Þjóðólfur - 16.07.1897, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 16.07.1897, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kontar 4 kr. Erlendje 5 kr. — Borgist fyrir 15. jOli. ÞJÓÐÖLFUE. Dppsögn, bnndin við áramót, ógild nema komi til útgefanda tyrir 1. október. XLIX. árg. Þingsjá. Það hefur verið fremur danflegt á þing- lnu, síðan frumvarpið hans Valtýs var þar á dagskránni. Starf þingsins hefur mest ient í því að skipa fjölda nefnda, jafnvel í hverju smámáli, og afleiðingin er sú, að allt stendur fast, og málin liggja í salti, þangaðtil þau dynja yflr sem hráviði úr nefndunum, öll í bendu, og þá verða eng- in önnur fangaráð, en að flaustra þeim einhvern veginn af. Þetta er mjög óheppi- legt fyrirkomulag. Öll þingmannafrum- vörp ættu að berast upp þegar í byrjun þings, og þyrfti að setja eitthvert tíma- takmark, þá er frumvörp frá þingmönnum gætu komizt inn á þing í síðasta iagi, auð- vitað með sérstökum undautekningum, ef vernlegar ástæður væru öðrum þræði. Með því fyrirkomulagi væru reistar skorð- ur gegn því, að málin lentu í einum hnút síðari hluta þingtímans, eins og jafuan verður, þá er ný frumvörp bætast stöðugt við, og stundum því örar sem þingið stendur lengur. Þetta stafar af því, að þingmenn hugsa ekki nóg um málin fyr- irfram, fara ekki að undirbúa þau fyr en á þing er komið, og er þá eigi við góðu að búast. Þá er og þess að gæta, að þingmenn skipta ekki nógu vel verkum með sér. Sömu mennirnir eru kosnir i flestar nefnd- ir, en sumir komast ekki neinstaðar að, nema þeir séu á bónbjörgum og smali sér atkvæðum til nefndarkosninga. Auðvitað hafa þessir frávillingar ekki traust sam- þingismanna sinna, en þeir menn ættu alls ekki að sitja á þingi, aem mestu leyti eru útilokaðir frá störfum þingsins, og eigi taldir liðgengir í nefndir, af hverj- um ástæðum sem það er. Afleiðingin af því, að nefndarstörfunum er hrúgað á sömu mennina verður sú, að málin liggja oflengi í nefndunum, og verða eigi afgreidd til um- ræðu fyr en komið er í eindaga, því að það er óhugsandi, að sömu mennirnir geti við öllu snúizt jafnsnemma. Eins og við er að búast, geta öll þau stórinál, sern nú eru í nefndum á þingi eigi orðið rækilega íhugað. Samgöngumálin, landbúnaðurinn, sjávarútvegurinn, fjárkláð- inm menntamálin, auk stjórnarskrármáls- Reykjaríb, föstudaginn 16. júlí 1897. Xr. 34. ins, læknaskipunarmálsins, holdsveikismáls- ins o. fl. eru mál, sem eigi verða hrist fram.úr erminni á nokkrum dögum, svo að nokkur mynd sé á, enda má geta nærri, að það verði eitthvert hrákasmíði á sum- um þeirra. En það er mjög mikið undir því komið, að tillögur þær, sem nefndir þessar leggja fyrir þingið gangi í rétta stefnu, því að öðrum kosti er ver farið en heima setið. Að því er sérstaklega snert- ir landbúnaðinn og sjávarútveginn, þá er hér um svo mikið og vandasamt verkefni að ræða, þar sem tveir aðalatvinnuvegir landsins eiga hlut að máli, að það þarf meiri tíma en fáeinar stundir í hjáverk- um til að hugleiða það og koma fram með ákveðnar tillögur, er að nokkru gagni séu og án þess að hvorugur þessara atvinnu- vega verði fyrir hnekki. Þingið má ekki hrapa að neinum bindandi ákvörðunum í atvinnumálum, nema þar