Þjóðólfur - 18.06.1897, Qupperneq 6
118
hagsmuna ísafoldar. Eéttast væri því, að
þiiigið sendi stjórninni frumvarpið i sama
formi sem fyr, og Iofaði henni þannig að
gera þetta að fullkomnu kappsmáli. Það
væri regluleg „kómedía".
Þá er á þing er komið, verður nánar
skýrt frá frumvörpum stjórnarinnar í sam-
bandi við umræðurnar um þau.
Sjaldgæft ríkisstjórnarafmæli. Á
þriðjudagirm kemur 22. þ. m. verður mik-
ið um dýrðir i hinu víðlenda og volduga
Bretaveldi, því að þá vetði liðin 60 ár
frá því að Yiktoría drottning tók við ríki
á Englandi eptir föðurbróður sinn Yilhjálm
konung 4. (-f 1837). Hefur enginn Eng
iandsstjórnandi setið jafniengi að völdum.
Afi Viktoríu drottningar Georg 3. var að
nafninu til konungur í 60 ár, (1760—1820)
en var siðustu 10 æfiár sín svo truflaðor á
geðsmunum, að hann var öldungis ófær
til ríkisstjórnar, og hafði sonur hans (sið
ar Georg 4.) stjórnina á hendi.
Heima á Englandi hefur stórkostlegur
undirbúningur verið hafður til þessa hátíða-
halds, til að gera það sem silra veglegast
og yiðhafnarmest, og iná geta nærri, að
eigi verður sparaður skildingurinn til þess.
í löndum Breta í öðrum álfum verður af-
mæli þetta haldið með hinni mestu við-
höfn. Bæði á Stórbretalandi og annarstað-
ar í löndum drottningarinnar á meðal
annars að kynda bál mikil eða vita hing-
að og þangað á hæðum og fjallatindum
að kveldi hins 22. þ. m., og munu allar
þær brennur verða mikilfengleg sýn, þá er
þær varpa birtu yfir landið um nóttiua.
Viktoría drottning er nú 78 ára göm-
ul og hin erna8ta. Saga Bretaveldis á
stjórnarárum hennar er, eins og menn vita,
alltíðindarík, og ríkið hefur tekið stórkost-
legum framförum á þessum tima. Flestar
hinar stærstu uppgötvanir 19. aldarinnar
eru gerðar síðan 1837, að hún tók við
ríkisstjórn.
Dáin hér í bænum 14. þ. m. frú Ást-
ríður Mélsteð (Helgadóttir biskups) ekkja
Sigurðar Melsteðs forstöðuraanns preata-
skólans (-{- 1895) á 73. aldursári, (fædd í
Saurbæ á Hvalfjarðarströud 20. í'ebrúar
1825). Með manni sínum átti hún 2 syni,
Helga stúdent, er dó á prestaskólanum
1872 og Pál Guðbrand, er dó ungbarn
1851. Kjördóttir þeirra hjóna (bróður-
dóttir frú Ástríðar) er frú Ragnheiður kona
Hannesar Hafstein sýslumanns og bæjar-
fógeta á ísafirði. Frú Ástríður var gáfu-
kona, glaðlynd og tápmikil.
Skrðltið í stjórnarkvðrnunum hérna
við Austnrvöll er níi orðið ámátlegra en nokkru
sinni fyr, og ðþeturinn og óþokkaskapurinn þeim
meginn fer stöðugt í vöxt, og hefur þó löngum
andað „fúlt“ þaðan að handan. Hin fyrirhugaða
stækkun Þjóðólfs og örlítill verðmnnur á honum
og stjórnarblaðinu hefur nú lengi staðið alveg þvers-
um í kvarnarstokknum hjá persónu þeirri, er stjórnar-
blaðinu stýrir, þessu málgagni, sem hérna um ár-
ið ætlaðí að sprengja öll önnur blöð með gífur-
legri stækkun, en rifnaði sjálft á því. Síðan má
persónan ekki heyra stækkun annara hlaða nefnda
á nafn. Það er eina og naut sjái rauða duiu. En
sú er huggunin í þessum raunum, að stjórnarvöld-
in munu ekki sleppa sinni líknarhendi af brjóst
mylkingnum. Það er drjúgt þetta stjórnar„manna“,
sem að ofan drýpur. Yeslings stjórnarblaðið fer
ekki á hreppinn, meðan það nærist á himna-
brauði. Þótt flestir telji atferli þess gagnvart
Þjóðólfi fyrirlitlegan rótarskap og auðvirðilegan
atvinnuróg, þá er það sjálfsagt ekki rétt. Tilgang-
urinn er líklega góður hjá því, eins og hjá Jesúítum,
þótt meðulin séu ekki valin af betri endanum. Það
gerir minna til.
