Þjóðólfur - 23.07.1897, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 23.07.1897, Blaðsíða 3
141 menn, enakir, danskir og þýzkir. Frá Englandi kom meðal annara -candidat Magnús MagnúsBon, bróðnrson meistara Eiríks Magnússonar í Cambridge. Laura fór héðan áleiðis til Isafjarðar í fyrri nótt. — Gufuskipið „Jyden“ (aukaskip landsjóðsútgerðar- innar) kom hingað norðan og austan um land í fyrra dag, 5 dögum á undan áætlun. Dr. jur. Hans Krtlezka friherra ron Jaden, héraðsdómari í 1. umdæmi Vínsr- borgar, kom hingað nú með „Lauru“ til að kynnast tuugu landsmanna og lands- háttum, og ferðast hér um til Heklu, Gleysis og Þiugvalla. Ætlar að fara héð- an aptur með „Bothnia" 15. ágúst. Hr. v. Jaden er íslandsvinur mikill, og hefur gert sér mikið far um að útbreiða þekk- ingu á landi voru meðal Austurríkismanna. Dr. Harald Krabbe, keunari við laud- búnaðarháskólanu danska,kom hingaðeinuig með „Laura“ ásamt konu sinni frú Krist- ínu Jónsdóttur (ritstjóra Guðmundssonar) og yngsta syni þeirra Knud. Eru 26 ár síðan þau hjón hafa hér verið. Hisney Leith, enska skáldkonau, sem hingað hefur komið nokkrum sinnurn, kom einnig nú með „Laura“. l)r. Petrus Beyer, stórmeistari Odd- fellowreglunnar í Danmörku, kom einnig nú með „Laura“ ásamt húsgerðarfræðiug Thuren til að velja hér stað handa holds- veikisspítalanum og undirbúa bygginguna. Útlendar fréttir bárust fáar að þessu sinni. Er helzt sö telja hið stórkostlega járnbrautarslys í Danmörku aðfaranóttina 12. þ. m. Það vildi til á brautarstöð- inni í Gentofte, smáþorpi skammt fyrir norðan Kaupmannahöfn. Hraðlest, er kom frá Helsingjaeyri brunaði með fullri ferð á aðra lest, er þar var fyrjr. Mölbrotnuðu þar 8 vagnar, eu 40 menn biðu bana þeg- ar í stað, og loo lemstruðust; var sagt, að 30—40 hefðu ennfremur látizt á leið- inni til Hafnar. Meiri hluti hinna látnu voru vinnu- og iðnaðarmeun. Greinilegar fréttir eru enn eigi komnar. Það rekur hvorki né gengur með frið- arsamninqana millum Tyrkja og Grikkja, því að soldán er ófáanlegnr til að sleppa kröfunum til Þessalíu, og er eigi annað fyrirsjáanlegt, en að stórveldiu verði að kúga liann með alvarlegum hótunum eða hervaldi til að láta undan. Á Þjóðverjalandi hafa orðið ráðgjafa- skipti og Bismarcksinnar komnir alstaðar í sæti, og mun þvi stefna til stjórnarfárs hans á ný. Auk þess heimsótti Hohenlohe Bismarck fyrir skömmu, og flaug það eins og elding út um allar jarðir. Svo þótti það miklum tíðindum sæta. Látinn er í Kaupmannahöfn 20. f. m. einn meðal ágætustu vísindamanna Dana, dr. Japetus Steenstrup, fyrv. kennari í dýrafræði við háskólann og forstöðumaður dýrasafns háskólans, á 85 aldursári (f. 8. marz 1813). Hann ferðaðist hér á landi 1839 og 1840 með Jónasi Hallgrímssyni til að ransaka landið í jarðfræðislegu og náttúrufræðislegu tilliti. Dvaldi Jónas síðar hjá honum heilt ár í Sórey, skömmu fyrir andlát sitt, og voru þeir Steenstrup beztu vinir. Steenstrup hefur samið fjölda rita, og þykja flest þeirra afbragð. Hann var jafnan mjög hlynntur íslandi og ís- lendingum, og er að því leyti ólíkur Jó- hannesi syni sínum, sem eigi kvað vera mikill íslendingaviuur. Æfisaga Steen- strups gamla (með mynd af honum) er prentuð í „Sunnanfara“ 2. árg., 12. tölubl. (1893). Sláttuvélar Mesne Bruk, Lillakammer. Hin langstærsta vélaverksmiðja í Noregi, stofnuð 1876. Allir ættu að kaupa vélar frá þessari verksmiðju, því að þær eru áreiðanlega hinar beztu, er fengizt geta. Þegar pöntun er send verksmiðjunni, verða vélarnar sendar. Margar vélar hafa þegar verið keyptar af íslendingum. Rtlöllgler, farfi, fernis, terpentína, fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Til heimalitunar viljum vér sérstaklega ráða mönnum til að nota vora pakkaliti, er hlotið hafa verðlaun, enda taka þeir öllum öðrum lit- um fram bæði að gæðum og litarfegurð. Sérhver, sem notar vora liti, má örugg- ur treysta því, að vel muni gefast. í stað hellulits viljum vér ráða mönn- um til að nota heldur vort svo nefnda „Cast,orsvart“, því sá litur er miklu feg- urri og haldbetri en nokknr annar svart- ur litur. Leiðarvísir á íslenzkn fylgir hverjum pakka. Litirnir fást hjá kaupmönnum alstað- ar á Islandi. Buchs Farvefabrik, Studiestræde 32, Kjöbenhavn K. Allskonar kramvara fæst í verzlun Friðriks Jónssonar. Vallarstræti 4. Til kaups fæst góð kýr á bezta aldri hjá undirskrifuðum. Brekku í Biskupstungum 9. júlí 1897. Björn Bjarnarson. Linoleumdúkar f.-t í verzlun Sturlu Jónssonar. Orgelharmonmm frá 125 kr. frá vorum eigin verksmiðjum. Fengu silfurmedalíu í Málmey 1896. Auk þess höfum vér harmónínm frá hinum beztu þýzku, amerikönsku og sænsku verksmiðj- um. Vér höfum selt harmóníum til margra íslerzkra kirkna og margra prívatmanna. Hljóðfæri má panta hjá kaupmönnum eða hjá oss sjálfum. Petersen & Steenstrup. Kjöbenhavn V. Þvi optar sem eg leik a orgelið í dóm- kirkjunni, þess betur líkar mér það. Reykjavík 1894. Jónas Helgason. Hattar og liúíur fá«t í verzlun Sturlu Jónssonar. Jb ’íltaefnl hllskonar, ágæt og ódýr, fást í verzlun Sturlu Jónssonar. Svört silkisólhlíf hefur orðið eptir í búð eða húsi, og er beðið að afhenda hana á skrifstofn Þjððólfs. • Ekta anilínlitir bd •ÍH v>r fást hvergi eins góðir og ódýrir eins og r-t- * N«H i verzlun * at c Sturlu Jónssonar C« Aðalstræti Nr. 14. H** M W rH- • ’ Harðflskur, saltflskur, grásleppa, tros fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Haframjöl fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. SIJÖX fást ódjTrust í verzlun Friðriks Jónssonar. H a 11 n y r ð a b ó k i II fæst á afgreiðaln- stofn Þjðððlfs.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.