Þjóðólfur - 23.07.1897, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 23.07.1897, Blaðsíða 1
Árg. (60 arklr) kostar 4 kr. ErlendjS 5 kr. — Borgist fyrir 15. Júll. Uppsögn, bnndin viö áramöt, ógild nema komi til útgetanda fyrir 1. október. Þ J 0 Ð 0 L F U E. XLIX. árg. ReytJaTÍk, föstudaginn 23. júlí 1897. Xr. 35. Stjórnarskrármálið á l>ingi. Hver sá, er hlutdrægnislaust virðir fyr- ir sér hið pólitiska ástand þjóðar vorrar á þessum tímum, hlýtur að komast að raun um, að það sé haria bágborið, og um veru- legan pólitiskan áhuga sé ekki að ræða. Að minnsta kosti kveður það við hjá ýms- um þingmönnnm, að þeir eigi enga bak- hjalla í kjósendum sínum. Þjóðin sé svo reikul, ósjálfstæð og þollaus, að undrum sæti. Það getur vel verið, að slíkar lýs- ingar séu á allmiklum rökum byggðar, en hitt mun þó eigi ósannara, að þau héruð, sem þennan vitnisburð eiga helzt skilið, munu ejaldnast hafa átt sérlega áhuga- mikla fuiltrúa á þingi. Það eru einmitt þingmennirnir, sem eiga að hafa vekjandi áhrif á kjósendur sina, fá þá til að fylgj- ast með því máli, er þeir bera einkum fyrir brjósti, og færa þeim heim sanninn um þýðingu þesa o. s. frv. Það er engin von til, að áhugi á landsmálum sé lifandi i þeim kjördæmum, þar sem fulltrúarnir eru annaðhvort stefnulausar og dáðlausar andlegar hengilmænur, er láta sig engu skipta á hverju veltur, eða hálfvankaðir eintrjáningar, er hvorki geta þýðzt ann- ara skoðanir né fengið aðra á sitt mál, og fara því ávallt einförum eptir einhverj- um refilstigum. Hvorttveggja flokkarnir eru jaí’nóhæfir tíl að hafa örfandi, fjörg- andi áhrif á skoðanir manna. Yér segjum ekki, að vér eigum nú á þingi marga full- trúa af báðum þessum flokkum, en þeir eru samt ofmargir, og meðan þeir eru á þing- bekkjunum nær þingið aldrei tilgangi sín- um: að vera samkoma hinna áhugamestu, einörðustu og beztu drengja þjóðarinnar. Að þvi er einstök mál snertir, er þing- menn sjá/fir hafa afbakað og ekælt fyrir kjósendum sínum er stjórnarskrármálið fremst í flokki. Næstliðin 10 ár að rainnsta kosti, hefur mál þetta verið haft að eins- konar leiksoppi bæði á þingi og heima i héruðum. Einstakir menn hafa leitazt við að slá sjálfa sig til riddara með því að vekja óhugð og vantrú á málinu, hræra í því og hringla á allar lundir, enda hef- ur það tekizt að nokkru leyti, að rugla skoðanir manna í því, nú síðast með því að stjórnin mundi að fyrra bragði gera einhver tilboð, eða þá einhver fyrir henn- ar hönd. Og á þetta agn bitu margir. Þetta stjórnartilboð, er leglarnir fullyrtu að koma mundi, varð sá vafurlogi, er flestir þingmálafundir glæptust á, Og svo kom ekkert, nema óformleg skilaboð til lands- höfðingja. En samhliða þeim flutti dansk- ur embættismaður með sér inn á þing frumvarpsnefnu nokkra, er í stað þess að tryggja réttindi vor gagnvart Dönum, fól í sér skerðing og takmörkun á pólitisku sjálfstæði þjóðar vorrar, eins og rækilega var sýnt fram á í umræðunum á þingi. Jafnframt þessu birtust tillögur þær, er landshöfðingi hafði ritað um málið til 8tjórnarinnar og þóttu góðar, enda féllst stjórnin eigi á þær. Þá er nú landshöfð- ingi og stjórnin voru þarna ósammála, þá var það, að blað nokkurt