sem alls enginn vafl getur á því leikið, að breytingin sé til mikilla bóta. Stjórnmálum er t. d. allt öðru vísi háttað. Þar er fastari grund- völlur til að byggja á, og miklu óbrotnari. Þar á þingið að vera fært um, að rata rétta leið, því að þar er svo vel varðað, að enginn þarf að flækjast afvega út á villigötur, ef þess er gætt, að missa aldrei sjónar á takmarkinu. Vonandi er að starf allra þessara bless- uðu nefnda í þinginu, beri einhvern veru- legan árangur, og meira „fæðist en músin smá“ út af því öllu saman. Meðal þeirra fáu nefnda, er lokið hafa ætlunarverki sínu er refanefndin, þeir Guðl. GuðmundssoD, Þorlákur Guðmunds. son og Björn Sigfússon. Vilja þeir láta eitra fyrir refi, að minnsta kosti tvisvar á ári, og að hreppsnefndir séu skyldar, að láta í té allar nauðsynlegar upplýsingar um, hvar refir hafist helzt við. Tekur nefndin fram í áliti sínu, að það sé slæ. leik að kenna, að refum hefur eigi fækk- að meira en raun er á orðin, og er það hverju orði sannara. Það er engiu mynd á því, hvernig óiukkans refirnir hafa vað- ið UPPÍ og gert spell hér á landi, og væri sannarleg landhreinsun að slíkum skepn- um. Þjóðvinafélagslbækuriiar fyrir þetta ár eru nú útkomnar: And- vari (22. árg.), Dyravinurinn, og Alman- alcið. Ritgerðirnar í Andvara eru: 1. Æfisaga Þörarins pröfasts Böðvars- sonar í Görðum (með mynd). Samið hefur Þórhallur Bjarnarson lektor. Æfisaga þessi er liðlega rituð, og hefur höf. auð- sjáanlega gert sér far um að skipta ljósi og skugga nokkurnveginn jafnt niður, og sneiða hjá þeim öfgum, er opt bryddir á í slíkum æfisögum, þar sem hinn framliðni er gerður að guðs engli, heilagur og lýta- laus svo að segja. Þesskonar æfisögur eru jafnvillandi og ósannar, eins og hin- ar, þar sem þvi einu er á lopt haldið, sem miður má fara, þótt þess séu færri dæmi. Það er hvorki hreinskilni né drengskapur að „leggjast á náinn“ og níða framliðna merkismenn um skör fram, þótt slíkri aðferð hafi verið hælt, jafuvel opinberlega, annaðhvort af. sérvizku og vanþekkingu eða algerðum skorti á vel- sæmistilfinningu. 2. Ferð um Norður-Þingeyjarsýslu sum- arið 1895, eptir dr. Þorvald Thoroddsen. Þessi ferðasaga er í sama sniði og hinar fyrri eptir þennan höfund. Dr. Thorodd- sen ritar við alþýðu hæfl og lætur margs getið, en eigi koma þessar landslýsingar hans að hálfum notum sakir þess, að upp- drættir fylgja ekki, og hefur þess opt fyrri minnst verið. Ferðasögur þessar hefðu átt að vera gefnar út í einu lagi með góðum uppdráttum, því að þær verða aldrei jafn mikils virði svona á víð og dreif í tímariti. 3. Um fátœkramálefni. Eptir séra Þorkel Bjarnason. Þar er stuttlega farið yfir sögu fátækramálefna á landinu, frá því er Jónsbók var í lög leidd 1280, og því næst bent á, hvað helzt virðist til- tækilegt, til að ráða bót á kinum vaxandi sveitarþyngslum. Helztu orsakir sveita- þyngslanna telur höf. 1. Fátækt landsmanna og atvinnuleysi 2. Áhugaleysi og getu- leysi ungra manna á því, að efnast og safna fé, og 3. Vonda sveitarstjórn. Höf. játar, að það sé erfltt að finna ráð til að minnka svettaþyngslin, og með lögum sé t. d. eigi unnt að gera menn sparsama,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.