Þjóðólfur - 18.06.1897, Síða 5
117
börn og gerði þau að góðum og dugandi mönnum.
1 hverju öðru landi en þessu mundi slíkt hafa
sæmt verið einhverjum virðingarvotti af yiirstjðrn-
ínni.
Bn hér sýnist það sem optar eiga við, er Steini
skáld kvað:
Opt hefur Dana dögling oss
dýrar náðargjafir veitt;
en mest er vert um konungskross,
er kemur fyrir ekki neitt!
__________ (Þ. J.J.
Hinn 25. nóv. f. á. andaðist að Hausthúsmm í
Eyjahreppi i Hnappadaissýslu unglingspilturinn
Sigmundur Ketilsson, 24 ára að aldri, sonur hjón-
anna þar, Ketils Jónssonar og Ingibjargar Jóns-
dóttur. Fór Sigm. sál. þennan dag í smalamennsku;
var veður illt. Þótti foreldrum hans frestast koma
hans, enda kom hundur hans innan skamms heim.
Fór þá faðir hans að leita sonar síns og fann hann
eptir tilvísun hundsins, liggjandi á flóa skammt
upp frá bænum; var hanu þá að bana kominn og
með lítilli rænu; bar faðirinn son sinn þegar heim,
og andaðist hann samstundis, er heim kom.
Sigmundur sál. var allra manna efnilegastur af
yngri mönnum í sínu byggðarlagi. (S.J.
Hinn 6. mai síðastl. lézt að Garðsvika í öarði
Halldór Halldórsson 61 árs, ættaður úr Árnes-
Býslu, fluttist ungur suður og kvæntist, bjó nokk-
ur ár í Útskálahverfi, svo að Litlahólmi i Leiru,
missti þar konu sína; eru tvö af börnum þeirra á
lífi, — og svo síðast að Skeggjastöðum og kvænt-
ist þar hinni síðari konu sinni, er lifir mann sinn
ásamt 8 börnum.
Halldór sál. var efnaður maður á yngri árum,
en nú fyrir nokkrum árum þrotinn að fé og
heilsu.
Hann var duglegur maður, stilltur vel, mjög
vel greindur og fróður um margt, trúmaður, vel
látinn og vinsæll. (Qm.).
Stjórnarfrumvörpiii,
er leggjast eiga nú fyrir þingið, eru rúm
20 að tölu. Eihs og get<* má nærri, hef
ur „ísafold" fengið allramildilegast leyfi
til að birta innihald þeirra, og þakkar i
auðmýkt fyrir uáðiua. Flest af því, seui
mestu skiptir t. d. í fjárlögunum, hefur
fyr verið lauslega um getið í Þjóðólfi, svo
sem tilboðið um gufuskipaferðir frá sam-
einaða gufuskipafélaginu, styrkinn til
fréttaþráðaiins (35,000 kr. árlega í 20 ár),
breytipgu á læknaskipuninni, aukna fjár-
veitingu til lærða skólans o. s. frv. Að
því er nýjar styrkveitingar til einstakra
manna snertir í þessu fjárlagafrumvarpi,
kveður mest að uppástungunni um 2500 kr.
styrk á ári í 2 ár handa cand. mag.
Helga Jónssyni til grasafræðisrannsókna
á íslandi. Til húsabyggingar handa stýri-
mannaskólanum eru áætlaðar 17,000 kr.,
laun forstöðumanns hækkuð upp í 2000 kr.
og 1000 kr ætlaðar nýjum kennara þar,
auk annara útgjalda við þá stofnun. Þá
er frumvarp um linun á botnvörpulögun-
um (hæsta sekt færð niður í 4000 kr. úr
10,000). Frumvarpið um hina nýju lækna-
skipun er allmikill bálkur með ákveðn-
um takmörkum hinna einstöku læknahér-
aða, sem óþarft virðist að romsa hér upp,
með því að eitthvað mun verða haggað
við þessari niðurskipun á þingi. — Til
holdsveikisspítalans má verjii 12,000 kr.