hér í bæ, sem allt þangað til hafði dinglað rófunni fram- an í landshöfðingjann, reis upp á aptur- fótunum, húðskammaði, landshöfðingja, en hældi stjórninni á hvert reipi og send- ingu þeirri, er hún hafði fengið danska embættismanninum til flutnings, er blað- ið vafði að brjóstum sér og hossaði í reif- unum, frá sér numið af fögnuði yflr bless- uðum unganum. Skömmu áður hafði þó sama virðulega málgagnið ausið fúlyrð- um úr sínum nægtabrunni yfir höfuð stjórnarinnar, en nú var hún allt i einu orðin hreinasta fyrirtak í samanburði við laudshöfðingja. Og hvers vegna? Af því að landshöfðingi var ekki sammála henni og danska embættismanninum, en í sam- ræmi við meiri hluta þingsins og óskir þjóð- arinnar. Þess vegna var hann nú orðinn óalandi hjá þessari pólitisku farðakirnu óþjóðlegra örverpisskoðana í landinu. Jafn- óhyggileg og óviðurkvæmileg framkoma, er víst hér um bil eins dæmi. Þá er svo vill til, að fulltrúi stjórnarinnar og æzti embættismaður innanlands er máli voru fylgjandi gagnvart stjórninni, þá virðist sjálfsagt að nota það tækifæri til að reyna að hrinda málinu áleiðis, því að það er eigi svo þýðingarlítið atriði. Með því að taka að sér tillögur landshöfðingja í frum- varpsformi, stendur þingið miklu betur að vígi gagnvart stjórninni, því að þá er jafnframt óhugsandi annað, en að meiri hluti hinna konungkjörnu þingmanna fylg- ist með, og á þá stjórnin erfiðara að- stöðu. Að þingið fari þessa leið til bráða- birgða getur aldrei spillt fyrir stjórnar- bótarmálinu eptirleiðis. Vilji stjórnin alls ekki sinna þessari málaleitan þingsins á grundvelli landshöfðingjatillaganna, þá er eigi nema um tvennt að velja: annaðhvort að leggja alveg árar í bát um óákveðinn tíma, sem mörgum mundi virðast ótiltæki- legt, eða hefja baráttuna að nýju á grund- velli endurskoðunarfrumvarpsins. Hvor leiðin farin yrði kæmi undir því, hvernig þjóðin snerist við málinu við þingrof og nýjar kosningar, er færu fram næsta vor, ef breyting á stjórnarskránni verður nú samþykkt af þinginu. Eins og nú stendur, virðist enginn efi á því, að þingið eigi að snúast þannig við málinu í þetta skipti: að leggja landshöfð- ingjatillöguna til grundvallar gagnvart stjórninni. Sumum kann að þykja nokk- uð skammt farið með því, en þess ber að gæta, að betri er hálfur sigur en enginn, og ef vér fáum sérmál vor algerlega skilin frá ríkisráði Dana, fáum í raun og veru sérstakan ráðgjafa fyrir oss með áreiðan- lega fullri ábyrgð fyrir alþingi, þá er með því drjúgt spor stigið í áttina til frekara sjálfsforræðis. Að flytja endurskoðunarfrumvarpið ó- breytt fram á þingi nú, mundi eigi vera til annars en að láta þingmenn níðast á málinu. Það er því miklu hyggilegra að láta það óhreyft að þessu sinni. Það er jafnan hægt að taka það upp aptur,ef stjórn- in skýtur skolleyrunum við hóflegri mála- leitan frá þingsins hálfu. Ef þingið réttir henni höndina til samkomulags að þessu siuni og hún hafnar öllu, þá er óvandari eptirleikurinn. All>iiigi. IV. Iunheimta á tekjum presta (synodus- frumvarpið). Flutningsm. Hallgr. Sveins- son. Nefnd í e. d.: Sig. Stefi, Hallgr. Sveinss., Sig. Jensson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.