Þjóðólfur - 30.04.1897, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 30.04.1897, Blaðsíða 2
82 þekkja og hafa traust á, og álít eg sjálf- sagt Zöllner beztan til þess. Það er von- andi, að viðskipti íslendinga við Frakka með fé á fæti verði eins happasæl, eins og við Englendinga um mörg ár undanfarin, jafnvel þótt búast megi við, að ekki fáist fullt eins hátt verð fyrir féð, eins og þar. í Belgíu er einnig mjög mikið selt af sauðakjöti, en þar vill svo illa til, að nú er komið innflutningsbann (22. jan. þ. á.) fyrir allt fé, sem flutt er sjóveg, þó með þeirri undantekningu, að flytja má inn rýrt fé, ef hægt er að sanna, að það sé eingöngu selt til eldis í Belgíu. Auðvitað getur enginn útlendingur átt undir því, að senda fé fyrir eigin reikning með þess- um kjörum. Þess vegna hef eg gert mér far um, að fá belgiskan kaupmann tii þess að koma tii íslands og kaupa fyrir sinn reikning, og mér hefur tekizt að fá stærsta fjárkaupmanninn þar, hr. Aug. Schmidt í Verviers, til þess að lofa því, að koma í haust og kaupa fé á íslandi. Auðvitað hef eg enga aðra tryggingu fyrir þvi, að hann komi en orð hans sjálfs, en með því að hann í fyrra hefur verið í Noregi til fjárkaupa, virðist hann hafa reynslu í fjár- kaupum og flutningi á fé sjóveg, og þá er vel skiljanlegt, að hann fáist til að kaupa einnig á íslandi. Hann mun í fyrra hafa gefið um 14 aura fyrir pundið á fæti (lifandi vigt) í Noregi. Innflutningstoll- ur á fé er í Belgíu 1 kr. 40 a. fyrir hverja kind, og borgast auðvitað af innflutnings- manni. Til Hollands er ekki til neins að senda fé. Hollendingar borða ekki sjálfir sauða- kjöt svo nokkru nemi, en senda út feikna- mikið sauðakjöt til annara landa. Þar eru opt mikil veikindi í fé, og er því inn- flutningur á lifandi fé þaðan bannaður í flestum öðrum löndum. Frá Þýzkalandi er einnig sent mikið fé til annara landa, helzt til Frakklands, en þar er mikil verzlun með rýrt fé, sem selt er til fitunar á ýmsum stöðum, t. d. í Ditmarsken, og einnig í Braunschweig og Magdeburg, þar sem mikið er ræktað af sykurrófum. Verð á sauðakjöti er um 45 aura pundið í stórkaupum; síðar mun eg senda nákvæma skýrslu um allt, sem að sölunni lýtur. Fjárskip til Þýzkalands ættu helzt að afíerma féð í borg, er Tönning heitir, Þar í nándinni eru stórir markaðir fyrir fé á fæti. Fyrir rýrt fé fást 12—18 kr. Innflutningstollur er 90 aurar fyrir hverja kind. Eins og áður hefur verið tekið fram, mun eg síðar semja ýtarlega skýrslu um þessa ferð mína; hér eru aðeins tekin fram helztu atriðin í upplýsingum þeim, er eg hef safnað. Khöfn 31. marz 1897. VirðingarfyJIst D. Thomsen. Áskorun um liúsliygging á Þingvúllum. Vér undirskrifaðii-, sem höfum gengið í félagsskap um, að koma upp húsbygg- ingu á Þingvelli, er bæði gæti verið fyrir samkomur innlendra manna, og til afnota fyrir erlenda ferðamenn, sem eins og kunn- ugt er, sækja fjölmargir á hverju ári til Þingvalla og öeysis, leyfum oss hér með, að bjóða almenningi á íslandi, að taka þátt í þessu fyrirtæki, með því, að kaupa einn eða fleiri saman tuttugu og fimrn krbna hluti í hinni fyrirhuguðu húsbyggingu. Áætlað er, að húsið muni kosta allt að 5000 kr., eða um 200 hluti alls, og