Þjóðólfur - 18.06.1897, Síða 2
114
jörðunum að segja, annað en taka á móti
sínu fasta árseptirgjaldi af þeim, og iíta ept-
ir, að þær væru eigi illa setnar. Án erfða-
festu á jörðunum eru hreppsnefndirnar
engu betri landsdrottnar en einstakir menn
og líklega heldur verri. Þetta atriði þyk-
ir mér eigi nógu vel athugað í greiu séra
Guðmundar, en í þessu efni má setja
lög sem verndi leiguiiðana. Hitt er verra
viðfangs, að fjárskortur hreppanna mun
gera þeim mjög torvelt að eignast jarðirn-
ar. Nokkuð líkt mundi nú verða ofan á,
ef landssjóður ætti að kaupa allar jarðir
landsins. Þar mundi verða tilfinnaniegur
fjárskortur. Rauuar held eg það væri
gott, að hann og enginn annar ætti jarðir
landsins, enda má nokkurn veginn á sama
standa, hvort landið í heiid sinni ^landssjóð-
ur) éða partar þess (hrepparnir) á iendur
sínar, einungis ef ábúðarskilmálarnir væru
alstaðar hinir sömu, (og náttúrlega erfða-
festa). Vegna getuleysis hreppssjóðanna
og landssjóðs til að kaupa, eitt hvort í
sínu lagi, jarðirnar, mætti stiuga upp á
því, að landssjóður, sýslusjóðir og hrepps-
sjóðir (og ef til vill fleiri almennir sjóðir)
legðust allir á eitt með að kaupa jarðirn-
ar, hver eptir sinum efnum, einn kaupir
þá þessa og annar hina. Ættu menn þá
að vera skyldir við eigendaskipti að selja
sjóðunum jarðirnar fyrir sanngjarnt verð,
eptir mati tilkvaddra manna. En sjái
menn gott ráð til, að hreppssjóðirnir verði
eigendurnir, mun eg hallast að þeirri skoð-
un, að hrepparnir kaupi jarðirnar.
Jöhannes L. L. Jöhannsson.
Þingmál í sumar.
IV.
Næst stjórnarskrármálinu og samgöngu-
málinu mun lœknaskipunarmálið vekja
einna mestar umræður á komandi þingi.
Að vísu er svo sagt, að það sé rækilega
undirbúið frá læknanna hálfu, en það er
samt mjóg hætt við, að eigi verði fallizt
á frumvarp stjórnarinnar í öllum greinum,
og að sumum þingmönnum virðist kröfur
þess allstórstígar, þar sem farið er fram
á, að vera skuli á landinu 40 föst héraðs-
læknaembætti í 3 flokkum með 1500, 1800
og 2000 kr. launum, og bætist þá tölu-
vert víð eptirlaunafúlguna, því að allir
aukalæknar skulu afnumdir og gerðir að
konunglegum embættismönnum með eptir-
launarétti. Engum getum skal um það
leiða, hvernig máli þessu muni reiða af á
þingi, en gæta verða þingmenn þess, er
þeir ákveða launin og fjölda embættanna
að láta ekki ofmjög leiðast af frekíegum
kröfum og áskorunum um skyndilega
læknafjölgun og launahækkun, því að það
verður opt svo, þá er eitthvert nýtt mál
kemur á dagskrá, að eigi er rækilega skoð-
uð nema eina ein hliðin, og í þessu máli
er einkum hætt við, að nógu mikil áherzla
verði lögð á óskir manná, um fleiri —
miklu fleiri Iækna og betur Iaunaða en nú
er. Sjálfsagt vildu menn helzt hafa lækni
í hverjum hrepp á landinu, en þá mun
eigi svo vandlega íhuguð útgjaldahliðin:
launaupphæðir og eptirlaunin, þá er vér
höfum í svo ákaflega mörg horn að líta
með landsins fé. Taka má og tillit til
þess, að eigi er fyrirsjáanlegur neinn hörg-
ull á læknaefnum hér, þótt launin verði
eigi hækkuð til muna. Eins og sérhver
vinnuveitandi hækkar ekki kaupið af sjálfs-
dáðum, ef hann getur fengið nógu gott
og nógu margt verkafólk fyrir hið venju-
lega kaup, eins er það skylda þjóðfélags-
ins að taka þetta til greina, að því er
vinnu í þjóðfélagsins þarfir snertir.