tii húsbúnaðar og áhaldakaupa, þegar
spítalinu er fullger, eu til ársútgjalda við
hann eru ætlaðar 17,000 kr. á ári. —
Nokkur frumvörp, er síðasta alþing sam-
þykkti, komu nú endursend frá stjórninni
með lítilshátar breytingum, þar á meðal
eitt um afnám veðskuldbindinga úr veð-
máiabókum, með þeirri einu breytingu,
að auglýsingar þessar skuli birta í ísafold,
en ekki í Stjórnartíðindunum, eins og þing-
ið samþykkti. Stjórninni þótti frumvarpið
ótækt, einungis sakir þess, að ísafold var
útilokuð frá þessari innansleikju af veð-
málaauglýsingunum nafnfrægu. Er það
ljóst dæmi þess, hve dásamlega og föður-
lega umhyggju stjórnin ber fyrir kjöltu-
barni sinu. En þá nú fer skörin samt
heldur að færast upp í bekkinn, ef frum-
vörp þingsins ná eigi staðfestingu, sakir
þess, að eigi er tekið nægilegt tillit til
32
„En eg er boðinn í veizlu í kveld“, sagði eg.
„Það er eg eiunig“, svaraði Strickland, „og svo er
um Fleete, en hann vill ef til vill ekki fara“.
Við geugum nokkra hríð í garðinum og reyktum,
en töluðum ekki saman, með því að við vorum góðir
vinir og samræður spilla nautninni af góðu tóbaki. Þá
er við höfðum reykt úr pípuuum, gengum við inn til
að vekja Fleete. Hann var á fótum og gekk hvatlega
fram og aptur um herbergið.
„Eg verð að fá fleiri steikarbita", sagði hann. „Get
eg fengið þá?“
Við hlógum og sögðum: „Farðu og skiptu fötum.
Hestarnir verða komnir á augabragði“.
„Það er gott“, mælti Fleete. „Eg skal gera það,
en með því skilyrði, að eg fái steikina — og svo lítið
steikta, sem unnt er“.
Hann virtist segja þetta í fullri alvöru. Klukkan
var þá 4, og vér höfðum snætt morgunverð kl. 1, en
hann hélt samt lengi áfram að tala um þessa steik.
Því næst fór hann í reiðfötin og gekk út á sval-
irnar. Hesturinn, sem honum var ætlaður — því að hinn
hafði ekki náðst enn — vildi ekki láta hann koma nærri
sér. Allir þrír hestarnir voru óvenjulega baldnir og
óþægir — það var eins og þeir skylfu af hræðslu — og
loksins sagði Fleete, að hann vildi heldur vera kyr
29
mig: „Farðu ekki burtu frá okkur, en vertu hér kyr
og sofðu hér i nótt“.
Með því að það voru tæpar 3 enskar milur millum
bústaðar míns og Stricklands, virtust tilmæli þessi dá-
lítið kynleg. En Strickland innti aptur að þessu, og ætl-
aði að bæta einkverju við til frekari skýringar, þá er
Fleete sleit tali voru og kvaðst vera orðinn soltinn apt-
ur. Strickland sendi mann heim til mín til að sækja
rúm mitt og hest. Því næst reikuðum vér allir út í
hesthúsið hjá Strickland og ætluðum að halda þar kyrru
fyrir, þangað til við gætum riðið eitthvað okkur til
skemmtunar. Þá er menn eru hestavinir, þreytast menn
aldrei á að skoða þá, og er tveir menn eyða timanum
á þann hátt, fylla þeir hver annan með æfintýrasögum
um siálfa sig og skröksögum um hesta sína.
Það voru fimm hestar i húsinu, og eg gleymi aldrei,
hvernig þeir létu, er við gengum kringum þá og skoð-
uðum þá. Þeir virtust vera bandólmir. Þeir hneggjuðu
og prjónuðu, og reyndu að slíta sig lausa frá jötunni.
Þeir svitnuðu, skulfu og froðufelldu, og horfðu ofboðs-
lega í kringum sig, eins og þeir sæju drauga í hverju
horni. Hestar Stricklands voru vanir að þekkja kann,
eins vel og hundarnir hans, og þess vegna virtist þetta
hálfu óskiljanlegra. Loksins urðum vér að hörfa burtu,
því að vér vorum hræddir um, að dýrin mundu annars