Nú verður sjálfsagt almyrkvi á sólu i Öxl, því
að „Dagskrá“ er orðin að dagblaði eða því sem
nær og verður um helmingi stærri en stjórnar-
blaðið, en verðið þó sama. Nú kemur Hjálpræðis-
herinn í góðar þarfir til að hugga hina hrelldu sál
krossberans hjá Suðra-knmli, er virðist vera farinn
að taka þar sína eigin gröf, enda hefur honum
löngum látið betur að halda á reku en penna.
30
gera einhvern óskunda. Litlu síðar gekk Strickland
aptur inn til þeirra og rétt á eptir kallaði hann á mig,
Hestarnir voru enn mjög ókyrrir, en létu þó klappa sér
og virtust spekjast smátt og smátt.
„Það eru auðsjáanlega ekki við, sem þeir eru
hræddir við“, mælti Strickland. „Eg vildi gefa 3 mán-
aða laun mín til þess, að hann Outrage hérna (svo hét
einn hesturinn) gæti talað“.
En Outrage sagði ekki neitt og gat að eins
núið sér upp við húsbónda sinn og þefað af honum með
sperrtum nasaholunum, eins og hestar gera, þá er þeir
vilja gjarnan skýra eitthvað, en geta ekki. En þá er
við stóðum þarna hjá hestunum, kom Fleete inn lil okk-
ar, og jafnskjótt sem hestirnir urðu hans varir, greip
þá sama hræðslan sem fyr. Við gátum með naumind-
um sloppið heilir á húfi út frá þeim, og Stríckland mælti:
„Það er að sjá, sem þeim sé ekki um þig, FIeete!“
„Hvílík fjarstæða", mælti Fleete. „Hesturinn minn
er jafnfylgispakur mér, eins og lítill hvolpur“. Hann
gekk að honum. Hann stóð ekki í neinum sérstökum
bás, - en var að eins tyllt föstum með streng. Þá er
Fleete færði sig nær honum, sló hann aptur undan sér,
svo að Fleete valt um koll, og því næst sleit hann sig
lausan og þaut út. í garðinn. Eg hló, en sá sem ekki
hló, það var Strickland. Hann tók báðum höndum í
31
varaskeggið og togaði í það, svo sem hann ætlaði að
slíta þ ið af sér. Og í stað þess að hlaupa á eptir hest-
inum sínum, tók Fleete að geispa og kvaðst vera syfj-
aður. Jafnharðan gekk hann inn til að leggjast fyrir,
sem var óneitanlega eitthvað þurleg nýársskemmtun.
Við Strickland sátum eptir í hesthúsinu, og hann
spurði, hvort mér þætti ekki Fleete nokkuð undarlegur.
Eg svaraði, að reyndar gleypti hann í sig matinn, eins
og dýr, en það gæti stafað af því, að hann hefði lifað
svo lengi í einveru uppi í fjöllunum, langt frá umgengni
við menntaða menn, eins og oss. En það var fjarri
Strickland að gera gaman úr þessu. Eg er sannfærður
um, að hann hefur alls ekki heyrt, hvað eg sagði, því
að rétt á eptir fór hann að tala um merkið á brjósti
Fleete’s. Eg benti honum á, að hann hefði ef til vill
verið bitinn af eitruðum flugum. Við vorum samt báð-
ir samdóma um, að það liti illa út, og Strickland vék
lauslega að því, að eg væri sauður.
„Skoðun mína á þessu get eg ekki sagt þér enn“,
mælti hann, „af því að þú mundir þá ætla, að eg væri
orðinn vitstola, en þú verður að vera hér hjá mér fá-
eina daga enn, ef þú getur. Eg vil, að þú hyggir éinn-
ig að Fleete, en láttu mig ekki vita, hvað þú ímyndar
þér, fyr en eg er búinn að gera mér glögga grein fyr-
ir minni skoðun“.