Þjóðólfur


Þjóðólfur - 02.07.1897, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 02.07.1897, Qupperneq 1
Árg. (60 arkir) koatar 4 kr. ErlendU 5 kr. — Borgist fyrir 15. Júll. Uppsögn, bnndin við áramót, ðgild nema komi til útgefanda fyrir 1. oktðber. ÞJÖÐÓLFUR Reykjarík, föstudaginn 2. júlí 1897. Nr. 32. XLIX. árg. Landsbankinn rerður opinn um þingtímann frá 1. júlí til 81. ágúst, kl. 91/, f- m. til 181/, e. m., Og Imnkastjórnin til yiðtals í bankan- um kl. 11 til 12 f. m. ðvænlegar horfnr. Sjaldan mun ráð þingmanna hafa verið jaínmjög á reiki í byrjun þings sem nú. Pað er sjálfsagt ekki ofmælt, þótt mikill þorri þeirra hafi ekki enn gert sér ljósa grein fyrir skoðnn sinni og stefnu i ýms- um þeim stórmálum, er nú koma fyrir þingið. En einkum mun þetta eiga sór stað í stjórnarskrármálinu. Það er búið svo að þvæla og hringla með það mál og misbjóða því á ýmsan hátt af hálfu þings- ins, að menn geta ekki búizt við góðum ávöxtum af slíku ráðlagi, og þjóðin má sjálfri sér um kenna, ef málið fer allt í mola á þessu þingi, því að hún hefur ekki sýnt einbeittan vilja á því að halda því i réttu horfi, heldur látið reka á reiðanum, og varpað allri sinni áhyggju upp á dönsku stjórnina og forsjón hennar, og er líklegt, að sú auðsveipni verði vel þökkuð. Að sinni er ekki unnt að spá neinu vissu um það, hvernig málinu reiðir af á þessu þingi, en verði þingið þrí- eða fjór- skipt í skoðunum sínum, þá er ekki mik- ið útlit fyrir heppjieg málalok. En hvern- ig sem fer, þá verða þingmenn að gæta sín að láta ekki flekast af einskis verðum „humbugs“-útbrotum í þessu máli, og hugsa sig vel um, áður en þeir samlaga sig því fólki, sem ætlar sér að sletta einhverjum næfurþunnum, ónýtum skóbótum á hina götóttu stjórnarskrá vora, sem nú er í giidi. Látum svo vera, að hinir áhugamestu endurskoðunarmenn sjái sér ekki fært í þetta skipti að koma frnmvarpinu frá 1893 og 1894 klakklaust gegn um þing’ið, sak- ir hinna miklu æsinga og undirróðurs, sem beitt hefur verið til að hindra fram- gang þess, en þá verða þeir, að sjá svo sóma sinn og þingsins, að stjórnarbarátta vor verði ekki að athlægi og oss íslend- ingum til ævarandi skammar í nútíð og framtíð, og það er þetta atriði, sem allt veltur á. Að hæiast um það, þótt fáir þing- málafundir hafi nú lýst því eindregið yfir, að halda áfram endurskoðunarfrumvarp- inu óbreyttu, er harla óviðurkvæmilegt og lítilmannlegt og ber ekki vott um sérlega mikla ræktarsemi eða velvild gagnvart baráttu vorri fyrir innlendri sjálfstjórn og réttindum þjóðarinnar. Það er ávallt svo ofur létt að telja dug og kjark úr fólk- inu og vekja óhug á velferðarmálum lands- ins. Það er sannarlega lítið gleðiefni, þótt stjórninni takist nú ef til vill að lauma einhverjum læðing á hina íslenzku þjóð sakir óstaðlyndis og hringlandaskapar full- trúanna. Þess vegna er nú svo áriðandi að gjalda varhuga við öllum launráðum og læðingssmíði, svo að þjóðin íslenzka verði eigi hneppt í það tjóðurband, er ef til vill bindur hana enn ramlegar en fyr við erlent drottnunar- og kúgunarvald. Það eru athugunarverð tímamót nú — ný aldamót bráðlega