er gert ráð fyrir, að það geti verið fullgert, áður en ferðamanna er að vænta næsta sumar. Það er ákveðið, að hlutir þeir, sem koma inn, skuli geymast í sparisjóði Reykjavíkur, en eigi verður byrjað á bygg- ingunni, fyr en séð verður, að nóg fé muni fást; að öðrum kosti verður peningunum skilað aptur til eigendanna. Komist byggingin upp, eins og að fram- an er sagt, skulu hlutaeigendur njóta tiltölulega ágóða af húsinu, þeim er verður umfram viðhaldi og umsjónarkostnaði ept- ir árlegri skilagrein. í hússtjórnar-nefnd skal kjósa 3 menn þannig, að formaður Þjóðvinafélagsins nefnir einn, sýslumaðurinn í Árnessýslu annan, og ferðamannafélagið í Reykjavík hinn þriðja. Nefndin skal kosin til 2 ára í senn, í fyrsta sinn jafnskjótt sem húsið er fullgert. Allt það, sem að framkvæmdum bygg- ingarinnar lítur önnumst vér undirskrif- aðir. Hlutaupphæðir skulu sendar til gjald- kera félagsins Sigfúsar Eymundssonar með glöggri skýrslu um nöfn og heimili hluta eigenda, og sendir hann þeim þá hluta- bréf með fyrsta pósti, eða afliendir þau þeim, sem borga utanpósts. Til þess að hægt sé að byggja húsið næstkomandi sumar, verða félagshlutir að vera borgaðir innan loka þessa árs. Vér treystum því, að góðir menn veiti þessu máli greiðar undirtektir, bæði vegna landsmanna sjálfra og vegna þess, að slík bygging mundi, einkum ef henni fylgdi akemmtibátur til veiða og siglinga á Þing- vallavatni, stuðla mjög að því, að auka heimsóknir erlendra ferðamanna til íslands, sem hingað til hafa ekki getað vegna skýl- isleysis haft neina dvölj á hinum forna, víðfræga þingstað íslendinga. Reykjavík 24. apríi 1897. B. Sveinsson. Tr. Uunnarsson formaður. Sigf'. Eymundsson Helgi Helgason. gjaldkeri. Sigurður Kristjánsson. D. Thomsen. Hannes Þorsteinsson. * * * Áskorun þessi verður send sérprentuð víðsvegar um land nú með skipum og landpóstum, að nokkru leyti með Þjóðólfi til útsölumanna hans, en að sumu leyti sérstaklega frá hinum einstöku nefndar- mönnum. Er vonandi, að mál þetta fái hinar beztu undirtektir, því að það er meira en meðalskömm fyrir þjóðina, að ekkert skýli hefur hingað til verið reist á hinum fornhelga, fagra alþingisstað vorum, og má svo búið ekki lengur standa. „Mjór er mikils vísir“. Það má hérumbil segja með vis8U, að húsbygging á Þingvöllum muni hafa í för með sér ýmsar fleiri um- bætur þar til þæginda fyrir útlenda ferðamenn. Virðist mega treysta því, að Sunnlendingar, sérstaklega Árnesingar og Rangvellingar, taki drengilegan þátt i þessu nauðsynjamáli. Það væri hinn sæmi- legasti þakklætisvottur, er þeir g*tu látið útlendingum í té fyrir hinar miklu land- skjálftagjafir, um leið og þeir gerðu sjálf- um sér og landinu í heild sinni sóma með almennri hluttöku í þessu. H. Þ. Sumarið og Hlíðin. Kom nú Bumar-sólin há sæi til íslands fjalla, þú sem deyfð og dauða frá dregur krapta alla. Þínum ljóma viljum vér verðuga sýna lotning, heimurinn allur heilsar þér himins fagra drottning, Þú, sem vekur vorsins ljðð og veröld dapra gleður, gjörvalt líflð unaðs óð um þig létt því kveður. Móti þinni bliðu brá hrosir allt, sem liflr, þegar þú í heiði há heiminn Bvífur yflr.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.