Að bæta þurfi að eínhverju leyti kjör
lækna hér á landi, dettur víst engum í
hug að neita, og það mun þingið eflaust
gera í þetta skipti. En þar er sem ann-
arsstaðar vandratað meðalhófið, og ofstór
örlætis tilþrif eða eldmóður fyrir raálefn-
um í bili, getur haft óþægilegan aptur-
kipp í för með sér. Launalögin gömlu
frá 1875 eru ljós vottur þess, að það er
skynsamlegra að ríða hægt úr hlaði, held-
ur en að hleypa undir eins á harða sprett
og halda áfram í loptinu, þangað til klár-
inn er sprengdur eða staðuppgefinn. Land-
sjóður hefur svo margar þungar byrðir að
bera, að það verður að leggja varlega á
hann pjönkurnar, svo að hann sligist ekki
undir öllu saman. — Á fjárlagafrumvarpi
stjórnarinnar, kvað vera gert ráð fyrir
113,000 kr. tekjuhalla næsta fjárhagstíma-
bil og einhverju munu þingmenn við bæta.
V.
Þá er holdsveikismálið og stofnun holds-
veikraspítala, sem ráða skal til úrslita á
komandi þingi, og þarf ekki margt um
það að segja, því að spítalinn verður reist-
ur með samskotum frá útlöndum, svo að
þingið þarf ekki um annað að hugsa en
veita fé til stjórnar spítalans og viðhalds
eptirleiðis. Er líklegt, að skipaður verði
sérstakur yfirlæknir við þessa stofnun,
hvort sem hún verður sett á Bessastöðum,
Laugarnesi, Rauðará eða Grænuborg. Það
mun fara eptir tillögum manns þess frá
Danmörku, er hingað kemur í næsta mán-
uði til að kaupa hússtæði fyrir spítalann,
eins og minnst var á í síðasta blaði. Mál-
efni þetta er nú þegar komið í það horf,
að þvi verður sjálfsagt ráðið til heppiiegra
úrslita á þinginu.
Það verða gerðar margar og stórar
kröfur til landsjóðs í þetta sinn. í fjár-
lagafrumvarpi stjórnarinnar kvað meðal
annars verið farið fram á allmikla nýja
fjárveitingu (um 9000 kr.) til lærða skóians,
til að skinna hann upp á ýmsan hátt, þar
á meðal til byggingar á nýju leikfimis-
húsi, til steingirðingar á lóð skólaus, til
húsaleigustyrks handa 36 piltum í stað
heímavista, er farið er farið fram á að
verði afnumdar, sakir þess, að lestrar- og
kennslustofurnar í skólanum munu taldar
ískyggileg gróðrarstýja ýmissra sjúkdóma,
einkum berklaveikinnar, og mun eiga að
sporna við þeirri hættu með því að hafa
skólastofurnar að eins til kennslu fyrri
hluta dags, en eigi sem lestrarstofur fyrir
heimasveina síðari hluta dagsins, eius og
tíðkazt hefur. Með þessu fyrirkomulagi,
verður þvi unnt að sótthreinsa stofurnar
og hleypa inn góðu lopti. Líklegt er, að
uppástungur þessar fái góðan byr á þingi,
þótt ef til vill verði ekki veitt allt, er
óskað verður til allra breytinganna við
skólann í þetta skipti.
Þá mun það og koma fyrir þingið, að
veita fé til húsbyggingar yfir söfn lands-
ins, annaðhvort í sambandi við bankahús
eða sérstaklega. En sjálfsagt virðist, að
í þessari byggingu verði einnig pósthús og
landfógetaskrifstofa, og úr því að byggt
væri á annað borð, væri heppilegast, að
að einnig væri gert ráð íyrir, að þar yrði
húsnæði fyrir hina sameinuðu æðri skóla
landsins. Það er óhjákvæmilegt að reisa
bráðlega hús fyrir söfn landsins, og nýtt
pósthús þurfum vér einnig að sjálfsögðu,
því að við hina gömlu kytru er ekki leng-
ur unandi auk þess, sem hún er einstak-
lings eign. Það er oss til stórrar minnk-
unar, að hafa ekki fyrir iöngu reist við-
unanlegt pósthús á landsins kostnað, og
má svo búið ekki lengur standa. Svo
koma útgjöldin til fréttaþráðarins 35,000
kr. á ári í 20 ár. Það munar um minna.
Hér hefur að eins verið talið fátt eitt
af því, sem þingið mun fá til meðferðar í
þetta skipti, en það er nógur tíminn að
minnast á það, þegar þar að kemur. Meðal
annars munu þar koma fram uppástungur
um breytingu á laudbúnaðarlögunum og
fátækralöggjöfinni, en eigi þarf að ætla,
að þau mál verði leidd til lykta að þessu
sinni. Þá mun og allmikið verða rætt um
almenn búnaðarmálefni og um breytingu