komin. Látum ekki ný- árs-sól 20. aldarinnar skína á pólitiska vanvirðu og niðurlægingu þjóðar vorrar. Prestafundurmn, er haldinn var hér í bænum 29. f. m., var fjölsóttari en nokkru sinni fyr. Voru þar komnir, auk stiptsyfirvaldanna (bisk- ups og amtmanns), 8 prófastar: séra Jó- hann Lúter Sveinbjarnarson á Hólmum, séra Jóhann Þorkelsson dómkirkjuprestur, séra Jón Jónsson á Stafafelli, séra Jón Sveinsson á Akranesi, séra Kjartan Ein- arsson í Holti, séra Sigurður Jensson í Flatey, séra Sigurður G-unnarsson í Stykk- íshólmi og séra Valdimar Briem á Stóra- núpi, en 22 prestar: Ur Austur-Skapta- fellssýslu: Ólafur Magnússon á Sandfelli, Pétur Jónsson á Kálfafellsstað, Þorsteinn Benediktsson í Bjarnanesi. Úr Vestur- Skaptafellssýslu: Sveinn Eiríksson í Ás- um. Úr Rangárvallasýslu: Skúli Skúlason í Odda. Úr Árnessýslu: Brynjólfur Jóns- son á Ólafsvöllum, Ólafur Helgason á Stóra- hrauni, Ólafur Ólafsson í Arnarbæli, Ólaf- ur Sæmundsson í Hraungerði, Steindór Briem í Hruna. Úr Kjósar- og Gullbringu- sýslu: Árni Þorsteinsson á Kálfatjörn, Þorkell Bjarnason á Beynivöllum. Úr Borgarfjarðarsýslu: Arnór Þorláksson á Hesti. Úr Mýrasýslu: Gísli Einarsson í Hvammi, Jóhann Þorsteinsson í Stafholti. Úr Snæfellsnessýslu: Eiríkur Gíslason á Staðastað. ÚrDalasýslu: Jóbannes Lynge Jóhannsson á Kvennabrekku. Úr Barða- strandarsýslu: Bjarni Símonarson á Brjáns- læk. Úr ísafjarðarsýslu: Sigurður Stefáns- son í Vigur. Úr Húnavatnssýslu: Eyjólf- ur Kolbeins Eyjólfsson á Staðarbakka, Hálfdan Guðjónsson á Breiðabólstað, Þor- valdur Björnsson á Melstað. Ennfremur séra Þórhallur Bjarnarson lektor, séra Jón Helgason prestaskólakennari og séra Júlí- us Þórðarson fyrv. aðstoðarprestur. AIls 33 prestvígðir menn auk biskups. Séra Jóhann Þorsteinsson í Stafholti prédikaði fyrst í dómkirkjunni, en því næst var samkoman haldin í þingsal efri deild- ar. Hélt biskup þar tölu um fyrirkomu- lag prestastefnunnar fyr og nú. Því næst var ger grein fyrir skiptingu peninganna milli uppgjafapresta og prestekkna, og lagður fram reikningur prestekknasjóðsins. Þá var lagt fram frumvarp til endur- skoðaðrar handbókar presta, er nú loks var afgreitt frá nefndinni. Var samþykkt, að leggja skyldi frumvarp þetta fyrir hér- aðsfundina, en þeir senda biskupi álit og tillögur til breytinga fyrir miðjan maímán. næstk., og skyldi þá málið undirbúið und- ir næstu prestastefnu. Til viðbótar í nefnd- ina voru kosnir: séra Jón Helgason með 23 atkv. og séra Jens Pálsson með 13 atkv. Eptir allmiklar og fjörugar umræður var samþykkt tillaga frá séra Þorkeli Bjarnasyni á Reynivöllum, um að inn- heimta á tékjum presta skyldi falin sýslu- mönnum á hendur, gegn lágu endurgjaldi, sem alls ekki mætti vera meira en 4%. Tók biskup að sér að flytja mál þetta inn á þing, með því að aðrir þingmenn á presta- stefnunni skoruðust undan því. Þá flutti lektor Þórhallur Bjarnarson erindi um Melankton. Siðasta málið á dagskrá var frikirkju- málið. Aðalflutningsmenn þess máls voru séra Jóhannes Lynge á Kvennabrekku og Sigurður prófastur Gunnarsson, er 'báðir

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.