjálftasveitanna. Undarlegt þykir mörgum hér, ef presturinn á Helgastöðum — sem hefur ranglátlega litlar tekj- ur í samanburði við aðra presta — fær engan styrk af opinberu fé til þess, að byggja upp stað- inn. Jarðeigendum er með lögum gert að skyldu, að styrkja leiguliða til þess að byggja brunnin hÚB; landsjóður hjálpar sínum landsetum, en hver á að hjálpa prestunum ? Lán eru stöðugt veitt til bygg- inga á prestBBetrum og jafnvel til jarðabóta á þeim, með mjög vægum kjörum; en Helgastaðapresti er ekki * einungis neitað um styrk, heldur einnig um lán úr landsjóði með sömu kjörum sem prestaköll- um hefur verið lánað að undanförnu. Er siíkt nokk- urt réttlæti eða jöfnuður? Eða hvers á Helgastaða- prestur og prestakall að gjalda? Fleiri en ein tilraun hefur verið gerð til þess, að fá tekjur prestsins á Helgastöðum auknar í líkingu við það, Bem flestir aðrir prestar hafa, en árangurslaust. Og nú brenn- ur prestssetrið, og prestinum er neitað um alla hjálp frá hinu opinbera. Hvernig ætli hefði ver- ið farið með biskupinn, ef brunnið hefði hjá honum? Það er ekki undarlegt, þó slíkt ráðiag Iandstjórnar- innar veki óánægju, og er ekki óliklegt að sú ó- ánægja fari hér eptir að koma i ljós á nokkuð á- þreifanlegri hátt en hingað til. í sambandi við þetta, og fieira þessu líkt, liggur beint við, að benda á, hve heppileg umráð presta yfir jörðum eru. Engir leiguliðar sæta siikum kjörum sem leiguliðar presta. Einstakir jarðeigendur og land- sjóður endurgjalda sínum leiguliðum nýtilegar jarða- bætur; en hver endurgeldur þær leiguliðum prest- anna? Landsjóðsjarðir eru byggðar til lífstíðar, en leiguliðar presta mega aldrei um frjálst höfuð strjúka, nema presturinn sé vaimenui, sem út af bregður, eins og um aðra menn, enda eru prestar óvinsælastir landsdrottnar í landinu, hvort sem þeir nú eiga það skilið eða ekki. Prestar eru opt odd- vitar hreppsnefnda, og þeirri stöðu fylgja margar freistingar. Þess eru líka mörg dæmi, að prestar hafa byggt jarðir sínar, er liggja í öðrum hreppum en þeirra eigin, lítt nýtum utansveitarmönnum, þvert á móti vilja og óskum sveitarmanna, þótt álitlegir innansveitarmenn hafi knékropið þeim til þess að fá jörðina, og er mannlegt, þótt mönnum verði skapfátt við slík tilfelli, eigi sízt, ef bersýni- leg eigingirni ræður úrslitunum. Um þetta efni mætti rita heila bók, og það er líklegast, að þess þyrfti til þess, að opna augu þings og þjóðar fyr- ir því aflagi að láta presta vera landsdrottna. Útleudar fréttir hafa hingað borizt til 22. þ. m. Eru þau stórtíðindi nú að segja, að ófriðurinn niiUiim Orikkja og Tyrkja hófst til fulln- ustu um 18. þ. m., og urðu Tyrkir fyrri til að segja Grikkjum stríð á hendur, og 20. þ. m. héit sendiherra Grikkja í Mikla- garði, er Maurokordatos heitir, heim til Aþenn alfarinn um sinn, og voru allir sendiherrar stórveldanna viðstaddir brott- för hans og kvöddu hann með virktum, nema sendiherra Þjóðverja lét ekki sjá sig og mæltist miður vel fyrir. Sama daginn veik sendiherra Tyrkja í Aþenu einnig heim til síu. — Ófriðurinn hófst á ýmsum stöðum í senn bæði á sjó og landi, en mest kvað þó að vopnaviðskiptunum í fjall- skörðunum á landamærum Þessalíu. Eru þar víða vígi góð, en sá er hængur á, að þá er Grikkir fengu Þessalíu frá Tyrkj- um 1881 héldu Tyrkir mest öllu hálend- inu að austanverðu, með fjöllunum Olympos og Ossa, og hefur sú raun á orðið, að Tyrkjum hefur orðið það til mikils hag- ræðis, því að Grikkir hafa ekki haft bol- magn við þeim þar í fjöllunum og staðið miklu ver að vígi. Yar fyrst bardagi suarpur í einstigi því, er kennt er við Milouna, og stóð 36 stundir. Létu Grikkir loks undan síga eptir drengilega vörn, en fyrirliði Grikkja, er særður var í bardag- anum, réð sér sjálfur bana til að faiia ekki í heudur óvinanna. Hörfuðu Grikk- ir þá niður úr fjöllunum og bjuggust við i kastalaborginui Tyrnavo. Var sent þang- að hjálparlið fra höfuðborginni í Þessalíu, Larissa, en ei að síður tóku Tyrkir Tyrna- vo eptir harða sókn 20. þ. m. og er þá opin leið fyrir þá til Larissa, er stendur a sléttu við Salambriaíljót. Hefur Kon- stantin krónpríns yfirstjórn Grikkjahers þar, en sá heitir Edhem pasja, er fyrir Tyrkja- her ræður, sagður dugandi hershöfðingi. Jafnskjótt sem ófarirnar við Tyrnavo frétt- ust til Aþenu, var sent þaðan hjálparíið til Larissa og Edhem pasja krafðist 40,000 manna liðsauka af Tyrkjastjórn, og var því búizt við höfuðorustu við Larissa, þá er síðast fréttist. Að Grikkjum hefur veitt svo erfitt á þessu svæði er eignað því, að þeir hafa hvorki nógu stórt né gott stór- skotalið gagnvart Tyrkjum, auk þess sem liðsmunur er feikimikill, um 80,000 Grikkja gegn 700,000 Tyrkja, ef á skal herða, og fjárhagur Grikkja hinn bágbornasti. Ann- arstaðar, einkum á sjó, hafði þó Grikkjum veitt betur en Tyrkjum t. d. í Artaflóan- um og i Epírus, en ekki að neinu ráði. Ekki leit heldur út fyrir, að Serbar, Svart- fellingar eða Búlgarar mundu neitt hreyfa sig til að hjálpa Grikkjum, og eigi hefur bólað neitt verulega á uppreisn í Make- doníu, er Grikkir reiddu sig á, en soldán lét það boð út ganga 19. þ. m., að allir grískir íbúar í höfuðborginni Saloniki skyldu brott þaðan inuan 15 daga. Fregnriti nokk- ur, sem þessa dagana hafði tal af Georg kon- ungi, segir, að honum hafi verið mjög gramt í geði út af hátterni kristinna Norðurálfu- þjóða gagnvart trúarbræðrum þeirra á Grikk- landi í þessari miklu nauðsyn og hafi sagt meðal anuars, að sú hluttekning, sem hvar- vetna hefði sýnt sig í Grikkja garð, hefði átt

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.